Insúa kominn (staðfest)

322958-1586188-458-238.jpeg

Jæja, þá er það komið staðfest á [Official síðunni að Emiliano Insua](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N154669070111-1338.htm) er kominn til Liverpool. Til að byrja með verður hann á 18 mánaða lánssamning.

22 Comments

 1. Flott, komiði sem flestir… svo var hann Astrit Ajdarevic að koma frá Falkenberg í Svíþjóð á eina eða tvær millur punda, keyptur strax, ekkert lán… eitthvað í hann spunnið sennilega og aðeins 16 ára. Spennandi

 2. Hvernig stendur á því að þessi ungi svíi kostar eina til tvær milljónir meðan stórefnilegur breskur leikmaður (james mccarthy eða hvað hann heitir) á sama aldri er að fara á 150 þúsund pund. Manni hefur þótt trendið vera að breskir leikmenn séu dýrari en þeir evrópsku og þá sérstaklega en þeir skandinavísku.
  Kann einhvern skýringu á þessu?

 3. Þetta er vegna þess að við erum ekki komnir með Evruna, og þá hækka leikmennirnir svo mikið miðað við krónunna.

 4. Núna virðist það staðfest að Mourinho sé að hætta með Chelsea í lok leiktíðar.

  Okkar stjóri hefur fengið þann stimpil, eins og margir erlendir leikmenn, að hann hefur alls ekki náð að aðlagast deildinni sem skildi en það sannar mikill óstöðugleiki sem og að liðið er yfirleitt afar lengi í gang.

  Okkar stjóri hefur sannað hæfileika sína í kænsku og útsjónasemi m.a. í Meistaradeildinni þar sem hann virðist vera með þeim færustu. Aftur á móti þegar í deild er komið, en ekki útsláttakeppni – eða heima og að heiman leiki, þá virðist hann hreinlega ekki höndla enska boltan. Oft hefur þetta verið sagt um leikmenn en af hverju geta þjálfarar ekki einnig klikkað á þessu? Þ.e. þeir ná ekki að aðlagast nýjum bolta.

  Núna er maður á lausu, næsta sumar, sem hefur unnið bæði Meistaradeildina (þá með lítið lið sem enginn bjóst við að myndi vinna líkt og Benitez) og ensku deildina. Mourinho hefur svo sannarlega sannað hæfileika sína sem framkvæmdastjóri, um það er ekki hægt að deild. Aðferðirnar eru svo umdeilanlegar en það getur enginn þrætt fyrir að hann er frábær stjóri, sennilega með þeim betri. Hann fór þessa aðferð hjá Chelsea (Sem nota bene hann notaði ekki hjá Porto) því honum fannst þetta vera sú aðferð sem hentaði honum best í því verkefni sem hann var að taka sér fyrir hendur.

  Hví ekki að ná Jose Mourinho að tímabili loknu? Þetta er maður sem við vitum að hefur náð árangri í deild á Englandi, á meðan okkar maður hefur ekki gert það – langt frá því. Stóra spurningin er hvort Rafael muni nokkurn tíman ná að aðlagast og læra á ensku deildina, því er algjörlega ósvarað. EN er það ekki fullmikið gamble þegar betri maður (fyrir ensku deildina klárlega) er á lausu að gefa Benitez enn eitt árið? Ég er á því að það eigi að hætta að gefa Rafael sénsa til að aðlagast þessari deild því þetta er engin góðgerðarstarfsemi. Þetta á að snúast um að ná árangri og það hefur Jose gert á Englandi.

  Þetta er alla vega mín skoðun. Þetta snýst um árangur og nú er maður á lausu sem hefur náð honum.

