Liverpool 1 – Manchester City 0

Jæja, okkar menn unnu enn einu sinni á heimavelli í dag. Liðið vann ágætis baráttusigur á Manchester City.

Meiðsli nokkurra manna í PSV leiknum gerðu það að verkum að Rafa Benitez þurfti að gera nokkrar breytingar. Og hann var nokkuð djarfur í dag og breytti algerlega um leikkerfi, setti þrjá miðverði aftast og spilaði svo með Riise og Finnan sem vængbakverði.

Reina

Hyypia – Agger – Carragher

Finnan – Gerrard – Zenden – Riise
Luis Garcia
Kuyt – Crouch

Liverpool var sterkara liðið nær allan leikinn. City menn lágu mjög aftarlega á vellinum og ætluðu greinilega að reyna að hanga á jafntefli. Liverpool menn voru með boltann nánast allan fyrri hálfleikinn, en sóknarleikurinn var oft einhæfur. Þetta var þó ágætt miðað við það að liðið var að spila annað leikkerfi en vanalega.

Liverpool liðið fékk þó tvö dauðafæri í fyrri hálfleik. Í því fyrra skaut Peter Crouch yfir eftir að Kuyt hafði skallað á hann og í seinna færinu var það Luis Garcia sem brenndi af í dauða, dauðafæri. Hann hafði tekið boltann niður frábærlega eftir sendingu frá Reina, en brenndi af á tveggja metra færi.

Í seinni hálfleik var þetta nokkuð svipað. City hélt áfram í vörn, en Sylvain Distin var gríðarlega sterkur í vörn City og tók flesta boltanna. Liverpool reyndu alltof mikið af háum boltum, sem Distin tók í nær öll skiptin.

Um miðjan seinni hálfleikinn kom svo besti kafli City manna. Garcia var skipt útaf og Benitez skipti í 4-4-2 og í framhaldi af því sóttu City menn meira. Það var svo þeirra næstbesti leikmaður, Joey Barton sem að gaf okkur markið. Hann gaf slæma sendingu aftur á varnarmann, en Kuyt barðist vel og náði að pikka boltanum á **Steven Gerrard**, sem kom á fleygiferð og dúndraði boltanum í hægra hornið. Einsog þulurinn á Skjá Sport sagði, þá verja menn einfaldlega ekki þessa bolta frá Gerrard.

Eftir þetta þá reyndu City menn að sækja, en Liverpool vörnin hélt þessu alveg og engin sérstök hætta skapaðist. Robbie Fowler kom inn fyrir Crouch og svo Bellamy inn fyrir Kuyt. Því miður kom Didi Hamann ekki inná og Liverpool aðdáendur púuðu á þegar að Pearce skipti einhverjum öðrum en honum inná.


**Maður leiksins**: Að mínu mati þá var það hinn skælbrosandi fyrirliði okkar **Steven Gerrard** sem á þá nafnbót skilið. Annan leikinn í röð, þá var það þetta extra frá honum sem náði að brjóta varnarmúr andstæðinganna.

Markið frá honum var frábært og í þau fáu skipti sem Steven Gerrard brosir, þá brosi ég líka. 🙂

Liverpool er núna 2 stigum frá þriðja sætinu. Við erum reyndar í 8. sæti einsog er, en munurinn á okkur og Portsmouth er einsog áður sagði bara 2 stig. Meistaratitillinn er kannski úr augsýn, en við eigum að mínu mati góða möguleika á að ná þriðja sætinu í vor.

Við eigum einmitt Portsmouth í deildinni á Anfield á miðvikudaginn. Svona líta næstu leikir út: Portsmouth (H), Wigan (Ú), Fulham (H), Charlton (Ú), Watford (H), Blackburn (Ú) áður en við förum svo á White Hart Lane 30. desember. Ef að fyrsti útisigurinn kemur ekki gegn Wigan eða Charlton, þá mun ég taka uppá einhverju svakalegu.

Ég lýsi því hér með að löng sigurganga Liverpool í ensku deildinni er hafin.

86 Comments

  1. við erum komnir í gang,að vinna man cyti með ekki okkar sterkustu menn er gott en framherjar okkar verða að fara að skora cyti voru sterkir fanst mér og fleirym sem sáu leikin en við vorum sterkari mér finst vanta að framherjar skjóti að marki en ekki að gefa boltan aftur,við skorum ekki nema að skjóta góða skemmtun um helgina

  2. Jæja enn einn vinnusigurinn á heimavelli, mikið djöfull reyna lið að spila ógeðslega leiðinlega þegar þau mæta á Anfield. Fyrst Reading svo PSV og núna Man City, gott fyrir okkur en leiðinlegt fyrir hlutlausa áhorfendur. 🙁
    Þetta er ég alltaf að tala um, að lið eigi vera skíthrædd við Liverpool. Þá vinnum við svona áreynslulausa sigra og getum sparað orkuna í leiki við toppliðin og erfiða útileiki.

    Ég hef lengi agiterað fyrir því að nota 3-5-2 af og til enda er það leikkerfi eins og sniðið fyrir núverandi leikmannahóp. Benitez gerði það loksins í dag og gekk eftir atvikum vel. Besti kafli Man City kom t.d. strax eftir að Rafa skipti yfir í 4-4-2. Mig grunar hálfpartinn að þetta hefði verið annar Middlesboro/Blackburn jafnteflisleikur ef við hefðum ekki sett aukamann á miðjuna.

    Hárrétt mat hjá Rafa Benitez í dag. Vissi af hraðanum á Vassell og Trabelsi og að 4 manna miðja Garcia-Zenden-Gerrard-Pennant væri ekki nógu sterk varnarlega. Mjög ánægður með kallinn.

    Einnig er maður ánægður með Gerrard, virðist hungraður þessa dagana og þá hefur hann þetta extra sem skapar alltaf mörk fyrr eða síðar.

    Góður vinnusigur, sýnir styrk að vera spila á hálfgerðu varaliði og vinna svona eftir að hafa átt evrópuleik í vikunni. Gott mál.

    Áfram Liverpool!

  3. Þvílík snilld. Ég sá ekki leikinn er er alveg svakalega ánægður með 3 stig. Til hamingju með þetta.

  4. Ég vissi að Liverpool myndi sigra, því ég var að vinna í dag, en ég sá best-of áðan á Skjásport2 … held ég. Anyhoo… það sem ég sá leist mér vel á og City er ekkert slorlið. Að vinna þá með ekki sitt sterkasta lið … er bara flott!

    Sá ekki betur en að Kuyt hafi barist vel og Gerrard góður, þó nokkur skot frá Garcia og einnig var sýnt frá sprettum Hyypia.

    Í stuttu máli: sigur er sigur! 3 stig í höfn! Til hamingju með þetta, Púllarar!

  5. Þokkalega ánægður með þetta, vorum asskoti brothættir eftir meiðslin og kom manni því verulega á óvart hversu öflugir við vorum og héldum City á skefjunum.

    Portsmouth næst og við á flottu róli!!!

  6. Ég er í skýjunum eftir leikinn í dag. Við þurfum einmitt á svona vinnusigrum að halda. Spila sóknarbolta og verjast eins og snillingar. Gera svo bara það sem þarf til…og ekkert meira.. 🙂

    Vörnin alveg frábær og mér fannst sjálftraustið skína af Reina. Lofar góðu.

    Það er dýrmætara en orð fá lýst að fyrirliðinn okkar skuli vera búinn að finna skotskóna. Og sjá hann brosa… :biggrin: Snilld.

    Mikið djöfulli er ég hrifinn af þessum strák Dirk Kuyt. Hann er sívinnandi. Þrjú mörk í tveimur leikjum og “Kát” á allar stoðsendingarnar. Magnað.

    Gott að sjá Garsia í ham. Hann gerir fullt af mistökum en um leið er hann svona x-factor í liðinu sem er alveg nauðsynlegt að hafa. Og það skemmtilega (en ergjandi þegar mistekst) við hann hvað hann er graður á markið.. hann tekur áhættu og það er bara í fínu lagi. Enda skorar hann stundum alveg stórkostleg mörk.

    Bjartir tímar framundan hjá Liverpool..við hífum okkur upp töfluna í rólegheitum.

    Áfram Liverpool…

  7. Þetta var fínn sigur. Ekki frábær, en fínn. Þrjú stigin skipta mestu máli og einnig að liðið komist aftur á beinu brautina í Úrvalsdeildinni en það skemmir ekki að liðið var að halda hreinu í þriðja leiknum sínum í röð.

    Markið var einnig mjög gott, þriðja stoðsending Kuyt í þessari viku og annar leikurinn í röð sem Stevie G skorar. Er hann ekki kominn með þrjú núna í síðustu sex leikjum eða eitthvað álíka? Allavega, risinn er vaknaður. 🙂

    Það sem stóð einna helst uppúr í þessum leik að mínu mati var samvinna þeirra Bolo Zenden og Gerrard. Zenden er enginn heimsklassamiðjumaður en hann stóð sig vel í dag og þaggaði vonandi niður í helstu gagnrýnisröddunum um sinn.

    Það sem stóð einna helst niðurúr í þessum leik var svo hlutverk City-manna í honum. Er hægt að vera varnarsinnaðri? En jú, svona varnarmúrar eru hluti af því að vera stórlið á heimavelli og það skiptir máli að menn geti brotið slíka múra á bak aftur. Það hefur nú tekist í tveimur leikjum í röð á Anfield og öllum nema tveimur heimaleikjum í vetur (Maccabi Haifa og Blackburn eru undantekningarnar). Næst: Portsmouth! 😉

  8. Pennant var góður… Eru menn ekki að sjá smá möguleika í honum í framtíðinni…..?

  9. Fínn leikur, Kuyt stórhættulegur jafnvel þó hann eigi ekki mörg (ef nokkur) skot á markið, Garcia yndislegur leikmaður kemur með þetta extra krydd, Gerrard farinn að brosa og ég hreinlega geri þá kröfu að hann spili að minnsta kosti svona vel í hvert skipti, hann er bara það góður að maður má gera háar kröfur, Pennant fannst mér koma með góða innkomu og síðast en ekki síst AGGER, þessi maður verður Anfield Legend ekkert minna. Er búinn að ákveða hvaða treyju ég ætla að fá mér á Anfield í vor (4. mars vs ManU :)) #5 Agger.

    Góða nótt félagar.

  10. Missum okkur í metnaðarleysinu…..

    Leikurinn var leiðinlegur, við lékum illa og fengum eitt færi í Leiknum utan marksins.

    Spil Liverpool manna er í svipuðum klassa og Man City. Ekki það að City sé alslæmt lið, en kommon við erum Liverpool. Við þykjumst ár hvert ætla að keppa um titla við þá stóru. En um miðbik móts fara heimasigrar á miðlungsliðum að verða þvílík hamingja.

    Hver er ástæða þessa. Jú lítið gleður vesælan. Við getum ekkert einsog staðan er í dag.

    Að tala um hálfgert varalið, það er nú með því fyndnara sem ég hef heyrt. Lið sem engin veit hvernig byrjunarliðið er nema að Gerrard byrjar sem og Reyna. Þá er það hreint hlægilegt að segja að hálfgert varalið hafi verið að leiká. Útaf því að Xabi sem hefur ekki getað SKÍT í allt ár var ekki með.

    Við erum að drukkna í annsi hreint djúpum polli meðalmennskunnar. Þjálfarinn stefnir á 1 stig á útivelli í hverjum leik, þrátt fyrir að andstæðingurinn eigi ekki einn leikmann sem kæmist í okkar lið.
    Við leikum illa, hreint fáranlega illa, boltanum milli manna miðað við að við erum félagið sem þekkt var fyrir PASS AND MOVE. Í dag er það slembilukka og svefnlyf sem notuð er í baráttunni um stigin.
    Við kaupum ár hvert samansafn af mönnum sem eru góðir leikmenn………..fyrir Bolton, Aston Villa og hugsanlega Everton. Það höfum við gert núna ár eftir ár. Erum við komnir á þann stall?

    Mér leiðist þetta fokking metnaðarleysi. Kaupum Shaun Wright í vetur, og svo bakverði sem geta sótt. Seljum þennan HÖRMULEGA norðmann og förum að spila fótbolta, jafnvel líka í sókn!!!!
    Framtíðin gæti allaveganna ekki orðið verri en nútíðin, eða hvað?

  11. Bæði gott og slæmt. Gott var innkoma Pennants og frammistaða Aggers og Kuyt. Slæmt eins og Þórður bendir á að spil liðsins er engan veginn í topp-gæðaflokki. Engin afsökun þó 1-4 séu meiddir. Carragher var í tómu tjóni allan leikinn.

    Í raun enn einn hundleiðinlegur leikur fyrir utan markið og úrslitin. Ef Barton og Trabelsi hefðu ekki verið í City hefði ég hraunað yfir metnaðarleysi þeirra en þeir létu okkar menn líta bara meðalvel út. En það er þó kominn séns að hífa sig ofar og vonandi verður af því.

  12. Veit ekki hvort Þórður hafi verið að fylgjast með umræðunum hérna á blogginu síðustu daga. Mér finnst allt í lagi að taka undir þá ósk sumra að gleðjast yfir því sem hægt er að gleðjast og fókusa ekki á neikvæða hluti!

    Sigur er sigur, hvort sem hann er á miðlungsliði, lélegu liði eða toppliði. Með fleiri sigrum kemur meiri leikgleði og sjálfstraust – held að Þórður og fleiri ættu að kíkja á það.

    Ég hef sjálfur verið í gagnrýniskantinum stundum og kvartað yfir spilamennskunni, en það að saka Rafa um það að stefna á 1 stig í útileik er bara fáránleg vitleysa! Liverpool er stórlið en hefur alltaf átt sinn dapra tíma á leiktímabilinu – því miður reynist þetta árlegt og er alltof langt, sem gerir það að verkum að baráttan um titil verður vonlítil mjög snemma.

    En það þýðir ekki að þjálfarinn sé að stefna á 1 stig á útivöllum! Og heldur einhver virkilega því fram að Shaun-Wright sé einhver bjargvaldur, er hann “svarið” við metnaðarleysi!!?? Ekki sé ég að hann gæti breytt miklu. Það sem mest hefur vantað er karakter og sjálfstraust … ég vil trúa því að með sigrum eins og þessum sé það á góðri leið.

    Ég skal veðja við Þórð og hvern sem er að við munum enda ofar en lið eins og Bolton, þrátt fyrir að þetta lið hafi bæði unnið okkur og Arsenal (two of the big four!) með tveggja marka mun. Jú, Bolton spilar leiðinlegan fótbolta, en þrátt fyrir að sigrar á stóru liðunum séu frábærir – þá er nauðsynlegt að vinna “litlu” leikina líka!!!!!

    Og af hverju í fj…. á maður ekki að gleðjast yfir því að vinna “meðalmennskulið”????

    “Slembilukka og svefnmeðal…” Þessir meðalmenn sem Þórður talar um að við kaupum (eða ýjar að því að þetta séu þannig menn) ár eftir ár hafa margir hverjir reynst okkur vel. Eða var tímabilið í fyrra sem sagt algjör meðalmennska? Hvað er langt síðan að við fengum 82 stig eftir heilt síson?

  13. >Í raun enn einn hundleiðinlegur leikur fyrir utan markið og úrslitin.

    Ég hvet menn í lok tímabilsins að skoða leiki Man City gegn Arsenal, MAn U og Chelsea og skoða hvort einhver af þeim leikjum hafi verið sérstaklega skemmtilegur.

