Raúl slúðrið snýr aftur

Nota bene, ég set þetta inn hérna þrátt fyrir að [Raúl hafi í samtali við Marca](http://www.marca.com/edicion/marca/futbol/1a_division/real_madrid/es/desarrollo/728055.html) neitað þessu slúðri og segist vilja klára ferilinn hjá Real Madrid.


Sky Sports [orða í dag Raúl við Liverpool næsta sumar](http://home.skysports.com/list.aspx?HLID=441416&CPID=23&title=Reds+in+new+Raul+link&lid=&channel=Football_Home&f=rss&clid=186). Hann hefur ekki verið í náðinni að undanförnu hjá Real Madrid og hefur verið rætt um það að hann geti hugsað sér að fara frá liðinu.

Ef að hann fer, þá verður Liverpool að teljast nokkuð líklegur áfangastaður. Það er ólíklegt að hann vilji nokkurn tímann spila fyrir annað spænskt lið en Real Madrid, þar sem hann er tengdur því liði svo sterkum böndum. Umboðsmaður hans segir:

>”If he leaves Real in the summer it will be easy the destination in England,”

Raúl og Rafa eru vinir og því verður að segjast að í dag er þetta Raúl slúður miklu líklegra til að rætast en áður. Raúl [verður 30](http://en.wikipedia.org/wiki/Ra%C3%BAl_Gonz%C3%A1lez) í sumar, þannig að hann gæti vel átt eftir nokkur góð ár í boltanum.

2 Comments

  1. Já, það væri fínt að fá Raúl til okkar og spila hann frammi með Fowler. Ef metnaður á að vera hjá LFC þurfum við að fá okkur leikmenn sem geta breytt einhverju hjá okkur, eru sterkari en leikmennirnir sem til staðar eru. Ég sé ekki Raúl slá út Bellamy eða Kuyt og verði bara uppfylling í leikmannahópinn. Til að bæta okkur sem lið þurfum við að kaupa betri leikmenn eru til staðar…allavega ekki síðri.

  2. Æ Raul, er það ? Hef einhvernveginn aldrei verið spenntur fyrir honum. Hann er náttúrulega í guðatölu þarna í Madrid og hlýtur sjálfsagt að geta eitthvað. En persónulega hef ég aldrei náð að hrífast af honum sem leikmanni. :confused:

Watford 0 – Liverpool 3

Parry um Rafa, Dubai og leikmenn