 5. Hatch, stend við það sem ég skrifaði hér fyrir ofan, en ætla að rökstyðja mál mitt betur, svo ég verði ekki eins leiðinlegur kommentari einsog svo margir sem kommenta á þessa fínu síðu. 😉
  Rafa er búinn að vera hjá Liverpool í 2 og 1/2 ár þannig að segja hvort það eigi að gefa honum ENN eitt tímabilið er rugl. Maðurinn erfði lið með mönnum einsog Diouf, Diao, Thraoe og hinum nýja Zidane og fleirum ræflum. Á sínu öðru ári í deildinni náði liðið 82 stigum, met hjá klúbbnum í úrvalsdeild og hann er enn að móta sitt lið og til þess þarf hann meira fjármagn og TÍMA, Róm var ekki byggð á einum degi en hún brann á einum.
  P.s. Haltu þig svo við efni færslunar og talaðu um það hvað það er jákvætt að við vorum að fá efnilegan vinstri bakvörð sem mörg af stóru liðunum voru á eftir, mátt setja þessar vangaveltur þínar um Jose vin þinn á þína eigin bloggsíðu. 😡

 6. Umræðan komin í eitthvað allt annað en færslan fjallaði um. Langar bara að spyrja Hatch að einum hlut. Telur þú þessar 250 milljónir punda sem munar á því hvað menn hafa haft úr að spila, hafi ekki haft nein áhrif og hafi ekki haft neitt að segja er varðar þessi 9 stig (að mig minnir) sem munaði á liðunum á síðustu leiktíð?

 7. Má ekki gleyma því heldur að Liverpool reyndu að fá Mourinho þegar hann var með Porto 2004. Mourinho neitaði þeim og fór til Chelsea. Liverpool töluðu þá við Rafa Benitez.

  Mourinho hefur svo kannski meiri pening milli handanna en Benitez, en það má þó ekki gleyma því að um leið og Chelsea kemur inn í myndina varðandi leikmannakaup, þá a.m.k. tvöfaldast verðmiðinn sbr. Carvalho, Wright-Phillips, Obi Mikel, Essien, Drogba o.fl.

  En svo maður snúi sér að umræðunni, þá held ég að Benitez hafi eitthvað fetish fyrir því að fá vinstri bakverði og markmenn til liðsins. Finnst eins og hann sé alltaf að fá nýja leikmenn til liðsins í þessum tveimur stöðum.

 8. >Má ekki gleyma því heldur að Liverpool reyndu að fá Mourinho þegar hann var með Porto 2004. Mourinho neitaði þeim og fór til Chelsea. Liverpool töluðu þá við Rafa Benitez.

  Og hvaðan færð þú það?

  >Finnst eins og hann sé alltaf að fá nýja leikmenn til liðsins í þessum tveimur stöðum.

  Jesús. Hafa menn ekki verið endalaust að gráta yfir varamarkverði liðsins sem og vinstri bakverði? Og svo kalla menn það “fetish” þegar Benitez reynir að laga þau vandamál.

 9. Einar Fokking, þó það sé kannski einfaldara fyrir þig að setja alla sem eru hið minnsta á móti benites í einn stóran hatt þá er heimurinn ekki svo einfaldur.

  Þó einhverjir hafi verið að “gráta” (mjög forvitnilegt orðalag, man ekki betur en þú hafir fordæmt þegar einhver notaði orðið “væla” við þig) yfir einhverjum hlutum þá er ekkert þar með sagt að Halldór sé á þeirri skoðun.

  Ég verð samt að furða mig á hvers vegna það hefur lítið farið fyrir ummælum sem komu frá benites á Skysports vefnum.

  “If Arsenal can play nine reserves and score six at Anfield, people should be asking why,” said Benitez.

  “It’s not because of one game, it’s because of many reasons.

  “There is a lesson for the whole of our club. That lesson is that if you want to compete at the top level you must be able to spend a lot of money – not only on your first team but on the young players and the reserves.

  “My scouting department has done an excellent job but sometimes we go too slowly as a club to make signings we need.

  “We need to work quickly. And when we do, there is not a lot of money. Arsenal spent £4million on Abou Diaby, £4million on Denilson, £8million on Theo Walcott and Julio Baptista is a £22million player.

  “We had seven players with first-team experience and still we could not win.”

  “We are signing a young Italian goalkeeper on loan with an option for longer,” said benites.

