Usher um Everton

Frábær pistill eftir David Usher [um ummæli Rafa um Everton](http://www.liverpoolway.co.uk/blog/?p=119).

10 Comments

 1. Snilld. Ef Everton-fólk hefði viljað sanna að klúbburinn væri “stór” hefðu þeir einfaldlega hlegið að þessu. Þessi yfirgengilega hneykslun yfir algjöru smáatriði einfaldlega sannar tilgátuna :laugh:

 2. Það er nánast þess virði að hafa gert jafntefli við Everton á heimavelli að þeir skuli skjóta sig svona hrikalega í fótinn.

  Ef David Moyes væri ekki að stjórna þessu gersamlega hæfileikalausa rugbyliði þá væru þeir þar sem eiga heima blessaðir – smálið spilandi í 2.deild. :confused:

 3. Ég er hreinlega hneykslaður á að við skulum vera að ræða þetta yfir höfuð. Lítum á staðreyndirnar:

  1. Everton parkera liðsrútunni fyrir framan mark sitt í 93 mínútur á Anfield í deildarleik. Niðurstaðan er markalaust jafntefli.

  2. Leikmenn Everton fallast í faðma í leikslok, David Moyes hleypur um fagnandi með hendurnar uppí loftið, aðdáendur liðsins brjálast úr gleði í sínum enda Anfield-stúkunnar. Viðbrögð allra fulltrúa klúbbsins í leikslok, eftir markalaust jafntefli gegn Liverpool, eru slík að það er engu líkara en að þeir hafi unnið Evrópukeppnina.

  3. Eina ástæðan fyrir því að ég þekki vel hvernig hegðun stuðningsmanna sem fagna Evrópusigri birtist … er sú að ég styð klúbb sem hefur unnið Evrópukeppnina FIMM SINNUM.

  Segið það með mér: if it plays like a small club, if it celebrates like a small club … THEN IT IS A SMALL FUCKING CLUB!

  Rafa hefur einfaldlega hárrétt fyrir sér í þessu máli. Og móðgun Everton-manna, eins og Kiddi bendir á hér að ofan, sannar orð hans fullkomlega.

 4. Benitez sagði aldrei að Everton væri smálið!!!
  Þetta er eitthvað sem fjölmiðlar hafa gjörsamlega tekið úr öllu samhengi.

  “When you play against the smaller teams at Anfield you know the game will be narrow”

  Þetta er nákvæmlega það sem hann sagði. Hann sagði að Everton værri smærra en Liverpool og er eitthvað rangt við það???Meira að segja Moyes segir að Everton sé í skugga Liverpool, þýðir það ekki að Liverpool eru stærri?. Get ekki með neinu móti séð að hann haldi því fram að liðið sé eitthvert smálið.

 5. “Everton parkera liðsrútunni fyrir framan mark sitt í 93 mínútur á Anfield í deildarleik.”

  Kommon. Við höldum nú allir (eða vel flestir hérna) með Liverpool en þó svo að þeir hafi tekið þetta counter-attacking method (hefðu með réttu átt að vinna leikinn) þá eru veikari liðin í grannaslögum ekki að fara að mæta á útivöll með það í huga að sækja allan leikinn, ekki síst þegar liðið spilar 3-4-3 kerfi eins og Liverpool. Liverpool hefur tekið þessa taktík nokkrum sinnum í CL (og enginn okkar hefur kvartað þá, a.m.k. ekki ég)

  Svo ef Everton vinna leikinn sem þeir eiga til góða eru þeir 11 stigum frá okkur. Þótt Liverpool eigi (og verða mjög mjög líklega) fyrir ofan, þá geta þeir eflaust haldið í vonina um að lenda fyrir ofan Liverpool, eins og að biðjum fyrir því að við munum taka 13 stiga forskot Man Utd og verða meistarar 🙂

  That being said, þá finnst mér nú að þessi sandkassaleikur stjóranna sé ansi fáránlegur. Benitez á að vita að flest lið leggja upp með að tapa ekki á Anfield (utan Man Utd, Che og Ars), og kemur með þetta komment þar sem hann er skiljanlega mjög pirraður, á meðan Moyes hefði náttúrulega átt að svara ummælunum með einhverju léttu gríni.

 6. (hefðu með réttu átt að vinna leikinn)

  Kommon. Þeir fengu eitt gott færi, sem markvörðurinn okkar varði. Þýðir það að þeir hefðu með réttu átt að vinna leikinn? Á nákvæmlega sama stað í fyrri hálfleik varði Everton-markvörðurinn skot frá Crouch af tveggja metra færi, með löppinni, á línu. Fyrir utan fjölmörg hálffæri okkar manna. Þetta vegur sem sagt ekkert upp á móti eina færi Everton? Eða hefðu Everton með réttu átt að vinna leikinn af því að þeir vörðust svo vel?

  Það er enginn að kvarta yfir þessu að mér vitanlegu. Rafa er bara að útskýra gang leiksins. Við sóttum, þeir lokuðu og reyndu að stela þessu með skyndisóknum. Við höfum gert þetta á útivöllum, sérstaklega í Evrópukeppnum þar sem leikið er heima og heiman.

  Og ég get næstum hengt mig upp á það að Rafa ætlaði ekki í neinn sandkassaleik, hann hefur hingað til ekki verið þannig týpa. Hann er einfaldlega að lýsa leiknum í viðtali eftir leik og lætur út úr sér þessa setningu sem liðsmenn allra annarra liða hefðu ekki einu sinni tekið eftir, en Everton, með sína yfirgengilegu minnimáttarkennd, grenja eins og stungnir grísir yfir.

 7. Hélt það væri löngu vitað að Everton væri smálið. Ég gleðst allavega ekki yfir neinu í sambandi við þennan leik. Everton höfðu betur í báðum viðureignunum okkar í vetur og það er bara hræðilegt! 🙁

 8. Mbl.is segir að það sé búið að ganga frá kaupunum.
  Mjög athyglisvert.

 9. Og hér er viðtal við nýju eigendurna þar sem þeir toga í alla réttu strengina… Hljómar mjög spennandi, vægast sagt…

Gerrard um yfirtökuna

Yfirtakan samþykkt