Staðan í ensku

Jæja, eftir 22 umferðir lítur þetta ekkert svo hrikalega út

Liverpool komið upp fyrir Bolton í þriðja sætið – og bilið í Chelsea komið niður í 8 stig. Við eigum að spila við þá á Anfield 20.janúar og þá gæti sigur þýtt að munurinn færi niður í 5 stig!

Næstu deildarleikir:

Watford (Ú) 13.janúar
Chelsea (H) 20. janúar
West Ham (Ú) 30.janúar
Everton (H) 3.febrúar
Newcastle (Ú) 10.febrúar.

Og eftir það er það svo þarna spænska liðið frá Katalóníu… hvað heitir það aftur?

10 Comments

 1. fínt prógram á næstunni ;D hef trú á liðið muni vinna 4 af þessum leikjum og gera eitt jafntefli. við munum vinna Everton Stórt svo við getum gefið út stóran DVD disk hvernig á að sigra þá. annarrs held ég að það sé bjart framundan vörninn orðinn sú sterkasta í deildinni og framherjarnir að skora eina sem vantar 10 stig þá værum við í góðum málum 😀

 2. Lágmark að vinna báða heimaleikina – þótt þeir séu erfiðir! Svo er enginn vorkunn að taka sigur á móti botnliðunum úti. Eina tilslökunin er á móti Newcastle úti, en lið þeirra er svo meiðslahrjáð að það er eiginlega lágmark að sigra þar! 18 stig, og forskot Chelsea komið í fimm stig (þ.e. ef þeir vinna hina fjóra).

 3. Mikil bjartsýni í okkar herbúðum núna!! Menn farnir að horfa á annað sæti…..hmmmmmm.

  Ég í það minnsta vil ekki að gera mér of miklar vonir eins og er. En alltaf gott að láta sig dreyma. Við erum eins og staðan er núna, ennþá í harðri baráttu um 3. til 4. sæti. Allt getur gerst. Auðvitað er freistandi að byggja vonir á Bolton sigrinum. Ég meina við gjörsamlega átum þá. Vorum bara miklu miklu miklu betri. Það er eiginlega varla hægt að trúa því að munurinn á þessum liðum sé aðeins eitt stig. Svo mikið var burstið.

  Ennn…þetta var bara einn leikur!!!

  Nú er bara veisla framundann. Arsenal 6. og 9. janúar. Tveir bikarleikir. Mikið væri nú gaman að slá þá úr báðum keppnum!!!!! Þetta er svo spennandi. Get ekki beðið.

 4. Það er alveg greinilegt að liðið er að smella betur og betur saman. Leikurinn gegn Chelsea á Anfield verður algjör lykilleikur í þessu öllu saman. Vinnist hann, þá er allt galopið er varðar að blanda sér í baráttu um 2 sætið. En tapist hann, þá erum við bara að horfa fram á þá bláköldu staðreynd að við verðum að berjast um 3-4 sætið.

  Þetta er mikil einföldun, en engu að síður er þetta matið hjá manni. Það er reyndar hrikalega mikið eftir af þessari blessuðu deild. manchester united á t.d. eftir að leika á ÚTIVELLI gegn erkifjöndunum í Man.City, og einnig á ÚTIVELLI gegn Everton, Chelsea, Portsmouth, Liverpool, Tottenham og Arsenal. Af þessum liðum eigum við einungis eftir að sækja Portsmouth heim úti (reyndar Man.City leikur en ekki local Derby fyrir okkur).

  Við höfum áður séð góða forystu í janúar hverfa eins og dögg fyrir sólu, enda afar margir innbyrðis leikir eftir í þessu. Bottom lænið er bara það að við verðum að halda áfram á sigurbraut og þá er allt hægt í þessu.

  Koma svo…

 5. en hvernig er það, söknum við eitthvað Sissoko? Þetta er nú baráttujaxl og allt það, en á heildina litið, er ekki bara “ágætt” að hann sé meiddur? Eða, leyfið mér að orða þetta öðru vísi, að hann sé fyrir utan 11 manna liðið?

 6. Ég segi það nú ekki, það væri nú fínt að hafa hann Sissoko , þótt að við séum með fína miðju þá er alltaf gott að hafa svona svakalegan leikmann! Annars lýst mér mjög vel á liðið sem stendur, þá alveg sérstaklega vel á vörnina, vonandi að við spilum alla næstu leiki eins og Bolton leikinn. 🙂

Janúarglugginn 2007

Xabi ekki að fara neitt