L’pool 4 – Fulham 0

Sko, við skulum taka heildarmyndina fyrir þennan leik í sundur og sýna brotin eins og þau birtust áhorfendum á vellinum og heima í stofu:

Byrjunarliðið:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Riise

Pennant – Gerrard – Alonso – García

Kuyt – Bellamy

BEKKUR: Dudek, Hyypiä, Gonzalez, Fowler, Crouch

HÁLFLEIKAR: Fyrir viku unnum við Wigan á útivelli 4-0 en þá voru öll mörk leiksins skoruð í fyrri hálfleik. Í dag lék liðið okkar betur ef eitthvað er, og þá sérstaklega ef litið er á heilan leik, en í þetta skiptið komu öll mörkin í síðari hálfleik. Þrátt fyrir markalausan fyrri hálfleik var ég aldrei í vafa um sigur, svo vel fannst mér liðið vera að leika.

YFIRBURÐIR: 33 marktilraunir á móti 5. Þrjátíu og þrjár … á móti fimm. Fjórtán hornspyrnur gegn einni. 58 prósent leiksins með boltann. Fjögur mörk gegn engu. Ég verð seint þreyttur á að horfa á Liverpool-leiki sem skila af sér svona tölfræði … 🙂

STOÐSENDINGAR: Daniel Agger átti tvær slíkar í dag, en sú síðari var sérlega glæsileg fyrirgjöf með hægri utan af kanti. Hyypiä er goðsögn í lifanda líki hjá Liverpool, en það dylst engum að Agger er hægt og bítandi að verða ómissandi fyrir liðið. Hinar stoðsendingarnar áttu Kuyt og Fowler, sem fiskuðu víti og aukaspyrnu sem Gerrard og Gonzalez skoruðu úr.

VÍTASKYTTA: Gerrard skoraði í dag og er algjör snillingur … en af hverju í ósköpunum er hann enn beðinn um að taka vítaspyrnur fyrir liðið? Hann er einfaldlega engin vítaskytta; síðast þegar hann tók slíka spyrnu skaut hann enska landsliðinu úr Heimsmeistaramótinu gegn Portúgal í sumar! Leyfið Kuyt að taka þessar spyrnur.

ÓÚTREIKNANLEGUR: Luis García var að gera mig brjálaðan í þessum leik, nánast ekkert af því erfiða og flókna sem hann reyndi var að ganga upp … þangað til hann skoraði eitt af mörkum ársins hingað til í Úrvalsdeildinni. Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur, einmitt þess vegna er hann svona mikilvægur, af því að hann reynir hluti sem flestum öðrum dytti aldrei í hug og líka af því að hann hættir aldrei að reyna þá þótt illa gangi!

HÆGRI KANTUR: Jermaine Pennant lék í dag sinn besta leik fyrir Liverpool. Ef hann heldur áfram eins og hann hefur leikið síðustu tvo leiki verður þetta ekkert vandamál eftir áramót … ef þið hugsið um frammistöðu hans í dag og bætið við góðri innkomu – og frábæru marki – Mark Gonzalez, þá virðast kaup Rafa sl. sumar ekki hafa verið jafn glórulaus og menn héldu eftir allt saman, er það? 😉

MAÐUR LEIKSINS: Kemur nokkuð nema einn til greina? Ég er að tala um mann sem, ef mig misminnir ekki, skoraði í sínum fyrsta leik með aðalliði Liverpool árið 1997, en þá kom hann inná sem varamaður á miðjuna gegn Aston Villa. Síðan þá hefur maður leiksins í dag ekki skorað mark, en í dag skoraði sjálfur JAMIE CARRAGHER langþráð mark fyrir framan The Kop! Og fyrir það fær hann, fyrir hönd liðs sem lék ótrúlega vel til síðasta manns, fær hann nafnbótina maður leiksins!

