Framherjar Liverpool

Í dag kom inn á bloggið færsla þar sem áhugi Newcastle á Peter Crouch var opinberaður. Glenn Roeder segist vera aðdáandi hans, en reyndar finnst mér aaaaaalltof mikið gert úr þessum ummælum. Það er líka eitthvað verið búið að tala um hversu lítið Crouch hefur verið að spila….

Ég ákvað að athuga málið og með aðstoð stórkostlegrar kunnáttu í Excel (hehemm), setti ég upp einfalda töflu sem má sjá hér til hliðar. Upplýsingarnar eru fengnar frá BBC af því þær voru mjög þægilegar og aðgengilegar þar.

Talan efst eru leikir í öllum keppnum (deild, báðum bikarkeppnum og Meistaradeildinni) og talan í sviganum segir til hversu oft viðkomandi hefur komið inn á sem varamaður. Mörk í EP eru mörk í ensku úrvalsdeildinni (English Premier League, fyrir þá sem ekki átttuðu sig á skammstöfuninni 🙂 ) Út frá þessu væri hægt að reikna út mörk á leik og svo framvegis en mér finnst það ekki skipta öllu máli.

Þar kemur í ljós að Peter Crouch er búinn að spila flesta leiki af framherjum Liverpool á tímabilinu, 23 talsins sem þýðir að hann hefur byrjað 15 sinnum inn á í öllum keppnum fyrir Liverpool. Í þeim leikjum hefur hann skorað 9 mörk. Til samanburðar hefur Dirk Kuyt byrjað 17 leiki samtals og skorað í þeim 6 mörk. Annars getið þið auðvitað bara lesið úr töflunni……

Auðvitað er Peter Crouch ekki að fara neitt í janúar, og reyndar ekkert í bráð held ég. Næst þegar framherji verður keyptur til liðsins giska ég á að það verði vegna þess að Fowler verður boðin einhver staða innan klúbbsins, sem þjálfari eða eitthvað, ég vona í það minnsta að hann fari ekki eitthvað annað. Hann á heima hjá Liverpool og ég vona að hann endi ferilinn hjá okkur og auðvitað vill hann það líka.

Ég hef það alltaf á tilfinningunni að Fowler sé nánast sama hvort hann spili eða ekki. Auðvitað vilja allir spila sem mest og allt það en ég held að eftir að hann fór frá klúbbnum, fór til Leeds og City en kom svo aftur, þá sé hann bara að gera það sem hann hefur alltaf langað til að gera, að vera tengdur Liverpool FC. Þeir sem hafa lesið ævisöguna hans vita líklega enn betur hvað ég á við.

Framherjarnir okkar hafa samtals skorað 23 mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Ég held að það sé nokkuð viðunandi árangur. Til samanburðar má reyndar nefna að Wayne Rooney, Louis Saha og Ole Gunnar Solskjær hafa skorað 26 mörk á milli sín fyrir Man U. Alan Smith tel ég ekki með og ekki Giggs heldur, ekki frekar en td Garcia hjá okkur. Það er endalaust hægt að bera saman, bæta við Ronaldo (6 mörk) og Gerrard (4 mörk) og svo framvegis.

Af framherjunum okkar fjórum komu tveir þeirra til liðsins í sumar. Það tekur alltaf tíma að aðlagast nýju landi eins og Kuyt (þessi klisja er reyndar að verða þreytt) og Bellamy hefur verið með hugann annarsstaðar á tímabili. Crouch hefur verið að standa sig mjög vel og Fowler gert sitt.

Eiginleikar framherjanna okkar er frábær blanda að mínu mati. Crouch tekur frábærlega við boltanum, vinnur marga skallabolta og skorar mörk, Kuyt er þessi týpíski klárari af Guðs náð sem okkur hefur alltaf vantað (sbr Nistelrooy), Bellamy er skruggufljótur og Fowler er ótrúlegur í að klára færin sín. Við erum því með þrjár mismunandi týpur af sóknarmönnum sem henta mismunandi eftir því hvaða lið við erum að spila við, á útivelli, í Evrópukeppni, eru miðherjar hins liðsins slakir í loftinu eða hægir? osfv….

