Benitez og æskan

Í The Guardian er [áhugaverður pistill](http://blogs.guardian.co.uk/sport/2006/12/19/academies_are_not_working_and.html) sem er aðallega byggður á ummælum Rafa Benitez um stefnu Arsenal í kaupum á yngri leikmönnum og hvernig hann sjái framtíðina hjá Liverpool varðandi unga leikmenn.

Benitez segir:

>”It depends what you mean by Arsenal’s ‘youth policy’,” said the Spaniard when asked if he admired their set-up. “If you mean spending a lot of money on top-class players, it isn’t difficult for me if I have that money. We know there is a big difference with Arsenal, who can pay millions for Denilson and also spend big on Walcott and Diaby.

>”We were monitoring those players, but we can’t compete with the big money they spent on them, so we have to work twice as hard. I am really pleased with the work of the scouting department who are working really hard to sign quality international players without spending a lot.

Athyglisvert að Rafa segist hafa verið að fylgjast með Diaby, Walcott og Denilson en misst áhugann, þar sem að Arsenal var tilbúið að borga háar fjárhæðir fyrir þá leikmenn. Þetta þrátt fyrir að Wenger láti einsog hann sé Oliver Twist flesta daga.

Einnig þá er Rafa á því að yngri leikmenn þurfi að spila fleiri leiki og að hugsanlega eigi þeir að spila í neðri deildunum á Englandi líkt og Rafa gerði með B-lið Real Madrid:

>”You can’t just have young players playing 18 games in a year,” said Benítez. “When I was in Spain, the youngsters came up against 30- or 35-year-olds. If you need to play against men, you must play against men. The academies are not working, and that’s worrying. We are not training youngsters to be good lawyers or teachers, but good footballers. If you want to improve English players, you have to change because there will be long-term effects.”

Einnig er þarna fróðlegur listi yfir kaup liðanna á ungum leikmönnum. Vissulega hafa Arsenal menn náð í frábæra leikmenn á lygilega lítinn pening (einsog Cesc) en þeir hafa líka borgað stórar upphæðir. Til dæmis gæti Theo Walcott orðið það dýr að hann yrði næst dýrasti leikmaður í sögu Liverpool ef hann hefði komið til okkar.

Einu leikmennirnir sem Rafa hefur borgað upphæðir fyrir eru Argentínumennirnir tveir, Paletta (sem hlýtur að fá að spila í kvöld) og Insúa, sem hlýtur að vera gríðarlegt efni víst hann var í U-20 liði Argentínumanna aðeins 17 ára gamall.

10 Comments

 1. Þetta er nákvæmlega málið. Ég er afar sammála Rafa í þessu og tel ég óvitlaust að láta t.d. varaliðið spila í 2. deild og utandeildinni í stað sérstakrar varaliðsdeildar þar sem leikmenn fá litla sem enga reynslu nema þá þeir sem koma frá t.d. S-Ameríku o.s.frv. og þurfa að læra málið, kynnast landinu, leikmönnunum, félaginu etc.

  Gaman væri að sjá leikmenn eins og Paletta, Guthrie, Peltier og þessa ungur stráka spila vikulega á móti liðum eins og Peterborough United, Bristol Rovers, Grimsby Town, Notts County o.s.frv.

 2. We were monitoring those players, but we canÂ’t compete with the big money they spent on them

  Er hægt að sjá lista yfir kaupin hérna (Guardian). Allir þessir ungu leikmenn Arsenal, kostuðu 13,75 milljónir (18,75 með Walcott ef þeir vinna allar keppnir 3 sinnum og Walcott nær 50 caps. Segi svona, en þetta er árangurstengt). Ekkert rosalegt miðað við að þetta eru 15
  leikmenn.

  Arsenal var tilbúið að borga háar fjárhæðir fyrir þá leikmenn. Þetta þrátt fyrir að Wenger láti einsog hann sé Oliver Twist flesta daga

  Þrátt fyrir þetta þá eyðir Arsenal örugglega minnst allra liða. Eyddu t.d. bara 10m punda í leikmenn sl. sumar, og fengu 5m (Gallas/Cole). Benitez: kaup, 28m, sala: 5m, þannig að Benitez getur varla haldið því fram að hann GETI ekki keypt þessa leikmenn hafi hann ekki virkilegan áhuga á því að fá þá. Eins held ég nú að þeir viti allir af öllum þessum ungu leikmönnum sem eru að fara á milli liða.

