Samningaviðræður við Reina

Eitt af því jákvæða við undanfarna leiki er einsog Kristján Atli benti á að Pepe Reina hefur haldið hreinu í fjórum leikjum í röð og í 6 af síðustu 7. Reina byrjaði tímabilið illa en hefur á síðustu vikum sannað sig aftur.

Benitez vill fyrir vikið [láta Reina skrifa undir nýjan samning við Liverpool](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,,1959582,00.html), jafnvel þótt samningur hans renni ekki út fyrr en 2009. Rafa segir um hann:

>”He’s still very young but, for me, he’s one of the top three goalkeepers in England. In Spain now he’s No1. Whether he plays or not for his country depends on the manager but, while we have some good goalkeepers in Spain, he’s No1 as far as I’m concerned.”

Það er vonandi að þessar samningaviðræður gangi vel, en Reina var m.a. orðaður við Valencia nýverið.

17 Comments

 1. Líst vel á þessa ákvörðun hjá Liverpool, frábær markvörður sem á vonandi eftir að standa í marki Liverpool næstu 10 árin. Einn allra efnilegasti markvörður í heimi. Ekki gleyma því að hann á aðeins eftir að bæta sig og þau mistök sem hann gerir má oftar en ekki rekja til reynsluleysis.

  Búinn að standa sig heilt yfir mjög vel og verðskuldar nýjan samning!!

 2. Í kjölfarið á fréttum af samningstilboði Reina kemur þessi frétt þar sem segir að Reina sé, tölfræðilega, með bestu byrjun nokkurs markvarðar í sögu Liverpool í deildarkeppni.

  Þessi tölfræði er náttúrulega fáránlega góð, honum í hag.

  Reina hikstaði aðeins í upphafi þessa tímabils eftir að hafa verið ofurgóður (að mínu mati langbestur á Englandi) á sínu fyrsta tímabili. Menn óttuðust að nýr Dudek væri kominn, þ.e. markvörður sem átti frábært fyrsta tímabil en dalaði svo og náði sér aldrei almennilega á strik. En Reina hefur slegið á þessa hræðslu og náð sér fljótt á strik, þannig að ég hef engar áhyggjur af honum í dag.

  Að mínu mati er Reina einn af okkar allra bestu leikmönnum og ég vona að hann standi í marki Liverpool í mörg ár til viðbótar. Klassamarkvörður, algjörlega!

 3. Og hvað hafa andstæðingarnir átt mörg færi.Sjáið bara á móti Portsm og Middlesboro þau áttu þrjú færi,og hin ekki mikið meira.

 4. Pétur P, ég skil þig ekki. Jú, andstæðingar okkar fá fá færi – ertu með því að benda á þetta að hrósa vörninni okkar eða gera lítið úr afreki Reina?

 5. vá var að skoða tímabilið í fyrra vs núverandi..

  ætlum við okkur að ná svipuðum árangri og í fyrra megum við bara tapa einum leik og gera þrjú jafntefli..

  og helst bara fá á okkur 10 mörk.

  Kannski gerlegt. jú búnir með alla erfiðust útivellina, eigum reyndar Tottenham og WestHam eftir á utivelli..

  Nú þurfa menn að standa sama og hætta hugsa um þessa dollu og byrja spila fótbolta og ná 80 stigum…..

 6. Reina er töffari og góður markvörður. Framtíðarmarkvörður Liverpool, ekki spurning, recordið hans segir það sem segja þarf. Nenni ekki að fá alltaf flogakast og henda markvörðum burt þó þeir geri einhver mistök. Hann hefur sýnt að þau fáu mistök sem hann gerir hafa ekki teljandi áhrif á sjálfstraust hans.

 7. >Og hvað hafa andstæðingarnir átt mörg færi.Sjáið bara á móti Portsm og Middlesboro þau áttu þrjú færi,og hin ekki mikið meira.

  Ooooog?

  Petr Cech þarf líka ekki að verja boltann oft og sennilega ekki Buffon heldur í ítölsku B-deildinni. What’s your point?

  Reina getur ekki varið fleiri skot en koma á markið. Í síðustu leikjum hefur hann allavegana varið öll skotin, sem hafa komið. Meira getum við ekki beðið um.

  Málið er að allir markmenn í ensku deildinni eru nógu góðir til að sýna flottar markvörslur. Það sem aðskilur þá bestu (að mínu mati Reina, van der Saar og Cech) er að þeir halda einbeitingunni í 90 mínútur og taka þá fáu bolta, sem koma á markið.

  David James gat til dæmis ekki gert þetta fyrir Liverpool en hann lítur ótrúlega vel út þegar hann spilar fyrir lið sem er ávallt í vörn, því þá fær hann nóg tækifæri til að sýna hversu fimur hann er.

 8. Langar að skjóta einum ótengdum punkti að hérna, mikið væri það flott ef Rafa gæti sannfært Gaizka Mendieta um að skrifa undir 1 1/2 árs samning í janúar. Sennilega erfitt þar sem hann er að fara frá Boro því hann spilar ekkert en hann væru flottur backup á miðjuna. Pæling.