Við eigum líka ennþá Djibril Cisse. Reyndar held ég að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool, sumir vilja fá hann aftur, aðrir ekki. Ég held að hann verði seldur endanlega nú í janúar eða næsta sumar, fer eftir ýmsu. Það er spurning hversu mikið af kaupverðinum (14 milljónir punda) við fáum til baka og hvort að það sé þegar búið að gera ráð fyrir þeim í eyðslu á td Bellamy. Líklega ekki.

Þetta snýst því líklega bara um það hvenær Fowler fer eða hættir, ef við lítum raunsætt á hlutina. Bellamy var að koma og er ekki að fara neitt, Crouch ekki heldur, sama hversu leiðinlegan bolta Liverpool spilar (eða ekki) með hann innanborðs. Tölfræðin talar sínu máli. Kuyt þarf ekkert að ræða.

Ég ætla svosem ekkert að velta mér upp úr því hvort að Fowler hætti eftir tímabilið eða ekki, held nú alls alls ekki reyndar. Nenni því ekki að telja upp framherja sem koma til greina eða slíkt í bili 🙂

Mun hinsvegar fljótlega bjóða upp á pistil, nema einhver verði fyrri til, um hugsanleg kaup í janúar og/eða næsta sumar….

38 Comments

  1. Heyrðu, ég sendi á þig Financial Management verkefnin mín framvegis sem vinna þarf í Excel! það er ljóst! :laugh:

  2. Já, ágætis pælingar. Stórefa það sömuleiðis að Crouch sé að fara frá Liverpool í bráð. Benitez hefur lagt mikið í þennan dreng og hann hefur skilað sínu.

    Cisse hefur spilað sinn seinasta leik fyrir liðið. Það er ég alveg viss um. Jafnvel þótt hann myndi skora 70 mörk með Marseille í vetur. Hann mun verða seldur. Ekki af því að hann sé endilega lélegur leikmaður. Hann er bara ekki í framtíðarplönum Rafa.

    En með Fowlerinn, hann er með samning út tímabilið. Eru menn alveg vissir um að hann fái framlenginu? Ég er alls ekkert viss um það. Jújú, Fowler er alltaf Fowler, ég held jafn mikið upp á Fowler persónulega og ég held með Liverpool og væri til í að höggva af mér hendina fyrir að sjá hann spila fyrir Liverpool næstu 15 árin. En ég bara alls ekkert viss um að hann fái nýjan samning. Hvað haldið þið?

    Hinsvegar held ég að hann muni spila eins lengi og Liverpool vill hafa hann.

  3. Flottur pistill..var einmitt að spá hvort Peter Crouch væri ekki bara búinn að spila einna mest af þeim!

  4. >væri til í að höggva af mér hendina fyrir að sjá hann spila fyrir Liverpool næstu 15 árin.

    Bíddu, leyfðu mér að melta þetta aðeins. Ert þú semsagt til í að höggva af þér hendina til að sjá Robbie Fowler vera enn að spila fyrir Liverpool þegar hann veðrur 46 ára gamall?

  5. Ekki málið Eiki, ekki eins og ég hafi nokkuð annað að gera! :biggrin2:

    Kristinn tók nú eflaust svona til orða með þessi fimmtán ár en það væri gaman að sjá hvort hann verði ekki ennþá í toppformi. Væri líka gaman að sjá Rush koma inná í fimm mínútur einhverntíman um jólin! 🙂

    En það væri gaman að hafa Fowler hjá klúbbnum sem lengst, þessi maður er svo mikil fyrirmynd og goðsögn fyrir strákana sem eru að koma þarna upp að það er ómetanlegt að hafa hann áfram, sem leikmann eða í einhverri annarri stöðu.

    Hvort hann fái nýjan samning eða ekki er erfitt að segja til um. Það skýrist væntanlega bara á vormánuðum en eins og ég segi þá kæmi það mér ekkert á óvart….

  6. Við fáum ekki betri FJÓRÐA senter en Fowler. Hann sættir sig við það að vera #4, eitthvað sem margir aðrir ættu ekki auðvelt með. Hann veit að hann fær sína leiki og safnar hægt og bítandi í markasarpinn og bætir eitt og eitt met. Hann er án vafa gríðarlega mikilvægur fyrir hópinn og verður hjá LFC svo lengi sem líkaminn þolir…..ekki þó til ársins 2021 !!!!

