Sagan endalausa

Æ, það er nú voðalega lítið hægt að ræða þessa dagana.

Ekki nema menn vilji deila um það hversu mikið [fífl Thierry Henry er](http://blogs.guardian.co.uk/sport/2007/02/12/the_disingenuous_genius.html). En allavegana, til að koma þessari leikskýrslu úr efsta sætinu, þá halda [Mirror menn því fram](http://www.mirror.co.uk/sport/tm_headline=mascherano-clear-for-kop-move%26method=full%26objectid=18610180%26siteid=89520-name_page.html) að Javier Mascherano muni fá leikleyfi á næstu tveim sólahringum. Gott mál ef satt reynist.

Javier er þó sennilega núna á leiðinni til Portúgal, en Liverpool liðið ætlar að æfa þar næstu daga, enda spilar liðið ekkert um næstu helgi og er því næsti leikurinn eftir rúma viku í Meistaradeildinni gegn Barcelona.

5 Comments

  1. Loksins að einhver blaðamaður þorir að benda á hið augljósa. Henry hefur alltaf hagað sér eins og asni og merkilegt að þetta sé að komast fyrst í fréttirnar núna. Ekki það að það hafi verið svo mikið sem minnst á þetta í íslenskum gooner fjölmiðlum hingað til… :rolleyes:

  2. Talandi um dívuna, ég sá þetta í Helgarsportinu í gær, á svona hlutum á að taka, hvort sem það eru Arsenal-menn eða okkar menn, svona rugl á ekki heima á fótboltavelli!!

    kv Baddi

  3. Algjörlega sammála þessum pistlahöfundi varðandi Henry. Frábær fótboltamaður en algjör helvítis hrokagikkur inn á milli og atriðið í gær algjörlega í takt við ýmislegt annað sem hann hefur gert.

    Annars er Henry yfirleitt góður gegn Wigan og Sunderland en ömurlegur í stórleikjum. Hann er enginn Gerrard þegar það kemur að stórleikjunum – það er klárt mál!

    “That 10-second window is a no-go zone, a line you do not cross. Henry’s antics were the football equivalent of trying to start a fight at a funeral”

  4. Það vill loða við marga góða leikmenn að þeir séu lélegir í stórleikjum, Gerrard er búin að eiga marga slæma leiki í stórleikjum en hann hefur líka átt þá marga góða, Henry er svipaður og Gerrard stundum er hann geðveikur eins og þegar hann gerði þrennu á móti okkur, held bara að kröfurnar séu orðnar svo miklar í dag að við hraunum yfir leikmenn ef þeir eiga slæma leiki. gleymum að þeir eru mannlegir. það væri gaman að geta prufað að lenda í því að þurfa að spila svona stórleik, upplifa spennunna og adrenlínið og sjá hvernig maður höndlar þetta. Held að margir vanmeti hvað leikmenn þurfa að ganga í gegnum í stórleikjunum.

N’castle 2 – L’pool 1

Hvar eru veikleikar okkar?