Sissoko og Zenden með gegn Everton?

Svo gæti farið að bæði [Zenden og Sissoko verði klárir fyrir leikinn gegn Everton](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=444821&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Double+boost+for+Reds&channel=football_home&) um helgina en þeir eru báðir byrjaðir að æfa á fullu. Þeir eru báðir búnir að vera frá síðan í nóvember og hugsa ég að Sissoko verði örugglega í hópnum um helgina. Þá eru það bara Kewell og Garcia sem eru ennþá frá vegna meiðsla. Vonandi kemur Kewell inn í febrúar en ljóst er að Garcia verður ekki meira með á þessu tímabili.

West Ham á morgun!

Mascherano….. (uppfært)