  7. Ég er nú ekki alveg sammála þessari niðurstöðu. Tölfræðin ein og sér segir ekki allt. Mér sýnist Fowler t.d. vera með bestu tölfræðina en menn eru jú nokk sammála um að það sé farið að halla undan fæti á þeim bænum.

    Crouch er ágætis leikmaður sem myndi pluma sig vel í Newcastle en …. hann er langt frá því að vera á Liverpool klassa og stenst því miður ekki samanburð við framherja þeirra liða sem við viljum bera okkur saman við.

    Mig minnir líka að þeir hjá Sky hafi bent á það að hann skorar flest mörk sín með Enska landsliðinu á móti slakari liðum.

    Annars hef ég ekkert á móti Crouch og held að hann sé yndælis piltur og að það sé góður andi í kringum hann. Ef við getum selt hann á meira en við keyptum hann þá held ég að það sé málið. Ef hann hefur lækkað í verði segir það kannski meira um getu hans en margt annað.

    Áfram Liverpool!

  8. >Mig minnir líka að þeir hjá Sky hafi bent á það að hann skorar flest mörk sín með Enska landsliðinu á móti slakari liðum.

    Bentu mér á þann framherja sem skorar flest mörk sín fyrir enska landsliðið á móti toppjóðum. Plís, við höfum farið í gegnum þessa umræðu 100 sinnum á þessari síðu, en enginn hefur geta bent mér á framherja sem skorar bara á móti sterkum liðum.

  9. Hjalti þessi samanburður við manu er út úr kú, þú berð saman markaskor 4ra sóknarmanna Liverpool á móti 3 hjá manu. Tölfræði þeirra Saha, Rooney og Solskjær er mun betri en okkar sóknarmanna.

    Saha: 21 leikur 12 mörk

    Apps sub Goals Yellow Red
    Total 20 (1) 12 1 0
    League 15 (1) 8 1 0
    European/Others 5 (0) 4 0 0

    Rooney : 21 leikur 8 mörk

    Apps As sub Goals Yellow Red
    Total (Club) 21 (0) 8 4 0
    League 14 (0) 8 2 0
    FA Cup 0 (0) 0 0 0
    League Cup 1 (0) 0 1 0
    European/Others 6 (0) 0 1 0

    Solskjær : 19 leikir 6 mörk og það eftir að hafa verið frá vegna erfiðra meiðsla í nánast 3 ár.

    Apps As sub Goals Yellow Red
    Total (Club) 12 (7) 6 0 0
    League 7 (4) 4 0 0
    FA Cup 0 (0) 0 0 0
    League Cup 1 (0) 1 0 0
    European/Others 4 (3) 1 0 0

    Liverpool: Crouch 31 leikur 9 mörk, Kuyt 27 leikir 6 mörk, Bellamy 27 leikir 4 mörk, Fowler 17 leikir 4 mörk.

    Þegar við drögum þessa tölfræði saman í eina heildar tölu fyrir bæði lið, líta sóknarmenn Liverpool ekki vel út.

    manu : 3 sóknarmenn, 61 leikir í það heila og 26 mörk.

    Liverpool : 4 sóknarmenn, 102 leikir í það heila og 23 mörk.

    Betur má ef duga skal.

    Krizzi

  10. Hvernig er samanburðurinn út úr kú? Hann segir einmitt að þrír framherjar Man U hafi skorað 26 mörk á meðan fjórir framherjar Liverpool hafi skorað 23 mörk. Mér er svosem alveg sama hvaða mörkin koma og hvernig þau skiptast á milli manna…

    Ég tók það líka fram að ég vildi ekki taka “fjórða” framherja Man U, Alan Smith, með vegna meiðsla hans.

    Svo var ég ekki endilega að bera neitt saman enda snerist færslan alls ekki um það! Ég var eingöngu að benda á þetta til að hafa einhvern samanburð.

  11. Sorrý ruglaði aðeins í tölunum. Þetta kom ekki út eins og ég hefði kosið. Fæ Exel námskeið hjá Hjalta.

    Hér eru réttar tölur:

    Crouch 23 leikir 9 mörk, 22 leikir 6 mörk, Bellamy 21 leikir 4 mörk. Fowler 11 leikir 4 mörk.

    Samtals : 77 leikir í það heila og 23 mörk.

    Leiðrétta líka hjá Solskjær : 12 leikir 6 mörk. Og svo er Saha með 20 leiki ekki 21

    manu : 53 leikir í það heila og 26 mörk.

