Fór undir skurðarhnífinn á Spáni.

Luis Garcia [gekkst undir krossbanda aðgerð](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=441500&CPID=8&clid=14&lid=&title=Garcia+goes+under+the+knife) á laugardaginn á Spáni. Læknirinn sem gerði aðgerðina er sá hinn sami og hefur skar Eto´o upp nýverið og áður Xavi. Búist er við að Garcia verði frá í allt að 6 mánuði og vonandi verður hann bara 100% klár þegar næsta tímabil hefst. Garica mun dvelja í Barcelona þar sem hann mun takast á við stranga endurhæfingu á næstu mánuðum.

Það er alveg á hreinu að við munum sakna Garcia í leikjunum gegn Barcelona því ekki erum við vel settir með hægri kantmenn. Það má því teljast líklegt að Rafa mun leitast við að kaupa hægri kantmann í janúar glugganum.

Ein athugasemd

  1. Toppmaður hann Garcia og verður hans sárt saknað. Þó hann geti gert alla gráhærða með leik sínum á köflum er hann mjög mikilvægur hlekkur.

    Ég vil fá 3 leikmenn í janúar, þó að það sé ótrúlega mikil óskhyggja og óraunsæ. Hægri kantari, midfielder og hægri bak. Við eigum að fá 8 milljónir fyrir Cisse? og við hljótum að geta gert eitthvað gott við þann pening.

Parry um Rafa, Dubai og leikmenn

… 21 árs og afskrifaður?