Sagan endalausa….

… heldur enn áfram. Varð að skjóta þessu að en Rafa segir að það skipti engu máli hversu mörgum félögum Mascherano hefur spilað með, hann geti alveg komið! Reyndar nefnir hann Mascherano ekki á nafn en það þarf engan enskusnilling til að sjá um hvern verið er að tala…

‘There are a lot of similar situations with players who have played for three clubs in the same season, and in some cases four, so I think it is not a problem. ‘We are watching good players and we want to find someone who can add more balance but at this moment we are focusing on the next game, and we are not talking about players.’

Þannig að…. spennandi hlutir að gerast? 🙂

Bæti því einnig við að West Ham var að fá tvo miðjumenn, Luis Boa Morte, sem reyndar getur spilað allsstaðar fram á við, og svo er Alexei Smertin á leiðinni til þeirra líka. Chelsea keyptu hann (reyndar líklega bara af því Roman vildi hafa einhvern Rússa í liðinu) og hann gerði fína hluti hjá Portsmouth og Charlton áður en hann fór til Dynamo í heimalandi sínu. Þannig að…

23 Comments

  1. Fyrirgefðu, en ég skil ekki þetta kvót í Rafa. Gætirðu nokkuð þýtt það fyrir mig :tongue:

    Ooooog, nú er ég hættur með þessa brandara.

    En við erum að fá fokking Javier Mascherano. Haldiði að honum hlakki ekki til að sýna West Ham mönnum hverju þeir eru að missa af. 🙂

  2. :laugh: Einar þetta fer að nálgast met hjá þér.

    Já og ég skal hundur heita ef Massa (er of snemmt að gefa honum gælunafn?) er ekki brjálað ákveðinn að sýna Hömrunum hverju þeir misstu af. Hann bara hlýtur að koma brjálaður til leiks með okkur, hvenær sem það svo verður.

    Eins og þú sagðir í annarri færslu, Einar, ef hann hefði komið til okkar beint eftir HM hefðum við skitið á okkur af æsingi því þetta er stórt nafn, heimsklassaleikmaður og allt það. En af því að hann hefur lent í þessu West Ham-ævintýri í haust virðast menn ekki vera jafn spenntir. Ég er hins vegar mjög spenntur!

  3. ég er ekki alveg að fatta þetta, eru ekki FIFA búnir að segja að hann geti ekki spilað ef hann semur við Liverpool en samt segir Rafa að hann geti spilað, ætti ekki FIFA að vita hvað þeir eru að tala um frekar en Rafa þó Rafa sé mikill snillingur, það er ekki spurning og svo var ég að sjá á Soccernet að aðeins Fabrecas verður í banni á morgun, ekki Van Persie líka eins og mbl.is hélt fram í morgun.

  4. Ég skil þetta þannig að hann komi hvort sem hann fær leyfið eða ekki. Ef hann fái ekki leyfið byrji hann bara að spila fyrir okkur á næsta tímabili í staðinn, en hann sé allavega langleiðina kominn með að vera okkar leikmaður.

  5. Jæja jómfrúarummæli mín á þessari frábæru síðu sem ég hef lesið í laumi hingað til. Mér líst vel á Mascherano, en er þetta ekki ávísun á Gerrard á hægri kantinum sem er eitthvað sem margir eru ekki sáttir með? En hver er annars tilgangurinn með því að hafa einhverja reglu og vera svo stöðugt að veita einhverjar undanþágur frá henni? Spyr sá sem ekki veit.
    LeBig

  6. Teddi LeBig, velkominn í hóp spjallara. 🙂 Ég veit að það verða ekki allir sáttir við það, en ég get lofað ykkur því að burtséð frá því hvort við kaupum Mascherano eða ekki mun Gerrard spila leiki á kantinum þegar Momo Sissoko er kominn inn úr meiðslum.

