Huth til Liverpool!

Nei, ekki Robert Huth … Opinbera vefsíðan staðfestir í dag að Ronald Huth, sautján ára varnarmaður frá Paragvæ, hefur skrifað undir samning við Liverpool fyrir lok leikmannagluggans. Hann kemur frá liðinu Tacuary FC í heimalandi sínu.

Þetta er mjög athyglisvert. Ef við skoðum bara ungu strákana sem hafa verið fengnir til liðsins í janúarglugganum lítur sá listi svona út:

* Francisco Duran – miðja (Spánn)
* Emiliano Insua – vinstri vængur (Argentína)
* Ronald Huth – vörn (Paragvæ)
* Daniele Padelli – mark (Ítalía)
* Jordy Brouwer – sókn (Holland)
* Astrit Ajdarevic – sókn (Svíþjóð)

Þetta er vægast sagt alþjóðlegur hópur. Og ef við bætum við mönnum eins og Besian Idrizaj, Jack Hobbs, Godwin Antwi, Craig Lindfield, Miki Roque og Nabil El Zhar sem hafa komið til liðsins á síðustu átján mánuðum er ljóst að Rafa er full alvara með að byggja upp góðan hóp af efnilegum leikmönnum. Hvort þessi hópur mun svo einhvern tímann standast hinum margrómaða varahópi Arsenal snúning verður að koma í ljós, en það bara hljóta að vera allavega einn eða tveir óslípaðir demantar í þessum hópi.

Framtíðin er björt, býst ég við?

6 Comments

  1. Þetta er tekið af Laliga blogginu:

    Another Spaniard joining Rafa Benitez? Liverpool, which is starting to resemble a branch of Zara on a sales day, is Deportivo?s former Real defender, Alvaro Albeloa. ?My team-mates thought it was a joke?, said the 3 million euro signing, as he packed his bags for Merseyside. And having seen him play a couple of times, this season, they were not the only ones.

    Ég vona að þetta vitleysa en mikið finnst mér þetta vera dúbíus kaup, ég kemst bara ekki yfir það. Er þetta virkilega málið, að henda út uppöldum leikmönnum og fá í staðinn Spánverja sem eru ekkert betri? Vonandi ekki.

  2. Ekki gleyma Javier Mascherano, fengum hann reyndar á láni en hann er ansi ungur… :biggrin2:

    YNWA

    p.s. varð bara að deila þessu með ykkur en ég er að fara á Anfield og sjá “derby” leikinn… :biggrin: :biggrin2:, bið að heilsa á Players !

  3. Ég er fylgjandi því að styrkja unglingaliðið. Alveg kominn tími til að fara fá upp unga og efnilega stráka. Orðið langt síðan að leikmenn úr unglingaliðinu hafa komið og bankað á dyrnar í aðalliðinu. Ekkert komið þaðan síðan að Gerrard og Owen unnu sig þar upp og þar á undan Carragher, Fowler, Redknapp og Macca.

    Með kaupinn á Albeloa er alveg ljóst að um var að ræða desperate kaup til þess að hvíla Finnan í lokasprettinum. Í fótbolta þarf svo sem ekki snillinga til þess að spila stöðu bakvarðar, mikilvægast að hann sé stabíll líkt og Finnan. Það er að gera fá mistök og styðja við kantmanninn.

  4. Kristján, af hverju telur þú Lindfield upp þarna, ætlaðir þú kannski að setja Paul Andersson frekar? Er það ekki rétt að Lindfield sé uppalinn hjá okkur, eða er minnið að bregðast mér enn eina ferðina?

Febrúar. Daginn eftir.

Everton á morgun