Lið ársins hingað til að mati Guardian

Paul Wilson, hinn umdeildi pistlahöfundur Guardian er búinn að velja lið ársins hingað til í ensku deildinni og lítur [það svona](http://blogs.guardian.co.uk/sport/2007/01/06/reocoker_will_never_be_the_nex.html) út:

Jaaskelainen

Finnan – Vidic – Linvoy Primus – Nicky Shorey

Fabregas – Essien – Scholes

Ronaldo – Drogba – van Persie

Fyrir utan það að falla í þá gryfju að velja markmann sem hefur alltaf brjálað að gera sem besta markvörðinn (en ekki betri markmenn einsog Reina eða van der Saar, sem eru að mínu mati betri en fá færri tækifæri til að komast í “highligh reel” ) þá er lítið hægt að vera ósammála í þessu, þó svo að ég hafi ekki séð nóg af Shorey og Primus og viti ekki alveg um van Persie. (plús það að ég tel Gerrard hafa spilað betur en Fabregas, en ég skil svo sem alveg hvernig Fabregas kemst þarna inn).

Okkar maður Steve Finnan er eini Liverpool maðurinn, sem kemst í liðið og það er ágætt að það eru einhverjir sammála okkur Kristjáni um að Finnan sé besti hægri bakvörður deildarinnar.

Wilson velur líka lið hjá því sem hann skilgreinir: “far-better-than-average players who could still get in on the act if they turn in a storming second half to the season.” Það lítur svona út.

Edwin van der Sar

Micah Richards – Terry – Ferdinand – Barry

Pennant – Nolan – Gerrard – Giggs

Rooney – Henry

Og þarna komast tveir Liverpool menn inn, Jermaine Pennant og Steven Gerrard.

Svo sem ekki merkilegt, en ég vildi bara koma þessum Arsenal leik frá sem efstu færslu. 🙂

3 Comments

  1. Ég held að ég sé orðinn elliær, er þessi leikmaður sem ég held að ég sé búinn að sjá og leikur í röndottum búingi, með númerið 17 aftan á sér og þar fyrir ofan stendur Parker. Hann er líka með eitthvað “armband” utan um upphandlegginn sem ég veit ekki hvað þýðir.

    Er ég að ýminda mér þennan leikmann sem er búinn að spila eins og engill? Það hlýtur að vera því annars væri hann í alla vega öðru liðinu.

  2. Þetta er væntanlega A. Ferdinand í vörninni í seinna liðinu sem hefur farið mikinn í vörn West Ham á leiktíðinni 🙂

Liverpool 1 – Arsenal 3

Arsenal á morgun – aftur…