Gleðilegt ár!

Jæja, þá er eflaust stutt í það að menn byrji að mæta í veislur um allt land til að fagna nýju ári.

Ég vil bara fyrir hönd okkar á síðunni óska öllum lesendum gleðilegs árs. Þetta er búið að vera skemmtilegt ár fyrir okkur Liverpool stuðningsmenn og við vonum innilega að 2007 verði enn betra ár.

Við á blogginu þökkum fyrir okkur á árinu. Við höfum haft gaman af því að skrifa hérna inn og eiga skoðanaskipti við íslenska Liverpool aðdáendur. Vonum að þið hafið líka haft gaman af. Í tilefni áramótanna tók Andri Fannar, vinur Hjalta, saman smá myndband með stærstu stundunum á árinu. Við færum honum kærar þakkir. Njótið.


Sérðu ekki myndbandið? Smelltu hér til að hlaða því niður.

Gleðilegt ár!

Sjáumst í Aþenu 🙂

10 Comments

 1. Snilldarmyndband, takk fyrir þetta Andri! Þvílík leið til að enda árið!!!

  Fyrir utan bara eitt. Eh, mér finnst smámunasemi að minnast á þetta en ég bara verð. Fimm nýjir leikmenn keyptir í sumar? Hvar er Jermaine Pennant? :laugh:

  TAKK aftur og GLEÐILEGT ÁR allir saman!

 2. Kristján hehe, ég var búinn að finna mynd og setja inn í projectið en ég gleymdi víst að setja kallinn á réttan stað. :blush:

 3. Já, Gleðilegt nýtt ár drengir 🙂 takk fyrir frábær skrif á því gamla :biggrin:

 4. Gleðilegt nýtt ár!

  Takk fyrir frábært myndband.

  YNWA

  Hver syngur “You will never walk alone” í endann á myndbandinu frá Andra Fannari??

 5. Jón H – þetta eru Coldplay sem syngja þetta lag. :tongue:

  Annað sem ég var að taka eftir við þetta myndband er fyrsti “hittingur” þeirra Momo Sissoko og Michael Ballack. Yndislegt móment, Ballack flýgur á hausinn og maður bara heyrir Momo snúa sér við, standa yfir honum og segja, “Welcome to Football!” :laugh:

 6. Gleðilegt ár.

  Fínt myndband.

  Er Garcia meiddur? Skrítið að sjá hann ekki í byrjunarliðinu eftir magnaða framistöðu síðast.

  Áfram Liverpool!

 7. Gleðilegt ár og gaman að horfa á svona myndaband ferskur á nýársdag!

Skoskur strákur á leiðinni?

L’pool 3 – Bolton 0