Carra skorar, annar 4-0 sigurinn í röð, þriðja sætið okkar! Ég finn á mér að þetta verður góður desembermánuður! 🙂

43 Comments

 1. 33 skot. **ÞRJÁTÍU OG ÞRJÚ SKOT!** :biggrin2:

  Þetta var algjörlega frábært. 8-0 í síðustu tveimur leikjum. Maður getur ekki annað en brosað. 🙂

 2. Carraghers….

  Mark ársins, klárlega. Fyrsta mark hans í deildinni síðan tímabilið 1998-99!

 3. Skv. soccernet eru Liverpool með 33 skot og 19 á ramman. Fulham 5(3).

 4. Reina: Mjög góður leikur hjá honum. Sýndi hvers hann er megnugur þegar á þurfti, sem var aðeins í tvígang, þegar hann varði mjög vel. Var vel vakandi og kom boltanum vel í leik.

  Finnan: Frábær leikur hjá Finnan. Var mjög duglegur að koma upp kantinn og var traustur varnarlega.

  Agger: Stöðugur leikur hjá Dananum. Gerði engin mistök og lagði upp markið fyrir Garcia. Er búinn að stimpla sig inn sem miðvörður með Carra að mínu mati, og líklega fleiri.

  Carragher!!! Hvað getur maður sagt? Ég fór að skellihlægja þegar ég sá að það var hann sem skoraði! Var einnig mjög traustur til baka. Topp, toppleikur hjá okkar manni.

  Riise: Úff…. ég nenni ekki að pirra mig út í hann. Ekkert, nákvæmlega ekkert gekk upp, hann missti menn framhjá sér og bar af sem slakasti leikmaður okkar í dag. Hlakka til að fá Aurelio til baka.

  Pennant: Besti leikur hans í búningi Liverpool. Ef hann heldur svona áfram mun hann þagga niður í öllum þeim gagnrýnisröddum sem hafa heyrst í kringum hann undanfarið. Virkilega góður leikur.

  Xabi: Dreifði spilinu vel og átti miðjuna ásamt Gerrard. Kom sér nokkrum sinnum í góðar stöður til að skora líka.

  Gerrard: Spilaði mjög vel. Yfirburðarmaður á miðjunni, lúmskur frammi, bjó hluti til og skoraði mark. Auðvitað átti hann samt að skora beint úr vítinu en hey, hann skoraði á endanum 🙂 Góður leikur hjá fyrirliðanum.

  Garcia: Sko, vinstri kanturinn okkar var jafn slakur og sá hægri var góður. Ok, Garcia skoraði frábært mark, og leikurinn snýst jú um að skora mörk en hann gerði mjög mörg mistök og virtist ekki alveg finna sig. Ég vildi Gonzalez fyrr inná, en það var áður en hann skoraði. Ótrúlegt hvað maðurinn getur skallað, langt undir meðalhæð!

  Bellamy: Barðist mjög vel en náði eiginlega ekki að nýta hraða sinn til fullnustu. Hefði viljað sjá fleiri stungur á hann. Hefði viljað sá Fowler inn fyrr, fyrir Bellamy.

  Kuyt: Maðurinn er markaskorari af Guðs náð en hann var ótrúlega óheppinn í dag. Hefði átt að skora þrennu! Fiskaði vítið og var mjög hættulegur.

  Crouch: Sýndi ágætist takta eftir að hann kom inná. Fín innkoma.

  Fowler: Einnig fín innkoma. Barðist vel, hefði getað skorað og fiskaði aukaspyrnuna sem fjórða markið kom uppúr með góðum spretti.

  Gonzalez: Sást ekki mikið þar til hann kláraði leikinn á frábæran hátt!! Glæsilegt mark hjá Chile-búanum og eitthvað sem pumpar upp sjálfstraustið eftir meiðslin.

  Semsagt, ekki annað hægt en að vera sáttur… það geta auðvitað ekki ALLIR átt frábæran dag en Riise hefur reyndar átt erfitt uppdráttar undanfarið.