  7. >En hver er annars tilgangurinn með því að hafa einhverja reglu og vera svo stöðugt að veita einhverjar undanþágur frá henni?

    Getur einhver sagt mér tilganginn með þessari reglu yfir höfuð???

    Ef að Liverpool vill manninn, West Ham vill hann burt og hann sjálfur vill fara, hverjum er þessi regla að hjálpa???

  8. Nákvæmlega, Einar! Þessi regla er engum til bóta, það er bara verið að reyna að hafa vit fyrir félögum og leikmönnum. Er ekki nóg að takmarka félagaskipti við gluggana tvo í janúar og yfir sumarið? Þarf að hindra menn í að nota báða gluggana líka? Til hvers?

  9. Og svo samkvæmt þeim fréttum sem maður heyrir þá eru Fifa duglegir við að veita undanþágu frá þessari reglu, þannig að hún er nákvæmlega ekki til neins.

  10. Ég túlka orð Rafa eins, Javier M. er á leið til okkar “No Matter What!” Ég er spenntur!

  11. Fyrirgefið, en afhverju eru allir svona spenntir? Er mest spennandi fréttin í glugganum þess eðlis að við séum mögulega að bæta við fjórða/fimmta miðjumanninum? Nenni ekki að ræða kosti hans, en leikmaðurinn var í liði Argentínu en kemst svo ekki í lið West Ham svo maður skilur ekki neitt. Jú, hann gæti orðið svakalegur og fínt að fá hann – en rosalega er þetta óspennandi sem aðalfréttin.

    Óska þess að við bætum við alvöru framherja eða kantmanni. Erum í ágætis málum annars staðar (ágætt að fá Neill í backup). Hver er svo staðan á Dubai yfirtökunni. Vinnur Parry bara tvo daga í viku, gerist allt lúshægt í kringum hann – líka leikmannakaup. Það verður hrikalegt ef yfirtakan klikkar, liðið fór fyrst að leika vel þegar þessi mál komust á eitthvað skrið – það ER tenging þarna á milli. Alvöru leikmenn í dag hafa ekki áhuga að vinna fyrir fjölskyldufyrirtæki sem er rekið með úreltum aðferðum.

    Óska eftir pistli um kaup á Henry! Hversu fáranlega óraunhæf væri það en jafnframt hrikalega frábært?

  12. Seðill sagði:

    Er mest spennandi fréttin í glugganum þess eðlis að við séum mögulega að bæta við fjórða/fimmta miðjumanninum?

    Já, þetta er mest spennandi fréttin ásamt því að Lucas Neill gæti verið á leiðinni og e.t.v hægri kantmaðurinn Ashley Young frá Watford. Fyrir utan það að Zenden sé nú enginn snillingur þá eru Gerrard og Alonso einu heilu miðjumennirnir núna. Hvað ef þeir meiðast? Mér finnst þörfin á nýjum miðjumanni bara talsverð.

    ..liðið fór fyrst að leika vel þegar þessi mál komust á eitthvað skrið – það ER tenging þarna á milli.

    Nei, það er ekki tenging þarna á milli. Við áttum bara erfitt prógram í upphafi tímabils. Þeir sem reyna að tengja betra gengi liðsins við meiðsli Sissoko fá sama svarið.

    Óska eftir pistli um kaup á Henry!

    Pistill: Henry sagði einhvern tímann góða hluti um Gerrard og Liverpool. Síðan þá hefur fólk verið að veðja á það í auknu mæli að Henry komi til Liverpool. Hann er samt ekkert að koma.