  “We have also been working for many weeks to sign James McCarthy, a young Scot [from Hamilton Academicals].

  “These are deals we are doing because we want to build for the future. But without spending money it is difficult.

  “Arsenal have two or three players, for example, who we were monitoring but couldn’t sign because we didn’t have enough money.”

  Ég sé ekki betur en að benites sé orðinn pínu gramur út í yfirmenn sína. Ætli má að þegar benites hafi gert samning við Liverpool þá hefði hann fengið einhverja hugmynd um hversu mikinn pening hann fengi til að eyða og sjálfsagt hefur hann þurft að útskýra með hvaða áherslum þessum peningum yrði eytt.

  Gæti það verið að stjórn Liverpool sé ekki að útvega þann pening sem lofað var í upphafi? Eða er örvæntingin farin að grípa um sig hjá blessuðum benites? Eða mun Einar Fokking skamma mig fyrir að skrifa benites með ess-i? :biggrin:

 10. Sá þetta upphaflega á einhverjum enskum miðli, en eina sem ég get bent á varðandi Mourinho og Liverpool er þessi frétt hérna: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=14477.

  Hitt var síðan meint í góðlátlegu gríni, en Dudek á nú að vera hæfur varamarkvörður og vel það. Menn gagnrýna hann kannski sem markvörð nr. 1, en Dudek er nú betri en margir markmenn í þessari deild, og meiri kröfur er varla hægt að gera til varamarkvarðar, nema menn vilji bara fá Timo Hildebrand eða Gianluigi Buffon til að sitja á tréverkinu. Scott Carson er svo ágætis markvörður og hefur þótt standa sig með stakri prýði í vetur hjá Charlton, þannig að ég myndi ekki telja markvarðastöðuna vera vandamál, jafnvel þótt Dudek fari þegar samningur hans rennur út.

  Og þótt Riise er kannski í einhverri smá lægð nú þá kemst hann hæglega á topp 5 lista yfir bestu bakverði deilarinnar (Riise, Evra, A.Cole, W.Bridge að mínu mati, má líka henda M.Taylor með af því hann hefur spilað vel í vetur.) Riise hefur vissulega sína veikleika, eins og allir leikmenn. Warnock er svo fínn þriðji bakvörður, og Aurelio á eflaust eftir að reynast allt í lagi.

 11. Er til of mikils ætlast að þú skrifir Benitez rétt? Þetta er álíka sorglegt og hallærislegt og að ég kæmi inná einhverjar Everton síður og byrjaði að kvarta undan mojjjes.

  Og varðandi þetta með Halldórs komment. Þá er pointið bara að þetta sýnir að Benitez getur aldrei gert rétt fyrir alla. Sumir hafa kvartað yfir því að Riise sé ömurlegur og að Dudek sé ömurlegur og svo koma aðrir og kvarta yfir því að Benitez sé að kaupa of marga vinstri bakverði og markverði.

  >Ég verð samt að furða mig á hvers vegna það hefur lítið farið fyrir ummælum sem komu frá benites á Skysports vefnum.

  Nú er ég ekki að skilja hvort þú sért að kvarta yfir því að við hér á þessari síðu skulum fjalla um þetta eða þá aðrar síður á netinu. Ég dáist að áhuga þínum á Liverpool, en ég hafði t.a.m. ekki séð þessa frétt áður. Nokkuð góðir punktar hjá Benitez, sem ég er að mörgu leyti sammála.

  Enda snýst þetta ekki um að vera með eða á móti Benitez. Þetta snýst um að mér og mörgum öðrum hefur misboðið sú fáránlega ofsafengna gagnrýni, sem að Benitez hefur fengið að undanförnu. Hún er að mínu mati alltof óvægin miðað við frammistöðu liðsins.

 12. Og varðandi Mourinho, þá man ég ekki eftir að hafa séð áhuga Liverpool staðfestan, en það gæti svo sem verið að ég sé bara búinn að gleyma því.

 13. Alveg er hægt að taka undir að gagnrýni á benites sé oft á tíðum mjög ofsafengin og fyrir mína parta of hörð.

  Hins vegar má alveg velta fyrir sér hvort liðið hafi tekið miklum framförum síðustu misserin.

