Er Arsenal hið nýja Chelsea?

Jæja, þá er búið að draga í fyrstu umferð enska bikarsins. Og ekki byrjar það auðveldlega, því Liverpool menn [drógust gegn Arsenal](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/fa_cup/6204286.stm) og munu spila við þá á **Anfield**.

Þetta er með ólíkindum erfiður dráttur þar sem þetta er 64 liða úrslit og því haugur af liðum úr neðri deildunum í pottinum. C’est la vie.

7 Comments

 1. Einmitt það sem ég var að hugsa…3ja sætið, Carling Cup og FA Cup. Ætli við fáum þá ekki bara í Meistaradeildinni líka..

 2. Alltaf gaman að vinna Arsenal!!! Held að heimavöllurinn komi til með að ráða úrslitum að þessu sinni og við sláum þá út.

 3. Ja hérna! Þvílíkur dráttur, eins og þú segir Einar er með ólíkindum að tvö af fjórum bestu liðum landsins skuli dragast saman þegar heil 64 lið eru í pottinum.

  Við mætum Arsenal s.s. fjórum sinnum í vetur, þar af þrisvar á Anfield. Þeir unnu okkur 3-0 á Emirates Stadium, sjáum hvort við getum ekki séð til þess að þeir verði vel pirraðir út í okkur eftir tímabilið. 🙂

  Það verður þó að segjast að þetta er kærkomin tilbreyting. Það er öllu skemmtilegra að horfa á okkar menn spila við Arsenal en að horfa á þá spila við Chelsea … :tongue:

 4. Þetta árið er Arsenal það lið sem við greinilega eigum að fá nóg af. Satt best að segja er ég samt ánægður með að fá þá í báðum bikurunum því það er mjög góður mælikvarði á getu okkar manna að mæta þeim. Persónulega finnst mér Arsenal vera besta liðið í deildinni í dag og mæli ég það út frá knattspyrnunni sem þeir spila og er það total football út í gegn!
  Við samt eigum góðan séns gegn þeim ef Rafa ætlar að halda áfram að vera að breyta út frá sínum vana og fara í 3-4-3, 3-5-2 eða eitthvað slíkt. Mér finnst það mjög jákvæð þróun hjá honum að byrja á þessu þar sem við höfum algjörlega liðið í að breyta til. Að hrista upp í leikkerfinu er AKKÚRAT það sem við getum gert til að koma öðrum liðum á óvart með í deildinni þar sem flest liðin sem við mætum halda að við spilum sama kerfið og endum með því að hnoða á þeim í 90.mínútur á meðan þeir beita skyndisóknum. Góður plús í kladdann frá mér, Rafa, gott hjá honum að breyta út frá vananum.

 5. Það jákvæða við þennan drátt er auðvitað það að miðað við gengið undanfarið eru Arsenal menn gífurlega brothættir á útivöllum svo ég tali nú ekki um föstu leikatriðin. Benítez á að nýta sér þessa veikleika hjá Arsenal og sækja og hafa marga menn í teignum hjá Arsenal í föstu leikatriðununm.

  Allavega er ég mjög bjartsýnn á þetta.

  Merkilegt samt hvað ég lenti í rétt í þessu. Ég ákvað að fara inná http://www.lfchistory.net og leita uppi hvernig Arsenal hefði gengið á móti okkur á útvöllum undanfarið. Ég byrja á því að fara í Season Archive og klikka þar á Random game => það fyrsta sem ég lenti á var þetta: http://www.lfchistory.net/viewgame.asp?game_id=4771&season_id=66

  Allavega finnst mér það magnað að af öllum þeim þúsundum leikja sem ég hefði getað lent á lenti ég akkúrat á þessu :confused:

  Anyways…að efninu. Ég er búinn að grafa upp smá tölfræði.

  Við höfum aldrei unnið né Arsenal á Anfield í FA Cup. Eitt tap, eitt jafntefli, engin mörk [ jafnteflis leikurinn var reyndar endurtekinn á Highbury sem Liverpool vann örugglega 4-1 ]

  Á Highbury er skorið reyndar ágætt, 6 leikir: 4 unnir og 2 töp.

  Arsenal hafa yfirhöndina gegn okkur í FA Cup: Games played = 15
  Won = 5
  Drawn = 4
  Lost = 6
  Goals scored = 16
  Goals Against = 16

  Í League Cup lítur þetta mjög vel út hjá okkur. Aldrei t.d. tapað rimmu á Anfield.

  Hérna er síðan heildarrecorið gegn Arsenal í LC:

  Games played = 12
  Won = 5
  Drawn = 4
  Lost = 3
  Goals scored = 15
  Goals Against = 10

Leikaðferðin

Return to Istanbul – Galatasaray á morgun!