Er Reina á leið til Valencia?

Í gær vorum við [linkaðir við markvörð ítalska liðsins Livorno](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=435096&CPID=21&clid=14&lid=&title=Reds+lead+Amelia+chase), Marco Amelia. Hann segist sjálfur verið eftirsóttur af næstum öllum stórliðum Evrópu! Og í dag þá er verið að segja að Valencia hafi [áhuga á Reina](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=435207&CPID=23&clid=191&lid=2&title=Valencia+step+up+Reina+hunt
) og séu við það að leggja fram tilboð í drenginn.

Er þetta bara tómt bull eða er eitthvað til í þessu? Það er ljóst að ef Reina verður seldur þá verður það aldrei í janúar og eingöngu ef almennilegt tilboð kemur í hann. Jafnframt er ljóst að þessi Marco Almenia er ekki ódýr heldur. Ég persónulega gef lítið fyrir þessar vangaveltur en maður á víst aldrei að segja aldrei. Við keyptum Michael Thomas og eftir markið hans 1989 þá hefði ég ALDREI trúað því að hann myndi klæðast Liverpool treyju!

21 Comments

 1. Ég segi eins og þú maður á aldrei að segja aldrei. Hann var orðaður við Valencia fyrir nokkru og þá fannst honum bara heiður að vera orðaður við þá. Hver veit, ég vona að hann fari ekki enda frábær markvörður.

 2. Er að myndast einhver skiptimarkaður á milli Liverpool og Valencia???

 3. Amelia er mun betri markmaður en Reina. Ef Liverpool “skipta” á þessum tveimur, þá mega þeir teljast góðir.

 4. Nonni ertu viss um að hann sé betri markvörður en Reina? 😯 😯

 5. Fyrir það fyrsta, þá er eina hugsanlega ástæðan fyrir því að selja Reina sú að hann sé ekki að komast inn í lífið í Liverpool borg. Ef hann er sáttur við að búa þar, þá á hann að vera áfram.

  Í örðu lagi, hefur einhver séð þennan Amelia spila? Reina er af mörgum talinn besti spænski markvörðurinn í dag og því þykir mér merkilegt ef að þessi Amelia á að teljast betri.

  Get ekki ímyndað mér að það séu margir lesendur þessarar síðu sem hafa séð mikið til Amelia. Gaman væri að heyra hversu Nonni veit mikið um hann.

 6. Ég get auðvitað bara gefið mitt persónulega mat, og það er þannig að mér finnst Amelia mun betri markmaður. Hvað á maður að segja? Þetta er þessi pottþétta týpa sem maður treystir á.

  Amelia hef ég spilað oft og þetta er markmaður Ítala nr. 2, á eftir besta markmanni í heimi. Ítalir eru líka þekktir fyrir að ala upp mjög góða markmenn, annað en Spánverjar. Zubi var landsliðsmarkmaður þeirra í fleiri ár og var vafasamur í besta falli 🙂

  Ítalirnir hins vegar hafa haft Zoff, Buffon, Zenga, Pagliuca og fleiri og fleiri.

  Það auðvitað réttlætir ekki að Amelia sé betri en Reina út á vegabréfið sitt en málið er bara það að ítalskir markmenn eru þeir bestu í heimi, ásamt þýskum. Auk þess endurtek ég að að mínu mati er Amelia betri markmaður, flóknara er það ekki, þið getið svo verið ósammála mér 😉

  Milan, Juve og Inter ásamt fleirum hafa verið á eftir þessum kappa í dágóðan tíma, það ætti að segja sitt.

 7. Ég veit akkúrat ekkert um þennan leikmann nema að hann er í landsliðshóp Ítala og hann segist sjálfur vera eftirsóttur. Ég er sammála Einari varðandi að það er afar ólíklegt að við seljum Reina (og hvað þá í Janúar) nema að hann sjálfur sé ósáttur í Liverpoolborg.

  Mín persónulega skoðun á Reina er sú að hann er ágætis markvörður en alls ekki betri en t.d. Lehmann, Van Der Sar eða Cech. Hann er samt með aldurinn með sér gagnvart Sar og Lehmann.

 8. Vil nú ekki kannast við að Ítalir ali upp betri markmenn en Spánverjar. Frá Spáni hafa komið Zamora, Iribar, Zubizarreta, Casillas, Reina o.fl o.fl. Get ekki séð að neinn þeirra sé slakari en hinir. 🙂

 9. Hér ætti umræðan um aðlögun vel við.

  Reina er búinn að aðlagast harðasta boltanum í dag, þeim enska. Eftir frábært 1 ár og smá hikst í byrjun þessa, þá er hann að finna sama form og á síðasta tímabili (5 leikir í röð án þess að fá mark á sig).

  Á meðan hefur þessi Amelia bara spilað dúkkubolta á Ítalíu. Það vita allir að sá bolti er allt öðruvísi en sá enski. t.d. fá markverðir mun minni vernd á Englandi en á Ítalíu.

  Spurningin er því hvort og hvenær hann Amelia myndi aðlagast EF hann kæmi í stað Reina.

  Persónulega held ég að um slúður sé að ræða enda nálgast janúarglugginn óðfluga og fréttamenn á Englandi þurfa því að búa til “ekki fréttir”.

  EF aftur á móti að eitthvað sé til í þessu þá gæti orsökinn legið í því að konan hans Reina er fjölga sér um 1. Þeirra fyrsta barn er væntanlegt í heiminn á næstu mánuðum. Kannski leitar hugur þeirra því á heimaslóðir?????

