Ekki mjög glöggur þessi

Það fyrsta sem kom upp í hugann þegar ég sá að Lucas Neill hafði hafnað því að ganga til liðs við félagið sem hann studdi sem krakki og fara í fallbaráttuna með Eggerti Magnússyni og félögum var: “Mikill peningur, fast sæti, dýrkaður og dáður…”

Nahh, þarna hætti ég. Þetta snýst bara um peninga og ekkert annað. Þetta er ekkert flókið, og allt það sem hefur verið rætt og ritað í fjölmiðlum hefur sannfært mig betur og betur um þetta. Þær eru svo aumar þessar afsakanir hans í fjölmiðlum og daprari tilraun til að reyna að halda því fram að þetta hafi ekki snúist um peninga, hef ég vart séð. Þessu er bara hægt að hlægja að.

Það er ekki eins og að hann hafi haft dapra kosti úr að velja. Förum aðeins yfir þá:

1. Halda áfram að spila fyrir Blackburn og skrifa undir nýjan og feitan samning við þá sem hefði tryggt honum ansi feita launahækkun og sagt er að hann hefði farið upp í svipuð laun og Liverpool bauð honum. Þar var hann dýrkaður og dáður. Þar var hann með fast sæti í byrjunarliðinu, day in day out. Þar var fjölskylda hans búin að koma sér fyrir og búa í talsverðan tíma. Þar var hann svo virtur að hann var orðinn fyrirliði liðsins. Liðið sem hann spilaði með var bara ansi öflugt í baráttu um UEFA sæti ár hvert. Hughes sýndi honum gríðarlega áhuga og vildi endilega að hann skrifaði undir nýjan samning.

2. Liverpool. Fara til liðs sem hann studdi mikið sem drengur og dreymdi um að spila einhvern daginn með. Til liðs sem spilar reglulega í deild þeirra bestu og er eitt af stærstu og sögufrægustu liðum veraldar. Fá ríflega kauphækkun frá því sem hann er búinn að vera með undanfarin ár. Þurfa ekki að flytja fjölskylduna frekar en hann vildi, vegna nálægðar Blackburn við Liverpool. Þurfa að berjast um sæti við Steve Finnan eða einhvern miðvörðinn. Erfitt verk jú, en hversu mikla trú hafa menn á sjálfum sér. Vinna titla reglulega og safna peningum í sinn tóma verðlaunaskáp. Rafa sýndi honum gríðarlegan áhuga í ágúst, en það samdist ekki milli félaganna. Rafa hringdi sjálfur, prívat og persónulega, í hann núna í janúar og sagði hann hafa virkað vel jákvæðan.

3. West Ham. Fara til liðs í botnbaráttunni, en fá 20.000 pund aukalega á viku. Skítt með hvort þeir falli eða ekki, þá þarf hann að finna sér nýtt félag í vor vegna sinnar klásúlu. Hversu margir yrðu á eftir honum þá? West Ham komu upp fyrir síðasta tímabil, náðu ótrúlegum árangri í fyrra, hafa síðan verið með allt upp á bak í ár. Súr fallbarátta framundan. Eggert Magnússon stýrir skútunni. Fast sæti í byrjunarliði. Mikill áhugi frá West Ham. Flutningar fjölskyldunnar til London.

Farið yfir þessa þrjá kosti. Flott mál og fyrir hann persónulega að setja peningana í fyrirrúm. Munar talsvert fyrir hann að vera moldríkur eða enn meira moldríkur. Það skiptir miklu meira máli en einhverjir titlar og verðlaunapeningar í tóma skápinn. Af hverju koma menn þá ekki fram og segja það bara. Það er það sem fer mest í taugarnar á mér. Ekki koma með þennann bansetta aulaskap með það að segja að þetta hafi verið fótboltalegur metnaður sem réði þarna ríkjum. Ekki nógur áhugi sýndur hjá Liverpool…það var búið að sýna honum gríðarlegan áhuga í ágúst og svo var hann með Rafa í símanum í janúar (þarna er fyrirsögn pistilsins upprunin) og verður maður að efast um ágæti mannsins ef hann hefur talað heillengi við hann og vissi ekki baun við hvern hann var að tala.

Ef þetta snerist um að vera “wanted” og fá að spila reglulega og í liði sem var að keppa að einhverju öðru en að keppa um að halda sér uppi, þá hefði hann einfaldlega verið áfram hjá Blackburn, simple as that. Mikið væri ég til í að svona kallar annað hvort myndu ekki tjá sig um sínar ástæður, eða hreinlega segja sannleikann um hvað býr þarna að baki. Ef menn geta ekki komið hreint fram, grjóthal…. þá kjaf… og hættið að ljúga upp á menn.