 3. Gunnar, hann er ekki að tala um alla leikmennina. Hann er að tala um Denilson, Walcott og Diaby. Ef þú *lest* greinina, þá er það greinilegt.

  Ég sagði aldrei að Wenger eyddi mestu. En þetta stanslausa væl í honum um óréttlæti heimsins og peningaskort verður hlægilegt í ljósi þess að hann virðist alltaf geta hrist fram pening, til dæmis til að kaupa Walcott fyrir 12 milljónir punda.

  Benitez *hefði* auðvitað getað keypt þessa leikmenn per se, en ef þeir eru svona dýrir þá hefði alltof stór biti af hans peningum farið í þá.

  Hann er til dæmis ekki í þeirri stöðu að geta keypt Walcott á 12 milljónir þegar við þurftum framherja ASAP og því keypti hann Kuyt.

 4. Og já, auðvitað ættu varaliðin að spila í 2.deild. Einu sem virðast kvarta undan þessu eru liðin í þessum deildum, þar sem að þau vilja að varaliðin ættu þá að byrja í utandeildinni, því annað væri ósanngjarnt gagnvart liðum í League Two og Conference, ef varalið liða í efstu deild myndu sjálfkrafa fara í League Two. Þá skapar þetta líka annað vandamál, en flest (ef ekki öll) liðin í úrvalsdeildinni hafa á að skipa varaliði, sem þau myndu þá eflaust vilja senda í þessa keppni. Það skapar ákveðið vandamál, ef 15-20 ný lið koma allt í einu inn í deildarkeppnina á Englandi, sem öll vilja ekki spilar neðar en í League Two.

 5. Hef sagt það áður að ég er voða hrifinn af því hversu vel Wenger treystir mörgum ungum leikmönnum (Clichy, Senderos, Eboue,…) sem er eitthvað sem mér finnst skorta svolítið upp á hjá Liverpool síðustu ár. Kannski eru ungu leikmennirnir hjá okkur einfaldlega ekki nægilega góðir en ég vona innilega að leikmenn eins og Paul Anderson, Godwin Antwi, o.fl. fari að brjótast inn í liðið og ef þeir standa sig þá á að treysta þeim!
  Gleður mann fátt jafnmikið og að sjá unga stráka vinna sig upp í aðalliðið.

 6. Ég verð nú samt að segja að ég hefði frekar viljað fá Walcott en Pennant.

 7. >Ég verð nú samt að segja að ég hefði frekar viljað fá Walcott en Pennant.

  Já, ég hefði líka viljað fá Ronaldinho í staðinn fyrir Pennant.

  Af hverju vilt þú fá 12 milljón punda framherja í staðinn fyrir 6 milljón punda kantmann?

 8. Af hverju vilt þú fá 12 milljón punda framherja í staðinn fyrir 6 milljón punda kantmann?

  Af því að ég held að Walcott hefðu verið betri kaup. Hann kostaði 5 milljónir punda til að byrja með, og ef hann svo slær í gegn þá fer verðið uppí 12 milljónir sem verður þá náttúrulega bara þess virði. Síðast þegar ég vissi þá var hann líka ágætis kantmaður.

  Ég tek það samt fram að ég er ekki einn af þeim sem er brjálaður yfir kaupunum á Pennant. Ég held hann eigi eftir að verða betri og betri. Mér finnst bara eins og þetta hefðu verið enn betri kaup, og “bara” þurft að reiða út 5 milljónum til að byrja með.

 9. En hvað með það sem leikmennirnir vildu. Fékk ekki Arsenal Walcott af því hann vildi fara þangað. Sama hvað. Það er ekkert alltaf bara hægt að bjóða. Og við fengum Pennant af því hann vildi koma.

 10. Þar sem að Walcott var búinn að gefa það opinberlega út að hann væri Liverpool aðdáandi gæti ég nú trúað að hann hefði valið Liverpool fram yfir Arsenal. Það var nú líka hluti af ástæðunni fyrir að ég vildi fá hann. En Bellamy og Pennant eru svosem púllarar líka! 🙂

Peningar í janúar?

Leiknum frestað