    Það væri samt gaman að sýna honum almennilega í dag hvað hann er að fara á mis við með því að vera ekki í Liverpool! 🙂

  13. Bíddu, má ég súmmera þetta stjarnfræðilega furðulega komment hjá þér upp, Seðill?

    * Þú ert fúll yfir því að maður, sem hefur verið fyrirlið argentíska landsliðsins sé á leið til Liverpool af því að þar eru fyrir aðrir miðjumenn. Og þér finnst það lítið spennandi?! Við erum að tala um Javier Mascherano fyrir 5 milljónir punda á meðan að Man U eru kannski að kaupa Owen Hargreaves fyrir 20 fokking milljónir. Hvernig er hægt að vera neikvæður yfir þessu? Auk þess erum við bara með tvo heila miðjumenn akkúrat núna.

    * Þú vilt fá nýjan framherja, sem yrði þá væntanlega **fimmti** framherjinn hjá liðinu (allir framherjar eru í dag heilir)

    * Þú ert fúll yfir því að heil yfirtaka á fótboltafélagi sé ekki kláruð á nokkrum vikum?!

    * Þú kallar **LIVERPOOL** “fjölskyldufyrirtæki sem er rekið með úreltum aðferðum.”

    * Og þú vilt að við skrifum heilan pistil um eitthvað endemis kjaftæði um að Thierry Henry gæti komið til Liverpool.

    Ég spyr bara: Ertu fullur?

  14. Fyrirgefðu Seðill, af hverju ertu undrandi yfir okkar spenningi? Ertu ekkert búinn að lesa af því sem hér hefur verið skrifað? Neitar svo að ræða kosti hans í framhaldinu :rolleyes:

    Persónulega þá fæ ég hálfgerðan bjánahroll þegar ég les um svona samsæriskenningar eins og þú kemur með er varðar yfirtöku á félaginu. Ef þú lest yfir það sem þú skrifaðir, trúir þú því sjálfur? Heldur þú virkilega að Parry vinni bara tvo daga í viku og að svona díl sé reddað með einum fundi? Svo talar þú um að alvöru leikmenn vilji ekki spila fyrir fjölskyldufyrirtæki sem vinni eftir úreltum aðferðum :laugh: Miðað við fyrri skrif þín í þessum pósti þínum, þá veist þú greinilega akkúrat ekki neitt um það hvernig félagið er rekið eða fyrir hvað það stendur.

    Bara til að gleðja þig þá skal ég skrifa smá pistil um að Ronaldinho, Henry, Terry, Buffon og Kaká verði keyptir til Liverpool í janúar glugganum. Eða nei, þá er bara skárra að kveikja á FM og spila þar.

  15. hehe..ég ætlaði bara að svara honum kurteisislega, þið sýnið honum minni miskunn! 🙂

  16. Ekki skil ég alveg Einar og SStein. Þeir eru að leggja orð í munn Seðils. Bottom lineið hjá honum er klárlega það að það sé ótrúlegt að aðalkaupin séu miðjumaður en ekki hægri kantmaður og framherji sem liðið vantar sárlega, eða hreinlega vinstri kantmaður. Hann segir aldrei að þetta sé slæmur leikmaður heldur skilur hann ekki af hverju það er verið aðalfréttin og aðalkaupin í þessum glugga sé í stöðu sem er nú tiltölulega vel mönnuð miðað við aðrar (framherjastöðuna og hægri kant). Einnig veit ég og skil að miðjumenn okkar s.e. Sissoko sé meiddur, en hann verður bara frá í einn mánuð til viðbótar – hægri kantmannsstaðan verður frá allt þetta tímabil.

    Enn einu sinni þegar menn eru ósammála stjórnendum þessarar síðu er þeim svarað um leið með hálfgerðum leiðindum, kallaðir fullir o.s.frv. Ekki taka þetta þó þannig að ég sé ósáttur með þessa síðu, hún er hreint frábær – skil bara ekki svona svaranir alltaf hreint við þá sem eru ósammála.