10 Comments

 1. Ég er alveg sammála þér í því að auðvitað á maðurinn að viðurkenna að þetta hafi verið út af peningunum, ef svo er raunin. Maður veit það auðvitað ekki, en það er auðvelt að giska. Ég get alveg sagt mína skoðun og hún er sú að peningarnir hafi skipt gríðarlega miklu máli, eðlilega. Einnig að komast aftur til London.

  En ég skil ekki af hverju stuðningsmenn Liverpool eru svona súrir út í Neill, skuldar maðurinn Liverpool eitthvað?

  Það hefur mikið verið rætt um að hann hafi verið stuðningsmaður Liverpool. En maðurinn er ekki enskur, hann er ástralskur og taugar hans til Liverpool eru ekki endilega jafn miklar og hjá breskum stuðningsmönnum.

 2. Þetta hefur komið umbanum hans vel.

  20þús pund á viku er nokkuð sem er erfitt að réttlæta fyrir fjölskyldu sinni að sleppa. Þetta er heill Lottóvinningur í hverri viku.

  Maður veit aldrei hvað gerist bakvið tjöldin. Kannski var Eggert alúðlegri en Rick Parry. Neill er stór fiskur hjá West Ham og trítaður þannig. Hann yrði einn af hópnum í Liverpool og trítaður þannig.

  Eigi græt ég Lucas Neil. Gangi honum vel hjá Hammers. Hann var hvort eð er ekki réttur maður fyrir þá rauðu.

 3. Ekki misskilja mig, hann Lucas má fara hvert sem hann vill mín vegna og er ég alls ekki súr út í hann að hafa ekki valið Liverpool. Mitt point var það að koma með þessa fáránlegu yfirbreiðslu fyrst hann þurfti á annað borð að greina frá ástæðum þess að hann hafi valið West Ham.

  Hefði kannski átt að orða þetta í einni einfaldri setningu í stað þess að skrifa þessa langloku:

  þegiðu eða segðu sannleikann :laugh:

 4. “berjast um sæti við Steve Finnan eða einhvern miðvörðinn.” Maður þarf að vera virkilega galinn ef að Lucas Neill á að vera notaður miðvörður. 🙂

  Neill sagði líka “West Ham moved heaven and earth to sign me while Liverpool gave me the impression that I might not even get a game if I went there.” Gæti svo verið hann hafi fengið nóg af að búa í skítapleisi eins og Blackburn (rétt eins og Liverpool). Umboðsmennirnir eru líka oftar en ekki ansi góðir í að telja mönnum trú um hvað sé best að gera (enda honum fyrir bestu að hann fái sem best laun), og þeir eru atvinnumenn í samningaviðræðum flestir hverjir, og ósvífnir í þokkabót.

  Og hvað peningana varðar er hægt að taka Michael Ballack sem gott dæmi. Ef hann hefði verið keyptur þá hefði hann kostað 25m+, og fengið 100.000+ pund á viku. Hann var búinn að gera allt í Þýskalandi. Er alveg gott og gilt hjá honum að hann hafi viljað breyta til og prófa nýja deild, og nýtt challenge. Hann veit að hann er markaðsvirði hans er þannig að hann eigi skilið að fá 100þús+ í vikulaun, og semur eftir því (undirritaður er reyndar á því að enginn eigi virkilega skilið að vera með 100 þúsund pund í vikulaun ef út í það er farið)

  Ég er ekki að verja Neill, en bottom-line er þó að í flestum tilfellum eru það alltaf peningarnir sem skipta höfuðmáli. Gerrard skrifaði t.d. undir himinháan samning við Liverpool eftir að hann fór fram á að vera seldur og samningaviðræður gengu illa. Samt efast ég ekki (og væntanlega ekki aðrir) um ást hans og tryggð við Liverpool FC.

 5. Ég verð að segja að þetta er frekar barnaleg færsla. Ég skil hann mjög vel. Ef maður setur þetta aðeins á öðruvísi upp en SSteinn þá eru það tveir valkostir ef við gefum okkur það að hann hafi verið búinn að ákveða að fara frá Blackburn. Að fara til Liverpool með lægri laun og sitja á bekknum eða fara til West Ham og fá hærri laun og vera byrjunarmaður. Ég vel seinni kostinn klárlega…annað væri heimska ef horft er á þetta hlutlaust en ekki tilfinningar SSteins til Liverpool.

  Hann sagði sjálfur “Magnusson, he blew me away”. Ég maður getur alveg séð fyrir sér hvað Eggert hafi sagt við hann. Að West Ham ætli að byggja upp sterkt úrvalsdeildarlið og að Neill verði einn af aðalmönnunum í því liði. Það er fullkomlega eðlilegt að menn séu tilbúnir að taka þátt í því…þó að ég sé kannski ekki alveg viss um að það takist hjá þeim…þá skiptir það bara engu máli hvað mér finnst…eða hvað SSteina finnist um þetta. Hann hefur sínar ástæður og velur eftir þeim. Plís ekki fara út í eitthvað svona rugl hérna á þessari annars frábæru síðu.