  Þrjú stig í hús, Steini klikkar ekkert þegar hann er á Anfield 😉

 5. Við erum reyndar í fjórða sæti, Portsmouth eru í þriðja…

  Þess má geta að Liverpool og Man U eru búin að vinna jafn marga leiki á heimavelli. Auk þess höfum við gert tvö jafntefli en enn ekki tapað á meðan Man U hefur gert eitt jafntefli og tapað einum. Það segir sitt um útileikjaformið þegar Man U er sextán stigum á undan okkur í töflunni…

 6. Ég hef aðeins eitt að bæta við frábæra leikskýrslu en það er Reina, maðurinn var frábær í dag.

 7. Hvað með Finnan leikur nánast óaðfinnanlega mánuð
  eftir mánuð og er að taka meiri þátt í sóknarleiknum en áður. Með vel tímasett framhjáhlaup og krossa.

 8. Flottur sigur, en ég hefði getað svarið fyrir að við værum aðeins einu marki á eftir Portsmouth fyrir þennan leik……og að við ættum þá að vera í þriðja sæti á marka mun !
  Man einhver hvernig þetta var ?

 9. Hef nánast ekkert við leikskýrsluna að bæta. Fannst þetta frábær leikur og tek hiklaust undir með mönnum sem kjósa Jamie Carragher sem mann leiksins – bara fyrir þær sakir að hafa skorað: mér fannst það frábært að sjá og upplifa!

  Ég er alls ekki sammála Hjalta um það að Riise hafi verið lélegur í leiknum. Yfir það heila fannst mér hann betri en t.d. García, því það gekk margt betur upp hjá honum í dag heldur en í síðustu leikjum. Hann átti sendingar fyrir, hann barðist vel, en átti auðvitað nokkur mistök líka. En það að segja að nákvæmlega ekkert hafi gengið upp hjá honum er bara vitleysa.

  Allir stóðu sig vel í dag fannst mér, frábær að sjá Pennant góðan, frábært að sjá kraftinn í Bellamy og vinnusemina í Kuyt, miðjan hjá okkur stóð sig mjög vel, og fín innkoma hjá varamönnunum okkar.

  Glæsileg tölfræði, glæsileg mörk, flottur sigur. Nú er bara að hamra járnið meðan það er heitt, og tryggja okkur þriðja sætið með áframhaldandi frábærri spilamennsku.

 10. Ég sá hreinlega ekkert koma út úr Riise í dag… Hann barðist alveg vel, en ég man ekki eftir góðri fyrirgjöf frá honum til dæmis, þær enduðu flestar á fyrsta varnarmanni.

  Eins og ég sagði í kommentunum fyrir færsluna hér fyrir neðan þá lét hann í þrígang á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks fara illa með sig þegar stórhætta hefði getað skapast.

  Sem betur fer sjá samt ekki allir hlutina alveg eins 🙂

 11. erum í 4 sætinu með 28 stig.. og 8 mörk í plús
  Portsmoth er í 3 með 28 stig og 9 mörk í plús

  jam grátlegt að sjá man með 44 stig og við bara með 28 :S arg

  en flottur leikur

 12. Já já, ég var mjög bjartsýnn fyrir leikinn í dag og spáið 5 – 1 eða 5 – 0 og ég held bara að ef að við hefðu fengið a.m.k eina vítaspyrnu af þeim tveim sem við ÖLL sáum (hendi eftir hendi) þá hefðum við endað í 6 – 0. Frábært að sjá KAPTEININN klára málið. Ég er mjög sáttur við leikskýrsluna í einu og öllu, fannst samt Riise ekkert lélegur, hann hefur verið betri – nokkuð ljóst – en það gerðu margir aðrir smávæg mistök eins og vera ber.

  Gaman og gott að lesa svona…
  “I was pleased to see Carra score and it was a good goal. He is a very clever player and he went for the second ball from the corner and scored. It was his first goal of the new century! ”
  Þokkalega flottur kappinnnnnnnn, sáuð þið brosið á kallinum heheheheh.

  6 stig, 8 mörk, tveir leikir – þetta er allt að koma hjá okkur.
  4 sætið og munar bara einu marki!