    Ég ætla að láta einsog ég hafi ekki séð þessi ummæli Þórðar, því ég nenni einfaldlega ekki útí þessa umræðu.

    >Og heldur einhver virkilega því fram að Shaun-Wright sé einhver bjargvaldur

    Og þið neikvæðu menn, berið saman hvernig Liverpool lék gegn Bolton og hvernig Arsenal lék Bolton. Bæði Liverpool og Arsenal töpuðu, en það er enginn vafi á því hvort liðið lék betra gegn hundleiðinlegu liði Bolton. Liverpool átti skilið að vinna Bolton, en Arsenal átti skilið að tapa.
    Nákvæmlega!!!! Þetta var svo glórulaust að ég veit varla hvar ég á að byrja, þannig að ég sleppi því bara að byrja.

    Klukkan er hálf sex.

  14. Jæja þá er klukkan orðin sex. Wenger vill meina að Arsenal hefðu átt að vinna… Ég er ekki viss um að þér (Einar) sé treystandi til að dæma um það hvorir hafi átt betri leik gegn Bolton, Arsenal eða Liverpool.
    Annars er ég sammála jákvæða væng spjallsins hér um að vera svolítið uppbyggjandi enda margt gott að gerast hjá liðinu sem kann ekki að byrja season.

  15. Góður sigur og þrjú stig í hús. Leikurinn samt leiðinlegur eins og alltaf þegar lið leggjast í 11 manna vörn. Mér fannst okkar menn frekar ráðalitlir í þeirri stöðu enda er það óleyst í knattspyrnufræðunum hvernig á að vinna svoleiðis leiki. Það er oftst slembilukka og 11 manna vörnin gerir að lokum einhvber mistök. En þetta hafðist og það er fínt. Þórður hefur ýmislegt til síns máls en gleðjumst yfir sigrinum og látum annað liggj milli hluta. 🙂

  16. Þórður sagði:

    >”Framtíðin gæti allaveganna ekki orðið verri en nútíðin, eða hvað?”

    Erum við að horfa á sama tímabil? Manstu hvernig liðið lék undir stjórn Graeme Souness, eða undir lok tíma Houllier hjá félaginu? Ef það þarf að rifja það upp fyrir þér, þá er svarið JÁ, framtíðin gæti orðið töluvert verri en nútíðin. Við unnum riðilinn okkar í Meistaradeildinni og erum þremur stigum frá þriðja sætinu. Vissulega hefur liðið valdið vonbrigðum í deildinni og er úr leik í baráttunni um titilinn, en ég trúi því fyllilega að liðið geti samt sem áður tryggt sér allavega þriðja sætið og farið langt í Evrópu. Það er kannski ekki ástæða til að tapa sér úr gleði, en það er heldur engin ástæða til að tapa sér í þunglyndi.

    Hvað hina punktana þína varðar langar mig að benda á eftirfarandi:

    * Ertu að leggja til að leikmaður sem hefur setið á bekknum í tvö ár hjá Chelsea og er með 0% sjálfstraust og 5% leikform sé rétti maðurinn til að gera Liverpool að sóknarafli?

    * Markahæsti sóknarbakvörður þessa áratugar í ensku Úrvalsdeildinni? Hver skyldi það vera? Ég skal svara þessu fyrir þig: hann er norskur, rauðhærður og einfættur. Riise hefur sína galla en hann hefur líka sína kosti og að segja að hann sé “HÖRMULEGUR” er einfaldlega ósanngjarnt.

    * City lágu með ellefu menn í vörn á útivelli. Þegar Liverpool fer að nota sömu taktík getum við talað um að þetta séu lið á svipuðu leveli. Liverpool hefur í vetur farið í alla útileiki til að reyna að stjórna spilinu, vinna miðjubaráttuna og innbyrða sigur. Það hefur bara gengið dæmalaust illa í deildinni, en þótt liðið hafi tapað oft á útivelli er óþarfi að ljúga því að liðið spili varnarsinnað.

    * Reyna er miðjumaður hjá Man City. Reina er markvörður Liverpool. Þetta getur varla verið flókið, er það?

    * Arsenal spila ofboðslega fallegan og skemmtilegan sóknarbolta. Chelsea spila þéttan, stífan og frekar leiðinlegan leik sem byggist upp á að fá engin mörk á sig og nýta þau föstu leikatriði sem bjóðast til fulls. Munurinn á þessum liðum? Svona tíu stig í deildinni … og það eru Chelsea sem eru ofar. Lesist: léttleikandi fótbolti er EKKI það sama og árangur á knattspyrnuvelli! Auðvitað stefna öll stóru liðin að því að ná að spila vel í hverjum leik og skora fleiri en eitt mark, en ég vill frekar vinna stöðugan og öruggan 1-0 sigur en að tapa 3-1 eins og Arsenal gerðu gegn Bolton í gær.

    * Hey já, Arsenal töpuðu gegn Bolton í gær. Djöfull geta þeir ekkert, metnaðarleysið í að kaupa menn eins og Fabregas, Hleb og Baptista er algjört, vörnin þeirra er hriplek og þjálfarinn (sem er útlendingur) hefur ekkert erindi í hina fluggáfuðu ensku knattspyrnu! Rekum Wenger! Seljum ALLA! Sviptum fyrirliðabandinu af Henry! Af hverju var Ashley Cole seldur!?!? ARGH!?!?!?!?!?!

    Mínir menn unnu í gær. Yfir því gleðst ég, sigri liðsins sem ég vill að sigri í leikjum. Það er það sem stuðningsmenn gera. 🙂

  17. Við höfum oft átt í vandræðum með þessa leiki sem eru strax eftir leik í meistaradeildinni og þessi var í sjálfu sér enginn undantekning.

    Þetta var einfaldlega vinnusigur, Man City pakkaði í vörn þangað til Gerrard skoraði.
    City menn lögðu gríðarlega miklu vinnu í að loka öllum miðjusvæðum og settu Micah Ricards inná miðjuna og nánast límdu hann á Gerrard. Þetta er ástæðan fyrir því að við sáum Agger & Hyypia taka hverja löngu sendinguna fram á Crouch & Kuyt. Þessar sendingar voru svo flestir hverjar léttur matur fyrir Dunne & Distin.

  18. Svakalega er ég ánægður með þig KRISTJÁN ATLI. Takk fyrir þessa punkta og fl.

    Áfram Liverpool

    Mér er nokk sama hvort menn eru fúlir yfir töpum og lélegu spili okkar manna en mér er ekki sama þegar að við VINNUM, að menn í okkar RÖÐUM skuli drulla yfir liðið OKKAR, þótt við vinnum, ekki sanngjarnt þegar 1+1+1 stig koma í hús, með öðrum orðum þegar 3 stig koma í einum og sama pakkanum.

    …nú er klukkan 11.40 í danaveldi og þar er bara gott að vera þessa stundina, enginn snjór eða kuldi.

    Góðar stundir og AVANTI LIVERPOOOOOOOOOOOOOOOOL

  19. Býr Zenden yfir einhverjum kostum?

    Zenden kann ekki ad senda boltann, hvorki stutt á næsta mann eða lengri bolta. Hann reynir oftast nær erfiðari leiðir með boltann umfram þær augljósu. Oft reynir hann að stinga boltanum í gegnum nokkra mótherja og þá eina helst svo fastan bolta að samherjinn sem á að fá sendinguna getur átt í miklum erfiðleikum með að taka á móti boltanum. Sérstaklega í ljósi þess að hann er með tvo menn í bakinu.

    Zenden má svo sem eiga það að hann hleypur um völlinn ,geltandi, eins og íslenskur fjárhundur. Málið er bara það að allir vita að blessaður drengurinn getur ekki unnið tæklingu. Geltir en bítur ekki frá sér.

    Kannski munu menn benda á hið mikla sjálfsöryggi sem Zenden býr yfir. Það hvu rétt að drengurinn virkar, svo síður sé með minnimáttarkennd. Þetta er hið allra versta því þegar þú ert með leikmann sem EKKI getur: varist né tæklað, sent boltann á samherja,SPILAÐ FÓTBOLTA en þjáist af napóleonheilkennum og reynir að gera allt sem hann ræður ekki við.

    Kristján Atli sendi inn

    “Það sem stóð einna helst uppúr í þessum leik að mínu mati var samvinna þeirra Bolo Zenden og Gerrard. Zenden er enginn heimsklassamiðjumaður en hann stóð sig vel í dag og þaggaði vonandi niður í helstu gagnrýnisröddunum um sinn”

    Veit ekki hvaða leik þú varst að horfa á Kristján minn

    Góðar stundir

  20. eg tek undir með kristjáni atla zenden stóð sig vel í gær jú hann gerði mistök en það gerði gerrard líka og fleiri, en zenden er að spila á miðjuni og gerir betur en gerrard á kantinum, sem sagt þegar menn spila ekki sínar stöður þá ja dæmi hver fyrir sig, en 3 stig það er númer 1 já það hefur aldrei verið gott að hafa hund sem bítur….skjótann

  21. hundur sem bítur ekki á að spila körfubolta. Sammála gamla, Agga og fleirum um Zenden. Getur ekki blautann.

  22. og hina á að skjóta zenden er ágætur og á eftir að standa sig betur þettað er að koma hjá LIV

  23. >Ég er ekki viss um að þér (Einar) sé treystandi til að dæma um það hvorir hafi átt betri leik gegn Bolton, Arsenal eða Liverpool.

    Ég var ekkert að segja að ég sé alvitur. En einsog ég sá þetta, þá yfirspilaði Liverpool þetta Bolton lið þangað til að það var dæmd kjaftæðisaukaspyrna á Reina og Bolton skoruðu. Liverpool hélt svo áfram að sækja og Bolton skoruðu úr einu sókninni sinni.

    Bolton í gær var hins vegar að *mínu mati* miklu betra en Arsenal. Lehmann varði oft ótrúlega frá þeim.

    Og Bolo Zenden er miðjumaður **númer fjögur** hjá Liverpool. Það er einfaldlega ekki hægt að ætlast til að maður, sem kemur inní liðið þegar að tveir miðjumenn eru meiddir, sé einhver stórstjarna.

  24. Af hverju þurfa menn alltaf að benda á það neikvæða í hverjum leik. Við unnum og það lið sem átti að vinna. Þannig hefur það ekki alltaf verið í gegn um tíðina og því er þetta skref í rétta átt. Ef við hættum að tapa stigum gegn litlu liðunum þá erum við strax nærri toppliðunum.

    Það kemur miklu meira út úr hinu jákvæða en hinu neikvæða.

    Já og eins og Einar sagði þá er Zenden fjórði miðjumaðurinn okkar og kantmaður að upplagi, svo að þó hann geri mistök þá só vott, við töpuðum ekki á því.

  25. Ég er kannski dálítið grunnur, en ég skil ekki hvað Einar var að segja þegar hann kvótaði í mig – nema það sé orðið “bjargvaldur” sem vissulega átti að vera “bjargvættur” 🙂 en ef það var eitthvað annað, þá væri gott að vita það.

  26. Þess má geta að það var Hyypia sem átti sendinguna á Garcia þegar hann fékk dauða, dauðafærið en ekki Reins eins og stendur í leikskýrslunni 🙂

    Annars góður sigur !

  27. Æji, þetta kom asnalega út hjá mér Doddi, enda var ég ofurölvi þegar ég skrifaði þetta. Fannst af einhverjum undarlegum ástæðum tilefni til þess að kíkja á Liverpool bloggið eftir að ég kom heim af djamminu. 🙂

    En ég ætlaði einhvern veginn að koma því frá mér að ég var alveg sammála þér varðandi SWP. Get ekki skilið hvernig menn sjá hann sem einhverm bjargvætt.

  28. Heldur vill ég sjá einhvern ungann tittling fá tækifæri en Zenden.

    Frekar fá Agger inn sem DM. Hann getur allavegna varið vörnina og skilað boltanum frá sér.

    og annað Elías Már minn, Zenden er ekki kantmaður af upplægi. Getur ekki rassgat þar frekar en annarsstaðar á vellinum. Getur ekki einu sinni haldið sér út á kantinum, leitar inni á miðju og gefur ítrekað sendingar út á vinstri kantinn þar sem enginn er því hann er að senda á sjálfan sig..

    4 miðjumaður og væntingar…. ef hinn ungi miðjumaður er ekki í hópum okkar er það ákveðið áhyggjuefni að einmitt nú, þegar meiðsli eru hjá okkur og ekki möguleiki á því að vinna deildina, séu ungir menn ekki að fá dýrmæta leikreynslu.

    Hugsanlega ættu við að sækja danny murphy heim aftur. Maður með reynslu og er partur af og þekkir sögu klúbbsins. 4 miðjumaður og samkeppni við Pennant um h-kantinn í sama manni. Fær ekkert að spila með tottenham og væru þeir glaðir að losa hann af launaskrá og selja fyrir um 2 m. punda.

    góðar stundir

  29. >Fær ekkert að spila með tottenham og væru þeir glaðir að losa hann af launaskrá og selja fyrir um 2 m. punda.

    AF hverju í ANDSKOTANUM ættum við að kaupa leikmenn, sem komast ekki í lið hjá Tottenham?

  30. gefur auka breidd og er ágætisleikmaður og Rafa myndi fá meira út úr honum en Jol. Það er ekki eins og momo hafi verið fastamaður hjá Valencia, ekki að ég sé að líka þeim saman að eiginleikum. Annars vísa ég í dálkinn hér fyrir ofan.

    Veit ekki afhverju ég er að svara þessu

    góðar stundir

  31. Ég ætla nú ekki að falla í neinn forarpytt hérna og hrauna yfir okkar menn. Ég vil þó benda á nokkra punkta.

    Hvernig fá menn það út að við séum að spila á einhverju varaliði? Í vörninni eru þrír hafsentar sem hafa skipt á milli sín leikjum það sem af er vetri. Bakverðirnir okkar eru þeir sömu og hafa ávallt verið. Zenden kemur svo inn sem er vissulega varamaður en það er eini maðurinn sem hægt er að kalla varamann eins og staðan er í dag. Garcia, Kuyt, Crouch og Gerrard eru allt leikmenn sem spila meira og minna. Frekar fíflalegt að vera að tala um eitthvað varalið.

    Og í þokkabót á stórlið eins og Liverpool að geta verið án einhverra manna og unnið lið eins og Man.City! Við eigum að vera með breidd, þeir eiga að þurfa að hafa áyggjur ef þeir missa 1-2 leikmenn.

    Ég er áhugamaður um góða knattspyrnu ásamt því að vera stuðningsmaður Liverpool. Það er oft sem ber á því að liðið spilar ekki nægilega góða knattspyrnu. Um það verður ekki deilt. Aftur á móti getur liðið oft átt flottar sóknarlotur og ég vill sjá þeim fjölga. Við dettum alltof mikið niður inn á milli og það er okkar galli. Sigur á liðum í neðri hlutanum á heimavelli eru einfaldlega skyldusigrar hjá liði eins og Liverpool og því ekkert óeðlilegt að menn setji smá kröfur á liðið.

    Benitez hefur gert góða hluti, landað titlum og tímabilið í fyrra var afar gott. 82 stig er mjög góður árangur. En það þýðir ekki endalaust fyrir okkur og hann að benda á árangurinn í fyrra. Við þurfum að taka framförum og framfarirnar í ár hafa ekki verið til staðar, því ver og miður. Þegar á hólminn er komið þá vil ég meina að við höfum ekki yfir að ráða eins sterkum leikmannahóp og Arsenal, Chelsea og Man.Utd. Leikmenn eins og Finnan, Riise og jafnvel Hyypia eru ekki lengar á þeim kalíber að geta talist byrjunarmenn í toppliði á Englandi.

