Bascombe skýrsla

Það síðasta sem ég ætla að segja um þennan leik við Arsenal er að [benda á leikskýrslu Chris Bascombe](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0400matchreport/tm_headline=liverpool-3%2D-arsenal-6-%2Decho%2D%26method=full%26objectid=18436486%26siteid=50061-name_page.html), sem er afbragðsgóð og bendir vel á það, sem vantar hjá Liverpool í dag.

Bascombe getur nefnilega gagnrýnt liðið grimmilega án þess að falla niður í þá ömurlegu gryfju að uppnefna menn og ausa yfir þá fúkkyrðum, einsog menn hafa gert á þessari síðu eftir tvo síðustu Arsenal leiki.

20 Comments

 1. Flott skýrsla hjá kallinum eins og vanalega.
  Ég er strax farinn að kvíða komu Chelsea á Anfield nú þegar Arsenal eru búnir að sýna svo greinilega fram á hvernig á að legga LFC á heimavelli !

 2. Góð skýrsla hjá Bascombe,

  Gabriel Paletta looked so raw, it was little wonder he was barbecued so often by the Arsenal attackers.

 3. … ég er sammála Agga…. PUNKTUR

  … en væri ekki gott að hafa mann eins og Cisse með okkur núna (hun)graðari en nokkru sinni fyrr í mörk!!! ég bara spyr!???

  Geri mér alveg grein fyrir því að það eru ekki allir jafn hrifnir af honum en samt 🙂 hann er jú okkar ennþá er þaggi?

  Avanti Liverpool

 4. Það var sannarlega sorglegt að Cisse yrði ekki þessi stjarna sem að Púllarar vonuðu, en að standa sig í frönsku deildinni og að standa sig í þeirri ensku er bara eins og að bera saman epli og appelsínur.
  Þó er aldrei að vita nema að hann eigi afturkvæmt í LFC.

 5. http://blogs.guardian.co.uk/sport/2007/01/10/fan_get_the_team_they_deserve.html

  Áhugaverð grein…erum við að lifa á fornri frægð og orðnir sáttir við að vera meðalklúbbur.

  Fyrirgefum við öllum fyrir að vilja koma og spila í rauðu skyrtunni og erum bara þakklátir fyrir að þeir komi eða krefjumst við þess besta?

  Mér finnst það flott að Liverpool aðdáendur standi með sínum í gegnum súrt og sætt en þetta má ekki verða að “meðvirknissambandi” eins og bent er á í greininni, á milli drykkjuhrúts sem klúðrar sífellt málunum og fjölskyldunnar sem fyrirgefur allt.

 6. Það er búið að benda á þessa grein áður.

  Megin niðurstaðan er: Aðdáendur, sem styðja liðið þegar í gegnum erfuðu tímana þegar að illa gengur eiga skilið lið, sem gengur illa.

  Meira kjaftæði hef ég varla lesið.

 7. Ég er fullkomlega ósammála þessari grein. Liverpool aðdáendur vita sem er að það eru hæðir og lægðir í þessu öllu saman og láta sig ekki hverfa þegar eitthvað bjátar á. Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það þegar liðið er púað af velli eins og einstaka sinnum hefur gerst.

  Leikmenn, þjálfarar og annað starfsfólk veit fullkomlega af því að frammistaðan í síðasta leik var gjörsamlega óásættanleg. Það að áhorfendur hafi staðið með sínum mönnum fram í rauðan dauðann fær engan til að halda að það sé allt í góðu lagi.

  Orðið stuðningsmaður er afar gott í þessu samhengi. Hvenær þarf liðið mest á stuðningi að halda? Ekki þegar bikar er lyft á loft, það er nokkuð ljóst, heldur þegar á móti blæs. Stuðningur á borð við þann sem sást á lokamínútunum á þriðjudaginn hjálpar leikmönnum og starfsfólki að rífa sig upp á rassgatinu mun frekar en tómur völlur og glory-hunting aðdáendur sem syngja bara þegar búið er að skora mörk.

  Þetta er líka spurning um samhengi. Ef við værum í 17. sæti og hefðum verið að koma með þessa frammistöðu hefðu viðbrögðin verið önnur. Málið er hins vegar að síðustu vikur hefur liðið verið á réttri leið eftir erfiða byrjun og því er þetta spurning um að koma ekki með “knee-jerk” viðbrögð, heldur sýna stuðning í stað þess að hamra á neikvæðu hlutunum. Fyrirsagnir blaðanna daginn eftir um púandi áhorfendur og galtóman völl hefðu einungis aukið á neikvæðnina og dregið úr sjálfstrausti leikmanna.