  OOOOOOOkoma soooooooooo

  Avanti Liverpoooooooooool

 13. já, en talandi um útivallaformið í deildinni þá erum við búnir að leika á ÖLLUM erfiðustu útivöllum í deildarkeppninni.

  Það er fullmikil bjartsýni að ætla liðinu meira en þriðja sætið í deildinni,,, það eru þó ennþá 63 stig í boði fyrir okkur og deildin mun væntanlega vinnanst á innan við 90 stigum. Trúi hreinlega ekki öðru en ManUtd liðið hrökkvi úr efsta gír, og það gæti gerst fyrr en seinna og tapi Chelsea á morgun gegn Arsenal, verður staða okkar allavega ekki lengur eins ömurleg og hún hefur verið.

 14. Má til með að benda Don Roberto á að það er ekki alltaf brotlegt þegar bolti fer í hendi. Ég missti af fyrra atvikinu í fyrri hálfleik en það seinna var klárt mál, bolti í hönd en ekki hönd í bolta. Kuyt bombar á markið og varnarmaðurinn getur ekkert að því gert að boltinn fari í hendurnar á honum (þó hendin er ekki alveg upp að líkamanum), þ.a.l. ekki víti. Hins vegar fannst mér hárrétt hjá Uriah Rennie að dæma víti þegar hann gerði það. Þar tók Ian Pierce léttan Henchoz á þetta. Munurinn á því og í fyrri hálfleik var sá að þar lyftir hann höndunum upp og minnkar til muna skotramma Kuyt. Hefði hann haft hendurnar niðri og fengið boltann í sig ætti ekki að dæma víti. Þannig að mergur málsins er,Don Roberto (ætla samt ekki að efast um að þú hafir þetta á hreinu, er oftast mjög mikið matsatriði) , það er ekki alltaf víti þegar knöttur fer í hendi leikmanns :wink:. Snilldar leikur í alla staði og vonandi heldur þetta áfram og Liverpool menn um allan heim eigi eftir að eiga gleðileg Liverpool jól.

 15. Kæri Villi Alvar.

  Takk fyrir ábendinguna, er alveg 100% sammála þér.

  Avanti Liverpool

 16. Ef það er ekki komið fram áður þá skoraði Carra á móti Kaunas í fyrra…

  Annars frábær leikur

 17. :smile:Frá bær skýrsla um frábæran leik og frábært að sjá sinn uppáhaldsleikmann skora. Herra Liverpool var auðvitað maður þessa leiks eins og Hjalti sagði og var fremstur meðal jafningja. 🙂 :laugh:

 18. Ég myndi segja að fyrsta höndin hafi verið vafaatriði. En í bæði skiptin sem boltinn fór í hendurnar á Ian Pearce var hann með hendurnar langt úti frá líkamanum og þessvegna alveg klárt mál að átti að dæma hendi í þau bæði skipti, þannig að ég hefði viljað bæta við a.m.k. einni vítaspyrnu.

  Annars bara frábær sigur! :biggrin2:

 19. Góð frammistaða og flott mörk.

  Ég sá að menn voru að tala um Riise, er það ekki áhyggjuefni fyrir bakvörðinn okkar þegar Daniel Agger, örvfættur hafsent, getur gefið betur fyrir markið með hægri en Riise með vinstri:)

  Frábær sending hjá honum á Garcia. Riise kemur boltanum sjaldnast framhjá fyrsta manni. Finnan verður að horfa meira fram á völlinn, hann leitar stöðugt til baka. Leiðinlegt að segja það en hann mætti taka Gary Neville sér til fyrirmyndar og taka virkari þátt í sóknarleiknum:)

  Annars flott frammistaða og gefur góð fyrirheit fyrir komandi leiki og erfiða jólatörn.

 20. Fínn leikur og greinilega geggjuð stemning á Anfield í dag. Ég hefði alveg verið til í að vera á The Park eftir leik 🙂

  Annars las ég athyglisverðan punkt á netinu eftir leik sem kom mér á óvart:
  “The victory was Benitez’s 50th in just 93 league matches – a feat achieved quicker than Manchester United boss Sir Alex Ferguson or Arsenal manager Arsene Wenger.”

