Arsenal-Bolton í Mogganum

Einsog glöggir menn sjá eflaust, þá fjallar þetta blogg ekki um Arsenal heldur Liverpool. Ég ætla þó að gera smá undantekningu núna eftir að hafa lesið Morgunblaðið í morgun. Ég verð að segja að mér finnst **magnað** að leikskýrsla fyrir leik Arsenal og Bolton skuli hafa verið birt í jafn góðu blaði og Mogginn er.

Skýrslan er hér (smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu):

Til að byrja með sjá glöggir menn villu í undirfyrirsögninni. Annaðhvort er greinarhöfundur með slæmt minni, eða þá að hann þekkir ekki svarta Brasilíumenn í sundur, því millifyrirsögnin er svona: “**Julio Baptista** misnotaði tvær vítaspyrnur…”

Baptista misnotaði hins vegar bara aðra spyrnuna. **Gilberto Silva**, sem er jú svartur og frá Brasilíu misnotaði hina. Blaðamaður endurtekur svo mistök sín með því að segja í inngangi:

>**Julio Baptista**, framherji Arsenal,misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum **og fær eflaust ekki að taka fleir slíkar spyrnur í leikjum liðsins**.

Magnað.

Það sem fór þó meira í taugarnar á mér er furðuleg árátta höfundar að vitna í lýsendur BBC. Ég veit ekki hvort að blaðamaður er að monta sig af nýja gervihnattadisknum sínum eða hvað, en í stað þess að koma með sín komment á leikinn þá vitnar hann **tvisvar** í lýsendur BBC:

>Eftir það mark sagði Guy Mowbray, þulur BBC, að Arsenal hefði aldrei tapað leik þar sem Adebayor skoraði.

Ég skil ekki tilganginn með þessu kommenti. Og svo:

>**Baptista** skaut yfir markið úr vítaspyrnunni og sagði Mark Lawrenson, þulur BBC, að boltinn hefði hafnað á M61-hraðbrautinni fyrir aftan leikvanginn.

Já, er það? Minntist Lawrenson ekkert á að Baptista hefði ekki skotið neitt, heldur að það hafi verið Gilberto Silva? Og hvaða skrýtni stíll er þetta að vitna í þuli á BBC í leikskýrslu í virtasta blaði landsins?

Einnig:

>Skömmu áður hafði Emmanuel Adebayor skotið í stöng fyrir opnu marki og fer það færi líklega í metabækur félagsins.

Ég leyfi mér að efast um að Arsenal haldi metabækur utanum versta klúðrið í fótboltaleik.

**Uppfært (EÖE)**: Björgvin bendir í kommentum á enn eina snilldina, sem ég tók ekki eftir:

>Anelka fékk gult spjald fyrir brotið en hefði með réttu átt að fá rautt spjald. **Gilberto hélt uppteknum hætti og skaut yfir markið úr vítaspyrnunni**.

Þessi leikskýrsla er klassík!

20 Comments

 1. Vá hvað þetta er lélegt! Ég trúi ekki að fólk fái að skrifa svona í jafn háttskrifað blað og ég hélt að Mogginn væri.

 2. Ég sá leikinn ekki á bbc en horfði á hann seinna um kvöldið á sky, og þar var eins og vanalega snilldar lýsing á leiknum og hvert smáatriði greint í þaula. BBC menn eru ekki vanir að klikka nokkurn tímann. Mér sýnist á þessari grein í mogganum að höfundur sé að setja ákveðinn “amatörbrag” á lýsingu BBC manna og þar af leiðandi að draga þessa snillinga í englandi niður á sitt plan. Og ég lýsi því hér með yfir að ALLIR sem að hafa tök á því ættu að fá sér hnött og sky pakkan. Þvílíka snilldin, maður missir að vísu af leikjunum kl 1500 á laugardögum en fær alla aðra leiki, og frá kl 0900 til 1800 á laugardögum þá ertu með snilldar dagskrá, Soccer AM, bein útsending á Prem plus kl 1230 og svo Gillette soccer saturday frá kl 1200 þar sem að 6 snillingar eru í setti og ræða leikina sem eru í gangi og svo koma fram öll mörk sem að eru skoruð á bretlandseyjum. Að vísu er ég kominn langt frá efninu en ég fæ stundum bara nóg af íþróttaumfjöllun almennt hérna heima. Takk fyrir mig og drengir góða skemmtun í Englandi, takið einn kaldann fyrir mig…

 3. Já ég stækkaði myndina og las greinina og þessar vitnanir í BBC þulina eru í meira lagi skrýtnar. Undarlegur fréttafluttningur!!! Að hugsa sér fyrir nokkrum árum leitaði maður eftir fréttum af leikmannakaupum í Mogganum. Þulurinn á BBC sagði að væri sem betur fer liðin tíð.

 4. Ég er alveg niðurbrotinn, þetta eyðilagði alveg tálsýn mína um að Mogginn væri alltaf með mann á leikjunum :confused:

 5. Þetta finnst mér líka alveg magnað:

  “Nicholas Anelka, framherji Bolton, náði að elta Adebayor uppi og fella hann í vítateignum. Anelka fékk gult spjald fyrir brotið en hefði með réttu átt að fá rautt spjald. GILBERTO hélt uppteknum hætti og skaut yfir markið úr vítaspyrnunni.”

