Nokkrir punktar

Okkar menn leika í kvöld gegn Portsmouth, en mér leiðist biðin. Sjálfur er ég heima í mest allan dag yfir tölvunni, að skrifa ritgerð og læra fyrir próf, og því er ekki úr vegi að koma með nokkra fréttapunkta um ensku liðin sem við getum rætt:

* Eins og búist var við eru Chelsea orðaðir við Micah Richards, ungstirni Man City.

Persónulega myndi ég vilja sjá Richards hjá Liverpool, þar sem hann er ungur og efnilegur. En hvað hann sjálfan varðar skil ég ekki af hverju í ósköpunum hann ætti að vilja fara til Chelsea. Hann hlýtur að hugsa til þess hvað varð um síðasta ungstirni Man City, Shaun Wright-Phillips, þegar hann flutti suður til London. Persónulega, ef ég væri hann og Chelsea, Arsenal, United og Liverpool væru að reyna að fá mig, væri Chelsea það síðasta sem ég myndi velja.

* Carlos Tevez var refsað af samherjum sínum á óvenjulegan hátt í vikunni.

Snilld! Hann gekk út af Upton Park í fússi áður en leik lauk á laugardag eftir að hafa verið skipt útaf. Það er að sjálfsögðu mikil óvirðing við klúbbinn en fyrst og fremst samherjana sem eru ennþá að berjast inná vellinum. Þannig að klúbburinn neyddi hann til að borga 1,000 pund til góðgerðarmála og svo fengu leikmennirnir að ákveða refsingu við hæfi. Hvað datt þeim í hug? Jú, hann á að æfa í viku í treyju brasilíska landsliðsins. Maður hefur á tilfinningunni að ef hann hefði verið sektaður um milljón pund hefði það ekki verið jafn grimm refsing. 😀

* Norman Hubbard hjá SoccerNet skrifar fína grein um Peter Crouch.

Ég er sammála honum með bæði England og Liverpool. Eins vel og Crouch er að spila fyrir bæði lands- og félagslið sitt verður hann aldrei augljós fyrsti kostur, hjá hvorugu liðinu, sama hversu mörg mörk hann skorar. Einfaldlega af því að hann hefur ekki rétta lúkkið. En það er samt alveg ljóst á frammistöðu hans fyrir bæði Liverpool og England að hann er kominn til að vera, ef hann getur haldið áfram að skora og spila vel verður hann valinn í landsliðið og ekki seldur frá Liverpool. En hann verður aldrei lykilmaður í byrjunarliði, held ég. Eins og er stefnir hann í að vera meiri lykilmaður í Evrópu en á Englandi fyrir Liverpool, svona eins og Luis García, því á meðan hann mætti hafa skorað meira í Úrvalsdeildinni (2 í 12 leikjum) hefur hann verið sjóðheitur í Evrópu (5 í 7 leikjum). Til samanburðar hefur Dirk Kuyt skorað 5 mörk í 12 deildarleikjum, og öll sín á Anfield, en ekkert í Evrópu.

* Rafa spáir í spilin fyrir leikinn gegn Portsmouth:

“He’s a good professional and is a player who always tries to help the young players, he tries to be close to the Spanish players because he speaks a lot of languages and also be close to the English players. As a person, a professional and a player he is a big loss to us.”

Þetta sagði Rafa um Bolo Zenden, sem að mínu mati hefur verið allt of harkalega gagnrýndur af sumum á undanförnum vikum. Hann er okkar fjórði kostur og varla hægt að biðja um betri leikmann í þá stöðu innan hópsins, þar sem hann myndi aldrei sætta sig við að vera fjórði kostur ef hann væri jafn góður leikmaður og Gerrard, Alonso eða Sissoko. En fyrst og fremst hefur hann reynslu, af Evrópuboltanum, af spænska boltanum, af hollenska boltanum og af Úrvalsdeildinni. Hann talar mörg tungumál og hefur hjálpað leikmönnum að aðlagast Englandi. Við sjáum menn bara spila í 90 mínútur á viku, en vitum ekkert hvað gerist þess á milli og því getum við aldrei fullmetið vægi leikmanna í hópnum, en það er ljóst að mínu mati að Bolo er mikilvægur umfram framlag sitt inná vellinum, og Rafa metur það.