 21. Ég held að það sé alveg klárt mál að markskot sem lendir í útréttri hendi varnarmanns innan teigs sé víti, burtséð hvort það sé hönd í bolta eða bolti í hönd. Hefðum átt að fá 3 víti í dag.

 22. Góður sigur og allt það en að menn séu sáttir við Pennant er bara hlægilegt. Þessi gaur hefur ekki hraða og klúðrar boltanum í 70% af sóknum sem hann fær hann. Þetta er algjör meðal leikmaður. Þó svo að við höfum álpast til að sigra einn leik í dag þá skulu menn ekki falla í þá gryfju að halda að jermaine Pennant sé boðlegur í þetta Liverpool lið, hann er það alls ekki. Ef einhver aur kemur inn í þetta lið í kringum kaup Dubai á liðinu þá er það ljóst að fyrsta verk Bena verður að vinna nýjan hægri kantara.

 23. Ó Bjarni, plís! :rolleyes:

  >Þó svo að við höfum álpast til að sigra einn leik í dag

  Hvað hefðirðu viljað að Liverpool hefðu unnið marga leiki í dag? Við erum búnir að vinna tvo leiki í röð með markatöluna 8-0. Er ekki hægt að vera pínu ánægður með það? Bara pínu?

  Það er ENGINN að segja að Jermaine Pennant sé æðislegur eða lausn allra vandamála. En hann spilaði vel í dag og þá má hrósa honum fyrir það. Er það nokkuð ósanngjarnt? [Sky gáfu honum 8](http://home.skysports.com/matchratings.aspx?fxid=298550) í einkunn.

  Í síðustu tveimur leikjum hefur Pennant allavegana sýnt að hann er að fá sjálfstraustið og ef hann heldur áfram að bæta sig svona áfram, þá er von.

  En það er greinilegt að sumir hafa ákveðið að dæma hann úr leik strax. Það hefði verið fróðlegt að lesa dóm þinn um Thierry Henry eða Robert Pires eftir þeirra fyrstu mánuði hjá Arsenal.

  Og vinsamlegast hættu að gera lítið úr skoðunum okkar sem viljum standa við bakið á Pennant og ekki dæma hann alveg úr leik eftir 3 mánuði. Það er ekkert hlægilegt við það.

 24. Kannski ekki rétt að gefa Carragher nafnbótina maður leiksins þó hann hafi skorað. Því það mæddi lítið á honum í dag þar sem hann hafði lítið að gera. Mér fannst J.Pennant vera áberandi góður í dag. Frábær spilamennska hjá okkar mönnum um þessar mundir. Aldrei að vita hvernig þetta endar ef þetta heldur svona áfram. Liverpool er búið að tapa gegn Arsenal,Bolton,Chelsea,Everton og Man Utd allt á útivelli og eiga þar af leiðandi heimaleikinn eftir gegn öllum þessum liðum.Þannig að það getur margt breyst.

 25. Einar eru menn ekki orðnir aðeins of sjálfhverfir þegar menn taka það persónulega til sín þegar maður er að gagnrýna leikmann liverpool. “Það er ekkert hlægilegt við það”. Pennant var eitt af þessum bet kaupum hans Bena sem því miður mistókust. Við styrktum alls ekki liðið með þessum kaupum og vonandi skilja leiðir við þennan leikmann sem fyrst.

 26. >en að menn séu sáttir við Pennant er bara hlægilegt.

  Þarna ert þú að gera lítið úr skoðunum þeirra sem verja Pennant. Þú varst ekki bara að gagnrýna leikmann Liverpool heldur líka að gera lítið úr þeim sem eru þér ósammála.

  Fannst þér Pennant lélegur í dag?

  Hvaða fáránlega viðurnefni er “Bena”?

  Og hvað er “bet kaup”?

  Fannst þér virkilega það eina, sem var vert að skrifa um eftir 4-0 sigurleik, vera hve lélegur einn leikmaður liðsins sé?