    Finnan er “solid” varnarlega en við þurfum mann sem gefur okkur eitthvað extra, bæði í vörn og sókn. Riise finnst mér bara almennt ekki góður leikmaður, skilar bolta illa frá sér og sendingageta mannsins er slök. Hann getur nú reyndar skotið inn á milli. Hyypia hefur gert frábæra hluti fyrir klúbbinn en hann hefur dalað.

    Þetta eru nú bara smá skoðanir á þessu. Liðið getur spilað góðan fótbolta en góðu köflunum í okkar leikjum þarf að fjölga! Svo finnst mér afar skrýtið þegar menn koma með yfirlýsingar eins og Einar Örn í greininni um leikinn. “Löng sigurganga hafin”. Menn sögðu það sama eftir þrjá sigurleiki um daginn og alltaf gera menn þetta eftir sigurleiki. Eins og staðan er í dag þá er ljóst að menn þrufa að hugsa einn leik fram í tímann. Njóta hvers sigurleiks og vona að liðið taki framförum með hverjum leiknum.

    Vil annars þakka fyrir flotta síðu, góðar umfjallanir um leiki og líflegar umræður.

  32. >Svo finnst mér afar skrýtið þegar menn koma með yfirlýsingar eins og Einar Örn í greininni um leikinn. “Löng sigurganga hafin”

    Af hverju? Af því að við höfðum rangt fyrir okkur áður varðandi spár, þýðir það að við getum ekki leyft okkur að spá aftur?

    Ég sagði það í fyrra þegar ég horfði á leikjaprógrammið að ég gæti séð Liverpool vinna 10 leiki í röð. Sem þeir og gerðu. Ég sé einfaldlega ekki af hverju það ætti ekki að geta gerst líka núna.

    Enda er ég bjartsýnn og lífgslaður einstaklingur að eðlisfari.

  33. Auðvitað mega menn spá, ekkert að því. En það sem mér fannst skrýtið var tímasetningin. Var eitthvað í þessum leik sem bendir til þess að við séum að fara að ganga inn í “langa sigurgöngu”?

    Eða ertu einfaldlega að byggja á leikjaprógramminu?

    Ég er ekki með nein leiðindi, finnst þetta bara alltaf jafn furðulegt. Mitt mottó er einn leikur í einu og ég er líka talinn bjartsýnn og lífsglaður einstaklingur að eðlisfari:)

  34. Fyrsta helgin í langan tíma þar sem við náum þremur stigum en manutd, Arsenal og Chelsea ná ekki þremur stigum. Það er skemmtilegt.

    Mér er andskotans sama hvernig liðið spilar. Ég gleðst yfir því að landa sigri – á endanum er það það eina sem telur.

  35. Sælir að nýju.

    Ljóst er að með skrifum mínum hefur mörgu aumu hjarta verð velgt vel undir uggum. Ljóst má vera að meðalmennskan nær ekki bara yfir knattvöllinn sjálfan heldur alla leið til íslands.

    Kristján Atli fer mikinn í umfjöllun sinni. Hann er mér ekki sammála raunar er hann mér algerlega ósammála.

    Ég verð að fá að nýða skrif ágæts Kristjáns Atla um fallegt félag í niðurníðslu í henni evrópu. Nánar tiltekið í Liverpool borg.

    ekki kann ég að setja svona innskot úr annari grein, og nenni því ekki heldur. Því svara ég hér fullum hálsi samkvæmt röð þeim punktum sem K.A ritaði.

    1. Ég man ekki til þess að hafa hugsað, Shaun Wright er lausn allra vandamála Liverpool. Meira að segja Jón Ríse myndi gefa á samherja ef hann væri í okkar röðum. Ég man ekki einum sinni til þess að hafa ritað það. Það sem meira er, ég lagði bara til að hann yrði keyptur. Ég spyr kæmist hann ekki í liðið hjá okkur?

    2. Þessi umræddi norðmaður er máski markahæsti bakvörður deildarinnar fyrr eða síðar, en með slökustu skotnýtingu í sögu heimsins. Hann kann að hafa hitt fallega á mark- en það er milli 45 skota sem hafa farið yfir þakið á stúkunni, 34 skota sem fóru í fulla vörubílstjóra og verkamenn í stúkunni. Að ógleymdum 4 tilraunum í myndartökumann TV2 í noregi og 24 tilraunum sem fóru í innkast. Öll skotin eru tekin af rúmlega 40 metra færi þegar 7 samherjar hans eru dauðafríir. Oft þegar mikið liggur við og við þurfum að sækja.
    Að þessu undaskildu, ef vera skildi að þér þyki það ekki nóg þá eru 14 stuttar sendingar á mótherja gegn einni á samherja-toppleikur hjá þeim rauða.
    fyrirgjafir skal ég þó viðurkenna að eru í algerum sérflokki. Því engin hefur skilað sér fyrir það sem af er tímabili!
    En það er rétt hjá þér K.A ég notaði kannski ekki rétt orð um þennan ágæta pilt. Hann er ekki HÖRMULEGUR. Ég biðst innilega afsökunnar á þeim ummælum, því hann er svo mikið lélegri en það að þetta var móðgun við þá leikmenn sem sannlega eru HÖRMULEGIR.

    City lágu í vörn með ellefu menn segir þú allan tímann! Ég hlýt að vera byrjaður að drekka, nota eitulyf og hættur í vinnunni. Ég sá ekki betur en þær væru að fara skora þarna tvívegis, en hurð skall nærri hælum. Þau skot komu ekki frá miðju og enn síður úr eigin vítateig. Lágu City ekki í vörn einsog íslenska landsliðið gerði á arum áður, lágu ekki í vörn einsog Liverpool undir stjórn Houllier um árið, og lágu ekki í vörn einsog Víkingur Ólafsvík gerir á íslandi.
    Ef þeir voru svona hrikalega varnalega sinnarði hvernig fengu þeir 2 horn og afhverju náðu Liverpool heilum 6 skotum að marki???????? Já er von að maður spyrji sig. Það að halda því fram að öll lið komi á Anfield séu að pakka í vörn vegna þess að við leikum svo afspyrnu illa, er klár raunveruleikaflótti, sjálfsblekking og í raun bara lýgi. Málið er að Liverpool leikur leiðinlega knattspyrnu, spilar hægt og hugmyndasnautt og hræddir við að sækja mikinn(sbr að bakverðir taka of lítinn þátt í sóknarleiknum).
    En þú bætir gráu ofan á svart og pissar yfir það. Segir að Liverpool hafi farið á útivelli í vetur til að stjórna leikjum. Til að vinna og til að spila góðan bolta. Þú hlýtur að vera með sjóngalla, ef ekki þá varst þú sennilega ekki þátttakandi á nokkru stigi á þessum undursamlega leik-knattspyrnu. Liverpool leikur fyrst og fremst varkárann bolta á útivöllu. Taka enga sénsa, og áhættur eru af skornum skammti. Þær fáu sóknarlotur sem gleðja augað heimafyrir, eru skildar eftir í vítateigum Anfield vallar og spilið snýst um 1 stig og ekki nokkuð annað. En það stig kemur of sjaldan. Líkt og hjá öllum þeim liðum sem stefna á jafntefli- yfirleitt endar það með tapi.
    En ætlar þú semsé að reyna að telja mér trú um að Liverpool spili sóknarsinnað? Ætlar þú að væna mig um lygar, þegar ég segi aðeins það sem ég sé.
    Kristjá Atli hvur sem þú ert, hvar sem þú ert, ef Liverpool er að spila sóknarbolta hvað eru Arsenal, Man Utd og Barcelona að gera????

    Varðandi næsta atriði. Hvort Reina er skrifað Reyna eða Reina. Er hlægilegur punktur. Hvað kemur það knattspyrnu við hvernig nafn hans er ritað. Veist þú svona mikið um knattspyrnu vegna þess að þú ritar nafn hans rétt??? Eða vegna þess að þú kannt öll númer leikmanna utan af. Vegna þess að þú veist hvaðan þeir koma, hverjum þeir léku með síðast og hver konan þeirra er. Eða snýst þetta allt um réttritun. Er vandamál Liverpool falið í að senda menn á réttritunarnámskeið? Eða ákvaðstu að draga upp menntahrokann og reyna að rægja þann mann sem vill ekki trúa þér og eða er ósámmalega þér um heimsku?
    Ertu kannski að reyna að sama skapi að upphefja sjálfan þig með því að finna villur í málfari annara. Já elsku vinur, sá yðar er syndlaus er kasti fyrsta steininum. Fari það kolað og lengra ef möguleiki er á, mér er sama, raunar skítsama hvernig nöfn þessara manna eru skrifuð, enda er það málinu óviðkomandi.

    Ein ummæli þín verð ég að fjölrita, og setja hér niður að nýju:

    léttleikandi fótbolti er EKKI það sama og árangur á knattspyrnuvelli!

    Mætti ég þá biðja um annað af þessu tvennu, árangur eða fallega knattspyrnu????????
    Því hvorugt fæ ég að sjá í dag. Eg gæti sætt mig við að vera Arsenal maður í þessari stöðu sem þeir leika í dag. Ekki nógu mörg stig en skemmtileg knattspyrna. Ég gæti sætt við að vera Chelski maður- ekkert spes knattspyrna en mörg mörg stig. En að vera hvorugt er Ömrulegt. Og já svo það komi fram vil ég fallegan fótbolta umfram allt.

    Og að lokum. Þinn síðasti punktur er hróplega slakur. Hleb er til að mynda frábær leikmaður sem og Fabregas. Það sem meira er þeir verða jafnvel enn betri þá einkum Fabregas. Þeir falla vel að liði sem leikur skemmtilegan bolta, og Arsenal leika knattspyrnu fram í fingurgóma. Tap eða sigur er atriði en að skemmta sér við að horfa á lið sitt spila er líka stórt atriði. Að horfa á liðið leika stjörnuvel á milli sín og geta gengið hnarreistur um götur og torg því liðið leikur sóknarbolta, það er e-h. Að tapa hægri og vinstri. Spila leiðinlegan bolta og fá ekkert útúr því er aftur ekki jafn uppörvandi. Ég gæti sætt mig við að við værum í stöðu Arsenal fótboltalega séð.
    Að auki snérist grein mín ekki um að reka þjálfarann, og metnaðarleysi þegar kæmi að þvi að selja leikmenn. Við höfum lítið getað selt sem e-h getur. Því við eigum svo lítið sem e-h getur.

    Okkar menn unnu leikinn, það er ekki sjálfgefið sama hver andstæðingurinn er. En ef ég ætla að ræna sleikjó af smábarni og misstekst myndi ég ekki segja nokkrum manni frá því. Að stela sleikju á smábarni ætti að vera auðvelt, en barnið er svo frekt og ver sleikjóinn með kjafti og klóm svo ég rétt náði að smakka áður en hann hrifsaði hann að nýju. En ég gleðst, ég fékk smakk af slefugum sleikju smábarns með hor í nös.

    FOWLER að eilífu AMEN.

  36. Þórður..þetta er besta comment sem ég hef séð á þessari síðu. Spurning um að prenta það út og innramma :biggrin:

    Gæti ekki verið meira sammála og punktur tvö er svo fyndinn. Var einmitt að segja þetta við Skara á liverpool.is spjallinu, en enginn eða amk fáir skildu mig. Gott að einhver sér þetta og hvað Liverpool spila hörmulegan, tilviljanakenndan bolta :confused: 😡

    YNWA!

  37. Heyr Heyr….

    Þórður hefur að mínu viti algjörlega hitt naglann á höfuðið. ÞESSI PISTILL ER SNILLD !!!

    Ekki bara að þessi pistill er hin mesta skemmtun yfirlestrar, heldur finnst mér hann vera mjög málefnalegur og koma sínum rökum virkilega vel til skila. Hann bendir á svipaða punkta og ég gerði sjálfur eftir leikinn á móti PSV, sem sumum hérna þótti ekki viðeigandi eftir að liðið hafði unnið leik!!! Þó að liðið sé að vinna leiki þá finnst mér bara vanta svo mikið uppá….

    Þórður, ég er sammála þér að lang mestu leyti!

    Eitt enn langar mig að nefna við lesendur og stjórnendur þessarar síðu. Mér finnst oft eins og lesendur hér og þá náttúrulega þeir sem skrifa ummæli, séu einum of fókuseraðir á skoðanir pistlahöfunda og þeirra upplifun á leikjum eða þeim málefnum sem þeir eru að skrifa um í það og það skiptið. Þá er ég að meina það að þessir ágætu menn sem skrifa aðalpistlana eru að ég held bara Liverpool menn eins og við allir. Það er ekkert sem segir að við þurfum að velta okkur svona mikið upp úr þeirra skoðunum á hlutunum. Mér finnst oft aðalmálið í ummælunum vera hverjir eru sammála og hverjir ósammála því sem kemur fram í pilstlinum, og svo færa menn misgóð rök fyrir því. Oft má jafnvel segja að menn séu farnir að rífast við stjórnendur síðunnar og þá fær maður stundum á tilfinninguna að það eigi helst allir að vera sammála þeim.

    Ég var til dæmis farinn að standa mig að því skoðanir mínar á leikjum liðsins og leikmönnum voru farnar að litast af því sem þeir skrifuðu í pistla sína. Ég held að ég hafi álíka mikið vit á fótbolta og þessir menn og ætla því ekki að láta skoðanir þeirra hafa áhrif á mínar, heldur koma frekar hingað inn til að fá mismunandi sjónarmið frá öðrum Liverpool mönnum. Ég held að við ættum að vera málefnalegri og opnari með okkar eigin skoðanir á hlutnum, ekki einblína um of á jákvæðar eða neikvæðar skoðanir stjórnenda síðunnar.

    Þessi skrif mín eiga alls ekki að vera einhver óhróður við stjórnendur síðunnar ef einhver tekur þeim þannig, þvert á móti. Þeir eru flest allir virkilega skemmtilegir pistlahöfundar og ég hef mjög gaman að því að lesa pistlana þeirra, þó ég sé þeim ekki alltaf sammála.

    Góðar stundir!

  38. Persónulega finnst mér grátlegt ef Atla hefur einhvern tíma fundist að stjórnendur síðunnar séu í rökræðum og þá eigi allir að vera sammála þeim. Hér hefur MARGOFT komið fram að stjórnendur síðunnar og pistlahöfundar skrifa sín komment og svo er brugðist við þeim. Menn “deila” fram og aftur en aldrei hefur nokkur hérna haldið því fram að HANS skoðanir séu þær einu réttu.

    Þórður hraunar yfir skrif Kristjáns Atla og ég geri ráð fyrir að hann svari fyrir sig sjálfur. En þegar talað er um að lið pakki í ellefu manna vörn, þá veistu vel að það er ekki verið að meina það bókstaflega.

