Velgengni það mikilvægasta!

Jamie Carragher lætur hafa það eftir sér við vefsíðu SkySports [að vinna titla](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=434431&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Carragher:+Success+important) sé það mikilvægasta hjá félagi líkt og Liverpool og hljótum við öll að vera honum sammála í því. Ástæðan fyrir því að Carragher telur sig tilknúinn að ítreka þetta eru hugsanleg (og já afar líkleg kaup Dubai International Capital á LFC) því í kjölfarið á þeim fregnum hafa þónokkrir gefið í skyn að þetta sé vont skref fyrir Liverpool. M.a. skrifa Paul Wilson á vefsetur The Guardian [pistill um að Shankly](http://blogs.guardian.co.uk/sport/2006/12/10/liverpools_gulfstate_gold_wide.html) myndi snúa sér í gröfinni við þessar fréttir.

En Carragher hittir naglann á höfuðið, það sem mestu skiptir er að VINNA. En bætir einnig við að ef hægt sé að gera það með leikmönnum sem eru uppaldnir hjá félaginu og frá Liverpool, ennþá betra.

“The most important thing is to win trophies, not just have local lads on the pitch. But if you can do both, any club and any set of supporters would prefer that.”

Hefðum við unnið meistaradeildina fyrir 18 mánuðum með þetta byrjunarlið:

Kirkland

Wright – Carragher – Raven – Warnock

Thompson – Gerrard – Welch – Partridge

Fowler – Owen

BEKKUR: Harrison, Otsemobor, Potter, Mellor, Foy, Whitbread.

Þetta lið er nú meira í gamni sett upp svona en það sem er athyglisvert að allir þeir leikmenn sem hafa alist upp hjá félaginu og horfið á brott þá hefur enginn þeirra sést að neinu viti í Úrvalsdeildinni eða næst efstu deild (nema kannski Thompson og Mellor er meiddur!)

Það ER mikilvægt að hafa góða blöndu af uppöldum, enskum og erlendum leikmönnum. Leikmenn sem skilja mikivægi sögu Liverpool og þær hefðir sem félagið hefur áunnið sér í gegnum árin.

8 Comments

 1. ég verð nú að segja það að þetta lið yrði nú ekki alslæmt.. mætti setja Murphy inní liðið.

  Heldsamt að þetta lið hefði ekkert að gera í lið eins og West Ham ef það lið hefðu alla þá leikmenn sem þeir hafa alið upp.

 2. Já rétt líklega væri Murphy þarna en ég reyndi eftir fremsta megni að muna eftir leikmönnum sem voru uppaldnir hjá félaginu (að Kirkland undanskildnum)

 3. Það er vitaskuld rétt að það þarf að hafa góða blöndu af uppöldum leikmönnum og erlendum. Sjáum gott dæmi um það í Barcelona. Þú hittir naglann á höfuðið með því að hafa leikmenn sem skilja sögu liðsins og mikilvægi þess fyrir fólkið. Að leikmenn séu tilbúnir að berjast hvað sem það kostar. Ekki leikmenn sem hugsa meira um að skórnir þeirra sjáist í sjónvarpinu svo þeir fái meiri pening í vasann og spila bara upp á peninginn. Hugsunarleysi í leikmannakaupum er alltof algengt og hefur Liverpool brennt sig á þessu í gegnum tíðina, nefni sem dæmi Diouf, Diao. Einnig má benda á að kaup (eða fengur) West Ham argentínsku bræðrunum Tevez og Mascherano. Algjörlega hugsunarlaus kaup. Hins vegar má benda á kaup á leikmanni eins og Didi Hamann sem passar inni í lýsinguna á leikmanni sem skilur sögu liðs, mikilvægi þess hjá fólki sem styður það og er tilbúinn til að berjast til síðasta blóðdropa og hugsa hvað minnst um hvað hann er að fá í vasann.

  Þess má geta að Kirkland er ekki uppalinn hjá Liverpool. Fengum hann frá Coventry á 8,5 milljónir held ég (engin leiðindi:wink:). En annars fínasta lið.

 4. Murphy er ekki alinn upp hjá liðinu og ekki heldur Kirkland.

  En þetta lið væri nú ansi takmarkað. Ekki nema hægt væri að blanda inn Liverpool stuðningsmönnum einsog Joey Barton og fleirum. 🙂

 5. Æ, ég skrifaði þetta komment og gleymdi að senda það inn – þannig að ég hafði ekki séð fyrri komment. 🙂

 6. Alveg sammála Carra. Viljum við keppa um titla eða viljum við vera í meðalmennsku. Það er bara að staðreynd að til þess að ná árangri þarf að eyða meira af peningum til þess að lokka að topp leikmenn.

  Er það tilviljun að Man Utd og Chelsea, tvö ríkustu liðin í deildinni eru búin að stinga önnur lið í deildinni af nú þegar?

  Nei, þessi lið hafa á undanförnum árum eytt hvað mest í leikmannakaup og árangurinn í deildinni er samkvæmt því. Til þess að geta náð þeim þurfa Liverpool að verða sér úti um meira fjármagn.

  Væri vissulega gaman að sjá uppaldna leikmenn, en þeir verða samt sem áður að hafa getuna til þess að spila fyrir klúbbinn.

  Vil frekar sjá Liverpool standa upp sem meistara og berjast um meistaratitil ár eftir ár með 9-10 “aðkomumenn” en að berjast sífellt um 4 sætið með örfáum færri “aðkomumönnum”.

 7. Það sem væri samt best fyrir liðið tl lengdar er að reyna að ná í unga menn og ala þá upp sem Liverpool leikmenn. Agger er gott dæmi um ungan mann sem getur spilað með liðinu næstu 12-15 árin. Það er ekki slæm nýting á leikmanni.

  Er það ekki þannig að leikmaður sem kemur fyrir 18 ára aldur til liðs telst uppalinn þar eftir 3 ár? eða er það vitleysa hjá mér.

  Það þarf jafnvel að fara að hugsa út í það ef það verða settar reglur um uppalda leikmenn í meistaradeildinni!

 8. Málið er ekki að hleypa nýjum fjárfestum inn heldur er fólk að mótmæla nýjum Ambramovich…..

  450 milljónir eru miklir peningar og þetta mundi þýða að við þyrftum ekki að framselja aðgangseyri að nýja vellinum næstu 10-15 árin, líkt og gerðist með nallarana enda eru 200 milljóni eyrnamerkt framkvæmdum á nýjum velli !

  Ég er mótfallinn þeirri hugmynd að KAUPA titla, líkt og chels$i hefur gert en ég er hrifinn af því að hleypa fersku blóði inn í stjórnir !

  Við getum ekki hætt við kaupinn/söluna þegar hún hefur átt sér stað og Liverpool FC er orðið næsta olíuveldi og menn líkt og Ronaldhino verða sjálfsögð kaup ….. getum ekki gagnrýnt chels$i ef það sama gerist svo hjá okkur sjálfum !

  YNWA

Diao og Djib

Hverjir verða þá fjórða besta liðið í borginni?