Verður Crouch seldur í janúar?

Núna styttist í að leikmannamarkaðurinn opni aftur eða í janúar og er þá opinn í einn mánuð. Það eru strax komnar ýmsar sögusagnir á kreik um það hvaða leikmenn Rafa mun reyna að kaupa (ef hann kaupir yfirhöfuð einhvern í janúar?). Kristján Atli ræddi fyrir nokkru [um hugsanleg kaup á Alves](http://www.kop.is/gamalt/2006/12/07/16.59.35/) en taldi ólíklegt að það myndi gerast í janúar.

En kannski er vert að spyrja sig hvort einhverjir verðir seldir í janúar og þá hverjir? Það er ljóst að t.d. Crouch er ekki að spila eins mikið og hann myndi sjálfur kjósa. Kuyt er framherji númer 1 hjá Rafa og síðan hafa þeir Bellamy og Crouch verið að berjast laust sæti í byrjunarliðinu. Bellamy hefur spilað meira en skorað minna samt virðist Rafa hafa mikla trú á þeim pilt á meðan hann spilar Crouch mun minna en í fyrra þrátt fyrir að sá stóri skori oftar en ekki þegar hann fær spiltíma. Núna hefur Newcastle [lýst yfir áhuga á að kaupa Crouch](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=434804&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Toon+confirm+Crouch+interest) enda eru þeir í framherja hallæri vegna mikilla meiðsla sbr. Owen og Ameobi. En mun Rafa selja Crouch? Erum við nógu vel settir með Kuyt, Bellamy og Fowler það sem eftir lifi tímabils? Við erum ennþá inní öllum keppnum og mikið álag mun vera á leikmönnum ef við förum t.d. í undanúrslit eða úrslit meistaradeildarinnar.

Ég tel að þetta sé jákvætt að við gætum hugsanlega selt Crouch og þá fyrir meiri pening en hann var keyptur á en tel það samt ólíklegt nema að Rafa sé með betri framherja klárann eða einhvern af þeim toppleikmönnum sem hann hefur verið að eltast við án árangurs (t.d. Alves).

Hvað haldið þið?

12 Comments

 1. Stutt svar: EKKI SÉNS!

  Langt svar: Við erum að fá nýja eigendur og þörfnumst því ekki peninganna frá sölu, auk þess sem liðið er í blússandi sókn í Meistaradeild, öllum bikarkeppnum og í beinni samkeppni við m.a. Newcastle um sæti í deildinni.

  Af hverju í ósköpunum ætti Rafa að vilja selja Crouch, sinn markahæsta mann í vetur, í janúarmánuði?

  Þetta er einfaldlega ekki séns. Ég get aldrei sagt fyrir með vissu hvort að Crouch verði skipt út fyrir aðra framherja næsta sumar eða þarnæsta, nú þegar liðið mun víst hafa meiri pening undir höndunum, en ég get ábyrgst það að hann er ekki á förum í janúar.

  Leyfum Roeder að blaðra.

 2. Með fullri viðringu fyrir Bellamy þá er Crouch bara betri, Hann vinnur miklu meira fyrir liðið, hann er sterkari í loftinu,heldur boltanu betur, ég held meira að segja að hann henti kuyt betur.
  Þannig að ég vill frekar selja Bellamy heldur en Crouch,Eina sem mér finnst bellamy geta er að sparka boltanum langt og missan svo.
  Svo held ég að Bellamy sé ekkert sérstaklega vel liðinn í liðinnu, allavega oftast þegar hann skorar fagna ekki margir með honum. bara takið eftir þessu!

 3. Held að hann sé ekki til sölu. Hann mætti hins vegar alveg fara mín vegna, gegn því að við fáum betri senter í staðinn en það er nú reyndar ekki svo einfalt.