 27. liv hefði átt að fá fleiri víti tvisvar ef ekki þrisvar hendi á fulham

 28. Nei mér langaði rosalega líka til að gagnrýna soundið(tóninn) í hljóðkerfinu á vellinum. Læt þig um að komast að því hvað bet og bena þýðir, hef fulla trú á þér. En að það að ég skuli ekki taka pollý önnu á þetta og segja að Pennant sé æðislegur eftir einn leik sem hann gerir ekki upp á bak er hlægilegt. Þessi leikmaður er því miður ekki boðlegur, svo einfalt er það.

 29. hahaha.

  Það sagði enginn að Pennant væri æðislegur! Aðeins að hann hafi verið góður í þessum leik, sem hann var!

 30. Bjarni, hugsaðu aðeins um hvað þú ert að tala, hvað þú ert að segja. Liverpool var að vinna annan 4-0 sigur sinn í röð í deildinni og menn koma hér inn til að gleðjast yfir því, en samt telur enginn að þessir sigrar þýði að liðið sé orðið meistaraefni.

  Craig Bellamy skoraði tvennu um síðustu helgi, samt er enginn hér að halda því fram að hann sé besti framherji í heimi. En við gleðjumst samt yfir tvennunni hans. Jermaine Pennant hefur verið lélegur framan af tímabili, en hann var frábær gegn Fulham í gær og því gleðjumst við yfir því, án þess þó að telja hann vera fullkominn í kjölfarið.

  Ef liðið þitt vinnur 4-0, ef allir leikmenn liðsins spila frábærlega, nema kannski Riise og Kuyt sem spiluðu “bara” vel, ef Pennant sem hefur verið undir mikilli pressu í vetur spilar frábærlega og gefur manni ástæðu til bjartsýni …

  … og svo kemur þú hérna inn og byrjar að rífast yfir því að hann sé samt handónýtur?

  Er þetta það eina sem menn vilja tala um eftir frábæran leik liðsins? Við virðumst alltaf lenda í þessu eftir góða sigurleiki, að menn koma hér inn og hreinlega finna upp eitthvað til að kvarta yfir. Til hvers að styðja Liverpool, ef þú getur ómögulega glaðst yfir því góða þegar ástæða er til? Til hvers þessi bölsýni?

 31. Kristján, Carra skoraði í sínum þriðja leik fyrir Liverpool, en í fyrsta leik sem hann byrjaði inná. Hann hafði sem sagt komið tvisvar inná sem varamaður áður en hann skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik gegn Aston Villa í ársbyrjun 1997.

  Hann skoraði svo aftur í 7-1 sigri gegn Southampton rétt tæpum tveimur árum síðar og hafði ekki skorað deildarmark síðan þá…fyrr en í gær.

  Carra skoraði þó eitt mark í 1-3 útileiknum gegn FBK Kaunas í undankeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Kappinn hefur því gert fjögur mörk fyrir félagið.

  Ég tek síðan alveg undir með Hjalta með John Arne Riise, mér fannst pínlegt að horfa uppá fríu gönguleiðirnar sem hann bauð uppá þarna í upphafi síðari hálfleiks. Sömuleiðis áhugaverður/sorglegur punktur með fyrirgjafirnar hjá Agger vs Riise.

  Og Bjarni, þó ég sjái alveg hvað þú ert að meina með Pennant, þá er enginn að tala um að hann sé orðinn frábær leikmaður. Menn eru bara að hrósa honum fyrir góðan leik í gær og á piltur það fullkomlega skilið, enda lék hann vel í gær, klárlega sinn besta leik síðan hann kom til félagsins. Þú veist að hlutirnir virka í báðar áttir. Þú vilt gagnrýna þegar menn standa sig illa, og ekkert að því svo sem, en þá hlítur af sama skapi að vera í lagi að hrósa þegar menn gera vel, ekki satt? Menn eru bara að hrósa Pennant fyrir ÞENNAN LEIK, ekki fyrir heildarframistöðu á tímabilinu.

