Eru kaupin á Neill að klikka? (Uppfært: JÁ!)

Sky halda því núna fram að Lucas Neill [geti verið á leið til West Ham](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=442242&CPID=8&clid=14&lid=&title=Neill+closes+on+move&channel=&) mjög fljótlega.

Samkvæmt Sky virðast Liverpool hafa gert Neill tilboð að samningi, en að hann sé að taka langan tíma í að segja já. Rafa Benitez tjáir sig um þetta og ég er mjög ánægður með þetta kvót:

>”We are continuing working on these things but we will not wait. If a player wants to come to play for Liverpool, he must say yes quickly,”

>”If he thinks about it for too long, maybe itÂ’s a signal itÂ’s time for us to look for other players. We have alternatives.”

Semsagt, ef að Neill vill spila fyrir uppáhaldsliðið sitt, þá verður hann að segja já við þessu samningsboði Liverpool og gera það strax. Ef ekki, þá getur hann eflaust farið til annarra liða og fengið meiri pening fyrir og hugsanlega átt stöðu í liðinu vísari.


Uppfært (Kristján Atli): Ókei í fyrramálið munu blöðin staðfesta að Lucas Neill hefur valið launapakkann hjá West Ham fram yfir titlabaráttuna og metnaðinn hjá Liverpool. Sjá frétt á The Times.

Ég hef lítið um þetta að segja og ætla ekki að eyða orðum. Lucas Neill er góður knattspyrnumaður en hann valdi lið sem er í bullandi fallbaráttu en með mjög, mjög góð laun fram yfir lið sem er í Evrópukeppni og toppbaráttu og aðeins mjög góð laun. Metnaðarleysi er rétta orðið yfir slíka menn, og ég segi það ekki bara sem bitur Púllari heldur bara af því að það er satt. 30,000 pund hjá Liverpool hefðu verið launahækkun fyrir hann frá því sem hann þénaði hjá Blackburn, og slíkar fjárhæðir eru ekkert slor til að byrja með, en á endanum stóðst hann ekki auka 20 þúsundin.

Gangi þér vel í fallbaráttunni, Lucas. Íslendinganna vegna vona ég að þetta reddist hjá ykkur, en líka af því að þá geturðu heimsótt Anfield næsta vetur og fengið að sjá með eigin augum hverju þú slepptir fyrir aðeins ríflegri ellilífeyri.

6 Comments

 1. Ég hef tvennt um þetta að segja:

  1. Helvítis West Ham. Íslendingarnir mæta inní þennan janúarglugga eins og yfirspenntar gelgjur og henda peningabúntum í allar áttir. Gætu þeir verið meira desperate? Þeir eru búnir að setja annan hvern díl hjá Úrvalsdeildarliðum í vafa, t.d. Ashley Young til Tottenham og Milan Baros til Chelsea, með því að koma inn og hrópa “tvöfalda hæsta boð!!!” Nú eru þeir að eyðileggja fyrir Liverpool með því að bjóða Lucas Neill sambærileg laun og Roy Keane var að fá sem fyrirliði Man U … það er ekki heil brú í svona vitleysu!

  2. Ég veit ekki hvaða laun Neill hefur hjá Blackburn en ég þykist viss um að hann fær launahækkun við að fara til Liverpool, auk þess sem við eigum að vera draumaklúbburinn hans. Ef hann er Púllari þá á valið á milli 30k pund/LFC annars vegar og 50k pund/West Ham hins vegar ekki að vera erfitt.

  Ég er ánægður með Rafa og Parry. Liverpool á ekki að láta neitt lið komast upp með að heimta okur fyrir leikmann, og því síður að láta leikmann þrýsta á sig til að fá betri laun. Rafa metur leikmanninn og launin eru boðin í samræmi við það og ef hann vill koma þá tekur hann því. Ef ekki má hann fara annað.

  Vona samt að hann komi. Við þurfum á bakvarðabreidd að halda næstu fimm mánuðina.

 2. Mér finnst Eggert og Björgólfur ekkert virka mjög klókir í þessum janúarglugga. Miðað við upphæðirnar sem nefndar hafa verið í kringum liðið þá er auðvelt fyrir önnur lið að sjá að hægt sé að smyrja aðeins ofan á kaupverðið.

  Ég meina – Who the fuck is Ashley Young?!?! 10 milljónir punda! Er ekki allt í lagi?!

 3. Þeir sem eru desperat eru sjaldnast mjög klókir samningamenn!!!!

  Þeir eru bara að sjá fram á það að liðið sem þeir eru nýbúnir að kaupa getur ekki neitt og ef þeir falla þá er þessi peningur sem þeir settu í klúbbinn fokinn útum gluggann! Mér finnst samt einum of mikill “Abramovich” stíll á vinnubrögðum þeirra félaga, eins og þeir séu að vonast til að peningar leysi öll heimsins vandamál.

  góðar stundir

 4. hehehehe já þetta er vont mál en ef hann velur West Ham framyfir Liverpool… verði honum Lucasi að góðu.

  Hvað varðar West Ham almennt þá er alveg á hreinu að þeir leikmenn sem þeir sýna áhuga munu hækka í verði bara vegna þess að WH virðist hafa aur til að eyða.

  Það sem er versta í þessu er að WH gæti vel fallið og hvað þá?

 5. Það er nú ljóst að Liverpool er ekki að mikill draumaklúbbur í hans augum fyrst hann setur fram háar launakröfur.

  Má gera ráð fyrir því að launin hans hjá Blackburn séu á bilinu 10-15 þúsund pund á viku. Hann heimtaði víst 30 þúsund pund á viku hjá Liverpool, sem manni þykir nú ekkert svo galið. Síðan gleyma menn náttúrulega því að þetta er nú atvinnan hans, og það er svo sem skiljanlegt að hann fari frekar í klúbb sem borgar honum 3 milljónir íslenskar aukalega í hverri viku (þ.e.a.s. ef pælingin er að velja 30k/viku eða 50k/viku)

  Síðan tel ég að Liverpool þurfi ekkert á bakvarðabreidd að halda eins og Kristján telur. Hægri kanturinn er að mínu mati ennþá í meira basli en hægri bakvörðurinn. Gerrard hefur sýnt í undanförnum leikjum að hann nýtist liðinu mun betur er hann leikur “through the middle” eins og Bretarnir myndu orða það, heldur en í þessu frjálsa hægri kantmanns hlutverki.

  Ef Finnan skyldi nú meiðast, þá getur Carragher vel leyst hægri bakvörðinn, og Agger/Hyypia tekið hafsentinn.

 6. Það er einmitt málið Halldór, Lucas Neill er atvinnumaður í fótbolta fyrst og fremst, stuðningsmaður Liverpool eður ei, það bara kemur málinu ekkert við.

  Menn verða að taka af sér Liverpool-gleraugun stundum.

  Þetta snýst um peninga og ekkert annað og það er ekkert nema sjálfsagt.

  Auk þess er Lucas Neill í mjög sterkri stöðu, ef hann bíður fram á sumar, þá getur hann valið um lið sem ‘free agent’ og þá hefst uppboð sem er honum að sjálfsögðu mjög hagstætt. 30þús pund á viku er hlægilegur prís fyrir svona mann sem fæst frítt í suma

Ungverskur táningur

Rafa um Mascherano