  Þetta er spurning um að styðja sína menn í þær 90 + mínútur sem þeir eru á vellinum. Ef frammistaðan er ekki nógu góð er það síðan þjálfarans og leikmanna að taka á því milli leikja. Og aðdáendanna að rakka þá niður á spjallsíðum. 😉

 8. Þessi grein Paul Doyle er með því ruglaðra og fáránlegra sem ég hef um ævina lesið, knattspyrnutengt eða öðru. Það er eitt að gagnrýna þjálfarann eða liðið fyrir lélegt gengi, en að gagnrýna stuðningsmennina fyrir að vera of styðjandi við liðið er í hæsta máta ruglað.

  Kiddi kálar þessari umræðu með frábærum punkti hér að ofan:

  >”Orðið stuðningsmaður er afar gott í þessu samhengi. Hvenær þarf liðið mest á stuðningi að halda? Ekki þegar bikar er lyft á loft, það er nokkuð ljóst, heldur þegar á móti blæs.”

  Punktur. Það þarf ekkert að ræða þetta meira. Maður sem skrifar svona eins og Doyle gerir það af annarri eða báðum af tveimur eftirfarandi ástæðum:

  1. Athyglissýki.
  2. Hefur aldrei farið á fótboltavöll sjálfur og stutt lið sem hann heldur með.

  Það kæmi mér ekkert á óvart þótt bæði væri satt. Svona skrifa menn bara ekki nema þeir hafi ekki hundsvit á knattspyrnu.

 9. Já, og af því að linkurinn hjá Daða virðist vera bilaður þá erum við að tala um þessa grein hér: Fans Get The Team They Deserve.

  Það er varla að maður vilji linka á þetta og veita manninum athygli. Ég vona að Rafa prenti þessa grein út og láti leikmennina lesa hana fyrir næsta leik. Það væri kannski til að gera þá brjálaða í að ná í stig, að sjá svona harðlega vegið að stuðningsmönnunum sem eru kjarni klúbbsins.

 10. Þvílíkt bull og kjaftæði sem þessi grein er. Auðvitað þarf að styðja liðið mest þegar það gengur sem verst og að halda öðru fram er argasta bull!

  Eina skiptið sem ég var stoltur af því að vera stuðningsmaður á þriðjudaginn var einmitt á lokamínútunum þegar stuðningsmenn byrjuðu að syngja.

 11. Ég vona að menn skjóti mig ekki niður en ég verð að segja það að það er margt til í þessari grein hjá Paul Doyle.

  Liverpool heldur áfram að lifa í fortíðinni. Þegar ég heyrði stuðningsmenn syngja You’ll never walk alone í skíttapaðri og skömmulegri stöðu þá leið mér soldið kjánalega og um leið og ég dáðist að því að menn skuli styðja liðið sitt þó það hafi verið að skíta svo illilega á sig, þá var það líka sorglegt. Menn eiga ekki að láta allt ganga yfir sig.

  Ekki taka þessu sem einhverju skítkasti, þetta er bara mín skoðun og ég skil skoðun þeirra sem eru á móti henni.

 12. Af hverju telst það að styðja við bakið á liðinu í mótlæti “að lifa í fortíðinni?”

  Skil ekki alveg svona. OK, ákveðið gullaldarskeið er vissulega að baki, en eiga stuðningsmenn þá bara að púa eða fara heim þegar illa gengur? Er það þá að “lifa í nútíðinni?” :confused:

 13. Ég held að það segi meira en mörg orð þegar þjálfarar og leikmenn annara liða keppast við að lýsa hrifningu sinni á stuðningsmönnum Liverpool. Það skilar engu að flýja úr stúkunni eða baula á liðið þegar það gengur illa, held að besta dæmið um það sé Newcastle, þar er hiklaust baulað á leikmenn liðsins ef illa gengur en ég get ekki séð að það skili neinum árangri.