    Krizzi

  12. Það er rétt Einar að þessi umræða hefur verið tekin 100 sinnum. Ég vildi bara með ummælum mínum benda á að Crouch stenst að mínu mati ekki samanburð við þá sem við eigum að bera hann saman við. Crouch er fínn leikmaður en bara ekki nógu góður. T.d. var hann keyptur til að bæta árangur okkar í deildinni en þar er hann hvað slakastur.

    Þessi ummæli mín um að hann skoraði bara gegn slökum liðum með Enska landsliðinu eru kannski frekar ósanngjörn en það landslið hefur því miður ekki á sterkum framherjum að skipa að Rooney og Owen undanskildum. Ég held t.d. að það sé mjög eðlilegt að Enska landsliðið vinni lið eins og Trinidad og Tobaco á heimavelli og að sá framherji sem spilar skori nokkur mörk.

    Ég held að það sé sanngjarnt að bera Crouch og Kuyt saman. Kuyt er reyndar enn að venjast enska boltanum en mér finnst hann mun betri leikmaður en Crouch. Crouch er í dag betri kostur en Fowler en mér finnst samt liðið sterkara með Bellamy og Kuyt saman frammi.

    Vildi bara benda á að tölfræði getur verið villandi og segir ekki alla söguna um getu leikmanna.

    Áfram Liverpool!

  13. Já, en Hössi – ef þú vilt gagnrýna Crouch sem leikmann á þeim forsendum að hann skori bara gegn lakari liðum, þá verðurðu að geta bent mér á enskan framherja sem skorar aðallega gegn sterkari liðum.

    Hint hint: Wayne Rooney er ekki sá framherji.

  14. Einar – ég var í sjálfu sér ekki að gagnrýna Crouch fyrir það að hann skori bara gegn lakari liðum. Ég var bara að benda á það að þulir Sky (eða einhverjir á þeim bæ) hefðu bent á að þrátt fyrir góða tölfræði Crouch með enska landsliðinu þá yrði að taka allt með í reikninginn. S.s. góð tölfræði segir ekki allt.

    Nú veit ég ekki hvernig tölfræði Rooney er en ég held að við getum verið sammála um að hann sé betri leikmaður en Crouch þrátt fyrir alla tölfræði.

    Áfram Liverpool!

  15. Hjalti og Krizzi: Verður ekki að taka þessa umræðu frekar inn á mínútur spilaðar heldur en leikjafjölda til að hún sé rétt? (Ekki það að ég ætli nokkrum að nenna að fara út í svoleiðis útreikninga…).
    Ef þið teljið innkomu varamanns sem heilan leik fjölga tíðar skiptingar heildar leikjafjölda án þess að “sóknarmannamínútum” fjölgi. Án þess að ég viti það nákvæmlega, grunar mig að þess vegna hafi framherjar Liverpool spilað miklu fleiri leiki en framherjar Manchester United í samantekt ykkar…

  16. Hössi, klárlega er ég sammála þér um það. En ég er bara að benda á að í þessari umræðu Sky manna og fleiri er ekki verið að tala um gæði, heldur bara markaskorun og mótherjarnir sem Crouch skorar gegn eru taldir gegn honum. Punktur minn er bara að ef menn ætla í þessa umræðu þá verða þeir að geta bent á annan framherja, sem skorar bara gegn góðu liðunum.

    Það er til dæmis aldrei talað um þá staðreynd að Rooney hefur skorað mest gegn lakari liðum.

    En já, ég veit að Rooney er betri leikmaður, hef aldrei haldið öðru fram.

  17. Ef menn ætla í þessa umræðu þá þurfa menn að benda á einhvern annan?? Af hverju þarf að benda á einhvern annan framherja? Er ekki nóg að benda á að Crouch er að skora 2 mörk í 15 leikjum í deildinni? Og hverjum er ekki sama um einhvern framherja sem skorar bara gegn góðu liðunum, það er verið að tala um Crouch hérnar. Og svo skiptir engu máli markaskorun hans með landsliðinu. Það eru mörkin með Liverpool sem telja.

    Auðvitað skorar Crouch heldur ekkert gegn stóru liðunum, Liverpool skorar sjaldnast gegn þeim þannig að málið er einfalt:). Auðvitað eru skoðanir manna skiptar um ágæti Crouch. Ég er hins vegar sammála Hössa að því leyti að ég tel hann ekki vera samboðinn stóru félagi eins og Liverpool.

