Stutt um JM

Stutt frétt frá hr. Bascombe um [Mascherano málið](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=reds-begin-legal-battle-to-sign-mascherano%26method=full%26objectid=18419798%26siteid=50061-name_page.html):

>LIVERPOOL have begun a legal battle to complete the transfer of Javier Mascherano.

>Mascherano played for Brazilian club Corinthians after the World Cup in August 2006, just before his switch to West Ham. West Ham have agreed to allow the 22-year-old to leave, Mascherano has agreed a move to Anfield and Liverpool want to sign him, and it’s hoped FIFA will assess his case on this principle.

>Lawyers will argue no-one is suffering but the player.

Ætli þetta skýrist ekki að miklu leyti í þessari viku.

9 Comments

  1. ég veit ekki af hverju! en ég er mjög heitur fyrir stráknum, ég held að hann
    sé betri en sissoko, þarf örugglega að éta það ofan í mig.

    Mascherano þú ert vel kominn í liverpool 🙂

  2. Ég er ekki að meta að hann sé nefndur sem JM. Það minnir mig einungis á hrottann José nokkurn Mourinho.

    Jájájá, annars væri fínt að fá Mascherano til liðs við Liverpool. Klassaleikmaður sem náði ekki að sýna hvað í sér býr hjá West Ham.

  3. Sko, ég held að málið sé að það er eitthvað með samninginn hans Mascherano sem er ástæðan fyrir því að hann fær lítið sem ekkert að spila þar. Ef ég man rétt sagði Eggert Magnússon á sínum tíma að hann hefði aldrei fengið þessa leikmenn (Tevez og JM) til West Ham á þessum samningum.

    Líklegt þykir mér að þeir fái borgað sviminháar upphæðir fyrir hvern spilaðan leik, án þess að ég viti það…. eða eitthvað svoleiðis. Það hlýtur að búa meira að baki en að eitt neðsta lið deildarinnar getur ekki notað landsliðsmann Argentínu…

    Vonandi klárast þetta bara sem fyrst og hann kemur sterkur í liðið okkar 🙂

  4. West Ham voru að kaupa miðjumann, Nigel Quashie frá WBA… Þeir eru því greinilega nokkuð öruggir um að fá JM ekki aftur, sem er bara gott 🙂

  5. Ég held að við ættum að vera rólegir yfir þessum fréttum. Jafnvel þó JM hafi verið í liði Argentínu í sumar þá er það ekki samasemmerki að hann komi til með að styrkja besta liðið okkar. Hann verður væntanlega 4 varamaður á miðjuna til að byrja með.

    Landslið Argentínu var að mínu mati ekkert sérstakt í sumar. Saviola var frammi og Heinze í miðverðinum. Heinze er að mínu mati vinstri bakvörður og Saviola alls ekki heimsklassa. Slakasta landslið Argentínu í mörg ár finnst mér.

    JM er þó spennandi fyrir þær sakir að hann er aðeins 22 ára og afar efnilegur.

    Ég held að Rafa ætli að nota JM á miðjuna og setja Gerrard á kantinn. Þá förum við að fá mörk frá báðum köntunum sem skiptir öllu máli.

    Veit einhver hvenær von er á Kewell?

    Áfram Liverpool!

  6. Held að Kewell viti því miður ekki einu sinni sjálfur hvenær er von á sér! :confused:

  7. Af gefnu tilefni þá geta konur einar átt von á Það væru hinsvegar stórtíðindi ef Kewell ætti von á sér.

    En að öllu gamni slepptu er ekki pælingin hjá Rafa að fá Mascherano að láni með kauprétti, jafnvel þótt hann fái ekki leyfi til að spila þ.e. fá góðan miðjumann (allavega efnilegan) fyrir lítin aur ?

Arsenal á morgun – aftur…

Liverpool býður í skoska strákinn