  17. Málið er bara Stefán að það er búið að fara í gegnum þessa umræðu. Það eru allir sammála um það að það vantar backup fyrir hægri bakk, og verið er að vinna í þeim málum. Við höfum núna verið berskjaldaðir á miðjunni vegna meiðsla og því eru menn að horfa þangað. Sammála með hægri kant, en eins og flestir vita þá hefur lítið gengið við að bæta honum við. Vinstri kant? Held að það séu bara fá lið í boltanum sem hafa úr jafn mörgum vinstri kantmönnum að spila. Í dag höfum við Gonzalez, Garcia, Riise og Aurelio sem spilað geta þessa stöðu og hafa gert það oft á sínum ferli með prýði. Þar fyrir utan eru þeir Bolo og Kewell meiddir. Held að vinstri kantstaðan sé líklega sú staða sem þarfast síst styrkingar. Og svo framherja? Við erum með fjóra heila framherja og svo Garcia í þokkabót. Kewell er svo meiddur. Hvernig fá menn það út að okkur bráðvanti að kaupa framherja frekar en miðjumann eins og liðið er í dag?

    Það sem gerði það að verkum að ég fékk bjánahrollinn var þessi ótrúlega samsæriskenning hjá seðlinum og það að vera að fárast yfir því að við gætum verið spenntir fyrir þessum kaupum. Menn verða bara að koma sér niður á jörðina og átta sig á því að Henry, Ronaldinho og þessir kappar eru bara ekki að koma til liðs við okkur í janúarglugganum. Það getur gerst í FM en ekki í raunveruleikanum.

  18. Æji, kræst Stefán. Maður getur gert tvennt þegar að svona ótrúlega skrýtin komment koma inn.

    1. Láta sem maður hafi ekki séð þau
    2. Svara þeim með sama hætti.

    Þegar menn kalla Liverpool “fjölskyldufyrirtæki sem er rekið með úreltum aðferðum” og panta svo pistil frá okkur síðhöfundum um að Henry sé á leið til Liverpool og kvarta svo yfir því að við séum spenntur fyrir komu Javier Mascherano, þá svara ég einfaldlega fyrir mig.

    Hefur ekkert með það hvort að fólk megi ekki vera ósammála okkur. Veit ekki betur en að ég hafi staðið í deilum við fólk á þessari síðu í meira en 2 ár án þess að hafa bannað fólki að vera ósammála mér.

    >skil bara ekki svona svaranir alltaf hreint við þá sem eru ósammála.

    Þú virðist ekki gera greinarmun á því að vera ósammála okkur og því að úthúða Liverpool, rekstri félagsins og Rick Parry – og svo panta pistla um eitthvað bull slúður.

  19. >Enn einu sinni þegar menn eru ósammála stjórnendum þessarar síðu er þeim svarað um leið með hálfgerðum leiðindum, kallaðir fullir o.s.frv.

    Það væri fróðleg tölfræði að sjá hversu mörg hundruð eða þúsund komment ég og aðrir stjórnendur höfum sett inn og hversu mörg þeirra falli undir “hálfgerð leiðindi”. (heildarfjöldi kommenta frá stofnun er 13.868 komment)

  20. Aðalkostur þessarar síðu og meginástæðan fyrir því að ég kíki hérna inn á hverjum degi er að hérna eru bæði mjög málefnalegar umræður og líka hressandi gamaldags rifrildi án þess að menn detti í sandkassa og skítkast gírinn. Endilega ekki hætta því.

    Varðandi ofangreinda umræðu er ljóst að ef af verður að fyrirliði argentínu kemur á Anfield fyrir tiltölulega lága fjárhæð er ekki hægt annað en að fyllast smá spenningi. Hvort hann komi síðan til með að standa sig kemur tíminn síðan til með að leiða í ljós.

    Ég er reyndar þeirrar skoðunar eins og hér hefur áður komið fram að hópurinn okkar sé bara nokkuð sterkur eins og er og ekki sé þörf á einhverjum stórkostlegum kaupum nú í janúar. Væri gott að fá cover i hægri fullback jú jú en annars erum við nokkuð góðir að mínu mati.

