Nýr Serrano

Einsog margir lesendur ættu að vita er ég annar eigandi [veitingastaðarins Serrano](http://www.serrano.is).

Allavegana, við á Serrano erum að opna nýjan og glæsilegan veitingastað á laugardaginn, klukkan 10. Þessi staður er á nýrri ESSO stöð við Hringbraut, við hliðiná BSÍ.

Ég hvet alla til að koma og prófa matinn. Við verðum með 2 fyrir 1 á burritos og quesadillas bæði laugardag og sunnudag. Á Serrano seljum við hollan og góðan skyndibita með mexíkósku ívafi.

Endilega kíkið við á nýja staðinn. 🙂

3 Comments

  1. Ég mæti klárlega í þynnktu burrito uppúr hádegi! 🙂

    Til hamingju með staðinn!

  2. Til lukku með nýja staðinn. Maður kíkir við, við tækifæri, engin spurning. Kemst samt væntanlega ekki um helgina. En það kemur önnur helgi eftir þessa helgi :biggrin:

  3. Djöfulsins klassssi, ég er í kvennó svo það tekur mig svona 5 min labba þangað! 😀 Ég á klárlega eftir að éta þarna svona 2-3 í viku minnst 😉 til hamingju með þetta !

Ekki mjög glöggur þessi

9-0