  Það virðist vera viðvarandi vandamál hjá liðinu að það kemst seint í háan gír og miðað við innbyrðisviðureignir við liðin sem þið viljið miða ykkur við þá er svipað lengra upp í topp heldur en meðalmennsku.

  Eðlilegt er því að einhverjir spyrji sig hvort liðið sé á réttri leið hjá benites og enn eðlilegra að margar óánægjuraddir komi frá ýmsum áttum, burtséð frá Pollýönupistlum Tomkins og co.

  Ég var ekki að kvarta yfir því að viðtalið við benna hafi ekki komið á þessa annars fínu síðu. Fannst það bara einkennilegt því þetta hefur verið þónokkuð í umræðunni og margt fróðlegt sem þarna kemur fram.

  Til dæmis er merkilegt að benites verðleggur mennina út úr korti. Diaby t.a.m. kostaði tvær milljónir og svo keyptu Madrid Baptista á tæplega 14 milljónir, lánuðu hann til Arsenal og varla hefur verðmiðinn hækkað um 8 milljónir síðan þá.

  Mér finnst pínulítill örvæntingartónn í þessu viðtali og hef þá tilfinningu að hann sé að reyna beina gagnrýninni frá sér.

  Liverpool er vel rekinn klúbbur og án þess að hafa farið í rannsókn í þeim efnum þá finnst mér ólíklegt að það muni miklu á þeim fjármunum sem benites og Wenger hafa spreðað á síðustu þremur leiktíðum.

  Að lokum, já. Það er sorglegt, hallærislegt, barnalegt og jafnvel kjánalegt að skrifa ekki nöfn rétt ef maður kann það. Rétt eins og það er sorglegt, kjánalegt, barnalegt og hallærislegt að skrifa ávallt Manchester United með litlum stöfum. 😉

 14. >Hins vegar má alveg velta fyrir sér hvort liðið hafi tekið miklum framförum síðustu misserin.

  Munurinn á þessu Liverpool liði í dag og fyrir tveimur árum er að mínu mati gríðarlegur.

  >Rétt eins og það er sorglegt, kjánalegt, barnalegt og hallærislegt að skrifa ávallt Manchester United með litlum stöfum

  Nei, það sem er hallærislegt og sorglegt er þegar að stuðningsmenn annarra liða koma inná Liverpool síður þegar að Liverpool gengur illa og byrja að bauna á liðið og þjálfarann – og geta ekki einu sinni sýnt þá lágmarksvirðingu að stafa nafn þjálfarans rétt.

  Mér sýnist þú kommenta hérna aðallega þegar að Everton gengur vel eða þegar að Liverpool gengur illa. Ég á bágt með að skilja fólk, sem fær eitthvað útúr slíku.

 15. Og hvað er “Makkarinn” að meina með þessu “Einar Fokking” ?
  Ég er ekki að fatta svona bull, og svo eitt sem er að fara í taugarnar á mér, það er að kalla alla pistla og komment sem ekki eru ætluð til niðurrifs “Pollýönupistla” !
  Er svona auðvelt að detta í þunglyndið ?
  Er að reyna að pirra mig ekki á þessu en stundum skil ég bara ekki barnaskapinn sem sumir þeirra sem hérna líta við sýna.
  P.s.
  Við vinnum svo leikinn á morgun og Arsenal gera jafntefli við Blackburn .

 16. Það eru mörg ár síðan ég óx upp úr því að nudda salti í sárin hjá einhverjum.

  Benites með ess-i er jú mjög barnalegt og hef ég viðurkennt það, en það er einnig ykkar árátta með Manchester United. Að sjálfsögðu svaraðir þú ekkert fyrir það Einar, heldur snerir út úr og blandaðir minni persónu inn í málið.

  Það að ég sé bara hérna til þess að ergja fólk er fásinna og bið ég því þig, Einar Örn, að halda svona hugsunum fyrir þig þangað til þú hefur lært hugarlestur. Ef fylgni er á milli kommenta minna og tapa Liverpool þá er það tilviljun sem ég skal bæta úr.

