Yfirtakan samþykkt

gillett_hicks_379_02.jpg

LIVERPOOL FC KOMIÐ Í EIGU BANDARÍSKRA FJÁRFESTA

Liverpool FC hefur tilkynnt að [tilboði tveggja bandarískra milljarðamæringa í liðið hafi verið tekið](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N154912070206-1225.htm). Þetta hefur verið staðfest á official heimasíðunni. Á síðunni eru m.a. kvót í David Moores, sem segir:

>?I believe this is a great step forward for Liverpool, its shareholders and its fans. This Club is my passion and forms a huge part of my life. After much careful consideration, I have agreed to sell my shares to assist in securing the investment needed for the new stadium and for the playing squad. I urge all my fellow shareholders to do the same and to support the offer. By doing so, I believe you will be backing the successful future of Liverpool Football Club.

>”I am also delighted to accept the offer from the Hicks and Gillett families to continue my involvement in the Club by becoming Honorary Life President.?

Rick Parry segir um þetta mál:

>This is great for Liverpool, our supporters and the shareholders ? it is the beginning of a new era for the Club.

>?We know that George and Tom want a long-term relationship with Liverpool and that they also understand the importance of investing in our success both on and off the field. They have made clear their intention to move as quickly as practicable on the financing and construction of our proposed new stadium at Stanley Park and also to support investment in the playing squad.

Einnig er hér [viðtal við nýja eigendur](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N154905070206-1258.htm). Við munum setja inn okkar pælingar varðandi þessi kaup seinna í dag.

16 Comments

 1. Flott !
  Til lukku púllarar til sjávar og sveita, og vonandi mun þetta verða til þess að LFC verði aftur sá risi sem sum okkar ólust upp við að var. :biggrin:

 2. (?We know that George and Tom want a long-term relationship with Liverpool and that they also understand the importance of investing in our success both on and off the field.)

  Get ekki annað gert en horft á myndina af nýju eigendum Liverpool FC og hugsað hve mörg ár þessir kallar eigi eftir í þessu lífi ? 😉 :biggrin2:

  Neinei án gríns… þá óska ég öllum til hamingju og vonum að þetta sé akkurat sem Klúbburinn okkar þurfti til.

  Kveðja.

 3. Miður mín og veit ekki hvað skal segja.

  Vissuði að Tom Hicks er bólfélagi George W. Bush.
  Var meira að segja að safna peningum í kosningasjóðinn hans.

  Ég er alveg miður mín…….

 4. Guðmundur góður, þýðir það að Steven Gerrard og fleiri félagar hans séu ábyrgir fyrir stríðinu í Írak?

  Ekki nóg með það, heldur er sonur Tony Blair mikill Liverpool stuðningsmaður!!

  Erum við þá að tala um stríðsrekstur á Anfield?

 5. Ég veit ekki alveg hvernig mér á að líða, ég er ánægður með að þessi mál séu komin á hreint. Liðið getur nú haldið áfram að þróast á allan hátt, kaupa betri/dýrari leikmenn og byggja nýjan leikvang sem er mikilvægt skref í uppbyggingu félagsins.

  Hins vegar er ég varkár gagnvart nýju eigendunum en þeir eru fyrir það fyrsta frá Bandaríkjunum (sem skilja ekki mikilvægi knattspyrnu) sem og þeir virðast báðir eiga skrautlega fortíð.

  [Tom Hicks](http://en.wikipedia.org/wiki/Tom_Hicks), hann er í miklum pólitískum tengslum við George W. Bush og hingað til hefur það ekki talist jákvætt (alla vega ekki í Evrópu). En vonandi VONANDI mun það ekki hafa áhrif á þetta yndislega félag sem við höldum öll með.

  [George Gillett](http://en.wikipedia.org/wiki/George_N._Gillett_Jr.), er greinilega búinn að prufa þetta allt saman líkt og annar hver Íslendingur. Fara á kálið og standa aftur upp og eignast búnka af seðlum. Virðist vera nagli og klókur í viðskiptum.

  Eftir stendur að það er búið að selja félagið og við breytum því ekki. Báðir þessir aðilar hafa verið atkvæðamiklir í íþróttum í Bandaríkjunum og það sem meira skiptir nokkuð sigursælir. Vonandi eru þeir klókir og eru með góða menn sér við hlið til að taka RÉTTAR ákvarðanir í framtíðinni.

  Áfram Liverpool!

 6. Úff, maður getur ímyndað sér sjúkralistann:

  Carragher: Out for 8 years (lost limb)

  Crouch: Out forever (shot in head)

  Sissoko: Shipped out (Guantanamo)

 7. Ertu þá að meina að það taki útlim um 8 ár að vaxa aftur, Kiddi?

 8. Eftir að hafa lesið viðtalið við kappana verð ég að segja að ég er mjög spenntur fyrir þessu! Þeir virðast afar einlægir í vilja sínum til að koma Liverpool á toppinn og á glæsilegan nýjan heimavöll, og þegar allt kemur til alls er það það eina sem skiptir máli.

