Tveir leikmenn Liverpool í Evrópuúrvalinu.

Þeir Steven Gerrard og Jamie Carragher hafa verið valdir af Marcello Lippi til að spila með [Evrópuúrvalinu í næsta mánuði gegn Man U](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N154979070213-1342.htm) á Old Trafford. Leikur í háður í tilefni þess að það eru 50 ár liðinn frá því að Man U tók fyrst þátt í Evrópukeppninni sem og sameinaðri Evrópu.

Í tilefni af þessu vali sagði Rafa:

“It is an honour for our club that two of our players have been selected to represent Europe. I know that they feel very privileged to be in the team and that they will enjoy playing alongside the top players from other clubs.”

Bæði Carra og Gerrard eru vitanlega afar stoltir af þessu vali og munu spila með m.a. fyrrum fyrirliða sínum og félaga í landsliðinu David Beckham.

Leikurinn mun fara fram þann 13. mars næstkomandi.

Fréttatilkynning frá UEFA um leikinn: [Celebration Match 50 years in Europe & 50 Years of Europe](http://www.uefa.com/newsfiles/506180.pdf)

Hvar eru veikleikar okkar?

Nýliðar með sinn fyrsta leik fyrir Liverpool