  Þar sem ég gef mér að þetta komment sé ætlað til mín; hvernig í ósköpunum færðu út að ég sé eitthvað að “bauna” á liðið og/eða þjálfarann?

  Ég tek út viðtal við benites og kem með mína túlkun á því. Mér finnst nú ekki mikið “baun” í því, sérstaklega þar sem þú gafst þér engan tíma til þess að þræta eitthvað fyrir það.

  Svo til að toppa þetta allt saman þá svararu: “Munurinn á þessu Liverpool liði í dag og fyrir tveimur árum er að mínu mati gríðarlegur.”

  Þetta er einmitt svar sem þú hefur verið svo duglegur við að kvarta yfir. Einnar línu svar án rökstuðnings. Bætir engu við umræðuna….o.s.frv.

  Þú ert kostulegur :laugh:

 17. Makkari, það er fín lína á milli smá innanbúðarhúmors og skítkasts en þú ferð yfir hana með þínum ummælum. Ég skal útskýra fyrir þér af hverju ég tel þig vera með skítkast en ekki okkur:

  1. Við erum á okkar eigin síðu. Þetta er Liverpool-síða og þeir sem lesa hana eru í langflestum tilfellum, nær öllum jafnvel, Púllarar sem þýðir að Manchester United (með stóru í þetta eina skipti fyrir þig) eru erkifjendurnir. Þannig að við settum á síðuna þennan fítus að ef menn skrifa Man_U (fyrir utan strikið) breytir síðan því sjálfkrafa í Manchester United með litlum stöfum og minni leturstærð en almennt er á síðunni. Þetta er húmor sem viðgengst á öllum síðum (t.d. kalla Chelsea-aðdáendur Steven Gerrard nær undantekningarlaust Ickle Stevie G, á meðan flestir Púllarar tala um Moyes sem Gollum og United sem Scum USA eða eitthvað álíka, og Arsenal-aðdáendur tala um Liverpool-aðdáendur sem Mug Smashers, og svona mætti lengi telja). Ef ég færi inná íslenska bloggsíðu helgaða Manchester United þar sem sá fítus væri fyrir hendi að breyta orðinu Liverpool sjálfkrafa í Mug Smashers eða liverpool með litlum staf og minna letri þætti mér það fullkomlega eðlilegt.

  Þetta er eðlilegt af því að hér er um stuðningsmenn andstæðra liða að ræða. Og af því að menn stunda þetta á síðum sinna liða og hvergi annars staðar. Með öðrum orðum, þetta er ákveðinn háttur stuðnings við sitt lið en ekki endilega skítkast á hitt liðið. Þar að auki er verið að uppnefna heilt lið á hátt sem er í raun ekki móðgandi við neinn. Þess vegna pirra ég mig ekki á því ef ég les á Chelsea-síðu að einhver kalli Benítez feita Spánverjann, því þetta er Chelsea-síða og við Púllarar gerum þetta sjálfir með Moyes/Gollum, Ferguson/Demento, Wenger/Didntseeit og Mourinho/Motormouth.
  2. Í þínu tilfelli ertu að koma inná Liverpool-síðu til þess að uppnefna Benítez. Þú útskýrir af hverju þú gerir það – þ.e. af því að þér finnst hann ekki þess virði að fá nafn sitt skrifað rétt og af því að þú veist og gerir ráð fyrir að það fari í taugarnar á okkur. Ég stunda það ekki að kommenta á stuðningssíðum annarra liða og finnst það í hæsta máta barnalegt að fara inná slíka staði til þess eins að pirra fólk – ef ég myndi kommenta á síðumannarra liða myndi ég sýna þá virðingu sem menn eiga skilið. Ég gæti varla ætlast til að Everton-maður tæki annars alvarleg og rökstudd ummæli mín alvarlega ef ég talaði alltaf um Gollum en ekki Moyes.

