Slúðrið byrjað!

Ég vissi að það yrði ekki langt í að slúðurbullið myndi byrja eftir eigendaskiptin. Á NewsNow eru meðal vinsælustu frétta:

[Liverpool vill kaupa Cristiano Ronaldo](http://www.tribalfootball.com/article.php?id=28184)

og

[Liverpool vilja kaupa Fernando Torres](http://www.tribalfootball.com/article.php?id=28183).

Jæja, þetta tók allavegana ekki mikinn tíma.

Auðvitað báðir frábær leikmenn, en það myndi aldrei nokkurn tímann gerast að Man U myndi selja byrjunarliðsleikmann til Liverpool. Hvað þá sinn besta mann. Aldrei! Jafnvel þótt að eigendur Man U væru hungurmorða og það eitt gæti bjargað liðinu að selja manninn til Liverpool. Svona lygabull skrifa menn bara til að fá fleiri heimsóknir.

Og Torres málið er svo sem ekki mikið líklegra. Samt þó smá möguleiki, en samt bara smá.

En það væri annars gaman að heyra í fólki hversu miklar væntingar menn hafa. Segjum að við hefðum 20 milljónir til að kaupa einn leikmann í sumar, hvern mynduð þið vilja sjá hjá Liverpool?

Þetta þarf að vera raunhæft.

25 Comments

 1. Ég hef áhyggjur af því að ef “eigendur manchester united væru hungurmorða” þá væri þeim slétt sama hvert þeir seldu okkar besta mann… þó kannske ekki meðan Fergie er enn á svæðinu.

  Paranoia? kannske…

 2. Afhverju er Torres ekki líkleg kaup.
  Ég vil fá þá báða, Torres og Villa til Liverpool, held að það ætti alveg að geta gerst..

  fara 40m.p. í þetta…

  svo simao eða Quresma frá porto á hægri..

  svo má eyða peningum í unga leikmenn, Bale og Richards og fleirri..

 3. Myndi vilja sjá annan hvorn kanntmannin hjá Valencia eða soknarmann þeirra David Villa

 4. Tek undir að það væri frábært að fá Villa til Liverpool. Fínt væri líka að fá skapandi sóknarmiðjumann eins og Benayoun, Iniesta eða eða jafnvel Francisco Yeste (að því gefnu að Rafa haldi áfram að kaupa eingöngu frá Spáni :biggrin:)
  Ricardo Quaresma held ég að sé C.Ronaldo fátæka mannsins. Eins mörg tilgangslaus skæri nema bara með minni árangri, gæti samt mögulega virkað gegn þessum einföldu varnamönnum á Englandi.
  Hvað Torres varðar þá ættu Liverpoolmenn eiginlega að efna til fjáröflunar til að hjálpa Man U að kaupa hann því hann myndi jafnvel slá út Shevshenko sem mesta floppið í enska boltanum.

 5. Minn fyrsi kostur væri Simao, en þá tek ég einungis þá leikmenn sem hafa verið linkaðir við okkur síðasta árið til greina. Ef staðan væri önnur, þeas ég gæti valið einhvern í heiminum, þá væri það líklega ronaldinho

 6. >þeas ég gæti valið einhvern í heiminum, þá væri það líklega ronaldinho

  Sko, ég var ekki að binda þetta við þá sem við höfum verið linkaðir við. En ég var hins vegar að tala um að hafa þetta raunhæft.

  Semsagt, leikmaður sem gæti kostað 20-25 milljónir, myndi bæta liðið og væri hugsanlegt að væri til sölu.

  Ronaldinho fellur ekki í þennan flokk, en menn einsog Torres og Villa gætu gert það mun frekar.

 7. já ég gerði ráð fyrir því þess vegna valdi ég simao en ég lét hitt bara fylgja með uppá djókið. Síðan væri æeg heldur ekki á móti því að fá Quaresma. Ótrúlegt hvað þessir portúgala eiga mikið af góðum mönnum í þessum stöðum (sókndjarfur kantari)

 8. Eigum við ekki að bíða og sjá hvað nýju bossarnir gera.
  Þeir segjast ætla eyða fullt í leikmenn en hversu miklu veit maður ekki…þeir eru vel talandi og það er vonandi að þeir séu vel gerandi líka.