  En í það heila þá fannst mér þetta ekki jafn frábær framistaða og mörgum öðrum hérna inni. Síðari hálfleikurinn var auðvitað mjög góður og ekkert svo sem yfir honum að kvarta(fyrir utan varnarvinnuna hjá Riise á köflum), en mér fannst við alls ekki nógu góðir í fyrri hálfleik. Við stjórnuðum leiknum algjörlega en það veldur mér svolitlum áhyggjum hvað við eigum erfitt með að brjóta niður varnir og hversu sóknarleikur okkar virðist tilviljunarkendur oft á tíðum. Mér finnst oft eins og menni viti ekki almennilega hvað þeir eigi að gera eða vanti ákveðið frelsi til að gera það…kannski er þetta bara spurning um sjálfstraust sem er núna loksins að láta á sér kræla. Þetta gekk þó upp í síðari hálfleik og er það vel og vonandi það sem koma skal. Ég er allavega bjartsýnn á framhaldið og tel það stórslys ef við endum ekki í 3. sæti…í það minnsta, jafnvel nörtum í hæla Chelsea og Man Utd.

 32. Benni Jón, tveir punktar:

  1. Ég sagði “ef mig minnir rétt” af því að ég nennti ekki að grafa upp tölfræðina fyrir það hvenær hann skoraði síðast í deildinni. 🙂

  2. Erfitt með að brjóta niður varnir andstæðinga? Við erum búnir að skora tíu mörk í þremur leikjum þessa síðustu viku! Ef það er erfitt, hvað kallar þú þá auðvelt? :rolleyes:

 33. Hehe, það er svo sem hægt að setja þetta upp svona. En mér finnst samt vanta meiri sköpunargetu í sóknarleik okkar. Vissulega hefur okkur gengið vel undanfarið að skora og vonandi er það það sem koma skal, en mér finnst sóknarleikur okkar samt ekki nægilega góður. Hann er ekki nægilega markviss. Þó maður sjái eina og eina virkilega vel útfærða sókn hjá okkur, þá er það ekki nærri því nógu oft. Ég er ekkert að gera lítið út þessum undangengnum leikjum, alls ekki, og ég vona að þetta sé það sem koma skal. En mér finnst vanta eitthvað “edge” í okkar sóknarleik.

  T.d. gegn Fulham þá fannst mér við vera að rembast of mikið eitthvað við að brjóta þá niður. Mér fannst lítið um hratt spil, að boltinn væri látinn ganga kanta á milli til að fá varnarmenn útúr stöðum. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta en mér finnst skrítið ef menn sjá þetta ekki. Þú veist Kristján að það er ekki þar með sagt að sóknarleikur okkar hafi verið frábær þó við höfum skorað 4 mörk, alveg eins og það er ekkert þar með sagt að hann hafi verið ömurlegir þó við náðum ekki að skora, eins og gegn Sunderland hér um árið.

  Eftir að við komumst yfir gegn Fulham var þetta aldrei spurning. En fram að því fannst mér þetta oft á tíðum ráðleysislegt og tilviljunarkennt, eins og svo oft í vetur. Þetta er eitthvað sem Rafa þarf að laga og ég efast ekkert um að hann sé að vinna í því.

  En þetta með Carra, ég setti þetta bara fram því þú gerðir það ekki, þannig að menn væru með markaskorun hans á hreinu. Auðvelt að nálgast þetta inná http://www.lfchistory.net 😉

 34. Margt jákvætt en mér finnst sumir vera tapa sér alveg í bjartsýni.. Þetta voru nú bara sigrar gegn Fulham og Wigan sem á auðvitað bara að vera sjálfgefið fyrir klúbb eins og liverpool :biggrin:

 35. Já en Diddi …. þetta voru ekki bara sigrar, heldur tveir 4-0 sigrar! (Eða öllu heldur einn 0-4 og einn 4-0)

  Mikill munur þar á 😉

 36. Já, Diddi – það að menn séu að tapa sér í bjartsýni hefur verið alvarlegt vandamál á þessari síðu undanfarnar vikur…

  …NOT!