  Við stundum ákveðinn húmor í garð Manchester United sem er ekki aðeins eðlilegur heldur algengur og hluti af menningu stuðningsmanna liðanna. Þú stundar það að koma hér inn og reyna að pirra Liverpool-aðdáendur.

  Hitt er svo annað og verra mál þegar Liverpool-aðdáendur sjálfir ákveða að uppnefna sinn eigin framkvæmdarstjóra eða gera lítið úr nafni hans (ég er að horfa á þig, Sigtryggur Karlsson) en það að sumir misgáfaðir stuðningsmenn Liverpool gangist upp í slíkum barnaskap gerir þínar gjörðir ekkert betri.

  Yfirleitt þegar þú skrifar ummæli Makkari rökstyðuru skoðanir þínar svo að við getum rætt við þig á siðmenntaðan hátt, hvort sem við erum ósammála þér eða ekki. En í þetta skiptið virtistu koma hér inn til þess eins að strá salti í sár síðustu daga og pirra Einar Örn sérstaklega. Fyrir vikið hefur þú, sem einn af fáum reglulegum kommenturum sem styður ekki Liverpool, beðið ákveðna álitshnekki í mínum augum. Því miður.

  Að lokum:

  Ég vildi óska þess að menn hættu svona barnaskap eins og hann leggur sig. Í fullkomnum heimi myndu allir sem skrifa á þessa síðu skrifa Rafa Benítez eða Rafael Benítez, hvort sem það væri til að segja “Benítez er æðislegur” eða “Benítez er ömurlegur.” En svo er það bara ekki, því miður, en á meðan þetta er okkar síða höldum við áfram að krefjast þess að menn sýni virðingu hérna inni. Ég hef til dæmis sýnt þér fyllstu virðingu í þessu svari, þótt það sé langt og ítarlegt andsvar gegn þínum orðum, því það er munur á gagnrýni og skítkasti.

  E.s.
  Áður en einhverjum dettur í hug að saka mig um eitthvað fáránlegt finnst mér í lagi að geta þess að ég varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta David Moyes sumarið 1994. Hann er hinn fínasti kall, léttur og skemmtilegur og þótt hann sé stjóri erkifjendanna í Everton og okkur Púllurum sé þar af leiðandi sjálfkrafa illa við hann vil ég koma því á framfæri að ég hef ekkert á móti manninum, utan þess að hann sé stjóri Everton, og ég ber mikla virðingu fyrir honum sem knattspyrnustjóra. Það er mikið afrek að koma Everton í efri hluta Úrvalsdeildarinnar. :laugh:

  Eigum við þá að segja þessari umræðu lokið? Get ég treyst því að bæði Makkarinn og aðrir muni að minnsta kosti sýna Benítez þá virðingu að skrifa nafn hans rétt um leið og þeir lýsa því hversu ömurlegur hann er? Ókei?

 18. Kristján, ég held að þú misskiljir mig örlítið.

  Ég er búinn að segja að það að nefna knattspyrnustjórann ykkar benites er barnalegt og tók meira að segja upp hanskann fyrir hann með því að segja að gagnrýnin á hann fer oft á tíðum yfir strikið (að mínu mati).

  Þetta uppnefni er engan veginn meint til þess að halla á hann, alls ekki. Ber meira að segja fulla virðingu fyrir honum og finnst hann góður knattspyrnustjóri.

  Aðalpunkturinn minn er að benda á þann tvískinnung sem virðist vera viðráðandi.

  Mér finnst einmitt ekkert að því að nefna Manchester United með litlum stöfum á Liverpoolsíðu. En þegar Einar Örn svarar því að Sigtryggur (jamm, ég rak augun í þetta líka) sé barnalegur þá finnst mér um tvískinnung að ræða. Mér finnst þetta nefnilega vera nákvæmlega sami hluturinn.

  Ég og Kristján erum ekki sammála um þetta. Gott og vel, það er ekkert við því að gera.

