Warnock til Blackburn (STAÐFEST)

Enskir fjölmiðlar, þar á meðal [Guardian](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,,1996042,00.html) fullyrða að Stephen Warnock sé á leiðinni til Blackburn.

Kaldhæðni örlaganna er að honum er ætlað að fylla skarðs leikmanns, sem hefur orðið fyrir meiðslum, Andre Ooijer. Talið er að kaupverðið sé um 1,5 milljón punda. Þetta kemur svo sem ekki mikið á óvart þar sem það er ljóst að Aurelio og Riise eru framar í röðinni á Anfield og svo er Insúa á leiðinni í vor.


**Uppfært (EÖE) – 19.48** Opinbera heimasíðan [hefur staðfest](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N154774070122-1619.htm) að Liverpool hafi samþykkt að selja Warnock til Blackburn. Vonandi að honum gangi vel með því liði og að hann geti haldið sér ómeiddum í nokkrar vikur hjá þeim.

6 Comments

 1. Er ekki Insua kominn? Ég hélt alla veganna að hann mundi koma strax og vera á láni í 18 mánuði en þá getur Liverpool keypt hann ef þeir vilja. Hann er alla veganna kominn á liðslistann á opinberu síðunni

  Þannig að það var nokkuð ljóst að tækifærin hjá Warnock yrðu ekki mörg þannig að það er ágætt að fá nokkrar kúlur fyrir hann og vonandi gengur honum bara sem best hjá Blackburn.

 2. Fínt fyrir Wornokkinn að fara og fá að spila reglulega! Hann mun standa sig vel þarna!

 3. “Hughes has marked him down as a replacement for Lucas Neill, who is set to join West Ham.”

  Væri spes ef Hughes væri að meta hann sem miðvörð en ekki bakvörð í liðið 🙂

 4. Jæja þá er loksins komið að því að Warnock færi. Gott að við fáum smá aur fyrir hann og vonandi kemur hann til með að standa sig og fá að spila reglulega.

 5. Warnock er klárlega úrvalsdeildarleikmaður sem þarf að fá að spila. En eins og Aurelio er að spila núna þá átti Warnock ekki mikinn séns.

  Gangi honum vel.

United eða Arsenal?

Titilvonir