    Og mér finnst pistill Þórðar ekki einu sinni fyndinn. – Nokkrum punktum hefur hann t.d. ekki svarað: hvað hefur SWP sýnt sem gerir hann að byrjunarliðsmanni hjá Liverpool? Þegar þú segir að þér leiðist þetta metnaðarleysi og segir svo strax á eftir “Kaupum SWP…” þá þarf ekki stærðfræðing til að leggja saman 2+2 til að sjá hvað er verið að ýja að. – Og þrátt fyrir að ég sé sammála um hræðilegan árangur okkar á útivelli í vetur, hvernig getur þú verið svo rosalega “bright” og haldið því fram að Liverpool sé að spila upp á jafntefli í öllum útileikjum? Það að spila varfærnislega er ekki það sama og að spila upp á eitt stig. Ég þori að veðja við þig, ef við nokkurn tíma gætum komist að því, að Rafa er EKKI á æfingum með sínum mönnum segjandi: “Hey guys, let’s not try to win this game. Let’s just aim for a draw…”

    Já, ég hef verið ósáttur við margt, en ég er þannig af vilja gerður að ég vil reyna oftar að sjá ljósið í myrkrinu. Og fyrst Þórður er svona rosalega hrifinn af spilamennsku Arsenik… af hverju heldur hann þá ekki með þeim?? Fannst þér virkilega Liverpool vera lakara liðið á móti Bolton þegar það tapaði 2:0? Fannst þér Arsenal vera betra liðið þegar það tapaði á móti Bolton 3:1? Fyrst þú vilt fallegan fótbolta umfram allt, þá væri þér sama sem sagt þótt Liverpool myndi spila unaðsfagran fótbolta en tapa alltaf? Sem áhangandi spyr ég alltaf að leikslokum. Á leiðinni þangað mun ég kvarta og hrósa, en eins og staðan er í dag, þá munar ekki nema einu stigi á Arse og Liverpool, og þegar feita konan syngur í vor … þá gæti það vel verið að við yrðum ofar en Arse… en Þórður yrði ekki ánægður – hann væri hrifnari af Arsenik af því þeir spiluðu svo skemmtilega, en Liverpool með fleiri stig væru leiðinlegir … og með of fá stig.

    Ólafur var sennilega með besta og skýrasta kommentið hérna: “Ég gleðst yfir því að landa sigri – á endanum er það eina sem telur.” – Einmitt!!! Við mættum alveg gleðjast meira yfir þeim stigum sem við erum að fá. Middlesborough vinnur Chelsea, Bolton vinnur okkur og Arsenal, Tottenham vinnur Chelsea … en þegar allt kemur til alls (og ég ítreka veðmál við hvern sem er, um að Liverpool mun enda ofar en City, Borough og Spurs…), þá eru það litlu sigrarnir sem skipta miklu máli líka, og á endanum munum við sjá hvort gleðin yfir þeim hafi ekki verið sanngjörn. Hvað gagn er að því að vinna Chelsea en tapa svo á móti Watford, Manchester City og Sheffield Utd.???

    Og Þórður … veistu hvað “sarcasm” er? Ég skal þýða það fyrir þig, ef þú vilt, en ég alla vega skildi síðasta punkt Kristjáns Atla þannig (með Hleb og félaga). Og vá hvað þú ert hörundsár ef þú tekur skotið með Reyna og Reina svo nærri þér að þú ferð að tala um menntahroka … en sorry – ég gæti verið að misskilja þig eða hreinlega að missa af húmornum – ég ætla samt ekki að prenta þetta út og ramma inn.

    Að öllu jöfnu – og nú spyr ég þig hlutlaust – ef þú værir jafnmikill aðdáandi Arse og Liverpool, værirðu þá glaðari með tap Arsenik á móti Bolton eða sigur Liverpool á City?

  39. Margt hef ég séð ritað á netinu er varðar Liverpool í gegnum tíðina og hefur það verið afar misgott. Ég held þó að félagi Þórður hafi sett ný viðmið með sínum pistli. Aldrei hef ég séð jafn mikið af orðum samankomnum, jafn ófyndnum en er greinilega ætlað að vera fyndin og jafn fáránlega lélega (nánast enga) röksemdarfærslu. Þetta er einhver reiðipistill sem byggir akkúrat ekki á neinu og er ein versta persónulega árás sem ég hef séð á þessari síðu. Þetta er hreint og beint skítkast.

    Enn verra þykir mér að það skuli vera til stuðningsmenn Liverpool sem vilja prenta þessa þvælu út og innramma. Í alvöru talað, ef þér leiðist þetta lið svona gríðarlega mikið (og hefur greinilega gert lengi), af hverju í ósköpunum ertu að pína þig áfram? Þér liði eflaust miklu betur ef þú værir laus við þetta lið.

  40. >Ekki bara að þessi pistill er hin mesta skemmtun yfirlestrar, heldur finnst mér hann vera mjög málefnalegur og koma sínum rökum virkilega vel til skila

    Ég segi bara að það er ágætt að það hafi ekki allir eins smekk.

    Það er ansi merkilegt að hjá sumu fólki á Íslandi í dag telst það menntahroki að þekkja mun á i og y. Ansi magnað.

  41. Þórður er alveg að setja ný viðmið. Ekki ætla ég að reyna að svara honum. Nema að einu leyti. Það að fá 3 stig út úr leik er ekki að fá ekki neitt.
    Það er að fá allt sem er í boði útúr leiknum. Og annað. Ef það er svona ömurlegt að vera ekki stuðningsmaður Arsenal eða Chelsea þá er bara ein lausn á því. Haltu bara með þeim. Gott mál fyrir þig. Þú getur jafnvel gengið lengra og haldið með þeim báðum. Eða bara skipt milli liða í hverri viku eftir því sem þér finnst fallegast þann daginn eða er með flest stig. Fyrir mér er þetta því miður ekkert val. Sit uppi með þetta lið hvort sem mér líkar betur eða verr.

  42. Fínt svar hjá þér Þórður. Ég þakka málefnalega umræðu og úr því kallað var eftir því skal ég svara nokkrum af þessum punktum sérstaklega:

    1. Shaun Wright-Phillips. Þú kvartaðir yfir frammistöðu liðsins og hafðir síðan þá einu lausn að kaupa hann. Því þótti mér eðlilegt að ætla að þú teldir það lausn allra vandamála hjá okkur. En eins og aðrir hafa spurt spyr ég einfaldlega: hvað hefur hann gert síðustu tvö árin sem ætti að veita honum sæti í liðinu hjá okkur, hvað þá að bæta það? Ég sé enga ástæðu til að hlaupa til og versla mann, bara af því að það tekur Pennant aðeins lengri tíma en menn vonuðust til að finna fæturna. Kannski finnur hann sig aldrei, en þangað til það er fullreynt finnst mér óþarfi að leita rándýrra skyndilausna, eins og kaupin á SWP væru vissulega.

    2. Þér þykir ekki mikið til Riise koma, en ég er hrifinn af spilamennsku hans. Við verðum bara að vera ósammála um það. Hann er ekki fullkominn, en hann hefur samt sína kosti sem er óþarfi að gera lítið úr. Michael Jordan var með hrikalega slappa skotnýtingu sem körfuboltamaður en hann gerði það sem til þurfti, skoraði stigin sem skiluðu sigri. Steven Gerrard skýtur töluvert oftar á mark heldur en Momo Sissoko, en það eitt og sér útskýrir ekki af hverju hann skorar fleiri mörk en Momo. Gerrard skorar mörkin þegar við þörfnumst þeirra og það gerir Riise líka, eini varnarmaðurinn okkar sem leggur til liðsins í þeirri deild.

    Og svo svar við nokkrum ummælum:

    >”City lágu í vörn með ellefu menn segir þú allan tímann! Ég hlýt að vera byrjaður að drekka, nota eitulyf og hættur í vinnunni. Ég sá ekki betur en þær væru að fara skora þarna tvívegis, en hurð skall nærri hælum. Þau skot komu ekki frá miðju og enn síður úr eigin vítateig.”

    Þú ert að einfalda ummæli mín of mikið. Þegar maður segir að lið liggi í vörn meinar enginn að það lið hafi aldrei farið út úr eigin vítateig yfir 90 mínútur. City-menn stilltu upp 4-5-1 kerfi með Corradi einan frammi. Hans hlutverk var að vinna úr löngu boltunum úr vörn City, halda þeim og reyna að mata fljótu kantmennina Trabelsi og Vassell. Joey Barton kom einnig fram þegar þeir reyndu skyndisóknir, og jú það munaði mjóu tvisvar eða svo í leiknum að þetta skilaði þeim árangri, en að öðru leyti sóttu þeir lítið.

    Þeir stilltu upp með fjóra menn á vítateigslínunni og aðra fimm þar fyrir framan, lágu aftarlega til að hindra að Liverpool kæmust í plássin fyrir innan vörnina og því var lítið fyrir vængmenn okkar eða þá Kuyt og Crouch að gera. Okkar helstu marktækifæri hlutu því alltaf að koma úr skotfærum fyrir utan teig, og sigurmarkið kom einmitt úr slíku færi. Þegar lið stilla upp jafn varnarsinnað og City-liðið gerði og standa sig vel í varnarvinnunni er eðlilegt að andstæðingarnir fái fá marktækifæri, sem gerðist um helgina.

    City-menn léku sína taktík vel á laugardag og náðu að stöðva Liverpool nær allan leikinn, en ein varnarmistök reyndust þeim dýr. En þótt þeir hafi sinnt varnartaktík sinni vel breytir það því ekki að þeir voru í vörn allan leikinn.

    >”Málið er að Liverpool leikur leiðinlega knattspyrnu, spilar hægt og hugmyndasnautt og hræddir við að sækja mikinn(sbr að bakverðir taka of lítinn þátt í sóknarleiknum). En þú bætir gráu ofan á svart og pissar yfir það. Segir að Liverpool hafi farið á útivelli í vetur til að stjórna leikjum. Til að vinna og til að spila góðan bolta. Þú hlýtur að vera með sjóngalla, ef ekki þá varst þú sennilega ekki þátttakandi á nokkru stigi á þessum undursamlega leik-knattspyrnu. Liverpool leikur fyrst og fremst varkárann bolta á útivöllum. Taka enga sénsa, og áhættur eru af skornum skammti.”

    Það er óþarfi að gera lítið úr sjón minni eða þekkingu á knattspyrnu. Ég þykist ekki meiri viskubrunnur um knattspyrnu en aðrir en ég hef enn fulla sjón og hef spilað knattspyrnu í 21 af 26 árum ævi minnar.

    Hvað punktinn varðar, þá ertu að mínu mati enn og aftur að einfalda málin of mikið. Þú talar eins og Liverpool eigi að stilla upp með þrjá í vörn, fjóra á miðju og þrjá frammi og hanga í pressusókn allan leikinn á útivöllum, til að svala þinni sóknarþörf? Öll lið spila varkáran bolta á útivöllum, ekkert lið tekur óþarfa áhættur á útivelli og öll lið hugsa fyrst og fremst um það að fá ekki á sig mark. Munurinn er síðan sá hvort að það að halda hreinu er það eina sem lið hugsar um – eins og við höfum t.d. séð PSV og Man City gera undanfarna viku – eða hvort að lið reynir að byggja ofan á varkárum leik með því að ná stjórn á miðjunni og sækja út frá því. Þú nefnir til United, Arsenal og Barcelona. Það síðastnefnda er í annarri deild þar sem öllu tæknilegri fótbolti er spilaður, auk þess að vera hæfileikaríkasta sóknarlið í heiminum í dag og því ætla ég ekki að tjá mig um það hér.

    En United og Arsenal spila sömu knattspyrnuna og Liverpool, í grunninn. Öll þessi þrjú lið leggja upp með það að fá ekki á sig óþarfamörk og taka ekki óþarfa áhættur á útivöllum og reyna svo að byggja sigur á því. Í fyrra gekk Liverpool betur en báðum þessum liðum á útivelli, ef undan eru skildir fyrstu tveir mánuðir tímabilsins, en í haust hefur United gengið töluvert betur en bæði Liverpool og Arsenal á útivelli. Það breytir því ekki að hvort sem Liverpool er að ganga vel eða illa á útivelli er liðið alltaf að leika með það að leiðarljósi að fá ekki á sig mörk, ná að stjórna leiknum og ná að skora mark/mörk og sigra leiki.

    >”Veist þú svona mikið um knattspyrnu vegna þess að þú ritar nafn hans rétt??? Eða vegna þess að þú kannt öll númer leikmanna utan af. Vegna þess að þú veist hvaðan þeir koma, hverjum þeir léku með síðast og hver konan þeirra er. Eða snýst þetta allt um réttritun. Er vandamál Liverpool falið í að senda menn á réttritunarnámskeið? Eða ákvaðstu að draga upp menntahrokann og reyna að rægja þann mann sem vill ekki trúa þér og eða er ósámmalega þér um heimsku?”

    Ég kann ekki öll númer leikmanna utan að og þótt ég sé stundum einum og viðkvæmur fyrir réttritun er ekki þar með sagt að ég sé að svara þér af einhverjum “menntahroka” eða saka þig um heimsku. Þú einfaldlega skrifaðir nafn Reina vitlaust og það fór í taugarnar á mér – ekkert stórmál, en ég ákvað að leiðrétta það samt sem áður. Ég var ekki að gera lítið úr þér og þetta kom umræðunni ekkert við. En hafi þetta farið fyrir brjóstið á þér biðst ég góðfúslega afsökunar, ég meinti það ekki á þann hátt að ég teldi þig heimskari fyrir vikið. 🙂

    Það skal aldrei sagt að ég sé yfir það hafinn að biðjast afsökunar. 🙂

    >”Mætti ég þá biðja um annað af þessu tvennu, árangur eða fallega knattspyrnu???????? Því hvorugt fæ ég að sjá í dag.”

    Það sem af er liðið tímabilinu hefur aðeins einn bikar verið veittur, og Liverpool fékk hann fyrir sigur á Chelsea í Samfélagsskildinum. Aðrir titlar – Deildarbikarinn, FA bikarinn, Evrópukeppnirnar og Úrvalsdeildin – verða ekki veittir fyrr en eftir einhverja mánuði og Liverpool er enn með í keppninni um þá alla. Líklegast vinna þeir ekki Úrvalsdeildina í ár, sökum slæms gengis í þeirri einu keppni í haust, en liðinu gengur mjög vel í Meistaradeildinni – þar sem stigamet var sett í síðustu viku og riðillinn sigraður af öryggi með leik til góða – auk þess sem liðið hefur farið frekar áreynslulaust inn í 8-liða úrslit Deildarbikarsins.

    Síðasta vor voru þrír bikarar veittir í Englandi og Liverpool vann þann næst eftirsóttasta, FA bikarinn, en Chelsea og Man Utd hina. Árið þar áður, fyrsta ár Rafa Benítez við stjórnvölinn, unnust Meistaradeildin og Súperbikar Evrópu, auk þess sem liðinu var skilað í úrslit Deildarbikarsins og Heimsmeistarakeppni félagsliða. Í vor endaði liðið keppni með 83 stig í Úrvalsdeildinni, en betur hefur liðinu ekki gengið undir stjórn neins þálfara síðan það vann síðasta meistaratitil.

    Ég veit að liðið er ekki enn farið að gera alvarlegt tilkall til Úrvalsdeildartitilsins en fyrir utan þá einu keppni er Liverpool sigursælasta enska knattspyrnulið áratugarins, og eru sem stendur nær því en nokkru sinni á síðustu 17 árunum að gera alvöru atlögu að sigri í Úrvalsdeildinni.

    Hvað kallar þú árangur? Er sigur í Úrvalsdeildinni það eina sem gildir? Því Rafa er nær því en allir aðrir hafa verið í 17 ár að sigra þá deild, jafnvel þótt hann muni þurfa auka ár til þes í viðbót. Í öllum öðrum keppnum eru þeir fádæma sigursælir á þessum áratug. Hvað kallar þú árangur, Þórður?

