Liverpool 1 – Arsenal 3

**Nota bene, alvöru leikskýrslan [er komin hérna](http://www.kop.is/gamalt/2007/01/07/1.05.24/).**

Jæja jæja.

Skýrsla kemur seint í þetta skiptið þar sem menn eru uppteknir á laugardagdkvöldi.

SSteinn mun koma með skýrsluna. Ég leyfi mér að spá eftirfarandi. Ef að Dudek leikur ekki í deildarbikarnum gegn Arsenal og ef að Pepe Reina meiðist ekki á tímabilinu, þá vorum við að sjá Jerzy Dudek í sínum síðasta leik fyrir Liverpool í kvöld.

15 Comments

  1. Úff…

    Jæja þá getum við einbeitt okkur að deildinni og meistaradeildinni 🙂

  2. Common, ekki fara að kenna Dudek um tapið, afhverju í ósköpunum hreinsar Carra ekki út af strax í stað þess að reyna að halda boltanum og detta eins og asni? og hvern er Alonso að missa af í fyrsta markinu, hvaða pláss er hann að passa og afhverju er hans maður einn og yfirgefinn í skotsvæði? Hvernig stendur á því að Rosicky fer í gegnum 5 og enginn tæklar þegar hann skorar mark númer 2?

    Dudek hefur átt betri daga en hann átti þetta ekki einn! Bíð spenntur eftir leikskýrslunni 🙂

  3. Hmm.
    Maður leiksins er Arsene Wenger.
    Hann setti upp þá taktík sem Liverpool á mjög vont með að spila á móti til að ná árangri. Og ekki nóg með það að þeir eiga frábært sóknarlið kom það mér mjög á óvart að Dúddi var i markinu. Hann gat ekkert gert við fyrsta markinu en mér finnst hann hafa átt að geta gert betur í báðum hinum mörkunum. Það reyndi ekkert á hann þess á milli nánast.
    Vonbrigði leiksins er bitleysi Rise og klaufagangur Carrager. Rise af því að hann leyfði Hleb að koma boltanum vandræðalaust á Roschinski í fyrsta markinu og því ótrúlega andleysi hans í allan vetur. Carrager að láta Henry enn og aftur fíbla sig upp úr skóreymunum.
    Annars var ég ánægður með liðið. Þetta var fanta fínn fótboltaleikur og virkilega gaman að sjá okkar menn spila góðann bolta. Hefðu mátt vera grimmari við markið en stundum er vont að koma skoti á þegar það eru 4-5 gulklæddir fyrir.

    Við höfum þá meiri tíma til að fókusera á deildina og meistaradeildina …. (mjög lame afsökun). Mætti halda að Benitez hafi eitthvað misskilið bikarkeppnirnar 😯

  4. Ja sko. Munurinn á Reina og Dudek er sá að hann er ekki þessi markmaður sem ver eitthvað extra. Tekur það sem hann á og ekkert meira. Reina hefði varið öll skotin leyfi ég mér að fullyrða.

    Ég reyndar skil ekki alveg Rafa Benites. Afar undarlegt að sjá ekki Bellamy inná. Svo verð ég bara að setja spurningarmerki við Gerrard á miðjunni. Hann er einn okkar sterkasti sóknarmaður en þegar fimm mínútur voru eftir var hann einhversstaðar í hægri bakverðinum að sækja boltann og dúndra honum fram.

    Við hefðum getað unnið þennan leik ef Sissoko (veit að hann er meiddur= hefði verið á miðjunni og Gerrard á hægri kantinum. Pennant var svo sem ekki slakur en hann er aldrei líklegur til að skora – því miður. Einhver sagði hérna á bloggina að við hefðum mikla breydd. Ég er því ósammála.

    Ég var ánægður með Garcia, Alonso og Kuyt. Aurelio kom með ágæta innkomu en aðrir ekkert sérstakir.

    Því miður hafði Arsenal sálfræðilega yfirburði í dag. Byrjuðu á fyrstu mínútu að láta finna fyrir sér og við náðum aldrei að svara fyrir okkur.

    Svo var þetta víti. Sólatækling er brot og afar eðlilegt að menn hoppi upp úr svona tæklingu. Ég hef marg oft sagt það að enska knattspyrnan líður fyrir slaka dómara sem eyðileggja leiki trekk í trekk.