  Tvískinnungur er einmitt lykilorðið hérna. Einar telur sig geta svarað eins og honum lystir (með einni setningu án rökstuðnings, með tilvísanir í grát og væl o.s.frv.) meðan hann lætur sömu hlutina fara í taugarnar á sér þegar aðrir fremja þá.

  Að pirra Einar var ekki markmiðið. Tvískinnungur fer hins vegar afskaplega í taugarnar á mér og hefur það kannski orðið greinilegt í mínum svörum. Á því biðst ég velvirðingar.

  (Ef einhverjir skyldu vera velta fyrir sér “Einar Fokking” þá er það eingöngu vegna þess að fokking hefur verið eftirlætisorðið hans síðustu misserin. Ekki spyrja mig af hverju en ég tek eftir svona hlutum :smile:)

  Það að þú skulir meina að ég, svo ég vitni beint í þig, “stundi það að koma hér inn og reyna að pirra Liverpool-aðdáendur” held ég að sé bara ekki satt. Prufaðu að slá upp nafninu mínu í leitarkerfinu og þá sérðu að öll mín innlegg eru annað hvort viðbót í viðkomandi umræðu eða þá að ég skuli furða á téðum tvískinnungi.

  Eðlilega kemur það illa á mann þegar maður er gagnrýndur á þennan hátt. Það eru bara eðlileg viðbrögð. Hins vegar fer í mínar fínustu þegar menn eru ekki samkvæmir sjálfum sér og þá hika ég ekki við að benda mönnum á það.

  Skítkast? Það getur vel verið. Ég taldi mig ekki vera kasta skít þegar ég var að benda á það sem mér þykir vera tvískinnungur en að sjálfsögðu er erfitt að dæma manns eigins verk.

  Áhugi minn á Liverpool er óumdeildur (SSteinn getur vitnað til um það). Ástæðan fyrir því að ég byrjaði að halda upp á Everton 6-7 ára gamall var ekki ást mín á þeim heldur hatur mitt á þeim rauðu. Ég fylgist meira með Liverpool en Everton af ofangreindum ástæðum. Félagar mínir (flestir Liverpoolaðdáendur) hafa óspart furðað sig á þessari sérvisku minni og það með réttu. Þess vegna stundaði ég Liverpoolvefinn þegar vit var í honum og hef fylgst með síðunni ykkar frá byrjun.

  Þið eigið heiður skilinn fyrir góða síðu og mun ég áfram heimsækja hana því þetta er besti vettvangurinn fyrir umræður um Liverpool á Íslandi. Þess vegna losnið þið ekkert við besserwisseraháttinn í mér, bæði hvað varðar almennar Liverpoolumræður og þegar mér finnst menn ganga of langt í ummælum sínum.

  Nema auðvitað þið verðið alveg vitlausir á mér og lokið á ummæli frá mér :biggrin2:.

 19. >Tvískinnungur er einmitt lykilorðið hérna. Einar telur sig geta svarað eins og honum lystir (með einni setningu án rökstuðnings, með tilvísanir í grát og væl o.s.frv.) meðan hann lætur sömu hlutina fara í taugarnar á sér þegar aðrir fremja þá.

  Þetta er ótrúlegt. Það sem ég hef bent á er að ég vil ekki að umræðurnar hérna fari niður á sama plan og á Liverpool.is – þannig að hér komi menn inn, sendi inn eina setningu án rökstuðnings og svo ekkert meira.

  Þetta þýðir EKKI, ég endurtek EKKI að það enginn megi setja fram setningu hérna án þess að rökstyðja hana í þremur liðum. Munurinn á fólki, sem kemur hérna inn og kemur með svona eina línu og mér er sá að (ég skoðaði þetta áðan) ég hef sett inn **1.428 ummæli** á þessa síðu – auk þess að hafa skrifað hér inn **929 færslur**. Ég hef ásamt Kristjáni og þeim sem síðara hafa bæst við hópinn áunnið mér traust og virðingu fyrir góða umfjöllun um Liverpool.