  Krizzi

 10. Engan ítala til Liverpool! Mér er alveg sama þótt Superman væri ítalskur…….bara engan helvítis ítala til Liverpool! Og that goes for Portúgala líka!!! Ég vil að Liverpool verði alvöru klúbbur aftur og þá er það ekki rétta skrefið að ráða til okkar farandsleikara og þaðan af verra. Ef Reina er að fara þá fer hann bara en væntanlega á meiri pening en hann var keyptur á, og við nýtum okkur þá ensku leikmenn (sem by the way eru báðir að lemja fast á landsliðsdyrnar) sem við höfum í markið. Það væri hægt að nota þessar krónur sem við fengjum fyrir Reina til að skipta út Fowler…segjum Defoe og drullast til að hætta þvælu í eitt skipti fyrir öll.

 11. Bíddu voru þeir ekki að ræða um að gefa Reina nýjan samning um daginn?

  Reina, VDS, Cech og Lehmann eru þeir bestu á Englandi í dag, engin spurning. Bara svo ólíkir að það er erfitt að segja hver er bestur af þeim. En ég er pottþéttur á því að Reina er langmesti fótboltamaðurinn af þeim öllum, spilar sem einskonar sweeper. Og er ekki fínt að hafa einn auka miðjumann í markinu ? :laugh: (Kaisersl.)

  EKKI SELJA REINA.

 12. Ég ætla rétt að vona að þetta reynist ekki sannur orðrómur. Og það þrátt fyrir að Amelia sé frábær markvörður. Það má jafnvel vera að hann sé betri en Reina, einsog Nonni vill halda fram hér að ofan, en það er bara ekki aðalatriðið. Aðalspurningin er, er hann betri fyrir Liverpool? Einsog einhver benti réttilega á hér fyrir ofan, þá er Reina nú þegar búinn að eiga frábært (liggur við að segja fullkomið), fyrsta tímabil í enska boltanum, og er óðum að finna sitt fyrra form eftir smá upphafsörðugleika á þessu tímabili (sem hrjáðu nú reyndar fleiri í þessu liði).

  Mér finnst hreinlega ekki ‘meika neitt sens’ að skipta út markmanni sem er að standa sig svona vel, og er svona ungur og efnilegur, nema að það búi e-r aðrar ástæður að baki (t.d. þær að hann geti ekki hugsað sér að búa á Englandi). Jafnvel ekki fyrir besta markmann í heimi.

  Þetta var samt góður brandari hjá Eikafr hér fyrir ofan, að selja Reina og setja Carson í markið (og kaupa Defoe fyrir gróðann!)

 13. Reina varði frábærlega á móti Fulham í stöðunni 0-0 og maður hefur það á tilfinningunni að hann sé sáttur í LFC…..
  Þarf ég að hafa áhyggjur af því að Tottenham og Arsenal fleigi LFC í fimmta sætið????? Tottenham eru ansi sterkir þessa dagana.!

 14. Ekki hafa áhyggjur af Spursurunum, við unnum þá 3-0 😉

  Og þar að auki eru þeir eitt óstöðugasta lið Englands.

 15. Held að fjölmiðlar séu rétt að hita sig upp fyrir janúarmarkaðinn og reyna að fylla fyrirsagnirnar með krassandi fréttum.

  Endurtek bara það sem sagt hefur verið hér að ofan. Liverpool er að fara semja aftur við Reina og hann mun væntanlega skrifa upp á nýjan samning á næstu misserum. Hann hefur ekki gefið það út opinberlega að hann vilji fara þannig að öllu óbreyttu verður hann áfram. Hins vegar má velta því fyrir sér að hann hafi gefið það út innan klúbbsins að hann vilji fara og þá er nú lítið lítið annað í stöðunni en að finna staðgengill,,,,en mér þykir það þó afar ólíklegt.

 16. Ég ætlaði ekki að þora að blanda mér í umræðuna þar sem ég er nú Ítali heheh.

  En ég verða að segja þetta REINA ER BETRI MARKMAÐUR EN Amelia HANN ER BARA KJELLING MIÐAÐ VIÐ REINA.

  Avanti Liverpool

 17. Ég er alveg til að láta Reina fara svo lengi sem við fáum góða summu fyrir hann. Liverpool er vel mannað af markmönnum og fótboltinn er bara þannig að allt er fallt, bara hvað áttu mikinn pening kallinn…?

  Ég hef verið Liverpool aðdáfandi í einhver 17 ár og er því orðinn vanur að hafa skrautlega markmenn í markinu þannig að ef við græðum þá er mér alveg sama hver reynir að verja fyrir okkur…

  Money makes the world go a round eins og skáldið sagði.

  Svo er verið að orða Mariano Barbosa… hann er markvörður

 18. Gat verið. Það er að sjálfsögðu Barcelona.

  Það var aldrei vafi þar á. :laugh:

 19. Hallgrímur: Vissulega kaupum við ekki Defoe fyrir “gróðann” ef Reina verður seldur, en sú upphæð sem Reina yrði seldur á (peningurinn sem við fengum fyrir markvörðinn you see) færi upp í kaupin á Defoe. Er Carson lélegur í þínum augum? Þá er bara að selja hann í staðinn fyrir að lána því það er ekki hægt að halda markverði á bekknum sem ekki er hægt að treysta í aðalliðinu þegar Reina meiðist.

  Don-eitthvað (ítalinn): nothing personal…en mér leiðist ítalskir fótboltamenn og portúgalskir rétt eins og þér leiðist eflaust svona gaurar eins og ég að röfla yfir þessu :tongue:

Uppboð – smá áminning

16-liða úrslit: BARCELONA!!!