 37. Ég verð að segja það að mér fannst þetta frábær leikur og sá skemmtilegasti sem ég hef séð í háa herrans tíð. En það að menn skuli finna það út að Pennant hafi verið góður í þessum leik er bara óráð í sigurvímunni að mínu áliti.

  Ég var hrifinn af kaupunum á Pennant og er enn, ég hef mikla trú á honum og er einn af (fáum?) aðdáendum hans. En ef menn finna það út að þetta hafi verið góður leikur hjá honum þá finnst mér mikið að. Hann tók oftast einni snertingu of mikið á boltanum og endaði með að sóla sjálfan sig, var ekki nóg á tánum þegar menn sóttu á hann í baráttu um boltann, missti hann óþarflega oft o.s.frv. Ég hef þannig trú á honum að mér finnst hann eigi að geta miklu betur. Þetta var ekki slæmur leikur hjá honum en langt í frá að vera góður leikur, hvað þá frábær eins og einhver sagði. Hann átti þó a.m.k. 2 frábæra crossa sem félagar hans áttu að skora úr, ég skal játa það.

  Og að nota það sem rök að Sky hafi gefið honum 8 er brandari. Hvað gáfu þeir Reina? Þeir gáfu honum 6. Hvað gáfu þeir Agger? Gáfu honum 7 og sögðu að hann hafi “got involved”.

  Djöfull hlakka ég til þegar Pennant mun eiga góðan leik, það býr bara svo miklu meira í honum að mínu áliti.

  Ég vil árétta það að mér fannst Pennant sæmilegur eða jafnvel ágætur í leiknum, en alls ekki góður og hvað þá frábær.

  Þetta var í raun sigur liðsheildarinnar því að mér fannst enginn liðsmaður vera að skera sig úr fremur en annar, svona á þetta að vera.

  Takk fyrir mig.

 38. Mér fannst Pennant eiga hreint út sagt ágætis leik og var einfaldlega með betri mönnum í gær. Hann skapaði mikla hættu hægra megin hvað eftir annað og vinstri bakvörður Fulham var í stöðum vandræðum með hann allann leikinn. Sem er annað en Garcia sem átti mjög dapran leik sem kantmaður í gær.

  Varðandi fjölda snertinga sem Pennant notar í hvert skipti þá hefur það batnað mikið undanfarnar vikur. Í byrjun tímabils þá var hann oft á tíðum alltof seinn að koma boltanum frá sér en í gær fannst mér hann einmitt vera mjög flínkur við þetta og notaði fáar snertingar.

  Ég hef líka tekið eftir að Gerrard & Pennant virðast ná mjög vel saman og Gerrard leitar oft eftir honum með löngum sendingum út á kantinum.

  Það sem er einnig gott við Pennant er að hann er einnig nothæfur í að taka hornspyrnur. Tók fyrst eftir því í bikarleiknum á móti Reading en þá komu 2 mörk eftir hornspyrnur frá honum. Mun betra að láta hann taka hornspyrnur og stilla þá Gerrard upp fyrir utan vítateiginn.

 39. Já MUMMI, ég er sammála þér með hornspyrnurnar, ef þær gera það að verkum að okkar STERKARI menn geta verið í kassanum eða fyrir utan og vitað að það kemur bolti sem fer yfir varnarmenn andstæðingana þá er það bara FLOTT og ekki verra að fá mörk úr slíkum spyrnum.

  Pennant er góður hornspyrnu maður það verðu ekki af honum tekið, tek undir það að hann á eftir að koma til sjáið bara til

  Og SPEEDY, flott aukaspyrna hjá honum, þetta kann hann alveg, sjáið bara umfjallanir um hann í hans heimalandi og víðar, það er tekið eftir honum.

  Kyut, svakalega góður, en hefur verið smá óheppinn, hann talar við félagana og útskýrir fyrir þeim mistök sín, alltaf að læra og gera meir og betur FRÁBÆR LEIKMAÐUR og ógnandi.

  Avanti Liverpool

Byrjunarliðið gegn Fulham

Uppboð 2006