  Ég hef unnið mér inn kredit og hef unnið mér inn traust fólks, sem veit að ég hendi ekki fram hvaða vitleysu sem er bara til að stuða aðra. (bara svona til gamans, þá hefur Kristján sent inn 1.148 komment). Á bakvið mig liggur semsagt gríðarlega mikið af efni, þannig að ef ég segi að mér finnist liðið vera betra en fyrir tveimur árum, þá get ég stutt það með því að benda á eina af tugum eða hundruðum jákvæðra færslna, sem ég hef skrifað hér. Ef fólk vill fá frekari röksemdafærslu frá mér, þá hef ég vanalega skaffað það.

  Það er kostulegt að þú skulir ekki sjá muninn á þessu og því sem ég hef kvartað yfir. En einsog ég hef sagt áður, ef menn eru nógu duglegir við að lesa þessi 1.428 komment, þá geta þeir ábyggilega fundið dæmi um stafsetningarvillur, heimsku, tvískinnung, lélega spádómshæfileika og annað.

  >Að pirra Einar var ekki markmiðið.

  Fyrir það fyrsta kallarðu Benitez benites, sem þú VEIST að hefur verið að fara í taugarnar á okkur og svo kallarðu mig “Einar Fokking”. Það má vel vera að ég noti það orð mikið, en það að skeyta því fyrir aftan nafnið mitt, getur ekki talist annað en tilraun til að fara í taugarnar á mér.

  Þegar þú byrjar innlegg þitt með því að uppnefna mig, þá veistu hvert umræðan fer.

 20. Ókei, Makkari, svör þín við mínum ummælum hér að ofan get ég fallist á. Við verðum að vera sammála um að vera ósammála um það hvort þessir tveir hlutir eru sambærilegir eða ekki. Þá vil ég árétta það að þegar ég sagði þig “stunda” það að koma hér inn til að pirra fólk var ég að tala um þennan tiltekna þráð. Þú hefur ekki gert það áður, það veit ég, en í þetta sinn þykir mér auðsýnt að þín fyrstu ummæli hér að ofan (#10) voru sett fram nánast í þeim eina tilgangi að pirra Einar Örn. Þeim tilgangi þínum hefur greinilega verið náð, til hamingju með það.

  Þið Einar verðið svo að útkljá þetta ykkar á milli, en ég styð hans sjónarmið fyllilega í þessu. Það er í hæsta máta óviðeigandi að uppnefna framkvæmdarstjóra Liverpool á þessari Liverpool-stuðningssíðu, en ef eitthvað er er það enn svívirðilegra að uppnefna annan af stofnendum síðunnar. Einar Örn Einarsson á betur skilið frá þér og öðrum en að vera kallaður Einar Fokking, jafnvel þótt hann hafi framið þann háalvarlega “glæp” að hafa notað það orð oftar en einu sinni. :rolleyes:

 21. :rolleyes: Umræðan milli Einars og Kristjáns annarsvegar og Makkarans hinsvegar er að mörgu leyti fróðleg en ekki að sama skapi skemmtileg. Hún mun þó verða til þess að ég mun hér eftir skrifa Benitez á þessa síðu og skal skýra af hverju ég mun breyta afstöðu minni.
  Ástæðan er sú að ég fellst á rökin um að á okkar síðu sýnum við stuðning og tryggð við okkar menn og fulla virðingu. Við munum því láta öðrum (þ.e. andstæðingum LFC) að tala niðurlægjandi til okkar manna.
  Hitt hefur ekkert breyst að ég tel að Benitez hafi ekki staðið undir væntingum og framfarir liðsins á síðustu tveimur misserum eru ekki ásættanlegar frekar en leikmannakaup hans að stórum hluta.
  Ég hefi ekki komið auga á snilld hans sem stjóra eftir að hann tók við okkar liði og er ég þó alveg meðvitaður um þá 2 (tvo) titla sem liðið hefur unnið undir hans stjórn.
  Ég tel ekki að fylgendur hans (sem mér finnst sumir ansi blindir og fortakslausir) hafi sýnt fram á styrk hans í enska boltanum frekar en hann sjálfur.:rolleyes:

Allt búið!

Watford á morgun.