Jæja, nóg í bili. Leikur í kvöld, best að fara aftur að læra …

17 Comments

  1. Tek undir með Kristjáni, ég vil sjá Micah Richards í Liverpool búningi í janúar eða í sumar. Þessi strákur á bara eftir að vera betri undir leiðsögn Benitez.

  2. Alltaf sami tónninn hérna, kaupa kaupa, selja selja….getum við ekki bara glaðst yfir…tja…einhverju bara :tongue:

    En svona á alvarlegri nótunum þá er ég hjartanlega sammála ykkur um Micha Richards. Það litla sem maður hefur séð og lesið um þann dreng lofar vissulega góðu. En hvernig er það, eiga City ekki einhvern svaka stræker í ungmennaliðinu sínu? Ég man í fyrra þegar guttarnir okkar spiluðu gegn þeim í úrslitum bikarsins(var það ekki bikarinn?) að þá var alltaf talað um einhvern svakalegan stræker hjá þeim. Ég man þó ekkert hvað hann heitir. …æji shit, nú er ég kominn útfyrir efnið og fæ sjálfsagt bágt fyrir 😯 :tongue:

    En mikið rosalega er ég sammála þér Kristján um Bolo Zenden. Hann er enginn Ronaldinho, við vitum það, en hann er okkar fjórði kostur á miðjuna, kostaði ekki krónu, og býr yfir mikilli reynslu. Ég man um daginn þegar einhver guttinn hjá okkur spilaði í deildarbikarnum, þá talaði hann um hvað Bolo hefði talað mikið við hann og hjálpað honum á meðan leik stóð. Svona kostir sjáum við ekki svo glöggt hérna á klakanum en eru ómetanlegir.

    En svo ég haldi nú áfram að tala útfyrir efnið(engin betri í því en ég :tongue: :laugh:), hvað finnst mönnum um þetta hér:? http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N154229061129-0910.htm Btw, Kristján, þú verður að taka okkur tækninördana í kennslu hvernig á að setja inn link í eitt orð og hvernig á að gera quote.

  3. Að setja inn tengil er einfalt. Þú setur [] utan um orðin sem eiga að vísa í tengilinn og () utan um tengilinn sjálfan.

    [Liverpool Bloggið]

    og

    (http://www.eoe.is/liverpool)

    verða þá að:

    [Liverpool Bloggið](http://www.eoe.is/liverpool)

    þegar þessu er skellt saman.

    Tilvitnanirnar eru enn auðveldari. Þú getur annað hvort sett orðið blockquote inn í >-mengi í upphafi tilvitnar og svo /blockquote í >-mengi við lok hennar, eða bara sett eitt > fyrir framan ef tilvitnunin er í einni setningu. Lítur þá svona út:

    ]Blablablabla

    eða

    [blockquote]blablablablablal

    blablablablabla[/blockquote]

    nema að þú setur > í stað [].

    Prófaðu bara.

  4. Annars er verið að ræða miðju-Hyypiä í færslunni hér á undan Benni, en mitt álit er það að ef Benítez telur hann geta spilað þar þá getur hann spilað þar. Það þarf ekkert að vera að hann sé verri í þá stöðu en Carra eða Agger þótt hann sé hægari … Keisarinn var nú ekki sá fljótasti í bransanum, og er Makelele það nú ekki heldur. 🙂

  5. Ok, Hef aðeins séð þennan Micha í einum leik með city svo ég veit ekki alveg hvaða skoðun á að hafa á honum. Er sagður efnilegur og þið hér hafið álit á honum þannig að það ætti að vera spennandi. En það er annað sem kemur mér á óvart nú þegar styttist í janúar-gluggann. Shaun W. Phillips er greinilega orðinn leiður á bekknum hjá Chelsea og er orðaður við lið eins og M.City og West Ham, af hverju erum við ekki að skoða hann(erum kannski að því bakvi tjöldin). Frábær leikmaður þó hann hafi ekki fengið tækifæri hjá Chelsea. Viss um að þessi leikmaður yrði stjarna hjá Liverpool og myndi blómstra með liðinu. Yrði ánægður að sjá ef við amk reyndum að landa þessum dreng, kominn tími á að við elltumst við gæði en ekki magn þegar kemur að leikmannakaupum. Og varðandi það að Chelsea vilji hugsanlega ekki selja hann til eins af stóru liðunum á Englandi þá gæti það svo sem verið, ég hefði viljað sjá okkur elltast við þennan dreng af krafti, hann er ungur og þrælgóður og á eftir að springa út hjá því liði sem frelsar hann frá Chelsea.

