Milljónir og Mascherano

Jæja, ég nenni ekki að hafa Julian Lescott blasa við mér hér á Liverpool blogginu stundinni lengur, þannig að ég ætla að benda á tvær greinar. Önnur er sunnudags-slúður af bestu gerð.

Sunday Mirror halda því nefnilega fram að Rafa muni fá 120 milljónir punda til að [eyða í nýja leikmenn](http://www.sundaymirror.co.uk/sport/football/tm_headline=%2D120m%2D-rafa-will-have-cash-to-burn%26method=full%26objectid=18574077%26siteid=62484-name_page.html). Það væri svo sannarlega gaman ef rétt reynist (feitletrun mín)

>**Liverpool’s decision to accept the American offer in preference to doing a deal with Dubai International Capital is widely thought to have come about after Gillett and Hicks put a far more lucrative package together.**

>Shareholders including chairman David Moores will profit from the deal, debts will be immediately addressed and proposals over a new stadium accelerated.

>But it’s the activity in the transfer market that will be of primary interest to fans and should delight Benitez, who has publicly voiced his frustrations at buying within a limited budget compared with the clubs Liverpool are supposed to be challenging.


Seinni greinin er verulega athyglisverð, en þar skrifar hið virta blað Independent um [félagaskipti Javier Mascherano yfir í Liverpool](http://sport.independent.co.uk/football/premiership/article2214799.ece). Blaðið segir að Mascherano hafi ákveðið að fara til Juventus. Eeeeen,

>Then Mascherano received a knock on the door of his apartment in London’s Docklands. It was Rafael Benitez. The Liverpool manager turned up unannounced and wanted to know why Mascherano had chosen the Stadio Delle Alpi ahead of Anfield. Over the next four hours Benitez talked to Mascherano as no coach had talked to him before, and the 22-year-old was utterly mesmerised. He also changed his mind. He would now try to join Liverpool.

>During the conversation Benitez had sat leaning over the coffee table and enthusiastically using the decorative stones placed on it to represent Liverpool players, just as a father might improvise with salt and pepper pots to explain the game to his son. Benitez told Mascherano exactly where he fitted into the Liverpool team – apparently alongside Xabi Alonso, holding in the centre of midfield, with Steven Gerrard on the right.

Nú er ég einn af þeim, sem er á því að með réttri miðju þá gæti Steven Gerrard passa vel útá hægri kanti. Margir tengdu slæmt gengi hans í byrjun tímabilsins við stöðu hans á vellinum, en að mörgu leyti var ég því ósammála. Gleymum því ekki að hann var kosinn besti maður úrvalsdeildarinnar í fyrra, á tímabili þar sem hann lék að langmestu leyti útá kanti.

Það verður allavegna fróðlegt að sjá hvað Rafa ætlar að gera. Miðja með Mascherano og Xabi Alonso stjórnandi spilinu og Gerrard útá kanti hljómar vissulega spennandi.

14 Comments

  1. “Milljónir og Mascherano” þetta er alvöru Sunnudags fyrirsögn.

    Verð að viðurkenna að ég er orðinn verulega spenntur fyrir komu Mascherano. Gerrard þarf að treysta miðjunni til að blómstra á kantinum og vonandi Mascherano sé svarið. Þá vantar bara að Kewell finni sitt gamla form og svo má kannski nota eitthvað af þessum milljónum til að kaupa topp striker þegar hann býðst.

    Áfram Liverpool

  2. Já það væri flott að fá 120 milljónir það er samt engin ástæða til að eyða þeim öllum í einu. 30 milljónum hér og þar í 2 leikmenn á glugga..:P

    En já ég vona að það verði gengið almennilega frá Mascherano málinu og að hann byrji að æfa sem fyrst með Liverpool!!

  3. Það hefði td. verið mjög gott að hafa Javier í leiknum gegn Everton. Hægt hefði verið að setja Gerrard á kantinn án þess að veikja miðjuna. Meiri kraftur hefði komið í sóknarleikinn og kannski… kannski hefði mark komið.

    Ennfremur er gott að ef Javier gæti orðið klár fyrir leikinn gegn Newcastle þar sem Xabi er í banni.

  4. Hvað verður þá um Sissoko? Vinstri kantur?

    Hefði frekar viljað sjá toppklassa varnarmann eða Carlos Tevez.

  5. ég var að horfa á Milan spila um daginn og tók sérstaklega eftir því hvernig miðjan var uppbygð…
    þeir eru með Gattuso afturliggjandi á miðjunni og Sedorf framliggjandi, svo hafa þeir Kaka og Pirlo sem sjá um að skapa… eru ekki beint með neina kantmenn…
    sé alveg fyrir mér Sissoko í hlutverki Gattuso og Gerrard í hlutverki Sedorf… svo Alonso og Mascherano að skapa…

    aldrei að vita þó hvað Rafa er að hugsa… bara vonandi að Mascherano nái að sýna hjá Liverpool það sem honum mistókst að sýna hjá West Ham…

  6. Mig hlakkar til að loksins fáum við pening til að kaupa leikmenn. Hugsið ykkur ef við hefðum haft pening síðast liðinn sumur. þá hefði simao, alves komið. hugsið ykkur liðið.
    reina
    alves–carra–Agger–rise
    simao–gerrard–alonso–garcia
    kyut-crouch
    þá hefði bara vantað einn góðan vinstri bak og einn vinstri kannt.
    Eins og í gær vantaði mann(menn) sem gera hlutina upp á eigin spýtur. Mig hlakkar til að fá fjárfesta en leist betur á hina. 🙂 🙂

  7. Hversu margir sem pósta hérna höfðu andstyggð á Abramovic og Chelsea þegar þeir fóru að kaupa allt? Vildi bara minna á þennan punkt þar sem að LFC er að verða að sama ruglinu með þessari sölu. Rest in peace Liverpool Football club.

  8. Eikifr, eigum við ekki að bíða og sjá hvað gerist áður en við förum eitthvað að fullyrða um það að Liverpool sé að fara að taka sama pakka og Chelsea.
    Þessar peningaupphæðir sem er verið að nefna eru enn sem komið er bara slúður.

  9. Síðan er ekkert samasem merki milli þess að hafa næga peninga til afnota og að eyða þeim eins og fáviti. Ég sæi Benitez ekki fyrir mér kaupa Paolo Ferreira á einhverjar 14m, Obi Mikel á 16m eða borga Michael Ballack 130.000 pund á viku fyrir að mæta og fagna mörkum liðsfélaga sinna.

    Ég vona bara að við sjáum vinnu við nýjan leikvöll hefjast bráðlega og Benitez fá peninga til að geta keypt þá leikmenn sem hann vill fá til liðsins.

  10. allir alltaf að tala um að við verðum eins og Chelsea með allar milljónirnar…
    Mér finnst bara allt í lagi hjá Chelsea að eyða miklum peningum ef klúbburinn væri rekin með hagnaði. málið er bara það að sá klúbbur er rekin með migandi tapi..
    vona að þessir fjárfestar verði það klárir að við getum rekið klúbbinn okkar vel með það fyrir höndum að geta eytt miklu og skinsamlega..

    Manjú er eitt skuldsettasta félag í heiminum (Glazer tók allt að láni) Chelsea reka sinn klúbb með miklu tapi og á meðan verður allt eins og það á að vera hjá okkur (vonandi)

L’pool 0 – (ritskoðað) 0

Gerrard um yfirtökuna