    Að lokum virðist þú hafa misskilið punktinn minn um Arsenal. Þetta var augljóslega kaldhæðni af minni hálfu – eða í það minnsta hélt ég að ég hefði gert það ljóst með ofnotkun upphrópunar- og spurningamerkja. Þetta Arsenal-lið, sem bölsýnir Liverpool-stuðningsmenn keppast við að hylla sem einhvers konar fullkomnun knattspyrnunnar, hefur ekki gengið hótinu betur en okkar mönnum á síðustu þremur árum né nú í haust í öllum keppnum. Þeir eru keppinautar okkar í næstu umferð Deildarbikarsins, þurfa að forðast tap í síðustu umferð Meistaradeildarinnar til að halda öðru sætinu í sínum riðli (á meðan við unnum okkar riðil af öryggi) og eru heilu einu stigi á undan okkur í deildinni.

    Ég var einfaldlega að benda á það hversu illa ígrundað það er að mínu mati að benda á Arsenal-liðið sem eitthvert fullkomið viðmið sem Liverpool stenst engan veginn samanburð við. Já, þeir eru meira léttleikandi en við og já, þeir eru með sneggri menn í sínum röðum en árangurinn talar sínu máli og Rafa hefur vinninginn gagnvart Wenger síðustu tvö árin í þeim efnum.

    Hvað tók það Wenger annars mörg ár að vinna Úrvalsdeildina? Voru það tvö, þrjú eða fjögur? Ég man það ekki, en hann naut allavega þolinmæði bæði fyrir og eftir fyrsta deildartitil sinn, rétt eins og hann nýtur þolinmæði nú þegar tvö og hálft ár eru liðin síðan hann vann deildina síðast.

    E.s.
    Ég vill taka undir það með Atla að menn eiga ekki endilega að gefa ummælum okkar síðustjórnenda neitt meira vægi en annarra þegar við ræðum leiki og aðrar greinar hér inni. Þetta er bara mín skoðun og hún er ekkert rétthærri eða mikilvægari en annarra.

  43. Já, og smá athugasemd: ég skrifaði þetta langa svar mitt við ummælum Þórðar áður en ég las svör ykkar, Einar Örn og SSteinn, en átti í vandræðum með að setja það inn.

    Ég tók ummælum Þórðar ekki sem skítkast í mína átt, þótt hann hafi gengið fram með hörðum orðum á köflum, og svaraði honum því málefnalega. Þannig að ef Þórður vill móðgast út í einhvern fyrir að vera sakaður um skítkast verður hann að eiga það við aðra en mig.

  44. Ansi mögnuð umræða. Síðasta svar Kristjáns Atla stendur samt upp úr og gott að vita að menn geti svarað fyrir sig á málefnanlegan hátt þótt ástæða hefði getað verið fyrir öðru.

    Ég held að við Liverpool áhangendur skiftumst í tvo hópa. Þá sem enn geta ekki sætt sig við þau vonbrigði að vera ekki að keppa um titilinn þegar miklar væntingar voru til þess eftir árangur liðsins í fyrra – og þá sem vilja sætta sig við stöðuna eins og hún er, setja raunhæfari markmið og gleðjast yfir þeim stigum sem þó vinnast. Ég er þó hægt og bítandi að færast fyrir í seinni hópinn, í bili að minnsta kosti.

    Ég hef ekki farið leynt með vonbrigði mín á þessu tímabili. Ég reyndar gerði mér grein fyrir því eftir kaup sumarsins að væntingar mínar til liðsins væru kannski of háar en Kuyt er kannski eini leikmaðurinn sem getur gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu. Aðrir eru einfaldlega ekki nógu góðir eða munu setja mark sitt á liðið seinna.

    Eftir að hafa horft á leik manu og Chelsea í gær er mér ljóst að við eigum einfaldlega langt í land, hvað getu leikmanna varðar, að ná þessum liðum. Sérstaklega þó varnarlega en Carrager gæti hugsanlega komist að sem hægri bakvörður hjá Chelsea eða sem hafsent fyrir Vidic hjá manu. Aðrir ættu einfaldlega ekki möguleika eins og staðan er í dag – Agger jú kannski einhvern tíman seinna. Og ef við gefum okkur að Crouch sé byrjunarliðsmaður hjá Liverpool þá myndi hann aldrei verða það hjá þessum tveim liðum. Því miður. Er þetta ekki bara ástæðan fyrir misjöfnu gengi liðanna?

    Sumir segja að við getum aldrei keppt við þessi lið hvað peninga varðar. Ég segi að það sé bull. Ef metnaður núverandi eiganda liðsins er ekki annar en að vera í 4 efstu sætunum þá vil ég að þeir selji liðið. Ég reyndar hef haft þessa skoðun lengi og að mínu mati er þetta sigursælasta lið englands og eitt það vinsælasta einfaldlega illa rekið. Af hverju kaupir Chelsea menn eins og Peter Kenyon og Frank Arnesen? Af hverju höldum við í mann eins og Rick Parry? Ég held að svarið við fyrri spurningunni sé einfalt. Þessir menn hafa einfaldlega sannað að þeir eru fremstir á sínu sviði meðan sá síðastnefndi er það ekki – að mínu mati. Þarna liggur kannski vandi liðsins.

    Áfram Liverpool!

  45. Þetta var nú bara einfaldlega vinnusigur hjá Liverpool. Stærsti plúsinn fyrir Púlara er að Gerrard virðist vera kominn í gang og það hefur gríðarlega góð áhrif á liðsandann, annars var ekki gríðarlegur getumunur á liðinum í þessum leik.

  46. Svakalega leiðinlegur leikur en flott mark hjá Gerrard. Sérstaklega var leitt að Garcia skyldi geta minna en ekkert. Hann verður þá líklega í banastuði á miðvikudag. Ég tel að við verðum að sýna alvöru leik á miðvikudag til að eiga möguleika á 3 stigum enda Portsmouth töluvert beittari en Man City.

  47. Luis Garcia er vanur að leika frábærlega á miðvikudagskvöldum. Spurning um að láta hann ekkert vita að leikurinn er í ensku deildinni, en ekki í Meistaradeildinni. 🙂

  48. Kristján Atli :

    Michael Jordan var með hrikalega slappa skotnýtingu sem körfuboltamaður en hann gerði það sem til þurfti, skoraði stigin sem skiluðu sigri.

    Ertu að grínast eða?

    Hér eru upplýsingar um skotnýtingu kappans, fengnar á nba.com

    Career Statistics

    G FG% 3PFG% FT% Rebs RPG Asts Steals Blks APG Pts PPG
    1,072 .497 .327 .835 6,672 6.2 5,633 5.3 2,514 .893 32,292 30.1

    Þetta kemur kannski asnalega út en þá geta menn bara skoðað þennan link hér :

    http://www.nba.com/history/players/jordan_bio.html

    Þér finnst semsagt 49.7 % hittni hrikalega léleg? Og 32.7 % 3ja stiga hittni slöpp líka eða?

    Skoðum síðan síðustu 2 ár Jordan hjá Washington sem drógu hans meðaltal töluvert niður :

    01-02 WAS 60 53 34.9 .416 .189 .790 .8 4.8 5.7 5.2 1.42 .43 2.70 2.00 22.9
    02-03 WAS 82 67 37.0 .445 .291 .821 .9 5.2 6.1 3.8 1.50 .48 2.11 2.10 20.0

    Aftur ef þetta kemur illa út, þá er hægt að skoða betur hér :

    http://www.nba.com/playerfile/michael_jordan/

    Jordan var ekki með bestu hittnina í NBA en hann var svo sannarlega langt frá því að sá slakasti, prófaðu bara að skoða aðra leikmenn Stjáni minn 😉

    Fyrirgefið mér að ég skuli vera að tala um eitthvað allt annað en umræðan snýst um, en mér blöskrar bara svona vitleysa.

  49. Já, þetta var ekki alveg besta dæmið hjá Kristjáni Atla – ætlaði að benda honum á þetta. En ég býst við að flestir hafa skilið pointið. 🙂

  50. Ég stend við orð mín. Berið skotnýtingu Jordan saman við skotnýtingu Shaquille O’Neal. En það er auðvitað ekki samanburðarhæft, annar þeirra starfar við að troða en hinn við að skjóta af fimm metrunum. 🙂

    En pointið var það að skotgleði Riise ein og sér útskýrir ekki hversu duglegur hann er að skora, rétt eins og skotgleði Jordan ein og sér útskýrði ekki yfirburði hans á körfuboltavellinum.

  51. Mönnum er hér tíðrætt um hittni Riise á rammann, á móti er hægt að segja að hann þorir þá allavega að láta vaða. Það er meir en margir aðrir leikmenn liðsins.

    Zenden var aðeins að reyna þetta um helgina og ég sakna þess mjög oft að sjá t.d. Xabi láta vaða á markið fyrir utan vítateiginn. Hann er alltof ragur við það.

  52. sælir enn á ný

    Ég held ég sjái mig knúin til að svara. Vel má vera að okkar tíma sé betur varið í önnur störf en að hripa niður hvað er að í henni Liverpool borg. En hví ekki að taka slaginn. Rífast um málefni líðandi stundar, en á málefnanlegan hátt. Ég tek þann slag, það er gaman.

    Svo ég byrji létt á þeim heimilum þar sem grátur varð og gnístran tanna þegar ég ritaði orð um afleitan leik Liverpool. Ekki frá Kristjáni Atla sem sannlega svaraði fullum hálsi en málefnanlega, heldur frá þeim vælubrókum sem misstu saur úr eiginn aski þegar yfirferð á síðasta pistil mínum lauk.

    Svo ég hefji þetta á Dodda, hugsanlega nafna mínum og honum SSteini. Elsku drengir mínir hvernig væri nú að brosa í gegnum tárin. Reyna í það minnsta að taka sig ekki svo háalvarlega að glens megi ekki fylgja í pistli sem á rætur sínar að rekja til knattspyrnu sem er jú leikur, vissulega LEIKURINN, en leikur engu að síður. Leikur sem skiptir okkur svo miklu máli, en að vera hér hágrenjandi einsog ungabarn, á frostbitnum laugardegi, sem vill dudduna sína- það er þunglyndi.
    Annars ætla ég ekki að eyða púðrinu í ykkur, þótt menn megi ekki vera sammála mér. En varð samt aðeins að koma inná ykkur, mínir kæru. Öðrum punktum ykkar er eftilvill svarað hér í framhjáhlaupi við ummæli Kristjáns Atla.

    Kristján Atli, þakka góð svör sem ég er þó líkt og áður ekki sammála. Svo ég grípi niður í þennan laaaaaaaanga pistil og svar fyrir mig.

    1. enn og aftur Shaun Wright. Strákar mínir hættið að tönglast á þessu. Ég bað um að sýndur væri metnaður. Rétt á eftir kom ég með þá hugmynd að signa þennan prýðilega knattspyrnumann. En að draga það fram aftur og aftur er bara flótti frá þeirri umræðu sem við virkilega erum í. Leikur Liverpool. En já Shaun Wright kostar rétt aðeins meira en leikmaðurinn sem við spandereðum í frá Birmingham. Er í huga mér ekki nokkur efi að SWP er betri leikmaður. En til að sanna það hef ég hringt í þá báða og beðið um að fá þá til islands í keppni. Einskonar Survivor keppni- nei ég meina hvað viljiði að ég geri. Ég hef séð báða leika, og annar heillar mig mun meira en hinn. ÞESS VEGNA held ÉG að hann væri góð kaup umfram e-h nafnlausa spánverja og ofmetna leikmenn frá Birmingham borg. Þess vegna er ég ekki að leita að skyndlausn með komu hans. Heldur þvert á móti verði byrjað að byggja upp lið með skemmtilegum, gæða knattspyrnumönnum. Þess vegna lagði ég einnig til að fengnir yrðu nýjir sóknarbakverðir. Tekur tíma en skyndilausn er ekki til.

    2. Allir heyrt talað um skot í fótinn, jafnvel í báða fætur. Mér fynnst þú hafa skotið þig í andlitið með að tala um meistara Michael Jordan í sömu andrá og rauðahærðan norðmann. Er hægt að bera saman skotgleði í annarsvega körfubolta og hinsvegar fótbolta. Er hægt að bera saman leikmann sem var bestur í heimi í íþrótt og Jón Riiiise frá Björgvin í noregi. Mikið yrði ég þá þakklátur ef e-h leikmanna Liverpool væri með skotnýtingu Jordans. Mark í annari hverri tilraun. Það yrði næsti Maradona. Ég ítreka enn ummæli mín um norðmanninn. Hann tekur slakar ákvarðanir, gefur bolta illa frá sér, reynir erfiða hlutir. Og jú að lokum skýtur fallbyssu kúlum tvist og bast, hist og her og skorar líkt og flestir sem spila fótbolta e-h tíma úr sínum skotum. En hvað hefur hann þá klúðrað miklu í staðinn. Er semsé ásættanlegt að hann skori í 20 hverjum leik, leggi ekkert upp og spil aldrei á samherja. Gefi andstæðingum mörk og skapi hættu með slökum sendingum, gegn þessu eina marki. Er þessi eini leikur þar sem hann býr jafvel til stig með langskoti þess virði að máski 2-3 aðrir tapist.

    3. Ég einfalda ekki neitt. Þið talið singt og heilagt um að lið mætti og pakki í vörn. Líkt og áður sagði, City lág ekki í vörn einsog Liverpool gerði gegn Barcelona hér um árið. Lágu ekki í vörn einsog Liverpool gerðu með houllier við stjórnvölin og áfram gæti ég haldið. Ætli þeir hafi ekki legið í vörn líkt og Liverpool gerir á útivöllum annað slagi, á köflum með einn framherja.

    4. Að annari einföldun. Þú ert líkt og fleirri enn að leggja mér orð í munn. Ég kom ekki með hvaða leikkerfi ég vil leika. Heldur að ég vildi meiri sóknarbolta, meira flæði á boltann. Sagðist ekki vilja þrjá í sóknarlínunni enda fylgismaður 4-4-2. Aftur fynnst mér þú stranda svolítið á spurningu minni um sóknarknattspyrnu. Ef við spilum sóknarbolta hvað eru hin liðin sem við berum okkur svo oft við að gera?

    5. Það er ekki sama hvenrig hlutir eru gerðir. Man U sem dæmi vill ekki fá á sig mörk, alveg einsog Liverpool. Að öðru leiti byggist leikur þeirra ekkert í lýkingu við hvort annað upp. Man U beitir taktíkinni að lið sem sækir er líklegra að fá ekki á sig mark meðan Liverpool beitir þeim ófögnuði að með 11 menn bakvið bolta þegar við sækum og litlum sóknartilburðum of margra leikmanna(bakvarða djúpur miðjumaður).

    6. En já mér hefur greinilega orðið á í messunni. Auðvitað er ætlun Liverpool að vinna útileikina. En helst án þess að sækja nokkuð. Án þess að missa bakverðina í e-h sóknarrugl. Án þess að hreyfa leikmenn of mikið upp völlinn. Já ég fann ljósið í gær. Liverpool ætlar sem greinilega að nota brasilísku aðferðina sem allir þekkja, þennan samba og læt ég link á myndband fylgja með: http://fotbolti.fallegur.com/Fyndi%f0/boltastraksmark.asf þess ber að geta að hér skorar boltasækirinn ef myndbandið sést máski ekki. Markmiðið hlýtur að vera að koma honum í útspark og láta boltasækarann um restina. Ég meina með 6 skot að marki gegn Man City á heimavelli ættum við að geta náð 1-2 á útivelli, jafnvel í útspark. Svo er bara að vona að boltastrákurinn sem í stuði.