  6. >Eins og búist var við eru Chelsea orðaðir við Micah Richards, ungstirni Man City.

    Hvernig væri að við myndum snara út smá summu og kaupa piltinn. Þessi á eftir að verða heimsklassa.

    >Ég er sammála honum með bæði England og Liverpool. Eins vel og Crouch er að spila fyrir bæði lands- og félagslið sitt verður hann aldrei augljós fyrsti kostur, hjá hvorugu liðinu, sama hversu mörg mörk hann skorar. Einfaldlega af því að hann hefur ekki rétta lúkkið.

    Peter Crouch er fagur maður og ég hef ekkert út á lúkkið hans að setja. Mér finnst hann bara ekki nógu góður í fótbolta til að klæðast rauðu treyjunni. Það að hann sé í enska landsliðinu hefur svo ekkert með Liverpool að gera. Bara tveir enski framherjar eru nógu góðir fyrir Liverpool eins og staðan er í dag. Rooney og Owen.

    >Þetta sagði Rafa um Bolo Zenden, sem að mínu mati hefur verið allt of harkalega gagnrýndur af sumum á undanförnum vikum.

    Þetta tek ég heils hugar undir. Zenden er að mínu mati góður leikmaður sem gott er að eiga sem varamann. Mikill missir að hann skyldi meiðast nú þegar hann var að ná sér á strik.

    Áfram Liverpool!

  7. Hössi sagði:

    >”Bara tveir enski framherjar eru nógu góðir fyrir Liverpool eins og staðan er í dag. Rooney og Owen.”

    Hér sjáum við málin einfaldlega á gerólíkan hátt, Hössi. Við eyddum 6,5m punda í Crouch, Newcastle eyddu 18m punda í Owen. Síðan þetta gerðist hefur Owen skorað einhver fimm mörk fyrir Newcastle og misst úr allt árið 2006 vegna meiðsla. Á sama tíma hefur Crouch skorað 31 mörk fyrir félags- og landslið sitt og verið lykilmaður í báðum á yfirstandandi ári.

    Kannski á Owen eftir að koma til baka og minna okkur á það hvers vegna hann var #1 af enskum framherjum, en þangað til það gerist verðum við að dæma menn af því sem þeir hafa áorkað. Ef Owen væri heill heilsu myndi ég örugglega taka undir með þér að hann væri betri kostur en Crouch (þótt þeir séu gerólíkir leikmenn sem bjóði upp á gerólíka kosti) en á meðan ég hugsa til þess með hryllingi að við vorum næstum því búnir að eyða 12-15m punda í Owen, rétt áður en hann meiddist í heilt ár, prísa ég mig sælan með að sami peningur fór frekar í kaupin á Crouch og Sissoko.

  8. Enn auðveldara til að kvóta í einhvern annan er bara að setja svona merki: > fyrir framan hverja málsgrein.

    Munið bara að ef kvótið er meira en ein málsgrein þá þarf að setja > á undan öllum málsgreinunum.

    Ég ætlaði alltaf að setja imba-proof leiðbeiningar um þetta hérna inn, en gleymi því alltaf. Nennir einhver að minna mig á þetta. 🙂

    Fyrir netnörda, þá notum við Markdown á þessari síðu (sjá [hér](http://daringfireball.net/projects/markdown/))

  9. Hössi, þú segir að Crouch sé ekki nógu góður fyrir Liverpool. Og svo segir þú:

    >Hvernig væri að við myndum snara út smá summu og kaupa piltinn. Þessi á eftir að verða heimsklassa.

    Ha? Hvernig veistu?

