Watford á morgun.

Á morgun förum við til Vicarage Road og heimsækjum fyrrum félaga Heiðars Helgusonar, Elton Johns og Vialli. Waford er sem stendur í öruggu fallsæti eða neðsta sæti deildarinnar með heil 12 stig eftir einn sigur og 9 jafntefli í 20 leikjum. Það er ekki langt síðan við spiluðum við Watford á Anfield þar sem við [unnum góðan 2-0 sigur.](http://www.kop.is/gamalt/2006/12/23/16.56.03/)

Waford er jó-jó lið og er því oftast eitt tímabil í úrvalsdeildinni og næstu 2 í þeirri fyrstu. Síðast þegar við spiluðum á Vicarage Road þá var það í undanúrslitum deildarbikarsins og [við unnum þá 1-0.](http://www.kop.is/gamalt/2005/01/25/21.45.13/) Síðast þegar við mættum þeim í deildinni á Vicarage Road var tímabilið 1999-2000 og unnum við þá 3-2 í hörkuleik. Þá skoruðu fyrir okkur þeir Patrik Berger (sem Sigursteinn er hrifinn af), David Thompson og Vladimir Smicer. Þetta var fyrsta mark Smicer fyrir Liverpool. Byrjunarliðið þá var eftirfarandi:

Westerveld

Carragher – Henchoz – Hyypia – Matteo

Thompson – Gerrard – Hamann – Berger

Owen – Camara

Bekkurinn: Nielsen, Staunton, Traore, Murphy og Smicer.
Ekki margir eftir frá þessu liði eða eingöngu þeir Hyypia, Carra og Gerrard. Allir hinir hafa verið seldir, gefnir eða ekki fengið nýjan samning.

Ég tel að það lið sem sem Rafa stillir upp á morgun er betra en þetta lið þrátt fyrir þau meiðsli sem hafa herjað á okkur nýverið. Það er ljóst að Kewell, Garcia, Gonzalez, Zenden, Sissoko og Warnock eru ekki með vegna meiðsla. Það styttist vonandi í að Kewell og Sissoko verði klárir en þeir hafa verið lengi frá en þeir Gonzalez og Warnock eru frá í 2-3 vikur. Hvenær Zenden verður klár hef ég ekki hugmynd og er slétt sama. Hvernig stillir Rafa þessu upp? Ég ætla að giska á það:

Reina

Finnan – Carra – Agger – Riise

Pennant – Gerrard – Xabi – Aurelio

Kuyt – Bellamy

Bekkurinn: Dudek, Hyypia, Guthrie, Paletta og Crouch.

Þetta er gott lið sem á að geta unnið Waford um hverja helgi! Hins vegar er ljóst að sjálfstraustið hjá okkar mönnum hefur beðið hnekki eftir útreið gegn Arsenal í ensku bikarkeppnunum. Þetta er því mikilvægur leikur fyrir liðið og að vinna þennan leik sannfærandi myndi gera mikið fyrir liðið, þjálfarana og stuðningsmennina. Tap eða jafntefli væri afar slæmt og í raun óhugsandi niðurstaða. Við þurfum á sigri að halda og ég held að leikmennirnir séu klárir slagsmál gegn Aidy Boothroyd og félögum.

Spá: Við vinnum þennan leik og við vinnum stórt 4-1. Við viljum sanna okkur tilbaka og við munum gera það. Við náum að breyta yfirburðum okkar yfir í mörk og skorum 2 mörk í hvorum hálfleik. Kuyt (2), Bellamy og Gerrard skora mörkin fyrir okkur.

Koma svo… hendum í gang!

3 Comments

 1. Fín upphitun, gaman að sjá samanburð á liðinu í blómatíma Houllier og liðinu nú hjá Benítez. Stöðu fyrir stöðu er þetta kannski ekki betra lið, en margir þeirra sem þú stillir upp í liðinu í dag eru nýjir og gætu sannað sig sem betri leikmenn en forverarnir. Hins vegar held ég að það sé engin spurning að liðið sem heild er betra og heilsteyptara í dag en það var undir stjórn Houllier.

  Ágiskunin á byrjunarlið er svo sem rökrétt fyrir utan framherjastöðuna, en það er ómögulegt að spá hvaða tvo af þremur Rafa stillir upp frammi. Hægra megin eru þeir Finnan og Pennant sjálfvaldir og vinstra megin þeir Riise og Aurelio einnig, vegna meiðsla. Það pirrar mig lítið hægra megin, þar sem Finnan og Pennant hafa verið að spila vel undanfarið, en vinstra megin er ég skíthræddur. Riise hefur verið í mikilli lægð og ég hefði hreinlega viljað sjá Aurelio og Gonzalez/García spila saman þeim megin, en meiðsli gera okkur það ekki kleift og því verður sá norski að standa sig á morgun.

  Ég spái naumum sigri okkar manna, en í alvöru þá getur þessi leikur brugðið til beggja vona. Ef okkar menn byrja leikinn illa gætu þeir misst sjálfstraustið snemma, enda slíkt í molum eftir vikuna, og Watford-menn gengið á lagið. En ef góð byrjun næst munum við kaffæra þetta lið sem er nokkrum klössum fyrir neðan okkar menn.

  1-0 baráttusigur á morgun og Aurelio setur hann úr aukaspyrnu. Það er kominn tími á að þessi drengur skori.

 2. >Stöðu fyrir stöðu er þetta kannski ekki betra lið.

  I beg to differ

  Reina er betri en Westerveld.
  Finnan er betri en Carra bakvörður
  Carra er betri en Henchoz
  Riise er betri en Matteo
  Pennant er betri en David Thompson
  Gerrard í dag er betri en Gerrard þá
  Xabi er að mínu mati betri en Hamann
  Bellamy er betri en Carama.

  Og hvar hefur 1999 betur?

  Hyypia þá er betri en Agger
  Berger er betri en Aurelio
  Owen (á þeim tíma) er betri en Kuyt

  Og bekkurinn í dag er klárlega en bekkurinn 2000.

 3. Ég vissi að þú Einar myndir bakka mig upp. En það er rétt hjá KAR að þetta er klárlega ekki léttur leikur hins vegar EIGUM við að vinna þennan leik, no matter what! Ef við vinnum ekki Watford þá erum við í vondum málum.

Insúa kominn (staðfest)

Padelli kominn (staðfest)