Diao og Djib

Athyglisverður pistill um Salif Diao og [hvernig honum gengur að láni hjá Stoke](http://www.walkonlfc.com/news/dec06/paul_grech.htm).

Já, og svo var Djibril Cisse [víst góður](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,,1968987,00.html?gusrc=rss&feed=5) í sínum fyrsta leik síðan hann fótbrotnaði í sumar.

9 Comments

 1. Síðan má ekki gleyma Pongolle en hann hefur verið að standa sig fanta vel með Recreativo Huelva í La Liga á Spáni. Hann er búinn að skora 5 mörk og stendur sig vel með þessu annars litla liðið á Spáni. Hann segist ekki hafa áhuga á að koma tilbaka þar sem [spænskur bolti henti honum betur.](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=433310&CPID=8&clid=14&lid=10&title=Pongolle+seeking+Reds+exit)

  Já Houllier gerði misgáfuleg kaup.

 2. “In total he has started 35 times for them meaning that heÂ’s cost the club £140,000 per game, and thatÂ’s excluding wages.”

  Jesús. Þetta kemst nú nálægt því að teljast með verstu kaupum knattspyrnusögunnar.

 3. Ég er ekki svo viss. Bogarde kostaði Chelsea allt í allt 8 milljónir punda. Salif Diao kostaði okkur 5 milljónir+laun. Ég finn því miður engar upplýsingar um hve há þau eru, en þau eru líklega nokkuð há, í ljósi þess að það hefur verið helsta fyrirstaða þess að losna við hann. Ef við gerum ráð fyrir 10.000 pundum á viku (hógvært mat, held ég) þá hefur hann kostað Liverpool 2.6 milljónir punda í laun, sem þýðir að hann hefur verið svipað dýrkeyptur og Bogarde.

 4. Siggi – bara ef ég gæti stokkið á herðar þér og öskrað hærra, þá óskaði ég þess svo innilega að CISSE væri enn í okkar röðum, hann væri klárlega flottur með okkur núna. Það er mitt mat.

  Avanti Liverpool

 5. Það að hafa Cisse í sínu liði gerir lífið svo dásamlegt, yndislegur karakter!

 6. Þegar svona er reiknað, þá verður að reikna dæmið til fulls Hallgrímur. Dragðu frá tímann sem Salif hefur verið í útláni, sem er talsverður, og þá færðu öllu raunhæfari tölur. Bogarde neitaði hreinlega að hreyfa sig og var sáttur við að hirða upp laun sín og æfa með unglingaliðum Chelsea.

Uppboð 2006

Velgengni það mikilvægasta!