    Ef aftur á móti dettur inná borð eitthvað jafn fáránlegt og að fyrirliði argentíska landsliðsins standi til boða fyrir lítin pening þá á að sjálfsögðu að skoða það með jákvæðu hugarfari.

    :biggrin:

    En endilega ekki hætta að rífast og vera ósammála því þá nenni ég ekki að fylgjast með þessari frábæru síðu lengur. :tongue:

  21. Ég las þessi ummæli Seðils og vissi ekki alveg hvort þetta væri grín eða… ekki er 1. apríl kominn!

    Annað hvort er drengurinn drukkinn eða hann er með lélegt grín!

    Við verðum að vinna Arsenal á eftir… mæting á Players!

  22. Sá fyrst núna að innlegg mitt hefur komið af stað miklum tilfinningum. Ætla ekki að svara þeim enda tel ég þau dæma sig flest sjálf. Vil eingöngu ítreka það sem ég var að segja, vegna þess að hér voru mér lögð orð í munn.

    Í fyrsta lagi tel ég komu Mascherano ÓSPENNANDI, ekki að ég vilji hann ekki. Það er enginn annar að eltast við hann og ekki einn heldur tveir stjórar West Ham hafa ekki getað notað hann. Aðalpunkturinn er samt að þessi staða er frábærlega mönnuð hjá okkur og því finnst mér ekki spennandi að fá mann þar (ég er mótfallinn því bara ekki spenntur (excited)). Kemur alveg skýrt fram hjá mér.

    Í öðru lagi óska ég þess að keyptur væri framherji eða kantmaður sem teldist fyrsta flokks – þ.e. byrjunarliðsmaður sem væri “betri” en þeir sem fyrir eru. Ekkert óeðlilegt við það og skil ekki afhverju það veldur æsingi. Ég tel það ekki óraunhæft miðað við að nýjir eigendur kæmu inn, tala nú ekki um ef þeir væru olíufurstar. Í því samhengi pirra ég mig á hversu hægt allt gengur með yfirtökuna, sem byggir á pirring yfir öllum aðgerðum sem ég tel Moore/Parry tengjast, s.s. leikmannakaup sem falla á tíma eða gerast korteri fyrir lokun. Auðvitað vinnur Parry fullan vinnudag, fyrirgefðu SSteinn og allir hinir sem tóku það bókstaflega hjá mér. Og SSteinn, þá veit ég allt um hvernig svona hlutir ganga fyrir sig og veit því að þeir þurfa ekki (og eiga ekki) að gerast svona hægt eftir að þeir hafa komið fyrir almannasjónir. Sem þýðir einnig að ég tel að þessi yfirtaka hafi verið komin í gang löngu áður en við heyrðum af henni og að Gerrard sem fyrirliði hafi verið viðriðin hana. Það er svo mín skoðun að það hafi létt hann í lundu og valdið því að hann fór að spila mun betur. Fullyrði ekkert um rekstur Liverpool, enda eru þeirra gögn ekki opinber sökum þess að um einkafyrirtæki er að ræða en menn geta skoðað reikninga nokkurra annarra klúbba ef þeir hafa áhuga. En ef það er rekið illa þá hefur það að sjálfsögðu áhrif á starfsmenn. Er persónulega farinn að telja að svo gæti verið, svipað og aðrir telja að sígaunar hafi lagt álög á Anfield. Öllum frjálst að hafa sína skoðun og hef ég mikin áhuga á að ræða þetta og lagði þetta því til hér. Ef það er ekki áhugi á því þá allt í lagi.

    Í þriðja lagi, kom ekki skýrt fram hjá mér að það er fáranlega óraunhæft að Henry komi til Liverpool? Hélt það. En rosalega er gaman hversu mikið það fer í taugarnar á Arsenal mönnum, kemur á óvart að það fer líka í taugarnar á Liverpool mönnum.

Arsenal á morgun

Byrjunarliðið komið!