Tíunda ríkasta knattspyrnufélag í heimi.

Samkvæmt [skýrslu Football Money League](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=446886&CPID=8&clid=14&lid=&title=Real+top+football+rich+list) sem unnin var af Deloitte er Liverpool í tíunda sæti yfir ríkustu knattspyrnufélög í heiminum og er sagt hafa verið með innkomu uppá 116.1 milljónir punda. Ríkasta félag heims er sagt Real Madrid með innkomu uppá 192.7 milljónir punda.

Það sem vekur athygli er að 8 félög á top 20 eru úr ensku deildinni. Það gefur til kynna hversu gríðarlega vinsæl og sterk enska deildin er í knattspyrnuheiminum. Núna verður athyglisvert að sjá hvar við verðum eftir ár.

Ein athugasemd

  1. Hef reyndar aldrei skilið af hverju þessi listi er sagður listi yfir “ríkustu” félög heims. Þetta er eingöngu innkoma og ekkert annað. Chelsea eru þarna hátt á listanum þrátt fyrir heimsmet í taprekstri ár eftir ár. Þarna eru eignir ekki heldur teknar inn í dæmið. Hef aldrei náð þessu dæmi.

Cha-cha-cha-Changes

Slúðrið byrjað!