Barca

Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona er [byrjaður að tjá sig um leikinn](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=rijkaard%2D-rested-liverpool-won%2D%2D8217%2Dt-have-advantage%26method=full%26objectid=18532319%26siteid=50061-name_page.html) við Liverpool.

Hann bendir á þá athyglisverðu staðreynd að Liverpool á bara eftir að spila 3 leiki fram til 21. febrúar þegar þeir fara á Camp Nou, en Barca á eftir að spila 6 leiki. Þetta er auðvitað vegna þess að Liverpool hafa dottið útúr bikarkeppnunum og hafa því meiri tíma til að undirbúa sig fyrir Barca.

Rijkaard telur þó ekki að þetta muni hafa áhrif á Barca.

4 Comments

  1. Já sálfræðistríðið er byrjað. Þetta eiga eftir að verða rosalegir leikir. 2 af mínum uppáhalds liðum en þó er Liverpool framar í mínum huga.

    En svona ein spurning, veit einhver hvenær Mascherano málið á að afgreiðast eða er fifa ekkert búið að segja hvenær það komi með úrskurð.

  2. Eitthvað segir mér að þessi úrskurður eigi eftir að koma 1. febrúar og verði Liverpool í hag, þ.e. við getum ekki fengið hann fyrr en sumar þar sem að úrskurðurinn kom ekki fyrr en eftir að glugganum var lokað

    YNWA

  3. Það er bara eitt sem hægt er að segja um þessa 2 leiki: SVAKALEG SNILD! Ég bíð rosa spenntur eftir að febrúar mánuður rennur upp. :biggrin:

9-0

Hvað á að gera við Momo?