  18. Kiddi, ég nennti því bara eiginlega ekki 🙂

    En þess í stað kom ég amk með hversu oft menn hafa komið inná sem varamenn. Menn lesa svo bara úr því það sem þeir vilja…

    Og að Crouch skori bara gegn slakari liðum, þarf ekki að skora gegn þeim líka? 😉

  19. >Ég er hins vegar sammála Hössa að því leyti að ég tel hann ekki vera samboðinn stóru félagi eins og Liverpool.

    En Flo-Po, Le Tallec, Cisse, Morientes, Baros, Dean Saunders, Mark Walters, Sean Dundee, Erik Meijer og svo framvegis og framvegis og framvegis.

    Varstu ánægðari með þá?

    Málið er að Crouch fær á sig fáránlegt magn af gagrýni miðað við þann góða árangur sem hann hefur náð með Liverpool. Gaman að menn skuli tala um 2 mörk í 15 leikjum í deildinni en “gleyma” alveg að minnast á að Crouch er þriðji markahæsti maðurinn í ALLRI Meistaradeildinni.

  20. Ég sé hvergi að ég hafi lýst yfir ánægju minni með Sean Dundee og þessa ágætu menn sem þú telur upp hér að framan. Og þeir koma þessu máli ekkert við.

    Ég hef sagt það áður að Crouch hafi staðið sig ágætlega en mér finnst 2 mörk í 15 leikjum fyrir félagið eins og Liverpool, hreint út sagt pínlega slakt! Við þurfum að fara að sýna árangur í deildinni og þurfum framherja sem skorar í þar.

    Ætla ekki að taka það af honum að hann hefur skorað í Meistaradeildinni og eins og ég hef sagt áður, hefur hann staðið sig oft á tíðum vel. Mér finnst spilamennskan með hann innanborðs vera oft á tíðum skelfileg áhorfs og hún verið sínu betri í síðustu tveimur leikjum með hann á bekknum, 8-0 í markatölu og mun betri spilamennska. Flot á boltanum og ekki eilífir háloftaboltar.

    En eins ég sagði líka, skoðanir manna eru misjafnar og það er bara hluti af þessu. En vildi líka benda þér á það að Mark Walters var aldrei framherji heldur vængmaður. Þannig að ekki er hægt að álasa honum fyrir að hafa ekki skorað 2 mörk í 15 leikjum líkt og Crouch:)

  21. >Ég sé hvergi að ég hafi lýst yfir ánægju minni með Sean Dundee og þessa ágætu menn sem þú telur upp hér að framan. Og þeir koma þessu máli ekkert við.

    Ef að Crouch er ekki þóknarlegur fyrir Liverpool þá er pointið mitt bara að tugir annarra framherja hjá Liverpool hafa væntanlega ekki heldur verið það.

    >Flot á boltanum og ekki eilífir háloftaboltar.

    Það er ekki vandamál Peter Crouch að sendir séu háloftaboltar, heldur þeirra sem eru með honum í liði! Ekki er það Crouch sem er að senda þessa langa háu bolta.

    Og sorrí með Walters, þegar ég ætlaði að finna gamla framherja þá var ég allt í einu alveg stuck. Minnið er bara ekki betra en svo. 🙂

  22. Auðvitað hafa fullt af framherjum ekki verið samboðnir Liverpool enda var ég aldrei að segja að Crouch væri sá eini.

    Vandamálið er það að hafsentarnir okkar vita af Crouch, Benitez veit af Crouch og hann er notaður í of miklum mæli þegar kemur að þessu háloftaboltum. Hann var fenginn til liðsins til að skapa nýja vídd í sóknarleik liðsins. Víddin hefur brugðist og sóknarleikurinn einhæfur þegar við setjum boltann upp á topp. Spilamennskan verður einsleit og menn vita af honum. Auðvitað ekki honum að kenna en það er lagt upp með þetta.

    Crouch myndi heldur ekki finna sig ef við myndum láta boltann fljóta endalaust því hann vill iðulega klappa boltanum oftar en lög gera ráð fyrir og er í þokkabót frekar hægur.