    Ef einhver vill meina að við höfum stjórnað leiknum – þá vil ég benda hinum sama á að við vorum á heimavelli sem á að vera óvinnandi vígi og engar refjar.

    Áfram Liverpool!

  5. Ég skil ekki alveg það rugl að láta Bellamy hita upp í 3 tíma í síðari hálfleik bara til þess að koma EKKI inná! Annars stóðum við okkur vel í dag og áttum fyllilega skilið að vera slegnir út. Ég spái því að við töpum öllum þremur leikjunum við Arsenal á þessum stutta tíma.

  6. Er svekktur og ætla ekki að segja mikið, verð þó að svara hössa sem segir að við hefðum unnið þennan leik ef Gerrard hefði verið á hægri kanti og Sissoko inn á miðjunni. Er ekki sammála, Gerrard á að vera á miðri miðjunni og hvergi annarsstaðar. Ef Benítez hættir ekki að rugla Gerrard fram og aftur er ég hræddur um að við gætum misst þennan okkar lang besta mann. Öll lið í úrvalsdeildinni vilja þennan mann, eðlilega og hjá þeim öllum myndi hann spila sína stöðu alltaf og spilið snúast um hann. Okkur vantar ekki styrk inn á miðja miðjuna, okkur vantar kantmenn og bakverði sem eru hættulegir sóknarlega.

  7. Munum vinna næstu tvo leiki gegn Arsenal. Það er mín spá. Ríkjandi bikarmeistarar vinna ekki svona leiki.

  8. Það er frekar svekkjandi að stjórna leiknum, eins og í fyrri hálfleik, bara til að láta þá skora beint í andlitið undir lokin. Mér er sama þótt mörkin hjá þeim voru flott eða ekki; þau áttu ekki að eiga sér stað. Sóknin hjá okkur var dugleg en bitlaus og vörnin á tauginni. Eru menn svona hræddir við Henry? En sálfræðihernaður Wengers tókst og hann er fyrst og síðast sigurvegari dagsins. Hann var eins og venjulega með yfirlýsingar fyrir leik og fékk það sem hann pantaði hjá dómaranum; menn hans voru ósnertanlegir. En það breytir því ekki að það þarf að skora til að sigra. Stundum gleyma sóknarmenn Liverpool því.

  9. Ég ætlaði að bíða með að segja nokkuð þangað til að leikskýrslan væri komin, en ég verð þó að segja tvennt :
    1. Bara Liverpool getur yfirspilað andstæðinginn í 90+ mín og samt skíttapað !
    2. Að hlusta á lýsinguna á Sýn í dag var hvalræði, Logi var kannski fyndinn í gamladaga er þeir dagar eru löngu liðnir.

  10. hvað er hægt að segja.. humm djöfull…. þetta var dapurt.. … veit ekki hvort maður ætti að kenna dúdda um mark númer eitt… og að fullirða að spænski dvergurinn hefði náð að verja fyrsta markið er bara út í hött… þetta var bara akkurat skot sem fór yfir og datt svo niður…
    mark 2… humm jú kanski átti dúddi að verja en hvað voru 5 liverpool leikmenn að gera… afhverju fékk hann þennan tíma.. hvað var málið… dúddi var bara ekki nógu fljótur að sjá þetta…

    3 markið.. góðan daginn carra.. agger… og svo dúddi… arg.. varð ég brjálaður…
    æ nenni ekki að tala um þetta meyr… búið og gert.. við vinnum vonandi á þriðjudaginn… og dúddi verður í markinu… 🙂

  11. 🙁 Vona að ég eigi aldrei eftir að sjá dudek og riise í Liverpool treyjum framar. Hvers vegna var litli stafur með Reina á bekknum. En ein steypan hjá honum í uppstillingu liðsins 😡

  12. Ég ætla hvorki að gagnrýna dómarann því hann var mjög góður, ég ætla ekki að gagnrýna Benítes því að það jákvæða var að við gjörsamlega yfirspiluðum Arsenal stærstann hluta af leiknum. Bellamy hefði ekki gert neitt meira en það sem Kuyt og Crouch voru að gera. Nokkur mistök og óheppni voru ástæðurnar fyrir því að við töpuðum í dag. Shitt happens in football!

  13. Júlli ég er bara nokkuð sammála… shittttt happenssssss

Byrjunarliðið komið!

Liverpool 1 – Arsenal 3