  Það að stuðningsmenn Liverpool standi með sínu lið þýðir ekki að þeir séu alltaf sáttir, það þýðir einfaldlega bara að þeir standa með sínu liði í gegnum súrt og sætt og uppgjöf og flótti er ekki í boði ef þú ert alvöru Liverpool-Fan

 14. Eins og ég sagði þá er maður hrifinn af þessum stuðning í gegnum súrt og sætt. Það sýnir alvöru stuðning.

  Það sem ég vildi benda á er að menn geta tapað sér í meðalmennskunni…allt í einu er Paul Doyle að bera okkur saman við Newcastle og City og mér finnst það ekki ástæðulaust.

  Ég hef oft hugsað þegar ég hef horft á Newcastle að ég myndi ekki láta bjóða mér upp á þetta metnaðarleysi sem þar ríkir ef ég væri stuðningsmaður þeirra. Allt í einu er ég svo kominn í sömu stöðu.

  Fínt að styðja liðið alla leið, gott að klappa fyrir frábærri frammistöðu Arsenal, þeir áttu það alveg skilið, frábært að syngja YNWA…en ég verð á einhvern hátt að sýna að ég er alls ekki sáttur við frammistöðuna. Það gæti verið með því að skilja sætið mitt eftir autt í næsta leik eða sitja og þegja fyrstu tíu mínúturnar.

  Þið sem kallið ykkur alvöru stuðningsmenn skulið svo varast það að gera lítið úr hollustu annara. Sá er vinur sem til vamms segir. Ég held að við allir höfum orðið stuðningsmenn Liverpool útaf því að þeir spila góðan fótbolta, vinna bikara og standa fyrir eitthvað sem er gott og rétt við fótbolta. Þetta var hvergi að sjást í síðustu tveimur leikjum og hefur alltof sjaldan sést undir stjórn Benitez…þrátt fyrir mergjaða frammistöðu í einum hálfleik gegn…stórliði Bolton.

 15. >Paul Doyle að bera okkur saman við Newcastle og City og mér finnst það ekki ástæðulaust.

  Við erum í þriðja sæti, Arsenal í **fjórða** og Newcastle í 14. sæti. En það eru svo sem staðreyndir sem þessir pulluhausar hjá Guardian hafa kosið að horfa framhjá í ótrúlegu samansafni af draslgreinum, sem hafa komið frá þeim eftir þesa Arsenal leiki.

 16. Sé að Einar vísar í Paul Tomkins.

  Ég hef ekkert álit á Paul Tomkins. Að leita til PT er eins og að fara og spyrja prestinn um hvort að Guð sé til og hvort hann sé góður.

  Benitez er góður þjálfari sem hefur afrekað margt. Það er hinsvegar hægt að gagnrýna margt við hann, t.d. uppstillingar sem virðast frekar taka mið af því hverjir fengu síðast að spila heldur en hverjir eru styrkleikar og veikleikar andstæðinganna og innáskiptingar sem koma oftast rosalega seint (Istanbúl er undantekning en þar meiddust tveir) og ótrúlega oft t.d. skipt inná varnarmönnum þegar þarf að vinna upp forskot.

  Þetta skrifar PT aldrei um, heldur endalaust um englasöng og hallelúja sem fylgir því að halda með Liverpool. Þessi bikarkeppni var kannski ekki sú kynþokkafyllsta en fjandinn hafi það að tapa 4-12 fyrir Arsenal á tímabili sem þeir eru í lægð. Það er ekki sniðugt og útaf því eru sumir alvöru stuðningsmenn óánægðir.

 17. :rolleyes:Ummæli Daða eins og töluð út úr mínu hjarta. Og það er full ástæða til að gagnrýna benites fyrir frammistöðu hans og liðsins. Og þriðja sæti og þriðja sæti. Hvað er orðið um allar upphrópanirnar í haust frá dýrkendum benites. Upphrópanir um titil og titla. Hvaða titill er í boði fyrir þriðja sæti. Og að vera fyrir ofan Arsenal??? Ef á að vinna titla þarf ekki bara að vera fyrir ofan Arsenal heldur líka ManU og C$$$$$$. En hver er staðan og hvar er titlavonin. Nei þvílíkt og annað eins. Og svo ef maður dirfist að gagnrýna benites er maður svoleiðis skotinn í kaf að maður nær ekki andanum fyrr en í næsta tapleik. Fuss og svei.
  Auðvitað á að styðja liðið í blíðu og stíðu. En það er ekki þar með sagt að maður sætti sig við hvað sem er

Garcia frá út tímabilið

Allt búið!