 9. Reina er góður á línunni, snöggur fram sem sweeper en alveg ómögulegur að fást við fyrirgjafir. Eins finnst mér heyrast frekar lítið í honum. Markmenn eru með yfirsýn yfir allan völlin og eiga að miðla því. gengur stundum illa að kalla þessa bolta sem hann kýlir.

  Scott Carson er okkar framtíðar maður. Hefur hæð og vald yfir teignum. hefur spilað mjög vel með Charlton í vetur. Dýrmæt reynsla sem hann er að vinna sér inn. Muniði hvað hann var góður á móti Juve í CL hitti fyrra ?

  Höfum fína vörn sem á meiri heiður af tölfræði Reina en hann sjálfur.

 10. Þetta er nú þvert á það sem varnarmenn Liverpool halda fram. Reina samkjaftar ekki allan leikinn og lætur þvílíkt heyra í sér. Hann var þekktur fyrir þetta á Spáni og eitt af því sem gjörbreyttist aftast hjá Liverpool þegar hann kom (þ.e. mikill talandi með honum).

  Voðalega finnst mér skrítið þegar menn geta sagt að vörnin eigi meiri heiður af tölfræðinni en Reina sjálfur, sér í lagi þegar í setningunni þar á undan komi fram að lítið heyrist í honum. Ertu þá að meina að það heyrist lítið í honum í gegnum sjónvarpstækið?

 11. REINA TALAR Í SVENI LÍKA, hann er óstöðvandi allan leikinn, stundum er hann löðrandi í svita við það eitt að kalla og hvetja okkar menn áfram, sjáið bara , stundum eru okkar menn að líta til baka, ekki til að skoða stúkuna heldur hvað REINA er að segja og benda.

  Hann verður hjá okkur lengi – ekki spurning :c)

  Avanti Liverpool

 12. Gamall maður, þessi neikvæðni er nú komin út fyrir öll velsæmdarmörk. Finnst þér í alvöru í lagi að þú hafir ekkert nema neikvætt um það að segja að Reina var að setja met, þ.e. standa sig tölfræðilega betur sem markvörður en nokkur annar markvörður í sögu Liverpool FC?

  Og það eina sem þú hefur um málið að segja er að hann sé slappur í fyrirgjöfum? Sem ég er nota bene algjörlega ósammála? Og að það heyrist lítið í honum, sem ég trúi SSteini alveg þegar hann segir að það sé rangt?

  Ef ég byði þér borgun fyrir, myndirðu þá treysta þér til að segja eitthvað jákvætt um liðið okkar?

 13. >Muniði hvað hann var góður á móti Juve í CL hitti fyrra ?

  Voðalega gleyma menn fljótt. Það voru allir hálf brjálaðir útí Carson fyrir að hafa látið laflausan skalla frá Cannavaro leka í markið.

  Annars hreinlega TRÚI ég því ekki að menn nenni líka að vera neikvæðir útí Reina. Hann hefur verið frábær og stjórnar teignum sínum á við bestu markmenn í heimi.

  Ef að Riise og Finnan eru ómögulegir, Hyypia alltof seinn og Carra hálfslappur og Reina líka, hvernig í ósköpunum stendur á því að við fáum ekki á okkur nein mörk? Er þetta allt saman Daniel Agger að þakka?

 14. Já þettað er allt Agger að þakka, líka þegar að hann er á bekknum:)

  Annars er þettað í fyrsta skiptið sem að ég skrifa hér og ætla því að þakka fyrir frábæra síðu, já og um að gera að vera jákvæður þettað kemur allt með kalda vatninu.

 15. Hvað er málið að tala alltaf um einhver met hingað og þangað þegar þau eru ekki að skila okkur neinu á heildina litið ! :confused:

  Við sem Liverpool aðdáendur setjum okkur á sama stall og manure, chels$i og nallarana og ætlum liðinu í heild meira heldur en að vera berjast um 4-12 sætið í deildinni og….

  …fyrir þá sem benda á stöðu nallarana núna – það má alveg benda á það að þeirra væntingar eru ekkert minni en okkar en þeir hafa meiri trú á sínu liði en við, enda hafa þeir haft þjálfara sem hefur sínt sig og sannað í þessari deild (ekki það að ég sé að geri lítið úr RAFA). 🙂

  Þar sem að við erum búnir að landa öllum bikurum nema deildinni þá kríteserum við, aðdáendurnir, auðvitað liðið þegar illa gengur en við mættum alveg vera hressari þegar vel gengur…..

  Jæja, nú er ég kominn langt út fyrir umræðuna en það var að ég er orðinn frekar leiður á því að telja alltaf upp einhver met…. sjá ofar ! :biggrin:

 16. Hey vargur, það er nú bara einu sinni þannig að met og önnur tölfræði er STÓR hluti af öllum íþróttagreinum, sama hvort það heitir knattspyrna eða sund. Hverju helduru t.d. að þeir sem æfa sund stefni að? Þar sem ég æfði sund í mörg ár veit ég það að hver og einn sundmaður stefnir að því að bæta sinn besta tíma, með öðrum orðum, slá persónulegt met. Met eru og munu alltaf vera hluti af fótboltanum hvort sem mönnum líkar það betur eða verr 🙂

L’pool 0 – P’mouth 0

Wigan á útivelli á morgun!