 6. Vil nú bara taka það fram kæri Júlli að þessi síða er BLOGG síða, ef það hefur farið framhjá mönnum. Hérna erum við ekki að skrifa fréttir, heldur gengur BLOGG út á það að maður setur hugleiðingar sínar á blað og er mér persónulega nákvæmlega sama hvort menn séu sammála því eða ekki. Auðvitað skiptir það þessi félagaskipti engu máli hvað mér finnst um þau eða ekki. Að halda öðru fram er (svo ég noti nú bara þín orð) barnalegt.

  Ef þú lest færsluna aftur vel yfir, og eins og ég var búinn að útskýra hérna í kommentunum, þá er ég fyrst og fremst að gagnrýna það að hann skuli halda því fram að peningarnir hafi ekki skipt neinu máli þarna. Það var það sem mér fannst ekki meika neitt sens. Ef hann hefði t.d. sagt að hann hafi fyrst og fremst haft fjölskyldu sína í huga, þau hafi viljað fara til London og samningurinn hafi bara verið svo hagstæður að hann hafi ekki getað annað en gengið að honum, hafandi fjölskylduna í huga, þá hefði það bara verið flott hjá honum.

  Gef nú lítið út á þessa “skítapleis” umræðu hans Halldórs. Veit nú ekki hvernig Blackburn er, en ég ég hef margoft bæði komið til Liverpool og London. Í báðum borgum er að finna algjör skítahverfi (þar sem þessir kallar búa aldrei í), miðbær iðandi af lífi og svo fínu og flottu hverfin. Það er ekki eins og að þessir kallar búi í hverfum eins og umlykja Anfield.

  Og að vera galinn að nota Neill sem miðvörð 🙂 Ég hef nú séð hann spila nokkrum sinnum miðvörð og er hann nú bara ansi sterkur sem slíkur og fínt back-up í þá stöðu.

  Og Halldór, ég er alveg sammála þér með peningana og mitt point var einmitt það að hann hefði átt bara að koma hreint fram og segja að hann hafi valið þann kost sem tryggði framtíð hans sem best.

  Og Júlli, þú tekur seinni kostinn sem þú setur upp (gott að draga bara tvo punkta út úr hvorum kosti :rolleyes:) en ég myndi velja annan kost, burtséð frá því hvort ég sé stuðningsmaður Liverpool eður ei. Þó það sé auðvelt fyrir mann að dæma hérna frá Íslandi, þá hugsa ég að ég myndi taka þann kost sem gæfi mér áfram kost á því að vera moldríkur fótboltamaður, en eiga möguleika á að spila í deild þeirra bestu og vera í keppni um titla. Persónulega finnst mér það nú ansi stór factor, ég tala nú ekki um það þegar maður er kominn á seinni hluta ferilsins.

  Plís ekki fara út í eitthvað svona rugl með það hvaða hugleiðingar maður má setja á blað og hverjar ekki. Þetta er eins og ég sagði í byrjun BLOGG og það er ekki það sama og fréttasíða.

 7. Halldór segir:

  >”berjast um sæti við Steve Finnan eða einhvern miðvörðinn.” Maður þarf að vera virkilega galinn ef að Lucas Neill á að vera notaður miðvörður.

  Halló? Neill spilaði alla leikina á HM fyrir Ástralíu sem miðvörður og var af ansi mörgum talinn einn besti varnamaður þeirrar keppni. Alveg rólegur í yfirlýsingum um geðheilsu SSteins.

 8. I stand corrected then 🙂

  Hef bara alltaf litið á hann sem bakvörð og ekkert annað.

  Og mér hefði nú alveg fundist fínt að fá hann, en ég tel liðið vera mjög vel sett eins og staðan er í dag.

 9. Í þessu peningamáli, er ekkert rætt um bónusa, þeir eru líklega hærri eftir því sem afrekið er meira, þannig að lægri laun hjá sterkara liði kalla oft á meiri bónusgreiðslur.

 10. Ég skal taka til baka hluta af því sem ég sagði SSteinn. Þið sem eruð að skrifa á þetta BLOGG hafið verið með mjög góða og jarðbundna umfjöllun um Liverpool…annað en á mörgum öðrum síðum þar sem raunveruleikinn er fjarri. Það er ástæðan fyrir því að maður kemur reglulega hérna inn til að lesa pistla í hæsta gæðaflokki.

  En mér fannst þú bara leggjast aðeins of lágt í þessari umfjöllun þinni. Auðvitað verð ég ekkert að vera sammála öllu sem þú skrifar…enda væri heldur ekkert gaman af því!! Ég skal gagnrýna þig næst á málefnalegri hátt en stend við það að mér finnst þetta skrítinn pistill. Þar sem ég er orðinn svona væminn langar mér að nota tækifærið og þakka þér fyrir alla hina póstana þína sem hafa verið mjög góðir.

Diao farinn (Neeeeeeei)

Nýr Serrano