    7. varðandi réttritun, þá er hún enn málinu óviðkomandi.

    8. Já æði, við sigruðum samfélagskjöldin. Ég gleðst yfir því. Ég brosi og jafnvel stæri mig af því við aðra. En hann er ekki TITILINN. Hann er ekki það sem við höfum beðið eftir í ár og jafvel áratug og nálgast það ekki áratugi? Í deildinni vildi maður sjá framfariri. Í fyrra fengum við framfarir. Svo hélt maður að þær yrðu meiri í ár. Jafnvel aðeins betri og bolti og jafnvel enn fleirri stig. Hvorugt er að skila sér í hús. Þvert á móti.

    9. hvað kalla ég árangur. Ég kalla árangur að sigra númer eitt, tvö og þrjú að vinna deildina og svo er það auðvitað frábært að vinna Meistaradeildina. Og ég viðurkenni að þar hefur Rafa staðið sig frábærlega. Hefur greinilega það sem til þarf á þeim vígvelli. En í deildinni er hann ekki að detta inn. Bikarinn er svo ágætur en ég er langt í frá saddur sem handhafi FA cup bikarsins. Enda ætti metnaðurinn að vera meiri en svo. Hjá Liverpool er tiltalaust tímabil ekki ásættanlegt að mínu mati. Hjá Liverpool er titlalaust tímbil þar sem spilaður er leiðinlegur fótbolti, ekkert nema algera óafsakanlegt. Hvar er sá metnaður- við erum ekki Bolton.

    10. Ég skyldi punkt þinn um Arsenal, fullkomlega en fannst hann lélegur. Hreint hróplega slakur. Varst að ýja í raun að því að ég hugsaði svona til Liverpool. En þar fylltir þú í eyður sem ekki voru til. Þar lagðir þú mér allt að því orði í munn enn á ný. Og dæmið var slakt, mjög slakt. Svo máski halda menn að ekki megi svara kaldhæðni. Þá er máski rétt að ég beit kaldhæðni fyrir mig í einu og öllu hér eftir svo allir séu mér sammála um allt.

    11. Enn og aftur. Við erum jú í svipaðri stöðu og Arsenal. En hvort liðið spilar skemmtilegri bolta???? Svaraðu nú af heilindum og ekki í blindri afneitun. Það er engin vafi í mínu hjarta, hvort liðið er skemmtilegra.

    12. Að lokum í framhjáhlaupi. E-h nefndi víst mér fyndist Arsenal svona skemmtilegt og jafnvel Man utd, afhverju heldur þú ekki bara með þeim og jafvel til skiptis. Drottinn sé mér næstur og náðugur. Á ég semsé að ljúga að sjálfum mér að Liverpool spili ekki svipaða knattspyrnu og Blackburn heldur spila bolta í stíla Barcelona eða Arsenal. Á ég að plata sjálfan mig til þess að fynnast það gamana ð horfa á leiki Liverpool vegna þess að annars held ég eflaust með e-h öðrum. Á ég að ljúga um götur og torg að Liverpool spila sóknarbolta því annars fell ég ekki að hugmyndum um að vera Liverpool maður. Á ég að vera skoðanalaus eða í allan stað sammála þeim sem fynnst þetta bara fínt, ellegar þegja. Er ég minni Liverpool maður en þið sem eruð sáttir við núverandi metnað félagsins. Er ég föðrulandssvikari ef ég vil umbætur. Er þá stjórnarandstaðan á íslandi í raun færeyingar sem vilja sölsa undir sig Ísland????? Nei ég er Liverpool maður. Ég er unnandi góðrar knattspyrnu, og vil sjá það fallega í þessum leik. Mér leiðst varnarbolti og ég er kappsamur keppnismaður. Ég vil sigra, og þrái sigur. Ég vil spila fótbolta sem gleður augað og er ómissandi. Við erum bara ekki í því. Ég hef gaman af lestri. En ég les samt ekki leiðinlega bók. En þótt bókin sé leiðinleg er ekki gefið að mér fynnist þá lestur enn leiðinlegur er það. Ég er Liverpool maður, einsog þið, og þótt ég sé ekki hrifin af leik liðsins er ég ekki minni Liverpool maður en þið.

    Hnotskurn, við leikum leiðinlegan bolta. Þótt ég hefi ekki lokað augunum fyirr því er ég engu minni Liverpool maður en aðrir sem hafa kosið að sjá það ekki. Í blindni eða ekki.

  53. Þórður, John Arne er fæddur í Molde í Noregi, ekki í Bergen.

  54. stendur líka “einsog” en á að vera eins og.
    mannst það bara næst.

    áfram Liverpool

  55. Ég hvet þá sem eru sammála Þórði til að hvetja hann til að setja upp sitt eigið Liverpool-blogg. Þar má svo framleiða heilu veggfóðrin af kvarti og kveini yfir þessu arfaleiðinlega fótboltaliði á meðan við sem tilheyrum Pollýönnuarmi íslenskra Liverpool-áhangenda getum áfram spjallað hér um Liverpool í algerri afneitun um yfirstandandi hnignunartímabil.

  56. Þið eruð að grínast í mér….. !

    57 ummæli….um hvað !

  57. Væl og röfl…

    Sigur í höfn, sá ekki leikinn en brosi þó !

  58. Tek undir með Kidda.

    ps. Verðum við ekki að fara huga að nýjum pósti til að pæla í leiknum á miðvikudaginn, persónulega sé ég ekki einu sinni ástæðu til að svara svona volæðiscommentum eins Maximus Minus lætur frá sér hér.

  59. Gat bara ekki setið kyrr ! :biggrin:

    Þetta er væntanlega lengsta spjall þessarar blogg síðu, kominn yfir 60 ummæli og sennilega eru menn ekki hættir ! 😉

    YNWA

  60. Alveg merkilegt að maðurinn meigi ekki segja sína skoðun á þessu, þó hann reyni það á málefnanlegan hátt, án þess að menn reyni að úthýsa honum.

    Ég er nú bara sammála Þórði í ansi möru, finnst við spila ansi hugmyndasnauðan og tilviljunarkendan bolta oft á tíðum. Þó vissulega sé maður ánægður með sigra, þá meiga þeir ekki blinda menn. Það er bara í góðu lagi mín vegna að tala um spilamennsku liðsins og hvað mætti betur fara í þeim efnum.

    Við sigurðum PSV og Man City í tveimur síðustu leikjum, lið sem við eigum auðvitað að sigra, sérstaklega á heimavelli, en í hvorugum leiknum spiluðum við sérstaklega vel. Þetta er mér mikið áhyggjuefni hversu hugmyndasnauður sóknarleikur okkar er og þó auðvitað reyni maður að vera bjartsýnn á komandi leiki og spilamennsku í þeim leikjum, þá er bara í góðu lagi að ræða hvernig spilamennskan er og reyna að finna “okkar” úrbætur á henni. …eða eru bara pollýönnusöngvar ætlaðir þessari síðu? Maður gæti allavega dregið þá ályktun af ummælum margra hérna.

  61. Skemmtileg umræða…

    Ég bara verð að taka undir þessi orð hjá Þórði. Mjög málefnaleg og góð umræða sem mikið er til í. Finnst menn taka þessu frekar illa, þar sem staðreyndin er einfaldlega sú að liverpool er ekki að spila skemmtilegan bolta og er uppskeran eftir því. Hann er einungis að benda á það og mér finnst frekar fáránlegt hvernig menn svara þessum kommentum hans.

    Áfram Liverpool

  62. Snilld. Frábært að lesa þetta. Skoðanir úr öllum áttum. Svona á að vera alvöru fótboltasíða.

    Róið ykkur á því að fara að stofna aðrar síður þó að menn séu ekki sammála. Þá endar þetta eins og aðdáendahópur MAN U hér á landi með tvær glataðar síður.

    Sammála Þórði, hvar er metnaðurinn til að vera á palli með Real Madrid og AC Milan.

    Sammála hinum, reynum að vera bjartsýnir og kátir.

  63. Sælir félagar nær og fjær,

    þessi umræða sem nú er í gangi er um margt fróðleg og skemmtileg eins langt og það nær, mig langar að koma með nokkra punkta í viðbót.

    Þegar að ég byrjaði að horfa á enska boltann seint á áttunda áratug síðustu aldar að þá var Liverpool liðið sem var að spila skemmtilegasta boltann og þar af leiðandi fór maður að halda með þeim, einhver stingur upp á því hér að ofan að halda bara með þeim sem manni finnst vera að spila bestan bolta í það og það skiptið. Maður hlýtur að vilja horfa á skemmtilegan fótbolta, sama hverjir eru að spila annars getur maður varla talist til fótboltaáhugamanns, maður getur bara vonað að það lið sem maður valdi til að halda með sé eitt af þessum liðum, í dag er Liverpool ekki slíkt lið því miður en það þýðir ekki að ég hætti að halda með þeim. Ég væri mikið til í að sjá það flæði og sjálfstraust á boltann sem er í spili Arsenal og Manu þessa dagana hjá Liverpool að sama skapi sem ég vildi alls ekki vera í sporum Chelsea stuðningsmanna sem eru að horfa sitt lið verða leiðinlegra og þyngra í vöfum með hverjum kaupunum á fætur öðrum.

    Ég efast ekki um að léttur og skemmtilegur leikmaður eins og SWP myndi bæta okkar hóp, það segir ekkert um hann sem leikmann að Móri geti ekki komið honum inní liðið hjá sér sem er ekkert orðið nema miðjumenn í öllum stöðum, bíðum við, hvernig er miðsvæðið hjá Liverpool stundum skipað, Gerrard, Sissoko, Alonso og Zenden. Ég hélt að Rafa hefði ætlað að byggja liðið upp með Gerrard á miðsvæðinu en í staðinn að þá hefur komið inn hver miðjuleikmaðurinn á fætur öðrum, slæmur leikur að mínu mati hjá kalli.

    Það er bara gott að menn rífist hérna á síðunni, það þýðir að okkur er ekki sama um liðið okkar en við hljótum að vera sammála um það að það er mikið verk framundan til að ná því takmarki sem við viljum allir, enska meistaratitillinn, hvort að Rafa sé maðurinn til verksins kemur í ljós með tímanum en það er greinilegt að menn eru kannski ekki með hugann alveg við verkið, sama hvað hver segir að þá hlýtur stöðug umræða um nýjann völl og jafnvel nýja eigendur að trufla það starf sem er unnið hjá Liverpool Football Club þessa dagana og þyrfti að koma þeim pælingum í lóg sem fyrst.

    Megum við finna þann takt sem einkenndi Liverpool liðið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar sem fyrst og halda honum sem lengst.

  64. Ég hef þurft að horfa á marga Liverpool leiki með Þórði, það getur verið frekar skrautlegt. En það er á hreinu að þessi maður getur komið skemmtilegum umræðum af stað.

  65. Líkt og margir hérna, þá er ég keppnismaður og vill alltaf sigur í hverjum leik. En Þórður (sorry vinur, ég heiti Þorsteinn … við náum ekki saman í nafninu 🙂 ) … hann gerir lítið úr ummælum mínum og SSteins. Hann talar um að við ættum jú að leyfa okkur að brosa í gegnum tárin og taka LEIKINN ekki svona alvarlega. Mig langar því til að biðja hann um að hafa það sjálfur í huga, þegar hann kemur í kjölfar þess að við (nokkrir hérna alla vega) gleðjumst yfir sigrinum, þó svo að spilamennskan hafi ekki heillað. Nei nei, sú gleði sem við sýndum var kallað “missum okkur ekki í metnaðarleysinu”!!!!

    Ekki gat hann svarað því hvaða gagn það væri að sigra Chelsea en tapa svo á móti “litlu liðunum” … ekki virtist hann taka heilshugar undir það að sigrar á “litlu liðunum” teldu þegar uppi er staðið. Einnig langar mig að ítreka spurningu mína um það að ef hann héldi jafnmikið með Arse og Liverpool, hvort væri hann ánægðari með sigur Liverpool eða tap Arse núna um helgina?

    Ég skil þig fullkomlega varðandi það að þú viljir skemmtilegri knattspyrnu hjá Liverpool. Ég geri kröfu um það líka hjá stórliði Liverpool! En það að gleðjast yfir sigri á City var ekki sá glæpur sem þú gafst í skyn að hefði verið framinn: á endanum eru það stigin sem telja og skipta mestu.

    Og hef ég einhvers staðar gefið í skyn að menn megi ekki vera sammála þér? Nei, en út af því að ég svara punktunum þínum og er á öndverðum meiði, þá er ég frostbitið ungabarn og haldinn þunglyndi! (já ég veit þú ert að djóka … en ég get það líka!)

    Ég myndi ekki fara í fýlu þótt SWP kæmi til Liverpool, en ég tel hann ekki vera neina lausn. Ég hef trú á Gonzalez, Bellamy og Pennant þó svo að mér finnist ekki hafa komið eins mikið úr þeim eins og vonir stóðu til. Þetta er nákvæmlega það sem þú ert að segja: tekur tíma, skyndilausnir eru ekki til.

    Fyrsta sísonið í deildinni hjá Rafa voru vonbrigði, en svo fengum við 82 stig í fyrra. Núna erum við með 21 stig og 72 stig enn eftir í pottinum. Ef við ætlum að vera raunsæir þá sýnist mér við ekki ná að bæta 82 stigin (sem væri framför), en það er ekkert ómögulegt í þessari stöðu. Ég hef gagnrýnt Rafa, en fengið til baka þau komment að það hafi tekið stjóra eins og Ferguson og Shankly lengri tíma til að ná árangri í deildinni. Eigum við ekki að gefa okkur þetta síson alla vega og sjá hvernig það næsta byrjar?

    Þetta er svolítill Pollýönnuvinkill, en má það ekki alveg?

  66. Við eigum enn langt í kommentametið. Það var uppáhaldsumræðuefni okkar, [portúgalska dúllan](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2006/02/23/2.12.55/), sem á það met, alls 84 komment. 🙂

    Ég nenni svosem ekki að taka þátt í þessari umræðu lengur, en það er fráleitt að vera að hvetja menn að fara eitthvað annað. Þórður mætti aðeins spara sig í að gera lítið úr skoðunum annarra, en inná milli hafa þessi komment verið ágæt, svo það er svosem ekkert við það að athuga. Ekki misskilja jákvæðnina í okkur sem það að við viljum úthýsa öllum þeim, sem hafa eitthvað við spilamennskuna að athuga. Það er líka fráleitt að halda að við sem skrifum hér séum alsælir með allt varðandi Liverpool. Menn eru hins vegar mis-neikvæðir.

    Hefur Þórður annars kommentað hér áður? Fann engin komment frá honum þegar ég leitaði. Ef ekki, þá er þetta allavegana svakaleg innkoma í umræðuna. 🙂

    Koma svo bara 16 komment eftir. Getum ekki lifað með því að umræða um Chelsea hafi framkallað flest komment hér!

  67. Oh well oh well,

    Getur einhver útskýrt fyrir mér hina nýju merkingu á orðinu “málefnaleg gagnrýni”? Benni Jón? Anyone?

    Nei, það er vandamálið við skrif Þórðar, þau eru nefninlega allt nema málefnaleg. Einhver reiðilestur og aur atað í allar áttir er að mínum dómi ekki málefnalegt, heldur misheppnuð tilraun til að sýnast beittur penni. En það er bara mitt álit, það eru greinilega einhverjir þarna úti sem eru á öndverðri skoðun og þeir hafa rétt á henni.