    Mín skoðun er því sú að hann hentar miðlungsliðum í Englandi vel sem eru mikið í þessari týpísku “bresku” spilamennsku. Ég vil sjá aðlaðandi knattspyrnu og hana hef ég því miður ekki fengið í vetur nema stöku sinnum. Síðustu tveir leikir hafa verið nokkuð aðlaðandi og þeir hafa verið án Crouch í byrjunarliðinu.

    Varðandi Walters þá er þér fyrirgefið:)

  23. Ég verð að benda á að Crouch vinnur mjög marga af þeim skallaboltum sem sendir eru á hann, hvort aðrir nái þeim er svo bara soldið happa glappa 🙂

    Bendi einnig á að hann er mjög góður í að taka á móti bolta, skýla honum og koma honum svo frá sér.

  24. Fyrr má nú aldeilis vera Hjalti ef maðurinn sem er 2,40 á hæð, myndi ekki vinna skallaboltana í kringum hann. Hann er samt sem áður ekki góður skallamaður því hann drífur varla á markið þegar hann setur hausinn í boltann! Luis Garcia er dvergur en er mun betri skallamaður er Crouch og hefur mun meiri tækni í loftinu.

  25. Orðatiltækið segir líka að stærðin skipti ekki máli, það er hvernig maður notar það sem maður hefur! :biggrin2: Í þessu tilviki, augljóslega hausinn…

    Hvað ertu þá að kvarta yfir því að Crouch sé lélegur skallamaður fyrst hann vinnur alla skallaboltana sína Gunnar minn? 🙂 En það er rétt, stundum mætti hann hitta betur á markið fyrir framan markið, en það mega líka fleiri…

  26. Menn hljóta nú að gera meiri kröfur til manna sem eru 2,40 á hæð! Erum við að fá eitthvað út úr þessum skallaboltum sem hann vinnur út á miðjum velli?

    Hann hlýtur að eiga vera brúklegur til að skalla knöttinn í vítateignum og skora mörk? Hversu mörg mörk hefur hann skorað með skalla úr vítateignum? Þau eru nú ekki mörg Hjalti minn þannig að hann er hálf gagnslaus í boxinu:)

    Er farinn að læra Hjalti minn. Gangi þér vel í þjóðfélagsfræði.

  27. Athyglisvert að Paul Tomkins er einmitt að ræða skorun og nýtingu færa í nýjasta pistli sínum… Þarna er kominn maður sem hefur tíma og áhuga til að reikna út mörk á hverja spilaða mínútu. :biggrin:

  28. Paul Tomkins er einn sá besti, góður pistill að vanda.

    Gunnar, eins og þú veist þá þarf að taka við boltunum, koma þeim á miðjumennina eða út á kantana þegar verið er að byggja upp sóknir 🙂 Crouch hefur gert það ágætlega, nokkuð vel meira að segja finnst mér.

    Þó að hann sé stór þýðir það ekki að hann þurfi bara að skora með skalla. Við gætum líka farið að ræða þjónustuna sem hann fær í boxinu ef út í það er farið. Hvar eru kantmennirnir okkar?

    Ég ætla líka að halda áfram að læra annars. Já og gangi þér vel í stærðfræðinni Gunnar 😉

  29. Einar engin af þessum sóknarmönnum (Flo-Po, Le Tallec, Cisse, Morientes, Baros, Dean Saunders, Sean Dundee, Erik Meijer) náði að festa sig í sessi hjá Liverpool. Þeir þóttu einfaldlega ekki nógu góðir og þess vegna voru þeir seldir eða lánaðir.

    Crouch er ágætur sem einn af 4 sóknarmönnum LFC, en að mínum mati eru Kyut (nr.1) og Bellamy (nr.2) fyrstu kostir í sóknina.

    Crouch má þó eiga það að þrátt fyrir slakka frammistöðu í deildinni hefur hann spilað mjög vel í meistaradeildinni. Kannski er það vegna þess að miðverðir í Evrópu er mun minni (um 180 cm) og léttari en á Englandi (um 190 cm).

    Krizzi

  30. Hjalti – Crouch er því miður ekki nógu góður í akkúrat þessu – að taka á móti bolta og koma þeim á varnarmennina og út á kantinn. Að mínu mati dettur hann allt of langt til baka, fær um leið pláss því varnarmenn elta hann ekki, og leggur hann svo á varnarmennina. Því miður gagnlaust fyrir liðið og allt spil verður þunglamalegt og einhæft.