  Ef þessir menn koma með áframhaldandi og aukna velgengni á Anfield/Stanley Park þá mega þeir hafa persónulega varpað sprengjum á leikskóla fyrir munaðarlaus börn með lesblindu sem hafa verið ofsótt af nasistum (you get the point!). Þeir eru góðir gæjar þar til annað kemur í ljós.

  Eftir að hafa lesið fréttir dagsins í dag og horft á CL-myndbandið á kvikmynd.is er bjart yfir Liverpool hjartanu og spennan fyrir að fara á Anfield að sjá Liv-ManU eftir 3 vikur orðin óbærileg!

  YNWA!

 9. Mér finnst þetta jákvætt kvót:

  >The reason any businessman goes into sport is because they have a passion for winning. **Despite all the success I’ve had in life, nothing has given me more satisfaction on an emotional level than winning the Stanley Cup in 1999** and being able to get my hands on the trophy. At that moment my smile touched both ears.

  Það að vinna Stanley Cup með kanadísku liði verður væntanlega á sama stigi og að vinna loksins ensku deildina með Liverpool. 🙂

 10. Æ úps, þetta var víst kvót í Hicks, sem á nú bandarískt NHL lið. Gillett á það kanadíska.

  Þá get ég nú sagt að það að vinna NHL deildina með liði frá Texas verður nú lítilfjörlegt í samanburði við það að vinna enska titilinn með Liverpool. 🙂

 11. Ég má til með að spyrja Einar sem er sérfróður um amerískt sport hvað honum finnst um Tom Hicks. Gæinn er búinn að skíta á sig sem eigandi Texas Rangers og það frægasta sem hann hefur gert er risasamningurinn hans A-Rod sem við vitum að var ekki góður díll. Er þetta virkilega gæi sem hægt er að treysta?

 12. Ég er soldið spenntur að sjá hvort að áætlanir um nýja leikvanginn eigi eftir að breytast… Þeir segjast vera hrifnir af því sem búið er að gera en bættu við að þeir myndu láta sitt fólk skoða málið og að fyrsta skóflustungan yrði tekin innan 60 daga.

  Hicks var sá sem kom á byggingu American Airlines Center, sem er mjööög flottur völlur. Svo sögðust þeir líka vera til í að skoða það að selja nafn leikvangsins eins og þekkist vel í USA…

 13. Jæja, þá er þetta loks gengið í gegn. Eins og flestir stuðningsmenn Liverpool er ég bæði sáttur og var um mig við þessum fréttum. Til skamms tíma eru þetta góðar fréttir af eftirfarandi ástæðum:

  * Bygging nýs vallar getur loksins hafist, og þessir gæjar hafa mikla reynslu í að byggja state-of-the-art fasteignir fyrir íþróttaliðin sín.

  * Þeir tala um að Rafa njóti stuðnings, enda hafi allir sem þeir ræddu við lagt áherslu á það. Þannig að við þurfum ekki að óttast hræringar í þeim málum, allavega ekki fyrr en eðlilegt væri ef Rafa veldur vonbrigðum. Nýju mennirnir munu ekki sýna honum endalausa þolinmæði með peninga sína, en hann verður þó ekki rekinn til að þeir geti komið sínum “eigin” þjálfara að.

  * Næsta sumar mun Liverpool í fyrsta skipti í rúman áratug hafa reiðufé sem jafnast á við hvaða klúbb sem er í Englandi. Ókei, brunnur Chelsea-manna er botnlaus á meðan okkar er djúpur, en ef t.d. David Villa verður til sölu getum við allavega barist um hann, þar sem áður hefðum við einfaldlega ekki haft efni á slíkum manni. Þetta verður áhugavert sumar.

  Hvað lengri tímann varðar er þetta óræðara. Þeir játa báðir að hafa ekki ótakmarkað vit á enskri knattspyrnu og Liverpool FC, þannig að maður veit ekki hvað gerist ef/þegar tvær íþróttamenningar mætast í þessari hjónasæng. Þá eru þetta hvorugur ungir menn en það segir sína sögu að þeir ætli að setja syni sína í stjórn klúbbsins.

  Við sjáum til. Þetta verður í það minnsta áhugavert, og ég get tekið undir með þeim að val David Moores er treystandi þar sem sá maður myndi frekar deyja en að skaða klúbbinn. Þannig að þeir fá minn stuðning … um sinn. Gjörðir þeirra munu svo dæma þá, traust er ekki mannréttindi heldur áunnin forréttindi.

  Velkomnir til Liverpool, Hicks-feðgar og Gillett-feðgar. 🙂

 14. Mér finnst þetta eiginlega hálfgerður sorgardagur (óháð vangaveltum um mannkosti þessara manna) því nú er eiginlega endanleg staðfesting komin á því að árin sem Liverpool á eftir spilandi á Anfield eru teljandi á fingrum annarar handar. Það verður ekki það sama að horfa á þetta lið spila í einhverjum sálarlausum geimi eins og Ashburton Grove eða City vellinum sem mun svo í þokkabót heita Pampers Arena eða einhver andskotinn :confused:

Usher um Everton

Yfirtaka á Liverpool FC