  Held að við þurfum á honum að halda þar sem við förum ekki í gegnum tímabilið með þrjá sentera. Ekki sammála um að hann sé betri en Bellamy, mjög ólíkir leikmenn að öllu leiti, hélt að þeir gætu myndað gott senterapar en annað hefur komið á daginn.
  En líkt og Kristján segir hér að ofan að það er ekki séns að hann fari í janúar, fyrsta lagi næsta sumar.

 4. Janúar er ekki réttur tími til að hugsa um að selja mikilvægan leikmann eins og Crouch. Það má skoða þessi mál í sumar en persónulega er ég þokkalega sáttur við Crouch sem einn af fjórum framherjum liðsins.

 5. Crouch hefur staðið sig vel og það sjá allir sem hafa horft á leiki með Liverpool. En ég vil meina það að liðið leiki betur án hans oft á tíðum. Í síðustu tveimur leikjum hefur t.d. örlað á einhverskonar fótbolta. Boltanum hefur verið leikið meðfram jörðinni í stað þess að setja háa bolta fram á Crouch.

  Með Crouch innanborðs er leikstíll Liverpool afar leiðinlegur oft á tíðum og Hyypia og Carragher dæla boltum upp á topp. Hann hefur staðið sig ágætlega en liðið leikur betur án hans vil ég meina. Auk þess er maðurinn afar slakur skallamaður miðað við stærð. Það er hreint pínlegt að vera svona hávaxinn og geta ekki skallað boltann:)

  Er sammála Kristjáni Atla hvað það varðar að hann verður eflaust ekki seldur í janúar en næsta sumar má leyfa Newcastle að fá hann.

  Getum við með engu móti látið Newcastle hafa Riise í leiðinni?

 6. Loksins þegar maður er búinn að taka hann í fullkomna sátt þætti mér nú hrikalegt að selja hann! :tongue:

  Ég held það verði lítið um hreyfingar í janúar, jafnvel bara að Lucas Neill komi til okkar, og e.t.v. Warnock til Blackburn í staðinn.

  Svo er aldrei að vita hvað gerist næsta sumar! 😉

 7. Sælir- hann verður ekki seldur núna í janúar nema að betri leikmaður losni og komi þá í staðinn. Ég veit svo sem ekki hver það á að vera en ég held að þetta sé málið. Roeder væri ekki að tala svona um þetta ef honum liði ekki eins og hann ætti séns á því að ná í hann. Rafa hefur til að mynda ekki komið fram og sagt frá því að Crouch sé ekki til sölu. Ég held að hann gæti alveg selt hann en þá bara þannig að betri senter að mati Rafa komi í staðinn. Peningaleysi Liverpool er allavega ekki þannig að við verðum að selja hann.

 8. Seljum Crouch og reynum nú að eyða peningum í einhvern toppklassa mann eins og Fernando Torres!

 9. Ekki fræðilegur möguleiki!

  Ég geri ráð fyrir að Aggi hafi bara sett þetta inn til að fá umræðu en ekki af því að hann trúði að það væri eitthvað til í þessu.

  Við myndum pottþétt selja Crouch með hagnaði í dag, en hann er einfaldlega allt, alltof mikilvægur fyrir þetta Liverpool lið til þess að menn geti talað um þetta af alvöru.

 10. Fjölmiðlar, bæði hérlendis og erlendis virðast nú vera að gera úlfalda úr mýflugu. Eina sem Roeder hefur eftir sér um Crouch er:

  “I am an admirer of the way Peter Crouch plays and the fact is that he also scores goals,” Hann hefur eflaust verið spurður hvort honum þætti Peter Crouch góður leikmaður af einhverjum frá þessum miður góðu blöðungum þar ytra, og komið með þetta svar. Crouch myndi þá líka verða bekkjarvermir þegar Owen verður heill aftur, þar sem að Owen/Martins verða sóknarmenn nr. 1 og 2 hjá liðinu.

 11. Þetta finnst mér vera óskhyggja í Agga og skil í raun ekki hví við ættum að selja hann. Fáranleg pæling að mínu mati

Hvar er hann?

Framherjar Liverpool