  68. Enn er skeiðað um ritvöllinn.

    Mummi, reyndar er það svo að ég vissi ekkert um það hvar hann ól manninn þessi norðmaður en Björgvin stóð mér ofarlega í huga því mér þótti heitið skemmtilegt. Og enn eru menn að leika sér að hisminu, þegar kjarnin er svo allt annar.

    Sama á við um ágætan agli, umræðan er ekki um réttritun heldur spilamennsku Liverpool.

    Kiddi hvetur aðra til að hvetja mig til að opna nýja síðu. Bíddu er semsé ekki til skoðanafrelsi, búum við í bananalýðveldi þar sem einum fynnst, þar sem öllum fynnst.

    Varðandi Jeppesen hef ég ekki lengur áhuga á að horfa á leiki með honum. Víst þetta er allur stuðningurinn, reyndar hafði ég aldrei áhuga á að vera með honum svo þetta er kannski bara fínt.

    Og Doddi minn,

    Gagnið af því að vinna Chelskí hlýtur að vera það að þar tapa þeir 3 stigum og við fáum þrjú( sex stiga sveifla). Það sama gildir um leiki gegn minni liðum. Nema hvað að þar tapar Chelski ekki stigum þegar við vinnum( 3 stiga sveifla). Erum við ekki að reyna að bera okkur saman við lið einsog Chelskí.

    Engin glæpur að missa sig af gleði en einsog áður sagði þá eru menn alltaf einsog það séu jólin þegar við sigrum miðlungslið heima fyrir. Og allt er svo bjart sem áður var svart. Allt er svo gott sem áður var vont. En ég meina ég geri bara meiri kröfur en svo til Liverpool að einn SKYLDUSIGUR gegn Man City sé hamingjuríkasta stund vikunnar.

    Já þú vilt semsé meina að þú hafir ekkert dregið ágæti mitt sem Liverpool manns í efa. Það að segja mér að halda bara með öðru liði því ég sé, já sennilega ekki sammála nokkrum aðilum hér, er það ekki að gefa í skyn að ég megi ekki hafa þessar skoðanir mínar. Annar virðist ég ekki vera Liverpool maður. Þetta kalla ég að mega ekki hafa skoðanir. Því með skoðanir á ég bara að halda með öðrum!!

    Já ef ég heldi jafmikið með Arsenal( sem ég held ekkert með) og Liverpool sem er minn klúbbur, og Liverpool sigrar og spilar þennan hrútleiðinlega bolta og Arsenal sem þá yrði einnig mitt lið spilar sinn frábæra bolta(sá ekki leikinn gegn Bolton) tapar. Myndi ég gleðjast með liverpool hóflega því um skyldusigur er að ræða, en hefði alltaf valið að horfa á Arsenal.
    En spurningin er að mínu viti fáránleg, og enn eru menn ekki að ná kjarnanum í mínu máli. Við leikum slakan bolta. Við fáum ekki nógu mörg stig til að réttlæta það.

    SSteinn aldrei hef ég áður fundið mann sem kemur með engin rök, en bullar bara um rökleysi annara. Ég skal droppa til þín í video með leiki Liverpool á vetur. Svo skulum við horfa á Man U og Arsenal, jafnvel Barcelona. Og við skulum bera saman góða bolta og hinsvegar leiðinlega knattspyrnu. Og minn kæri, það er ekki mitt mál þótt þér líki ekki að ég reyni jafvel annað veifið að framkalla bros á vörum þess sem lesa. En eitt veit ég skoðanir eru mismunandi og menn skiptast á þeim. Þú aftur vilt að ég hætti að halda með Liverpool því ég er ekki sammála þér. Þú fyrirlítur mínar skoðanir og grætur um leið. En samt lestu þær. Þú hraunar yfir greinar mína en kemur með ekkert til baka, engin rök. Þú mígur yfir Liverpool hjarta mitt en virðist ekkert hafa sjálfur til málanna að leggja. Því þér er sama að við spilum slakan bolta að því er virðist, og þar sem við erum ekki að spila vel og ekki heldur að landa sigurum í deildinni að nóg miklu viti virðist þú bara sáttur við þá meðalmennsku sem ríkir. En þeir sem dirfast með pennan að vopni að gagnrýna-þeir ættu að leita á önnur mið. Gott er að ekki eru allir einsog þú, fúllyndir og móti skoðunum annara.
    Saka ég ykkur um að vera ekki Liverpool menn???????

    Og ég geri ekkert lítið úr skoðunum annara, það vill bara svo til að menn vilja helst flýja þá umræði sem ég virkilega var að reyna að koma af stað. Að Liverpool sem áður réð ríkjum í að halda bolta innan liðs, getur ekkert í því í dag. Liverpool sem í eina tíð var Félagið á bretlandseyjum berst í bakkafullan lækinn um 4 sætið ár eftir ár. Að félagði sem áður sat að titlum og metorðum. Getur ekki lengur klófest almennilega leikmenn.

    Máski vilja menn ekki skoðanir, þá helst ekki heyra minnst á slaka spilamennsku. Máski vilja menn bara fá að gleðjast yfir sigrum gegn Man City og Blackburn heima. En tala ekkert um spilamennskuna. Og það sem á sér stað þegar Anfield er yfirgefinn.

    Kannski eigum við bara að vera sammála um að vera á stall með Wigan og Watford þar sem hver dagur í úrvalsdeild er tóm gleði. Og spilamennskan aukaatriði meðan eitt og eitt stig mjatlar inn.

    Já lítið gleður vesælan og við eru á leið í þá vesæld.

  69. agli skrifaði:

    “stendur líka “einsog” en á að vera eins og. mannst það bara næst.

    áfram Liverpool”

    Þú gerir þér grein fyrir því að þú skrifaðir “manst” vitlaust? Þú getur ekki skammað einhvern fyrir glæp og framið síðan sama glæpinn.

  70. Þórður, ég veigra mér við því að svara þessum tveimur löngu svörum þínum í sömu mynt, enda hafa aðrir þegar gert það fyrir mig og það er ljóst að það hefur enginn tíma í svona endalaust langar umræður. 🙂

    Það er þó eitt sem mig langar að benda þér á og ég skil að menn taki illa upp í orðum þínum.

    Þú ert ósammála sumum. Við sem gleðjumst yfir sigri liðsins á Man City erum alls ekki að gefa það í skyn að þar með sé liðið og lífið almennt fullkomið og ekkert að, allt í fínasta lagi og öllum okkar þörfum sinnt. Það er einfaldlega ekki rétt, en samt komst þú inn með þín fyrstu ummæli og talaðir um að metnaðarleysi og aumingjaskapur sá sem einkenni liðið hafi smitast yfir á okkur aðdáendurna hér á Íslandi.

    Ég vill ekki að þú stofnir aðra síðu, vill einmitt fá ummæli og skoðanir úr ýmsum áttum hér inn, en þú verður að passa þig að gera ekki lítið úr öðrum. Þótt þú veljir að gleðjast ekki heldur kvarta yfir liðinu í kjölfar sigurleiks er óþarfi að gefa það í skyn að það sé eitthvað að okkur sem ákveðum að leyfa okkur að brosa.

    Ég er bara þannig úr garði gerður að ef ég kaupi mér happdrættismiða og vinn fimmþúsundkall, þá fagna ég því með því að kaupa mér flottan ís með dýfu og njóta þess sem eftir lifir af degi. Ég lít ekki á vinninginn og segi, “já en fjandakornið þetta er engin milljón!” Ég gleðst yfir því sem býðst hverju sinni. Þannig lít ég á lífið – það er aldrei fullkomið en ef maður getur ekki glaðst yfir því sem gleður getur maður sleppt því að fara fram úr á morgnana.

    Sömu heimspeki nýti ég mér við knattspyrnuna. Í mörg ár voru mínir menn hér heima, FH-ingar, í næstefstu deild íslenskrar knattspyrnu. Samt sótti ég hjartnær flesta leiki sem ég komst á með liðinu á þessum tíma og fagnaði öllum sigrum. Vissulega var 1-0 skyldusigur á Þrótti Neskaupsstað á heimavelli ekki það sama og að sigra KR 7-0, en ég fagnaði því samt. Þolinmæði mín og annarra stuðningsmanna var svo verðlaunuð þegar liðið komst upp í efstu deild og blómstraði og nú nýt ég þess til fulls að liðið mitt skuli drottna yfir íslenskri knattspyrnu. Ég nýt þess … á meðan það endist, því það er eins víst og allt annað að engin sigurhrina er svo löng að hún sé endalaus.

    Þegar Liverpool vann Meistaradeildina fyrir átján mánuðum síðan gladdist ég ógurlega, en ég gladdist enn meira en ég hefði annars gerst af því að ég mundi ennþá svo vel eftir vonbrigðunum á knattspyrnuvellinum. Við lentum fyrir neðan Everton í deildinni það vorið og leikur liðsins árið áður hafði ekki verið uppá marga fiska. Eftir öll vonbrigðin var það ótrúlega sætt að verða meistarar Evrópu.

    Í dag hefur liðið valdið vonbrigðum á útivelli í deildinni, sem þýðir að því miður verður liðið ekki meistari Englands á þessu tímabili. Þetta höfum við gagnrýnt óspart, en ef þú lest leikskýrslur okkar fyrir tapleikina á útivelli sérðu okkur fara ófögrum orðum um leik liðsins og sumar ákvarðanir þjálfarans. Á þeim tímum sá ég ekki ástæðu til að láta velgengni liðsins í Meistaradeild slá á reiði mína yfir tapleikjahrinu liðsins á útivelli í Úrvalsdeild.

    Á heimavelli, í öllum keppnum, hefur liðið hins vegar verið nær óstöðvandi og þar sé ég enga ástæðu til að láta slæmt gengi liðsins á útivelli slá á ánægju mína þegar Liverpool vinnur heimaleiki. Ég gleðst yfir því sem býðst, jafnvel þegar ekki er allt fullkomið, því ef maður getur ekki glaðst yfir því sem gleður getur maður alveg eins sleppt því að fara fram úr á morgnana.

    En þótt ég vogi mér að gleðjast yfir sigri liðsins á Man City á heimavelli er ekki þar með sagt að ég sé ekki hryggur og reiður yfir tapi liðsins gegn Arsenal á útivelli. Það er því óþarfi að gera lítið úr mér og öðrum, með því að saka okkur um metnaðarleysi eða aumingjaskap eða hvernig sem þú orðaðir það, bara af því að þú velur að gleðjast ekki.

  71. “Luis Garcia, he drinks sangria, he came from Barca, to Liverpool…”

  72. Engin ný merking Steini minn. Þegar menn skrifa meiningu sína og útskýra afhverju þeim finnst það, þá sé ég bara ekkert að því. Mér finnst þú nú með ansi viðkvæmt hjarta ef þú kallar þetta að “ata aur í allar áttir”.

    En að því sögðu get ég líka alveg tekið undir með Kristjáni Atla af miklu leiti. Auðvitað er í lagi að gleðjast yfir sigrum, en þeir meiga samt ekki blinda mann. Sóknarleikur okkar er alls ekki nægilega góður, hver svo sem ástæðan er. Þegar menn skrifa síðan sínar hugmyndir að betri og beittari sóknarleik, útskýra afhverju þeir hafi þessar hugmyndir, þá finnst mér það bara mjög gott mál. Hvort að Rafa sé ekki nógu klókur að setja upp sóknarleikinn, bakverðir okkar hálf geldir sóknarlega, framlínann vonlaus eða einfaldlega menn ennþá að venjast nýju kaupunum, eða einhver önnur ástæða, þá er deginum ljósara að við erum alls ekki að spila nógu vel. Ég bara fagna því ef menn geta talað um þetta vandamál okkar og komið með rök fyrir skoðunum sínum.

    Ég sé ekkert að því að vera jákvæður og bjartsýnn, en menn meiga samt ekki vera blindir fyrir augljósum vandamálum.

  73. Þórður sakar aðra um að sjá ekki punktinn í því sem hann upphaflega var að segja: að Liverpool spili illa. — Sá punktur hefur ekkert farið framhjá neinum hérna, það er ljóst hver skoðun þín er. Og þú hefur fullan rétt á henni auðvitað, eins og ég á minni. En eins og Kristján Atli kemur hérna inn á, þá byrjar þú á því að gera lítið úr þeirri “gleði” (sem þó var takmörkuð!!) sem fólk sýnir yfir því að leikurinn gegn City vannst! “Missum okkur ekki í meðalmennskunni…” Og ég skora á þig að gera það sem Kristján bendir á, að kíkja á leikskýrslur og kommentin eftir tapleiki. Þá sérðu að það er ekki eilíf hamingja á ferð. Og nei, þetta er ekki þannig að við séum svo fúlir yfir genginu að loksins þegar sigur kemur þá fljótum við upp í sjöunda himin og verðum rosaglaðir la di da … heldur gleðst maður yfir þeim stigum sem liðið er að safna, því greinilega mun það skipta máli!

    Og talandi um það að sjá ekki punktinn … ertu virkilega ekki að ná því sem ég er að meina með að sigur gegn Chelsea hefur lítið að segja ef við töpum leikjum á móti liðum eins og Watford, Sheffield Utd. og City? — Bara svo þú fattir það, þá tók ég þetta dæmi frá liði eins og Borough, sem sannarlega vann Chelsea en tapaði svo á móti fyrrnefndum liðum. 3 stig af 12 mögulegum í þessum leikjum – þegar maður hefði haldið að þau hefðu átt að mögulega vera 7-9 (tap á móti Chelsea og sigrar í hinum…).

    Ef þú ert enn ekki að ná því, þá skulum við færa dæmið yfir á Liverpool og taka fjóra leiki sem dæmi: West Ham heima, Newcastle heima, Blackburn heima og Chelsea úti. Í fullkomnum heimi hefðum við fengið 12 stig úr þessum fjórum leikjum en fengum 7. Ef við hefðum sigrað Chelsea hins vegar en tapaði hinum þremur, þá hefðum við fengið þrjú stig í stað 7 … = “litlu leikirnir” telja!!!

    Kíktu líka eftir því hvort öll kommentin okkar eftir sigurleiki á móti “litlu liðunum” hingað til hafi verið lituð af því um hamingjusömustu stund okkar hafi verið að ræða! Ég endurtek: það er gleði yfir sigrinum á City, Liverpool spilaði ekki óaðfinnanlega en hvar í kommentunum erum við jafn glaðir og t.d. eftir Istanbul-leikinn fræga?

    Og hörund þitt er enn svo veikt, að þegar maður segir við þig “…haltu þá bara með þeim…”, þá tekurðu því svo bókstaflega og segir að maður sé að efast um þig sem Liverpool-aðdáanda. Ég hef hvergi sagt það. Mér finnst það bara persónulega svo ótrúlega skrýtið að ausa lofi yfir lið sem tapar 3:1 en hrauna yfir okkar menn sem þó sigra í sínum leik. Hefðirðu annars ekki fyrirfram talið að Arse hefði átt að vinna skyldusigur á móti Bolton?