 9. Ég myndi vilja sjá okkur fá toppklassa hægri kantmann.

  Hver það er? Hver er á lausu? Ómögulegt að segja til um það. Síðan er þetta ávallt spurning hvort þeir vilji yfirhöfðu flytja til Englands og hvað þá Liverpool!

  Síðan þurfum við að fá á hreint hver staðan er á vinstri könturunum okkar. Mun Kewell spila aftur? Er Gonzalez framtíðarleikmaður hjá Liverpool? Hvaða leikkerfi ætlar Rafa að einblína á?

  spennandi tímar framundan

 10. ég er svolítið hræddur um að torres myndi ekki fúnkera í ensku, en hvað veit ég… hins vegar held ég að hraði og ótrúleg hæfni til að klára færi sín hjá D. Villa myndi plumma sig vel… allavega held ég að að yrði ekki jafn lengi að aðlagast enska boltanum og torres yrði… svo held ég að draumakaup og þau kaup sem myndu styrkja liðið mjög væru þau að blæða í Dani Alves, þrátt fyrir það að ég sé harður stuðningsmaður Finnan, en Alves getur alveg eins spilað á kantinum…

 11. Nú hafa Stórir og sterkir framherjar verið að gera það gott í enska. eins og Ruud. og Drogba. Er ekki spurning um að ná í svipaða típu? Er torres sú típa?

 12. Fernando Torres er málið, strákur sem er bara 22 ára á fullt af árum eftir og hann má alveg taka sín 1-2 ár til að aðlagast enska boltanum mín vegna, efast ekki um að Rafa geti kennt honum ýmislegt. Það er auðvitað skuggalegt þegar svona leikmaður verður fyrirliði síns liðs um tvítugt, það sýnir hugarfar og hæfni sem ég myndi vilja fá til Liverpool.

  Einnig myndi ég vilja fá Joaquin frá Valencia. Efast um að hugsi sér til hreyfings strax þó, nýkominn þangað frá Real Betis (fyrir um 16 milljónir held ég), en hann yrði stórhættulegur á hægri kantinum hjá okkur.

 13. Torres yrði svakalegur hjá okkur, eins Villa. Ég myndi líka vilja fá David Nugent frá Preston, eða Andra Sigþórsson.

 14. Já ég myndi vilja að Liverpool myndu kaupa Þjark eins og Martin Keown og einn reynsluhest eins og Jóhann Valdimarsson í Set.

 15. Vona að menn séu að grínast með Torres. Hann er ábyggilega ofmetnasti framherji í boltanum í dag. Það að hann hafi verið orðinn fyrirliði Atlético um tvítugt segir meira um hvernig klúbbur Atlético er heldur en hvernig leikmaður Torres er. :confused:

 16. Fernando Morientes er að gera rosalega hluti á Spáni bæði í deild og Meistaradeild. Reynslubolti sem fengist ábyggilega á 10 – 15 millur… :confused:

 17. Atlético er kannski ekki besta liðið í heimi en eins og er eru þeir í fimmta sæti í spænsku deildinni. Það myndi teljast allt í lagi árangur hjá mörgum liðum!

  Lýst annars rosalega vel á að fá Morientes! :biggrin2:

 18. Rosalega eru allir að einblína á Spán.

  Hvað með menn eins og Bastian Schweinsteiger eða Frank Ribery á hægri kantinn?

  Eða Klose í senterinn, hann hlýtur að vera möguleiki.

 19. Hmm.
  Eitt nafn kemur alltaf upp í hugann: HENRY.
  Mér er alveg sama hve gamall hann er eða hve ég fullur er þegar ég skrifa þetta.
  Allt annað er til staðar @ Anfield.
  Ef einhver er ósammála mér þá má hann skúra heima hjá mér á morgun/dag (what ever it is) og fara með börninn í húsdýragarðinn á meðan ég horfi á leikinn.
  Skál.

  YNWA. 😉

Tíunda ríkasta knattspyrnufélag í heimi.

Jamie Carragher talar!