    Takið eftir því hvernig Eiður er látinn spila með Barca. Hann liggur eins framarlega og hann getur og stundum jafnvel í rangstöðunni. Þetta er bara gert til að draga vörnina eins aftarlega á völlinn og hægt er. Drogba og Nistelrooy spila líka mjög svipað. Salinas hjá Barca og Alan Smith hjá Arsenal spiluðu svipaðann senter og Crouch á að gera en þessir menn lúrðu jafnvel í rangstöðunni lang tímum saman.

    Annars er Crouch ágætis spilari og ef við fáum meira fyrir hann en við keyptum hann á þá held ég að við ættum að taka því.

    Áfram Liverpool!

  31. Ég legg til að við stoppum upp Robbie Fowler og skellum honum inn í einn glerskápinn á Anfield, og kaupum svo Defoe í janúar. Bregst ekki!

  32. Ef menn ætla að fara út í umræðu um framherja sem skora gegn sterkari liðum, þá á Michael Owen til að skora góð og mikilvæg mörk gegn sterkum andstæðingum. Það sem mér kemur helst til hugar núna nýlega eru mörkin 2 sem hann skoraði gegn Argentínu, mörkin tvö í úrslitaleik FA Cup gegn Arsenal 2001.

    Það sem mætti kannski segja um Crouch, þennan annars ágæta leikmann, að hann virðist ekki skora nein mikilvæg mörk, eða m.ö.o. mörk sem að þessi meðalframherji gæti ekki skorað ef hann væri í Liverpool. Eina sem ég man eftir hvað Crouch varðar í þeim efnum þar er skallamarkið hans gegn Man Utd.

  33. >hann virðist ekki skora nein mikilvæg mörk, eða m.ö.o. mörk sem að þessi meðalframherji gæti ekki skorað ef hann væri í Liverpool

    Ok, semsagt ef við skiptum Peter Crouch og “meðalframherji” þá hefði hann skorað öll þau mörk sem að Crouch hefur skorað… :rolleyes:

    Æ, ég nennni þessu ekki lengur.

  34. Ekkert, nákvæmlega ekkert mikilvægt við þetta mark. Og veistu það, það þarf ekki einu sinni meðalframherja í þetta. Treysti mér vel til að skora svona mark ef ég fengi tækifæri til þess! Pís of keik 😉

  35. Ok – viðurkenni reyndar að þetta svar mitt er eiginlega svar við eldgömlu kommenti frá einhverjum fyrir nokkrum vikum þegar neikvæðnin reið hér húsum sem aldrei fyrr. Þá sagði einhver að Crouch hefði ekki eitthvað sem kallast “star quality” því hann skoraði aldrei flott mörk. Þess vegna ætti að spila Fowler meira. Hafði ekki þrek í að henda þessu inn þá, en fannst þetta lífga svolítið upp á umræðuna nú.

    Það má svo sem rökræða mikilvægi marksins í sjálfu sér; mark sem kemur liði í 3 – 0 er sjaldan mikilvægt og vissulega hefði það ekki skipt öllu máli hvort við hefðum fengið þrjú stig eða eitt út úr þessum leik ef allir aðrir leikir hefðu farið eins og þeir fóru.

    Hvað sem því líður varð þetta úrslitamark þessa leiks. Mikilvægs heimaleiks snemma í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Ef við hefðum misst hann niður í jafntefli hefði það getað haft slæm áhrif á næstu leiki, menn misst sjálfstraust og e.t.v. klúðrað næstu leikjum? Var þetta e.t.v markið sem kom okkur áfram í Meistaradeildinni? 😉

    Það má svo vel vera að það sé ekkert mál að skora svona mörk. Skil þá reyndar ekki af hverju menn gera ekki meira af því svona almennt – þetta þykir nefnilega nokkuð flott, a.m.k. hjá svona plebbum eins og mér…

  36. Þetta var nú tilraun til kaldhæðni af minni hálfu. Mikilvægt mark og þeim sem finnst það ekki flott eru bara kjánar. Þetta ætti nú að stinga uppí þá nokkra!

  37. Gat verið… :blush: Maður er orðinn svo paranoid hérna að maður túlkar allt á versta veg. :laugh:

Verður Crouch seldur í janúar?

Fjárfestarnir