  10. Held við getum því miður alveg gleymt bæði Micah Richards og Shaun Wright-Phillips. Ég væri mikið til í að sjá þá báða hjá Liverpool en staðreyndin er bara sú að Rafa Benitez er ekki að fara að eyða 15+ millum punda í 18 ára gamlan varnarmann. Og varðandi Wright-Phillips þá er verið að tala um að hann fari fyrir 10 milljónir punda til West Ham eða Man City en um leið og Chel$ki heyrir að við höfum áhuga mun verðmiðinn snarhækka upp í eitthhvað sem við erum ekki að fara að borga.

    Ég vil þó ítreka að ég hefði mikinn áhuga á því að sjá báða þessa leikmenn koma til liðsins, ég hef bara mjög litla trú á því að það gerist.

  11. Það eru tveir punktar sem ég hef um þennann pistil fram að færa,
    #1 Crouch er undurfagur maður jafnt á velli sem og í geði, enda er ég svipaður í laginu og fíla langa leikmenn mjög vel.
    #2 Mikið rosalega sé ég eftir Didi Hamann. Ég sakna hans alveg gríðarlega, spurning um að kaupa hann bara í janúarglugganum. 🙂

  12. Það fer allt í kleinu ef maður setur númeramerki(# shift-3) í póstinn. Skrýtið (eða ekki).

  13. Ef ég mætti kommenta á einn punkt í ummælum – í sambandi við Owen.
    Það var æðislegt að sjá þennan pilt koma upp úr unglingaliðum og vera svona frábær í öll þessi ár hjá okkur. EN ég var ekki neitt voðalega svekktur þegar hann fór nema vegna þess hversu lítið fékkst fyrir hann. Fótboltalega séð fannst mér hann farinn að dala, hafði hraðann og auga fyrir marki en ekki leiknina. Er svolítið svipaður Cisse að þessu leiti og finnst hann alls ekki sjálfsagður í enska landsliðið né Liverpool.
    Biðst afsökunar ef ég hef farið út fyrir e-ð ákveðið efni í greininni, pikkaði þennan punkt bara út frá ummælum. :confused:

  14. >en á meðan ég hugsa til þess með hryllingi að við vorum næstum því búnir að eyða 12-15m punda í Owen, rétt áður en hann meiddist í heilt ár, prísa ég mig sælan með að sami peningur fór frekar í kaupin á Crouch og Sissoko.

    Kannski erfitt að segja um hvort Owen hefði meiðst. Kannski væri hann í fullu formi að raða inn mörkum. Hver veit. Það var nú samt ekki púnkturinn. Ég er nú bara einfaldlega að tala um að Owen – ef væri í lagi – myndi alltaf vera betri leikmaður en Crouch.

    >Hvernig væri að við myndum snara út smá summu og kaupa piltinn. Þessi á eftir að verða heimsklassa.

    >Ha? Hvernig veistu?

    Ég veit nú bara ekkert um það frekar en aðrir um framtíðina. Ég byggi þetta nú bara á því litla sem ég hef séð til dreingsins. Mér finnst hann hafa allan pakkann. Fljótur, sterkur, grimmur og góður sóknarlega. Fannst hann til að mynda mjög góður á móti Liverpool.

    Áfram Liverpool!

  15. Ok, þú hefur þá horft á fleiri Man City leiki en ég Hössi. Mér fannst hann ágætur á móti Liverpool – tók ekkert sérstaklega eftir honum þrátt fyrir að maður hefði augað á honum í kjölfar talsins um England.

    >Kannski erfitt að segja um hvort Owen hefði meiðst.

    Auðvitað er ekki hægt að segja slíkt. En þetta er jú Michael Owen. Hann er ALLTAF meiddur. Það hlýtur að hafa áhrif á það hvort hann sé álitlegur kostur eður ei. Alveg einsog Newcastle vita að Kieron Dyer og Damien Duff eru ekki beinlínis byggðir úr stáli.

    Hins vegar þá stend ég við það að til dæmis fyrir enska landsliðið þá tel ég að Crouch sé betri kostur en Owen til að vera með Shrek.

Portsmouth á morgun

Bellamy saklaus!