  Eftir að hafa sagt Baptista misnota 2 vítaspyrnur endar hann greinina á að segja að Gilberto Silva hafi haldið uppteknum hætti og skotið yfir úr vítunum. Magnað, alveg magnað. :laugh:

 6. Fyrir svo aftur það hvað Mogginn er fáránlega biased í þágu Arsenal. T.d. helgina eftir kaup Kananna á Liverpool þá er ekki stór frétt um það í enska bolta blaðinu heldur risagrein um hvað Wenger er að tjá sig um kaup útlendinga á liðum! Svo eru þessar greinar um enska í Mogganum oft ótrúlega lélegar tilraunir til hótfyndni a la Logi Ólafsson. :rolleyes:

 7. Já þetta er einhver unglingur sem hefur skrifað tvær til þrjár heimildarritgerðir áður en hann gerðist blaðamaður á mogganum. Afi hans gaf honum arsenal trefil fyrir nokkrum árum… he he he

 8. Hvenær var Mogginn “hátt skrifað” blað?

  Þeir halda alltaf með Sjálfstæðisflokknum í pólitík og Arsenal/Utd í enska boltanum.
  Blað sem stundar einhliða og hlutdrægar frásagnir í öllu sem þeir gera er ekki víðsýnt og sterkt blað sem leggur áherslur á frjáls skoðanaskipti.

  Í mörg ár hefur ritstjórn blaðsins verið í algerum molum og það eina merkilega í því eru dánarfregnir og innsendar utanaðkomandi greinar.

  Mogginn er vel klætt og snobbað sorpblað og hefur alltaf verið.

 9. Það er nú bara þannig að Mogginn er ekki vel fjárghagslega staddur og hefur þurft að segja upp góðu fólki. Íþróttadeildin hefur orðið sérstaklega fyrir niðurskurðinum. Þeir sem eru ráðnir til þess að skrifa íþróttafréttir eru yfirleitt nýútskrifaðir stúdentar með enga reynslu af blaðamennsku.

  Mogginn í dag er ekki saman og Mogginn fyrir 10 árum þegar blaðið var dómenerandi á markaðnum og gat ráðið til sín besta fólkið.

 10. Er hjartanlega sammála Jón Frímann með sky hnöttinn. Efnið sem þar er birt er professional fram í fingurgóma þótt þeir einstaka sinnum gera mistök sem jafnan lendir á milli tannanna á fólki þegar þau gerast.

  Annars apa þessi blöð upp allar fréttir eftir öðrum fréttastofum þannig að þetta er bara farið í gegnum millilið sem getur líka mistúlkað það sem þeir segja bæði vegna slæglegrar enskukunnáttu eða einhverju öðru.

  En það sem mér fannst vanta algjörlega í commentin var að hrósa Arsenal-liðinu fyrir frábæra knattspyrnu! Það að Arsenal hafi ekki klárað þennan leik með 2-3 mörkum (MINNST!) í venjulegum leiktíma er alveg fáránlegt! Að mínu mati voru Bolton-menn yfirspilaðir þegar Arsenal-leikmönnum hreinlega langaði það. Orðið “Total football” á svo sannarlega við Arsene Wenger og hans vinnubrögð! Vonandi vinnur Arsenal báða bikarana!!

 11. Þetta er ótrúleg grein, mér finnst þetta frábært!

  En það er mín skoðun að Mogginn hafi misst flugið fyrir þónokkru síðan, og í mínum huga svo langt frá því að vera virtasta blað landsins.

  Þeir mega þakka Styrmi fyrir það. Good riddance!

  YNWA

 12. Besta grein sem ég hef séð í Mogganum var mjög impressive umfjöllun um Arsene Wenger fyrir nokkrum árum. Á heilsíðu í sunnudagsmogga, mjög professional.

  Í inngangi var sagt að Sæbjörn Valdimarsson hefði kynnt sér uppgang Frakkans.

  Nema hvað að ég kannaðist við hana sem orðrétta grein af Soccernet úr vikunni áður. 🙂

  Guð blessi netið og þar á meðal þessa síðu hér.

 13. Eins gott að ég fái ekki vinnu á Mogganum.

  Þetta var ekki Sæbjörn Valdimarsson… 🙂 heldur virtur penni af íþróttadeild sem ég man ekki hvað heitir.

  Leiðréttist það hérmeð og vonandi mannorð Sæbjörns 🙂

 14. M61 eða M62 hraðbrautin. Er þetta hvorutveggja til kannski?

 15. Gleymið því ekki að yfirmaður íþróttamála á Mbl, (stundum kallaður SOS) heldur með Arsenal og er blygðunarlaus í þeim efnum sem öðrum.

 16. Ég vil leiðrétta samt eitt hérna. Menn fara alveg með rangt mál þegar þeir tala um að Mogginn hafi misst sína bestu menn og þurft að ráða til sín nýútskrifaða menn.

  Á Morgunblaðinu starfar nánast sami mannskapur og hefur starfað síðustu 5-10 ár. Sigurður Elvar Þórólfsson, Sigmundur Ó. Steinarsson, Víðir Sigurðsson, Guðmundur Hilmarsson, Skúli Unnar Sveinsson og Ívar Benidiktsson hafa verið þarna lengi og mannbreytingar hafa varla sést. Bara svo þetta komi fram:).

  Annars er ég sammála því að Mogginn hefur dalað inn á milli og þessi grein um leikinn er sér kapítúli út af fyrir sig.

 17. Það fer ekki fram hjá neinum að hið annars ágæta blað Mogginn er rætinn Gooner-snepill. Legg til að menn sniðgangi íþróttafréttirnar þar algjörlega.

Kewell á förum?

Stóð Evans sig betur en almennt er talið?