    Og þú ert VÍST að gera lítið úr skoðunum annarra þegar þú talar um að menn séu að missa sig í meðalmennskunni og segir líka “…heldur frá þeim vælubrókum sem misstu saur úr eiginn aski þegar yfirferð á síðasta pistil mínum lauk. […] Svo ég hefji þetta á Dodda…” — hvernig á maður að skilja þetta öðruvísi? Fyrir utan það að segja að spurningin sé fáránleg þegar ég spurði um tap Arse vs. sigur Liverpool – af hverju er hún fáránleg þegar þú hefur áður í kommentunum dásamað spilamennsku Arse (sem þú heldur ekkert með) þrátt fyrir tap. Þú hefðir hóflega glaðst yfir skyldusigrinum segirðu … en hvað vorum við að gera?? Voru komment okkar ekki hófleg gleði? Vorum við slefandi yfir léttleikandi Liverpool-liði? Nei, við fögnuðum sigrinum fyrst og fremst.

  74. Að mörgu leyti er maður sammála gremjunni í Þórði og það er kannski mergur málsins.

    Það sem pirrar mann mikið í dag er t.d. hvernig aðdáendur annara liða horfa á Liverpool. Þeir sem halda með stóru liðunum þremur finnst Liverpool hálfhlægilegir og líta á liðið sem það lifi á fornri frægð. Þeir myndu ekki vilja fá neinn leikmann Liverpool nema Gerrard til sín en við vildum gjarnan fá svona 4-5 hjá Arsenal og Man U og sirka 10-12 hjá Chelsea.

    Maður skilur Þórð. Meira að segja þegar Robbie Fowler var ungur og fallegur var þó einhver spenna í kringum spilið hjá Liverpool. Maður einhvernveginn sér ekki fyrir sér 4-3 gegn Newcastle með þessu liði í dag, hvað þá tvö ár í röð.

    Einu liðin sem hafa unnið Evrópubikarinn oftar en Liverpool eru Real og AC Milan. Ég er ákafur stuðningsmaður Liverpool en mér dytti ekki í hug að halda að stuðningsmenn annara liða beri jafn mikla virðingu fyrir hinum Rauðu í dag eins og fyrir hinum tveimur, þó þeim gangi illa núna þá er alltaf einhver metnaður í leikmannakaupum og ef gengur illa þá er allt brjálað í kringum þau.

    Það þarf kannski að gera allt brjálað í kringum Liverpool til að hefja þá til fyrri vegs og virðingar. Í dag erum við bara jafn ógnvænlegir og Roma, Werder Bremen, Porto… en spilum bara eins og Bolton.

  75. Doddi, doddi, doddi.

    Í sömu andrá og þú þykist vera að hvítþvo þig af því að gera lítið úr minni hollustu við Liverpool, heldur þú samt áfram að rægja mig um að styðja ekki félagið. Sbr:

    “Arse (sem þú heldur ekkert með)”

    Svo ertu greinilega snillingur í tölfræði. Því þú gefur þér að sigur á Chelsea skipti engum togum ef við töpum svo hinum þremur leikjunum. Bíddu þurfum við semsé að tapa öllum hinum leikjunum til að vinna Chelsea?
    Segjum að við hefðum brunað upp og náð að landa sigri á Chelsea og náð svo sem og einum sigri til í hinum leikjunum hefðum við fengið 6 stig í stað 7. En bíddu við. Að sama skapi gefum við okkur að Chelsea hafi unnið hina þrjá leiki sína og því náð að landa 9 stigum. Við semsé 3 stigum á eftir Chelsea. Eða gerum þetta einsog þu vildir. Fáum 7 stig. Töpum gegn Chelsea og þeir fá 12 stig. Bíddu við, við erum 5 stigum á eftir þeim. Er það ekki meira en þrjú stig?
    En ef þú ætla að gefa þér að allir leikir tapist gegn lakari liðum, þá eru það annsi döpur rök. Reyndar meira rökleysa.

    Enn og aftur. Ég styð Liverpool og horfi í vandann. Kannski er rót vandans sá að menn ertu ekki tilbúnir að horfast í augu við hann og kryfjann til mergjar. Heldur vilja halda því fram að vandinn sé lítill sem enginn. Við erum á sama stall knattspyrnulega og Arsenal!!!!!!! Fásinna félagar, fásinna………….

  76. hmmm ég held að það sé komið nóg af orðum eins og rök og rökleysa, málefnalega og ómálefnalega o.sv.frv. Þessi umræða hefur reyndar verið tekin áður hér á blogginum um vonbrigði vetrarins og þá súru staðreynd að liðið er frekar slagt um þessar mundir. Samt eðlilegt að menn springi af og til yfir gengi liðsins.

    Svona til að taka eilítinn annan vinkil á umræðuna þá finnst mér þetta spjall allt saman til marks um það hvað Liverpool á góðan áhangenda hóp. Að hópur manna viðsvegar af landinum hafi svona sterkar skoðanir á gengi liðsins er í raun meiriháttar. Ég leyfi mér að efast að mörg lið státi af slíkum áhangendum.

    En … má þá ekki um leið gera meiri væntingar til liðsins? Ef hópur manna á klakanum eyðir heilu á hálfu dögunum í að rökræða gengi liðsins – flestir hundfúlir – hvað eru þá stjórnendur liðsins að pæla. Sitja þeir í sínum fílabeinsturni, sáttir og sælir og löngu hættir að hlusta á hjartað í liðinu – okkur áhangendurna? Ég get ekki ímyndað mér annað en áhangendur Liverpool út um allan heim séu jafn hundfúlir og við hérna á klakanum.

    Ég ætla að REYNA að hætta að pirra mig á Finnan, Riise og Crouch sem mér finnst 3 slökustu mennirnir í 11 manna byrjunarliði Liverpool. Í staðinn mun ég hefja áróður fyrir því að Moores selji liðið og reki Rick Parry.

    Þá hef ég einnig ekki misst trúna á Rafa og held að hann sé ennþá rétti maðurinn fyrir liðið. Ég verð samt að viðurkenna að ákvarðanir hans verða sífellt undarlegri og minna mig á ákvarðanir Hullier seinni hluta hans stjórnartíð sem gerðu að að verkum að ég hata manninn (Hullier) meira en pestina sjálfa. Ég mun þó alltaf bera hlýhug til Rafa.

    Nú er einfaldlega mál að linni Moores mun aldrei leggja meira í liðið en það sem dugar í 2-5 sætið á Englandi. Hann mun aldrei kaup menn eins og Rooney fyrir ca. 30 m. punda. Í staðinn verðum við alltaf að kaupa menn sem hugsanlega, einhverntímann, seinna, í framtíðinni, gætu orðið heimsklassa. Það sem fer þó mest í taugarnar á mér er þó sú staðreynd að við erum einfaldlega ekki nefndir á nafn þegar bestu leikmenn veraldar hugsa sér til hreyfings.

    Moores seldu liðið!

    Áfram Liverpool!

  77. Ég gefst upp – það er ekki hægt að rökræða við þig, Þórður. Punkturinn minn hefur ávallt verið sá að litlu leikirnir telja, og það að gleðjast yfir sigri í þeim leikjum ætti ekki að vera álitið að maður sé að missa sig í meðalmennskunni! Punkturinn með litlu leikina var aldrei sá að segja hvar við stæðum gagnvart Chelsea per se, heldur það að frekar vildi ég tapa gegn Chelsea og vinna hina þrjá, heldur en að vinna Chelsea og tapa hinum þremur = lesist: ég vil frekar fá 9 stig heldur en 3 stig. Það er einföld stærðfræði og útúrsnúningur þinn er bara þess eðlis, að annaðhvort sérðu hvað ég er að meina og vilt ekki viðurkenna það, eða þá að þú ert ekki að kveikja á því sem ég segi og því get ég ekki breytt héðan í frá.

    Og ef þú heldur því fram að þú sért með rök þegar þú segir að ég sé að rægja þig sem Liverpoolmann með setningunni sem þú kvótar í mig, þá áttu virkilega bágt. Þú sagðir sjálfur að þú héldir ekki með Arse … og ég ítrekaði það.

    Og hvergi hef ég sagt að vandinn sé enginn, það kemur skýrt fram í flestum mínum kommentum þessa dagana að mér finnist spil Liverpool ekki glæsilegt, en engu síður gleðst ég yfir sigrum (góðum úrslitum)!

    Það er list að kunna að taka sönsum og hlusta á rök annarra. Ég hef sagt að ég skilji hvað þú átt við þegar þú gagnrýnir spilamennskuna, en þú hefur hvergi hvikað undan þinni sannfæringu um að við sem glöddumst yfir sigrinum séum að dásama Liverpool og missa okkur í meðalmennskunni. Þú hefur hvergi svarað þeim áskorunum þegar þér hefur verið bent á að við höfum gagnrýnt spilamennsku Liverpool. Og með “vælubrækurnar sem misstu saur…” – þú hefur ekki enn áttað þig á því að þannig komment og önnur hafa ekki skilað sér til annarra sem einhver haldbær rök fyrir því að það sé vitleysa að gleðjast yfir sigri á meðalliði. En ekki skilja það sem svo að mér sárni eitthvað rosalega þótt þú notir þessar lýsingar. Þvert á móti. En ef þú vilt verða betri í rökræðum og umræðum sem þessum, þá myndirðu ná punktinum þínum betur fram ef þú dæmdir ekki fólk svona harkalega.

    Við erum á sama bandi hvað varðar Liverpool. Við elskum félagið okkar og fylgjum því, höfum skoðanir og látum þær í ljós. Ólíkar skoðanir eru bara hollar.

    Hins vegar fannst mér fróðlegt að sjá þig svara “fáránlegu spurningunni” minni varðandi það að EF þú héldir jafnmikið með Arse og Liverpool, hvort hefirðu orðið ánægðari með tap Arse eða sigur Liverpool. Þakka þér fyrir það svar, því þar kom skýrt fram að þú myndir gleðjast hóflega með Liverpool, enda um skyldusigur að ræða, en þú hefðir kosið að horfa á Arse. Gott og vel, frábært svar! — Var það ekki akkúrat það sem við nokkrir hér vorum einmitt að gera? Gleðjast hóflega!? — Nei, við misstum ekkert í brækurnar, það voru engin dansandi Istanbul-gleðitár, heldur hófsöm gleði yfir því að hafa unnið. En þú gerðir það sem þú hefur neitað, þú gerðir lítið úr þeirri gleði með því að segja að við ættum ekki að missa okkur í meðalmennskunni.

    Ég endurtek að ég skil þig og óánægjuna með spilamennsku Liverpool, en ég myndi hiklaust styðja það að setja komment okkar tveggja úr allri þessari runu fyrir framan 3-5 manna panel af hlutlausum rökfræðingum og athuga hvorum þeir myndu dæma í vil. — Málið er bara að ég sé það ekki gerast.

    En það koma dagar eftir þennan dag, og þegar feita konan hefur sungið – þá máttu gera eins mikið grín að mér og þú vilt.

  78. Spurning hvort við eigum ekki að róa okkur aðeins, allir sem einn. Þetta mál hefur verið rætt til hlítar og ég efast um að fleiri málalengingar muni skipta nokkrum sköpum í áliti hvers og eins.

    Spurning hvort mín ummæli verða þau síðustu eða hvort metið fellur? 🙂

  79. jæja, ætli maður verði ekki að leggja orð í belg í þessa ofurlöngu umræðu um nálægt því ómerkilegasta leik Liverpool á tímabilinu. sérstak en svona er þetta samt sem áður.

    held að enginn sem horfði á þennan leik hafi hugsað með sér ,,ég vildi að liðið mitt spilaði svona” það er bara staðreynd sem Liverpool menn verða að viðurkenna, að eins og er spilar Liverpool leiðinlegan og varnarsinnaðan bolta

    Einnig hefur verið mikið um erfiðleika utan vallar, Reina/Riise, ummæli Alonso um miðurdrepandi viðhorf og þetta eilífa væl um Steven Gerrard, kantur/miðja.

    Í þessum tilvikum voru fjölmiðlarnir aðallega að gera úlfalda úr mýflugu.Það segir okkur þó eitthvað um móralinn í röðum Liverpool manna þessa dagana hvað margir leikmenn virðast vilja tjá sig um innanbúðarmál á Anfield, hreint ekki gott

    En varðandi Gerrard virðis það nokkuð ljóst að hvort sem Gerrard geti leyst af á kantinum þegar á þarf að halda í stöku leikjum, þá verður hans besta staða ávallt inni á miðjunni. þar nýtast hæfileikar hans best og sést það best á þeirri viðhorfsbreytingu sem orðið hefur hjá honum eftir að hann var settur inn á miðjuna. hann sjálfur nýtur sín best þar, hann þrífst á þessari miðjubaráttu og því keppnisskapi sem hann fær út úr því að vera þar. tvö mörk í tveimur leikjum er allt sem segja þarf. hann er fyrsti kostur á miðjuna, hann er orðinn þessi matchwinner sem hann hefur verið síðustu orð, punktur.

    hefur einhver heyrt um að aðalstaða fyrirliða liðs sé á kantinum??? haldið þið ekki að cronaldo verði ekki fyrirlið man. utd

    að síðustu vil ég segja að umræðurnar eru með þeim gáfulegustu sem koma fram á veraldarvefnum. alltaf gaman að fylgjast með þeim, lítið um skítkast nema einstaka menn. held að það ætti að senda suma spjallverja hérna inn og sýna þeim hvernig eðlilegt fólk rökræðir málin, af miklum tilfinningum með því að halda skítkasti í lágmarki

    p.s. frábær síða,góðir pistlahöfundar, áreiðanlegar heimildir. eini íslenski knattspyrnuvefurinn sem getur státað af þessu öllu

  80. FHS sagði:

    >”hefur einhver heyrt um að aðalstaða fyrirliða liðs sé á kantinum???”

    Figo. David Beckham. Eh … kannski Ronaldinho líka, en hann er ekki eiginlegur vængmaður þótt hann byrji þar á pappírnum (svona svipað og Gerrard).

    Metið er slegið, gott fólk! 🙂

  81. Nei, samkvæmt Einari þá var ég að jafna það hér með. Gott mál, enda viljum við ekki að Jose haldi einhverjum metum á Liverpool síðu :biggrin:

  82. Og þá erum við búnir að slá metið! Jibbbíí. Magnað eftir einhvern leiðindaleik gegn Manchster City. Til hamingju öll, þið eruð yndisleg.

    Ég vildi bara slá metið og segja tvennt:

    >Það sem pirrar mann mikið í dag er t.d. hvernig aðdáendur annara liða horfa á Liverpool.

    Who gives a fuck hvernig aðdáendur annarra liða horfa á Liverpool?

    Og svo styð ég málflutning Dodda. Hann segir ansi margt af því, sem ég hefði viljað segja varðandi þessi komment Þórðar.

  83. Who gives a fuck Einar? Ertu ekki að grínast??? Þó álit annarra sem slíkt skipti mig ekki máli, þá skiptir þetta mig máli því það er svo greinilega ástæða á bakvið þessa skoðun…og sú ástæða finnst mér mjög leiðinleg. Þó þú getir lokað augunum við báglegri skilamennsku okkar liðs, þá bara get ég ekki sætt mig við hana endalaust. Á meðan ég vil úrbætur þá viltu þú kannski…tja…sitja í þíum fílabeinsturni og hafa það huggulegt bara.

    Þegar maður les pistlana hjá Dodda og Þórði(ekki sami maðurinn að rífast við sjálfan sig? :laugh:) þá sér maður alveg að þeir eru af stórum hluta sammála. Báðir segja að hófleg gleði við litlum sigrum sé viðeigandi, en að spilamennska liðsins sé alls ekki nógu góð. Þeir virðast bara segja það með mismunandi áherslum.

Liðið gegn Man City

Félagslið vs. landslið