Er það málið?

Rafa segist fullviss um að Kewell muni ná [fullum bata aftur](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=429056&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Rafa:+Kewell+will+rise+again) og koma tilbaka fullfrískur í janúar.

“Harry is now working with the physios, but he will need at least two months before he can begin training with the team again.He is okay mentally. He knew he had an injury problem, but now he is mentally in a right way.”

Ég hef mínar efasemdir um að Kewell muni nokkurn tímann spila heilt tímabil en ferill hans hjá Liverpool hefur aldrei náð almennilegu flugi vegna meiðsla. Það efast enginn um getu hans á knattspyrnuvellinum en hann virðist ekki geta spilað meira en 5 leiki í röð og þá meiðist hann. Það sem meira er þá erum við ekki að tala um krossbönd eða fótbrot heldur furðuleg támeiðsli o.s.frv. Ég VONA að hann nái fullum bata og losni við þessi endalausu meiðsli en ég er ekki sannfærður. Vona að hans ferill endi ekki líkt og hjá Jamie Redknapp og fleirum góðum knattspyrnumönnum.

Síðan nenni ég ekki að sjá svona komment:

“If we have Harry Kewell and Momo Sissoko coming back in January, then it will be like signing two new players.”

5 Comments

 1. já mér finnst eins og ég hafi séð þessi ummæli áður um einhverja aðra leikmenn en það er ekki hægt að segja að Sissoko verði eins og nýr leikmaður þegar hann kemur aftur því hann spilaði flesta leikina áður en hann meiddist en aftur á móti hefur Kewell ekki spilað eina einustu mínútu á þessari sparktíð eins og Bjarni Fel myndi orða það 🙂

 2. Sammmála þér með þetta síðasta komment!! Þoli ekki svona… ætli Rafa sé ekki bara að undirbúa stuðningsmenn undir það að það verður ekki keyptur neinn leikmaður í janúar? Segi svona…

 3. Sammála með síðasta commentið… ég meina þá væri eins og hann hefði sagt þegar Sissoko meiddist, já við vorum að selja Sissoko, ætlum að kaupa hann aftur í janúar ef hann verður orðinn heill.

  Þoli ekki svona comment, þetta er ekki fyrsta skipti sem svona kemur frá Benítez.

 4. 🙂 Já þetta er ótrúlega freðið komment.

  Ég vona að Kewell verði klár sem fyrst, hann hefur það sem flesta útherja okkar liðs vantar, leikskilning.
  Gonzalez hefur afar óljósa hugmynd um hvenær hann á að taka á rás, skjóta eða senda boltann. Ég held hins vegar að hann eigi eftir að verða betri þegar að líður á tímabilið.
  Pennant hleypur reglulega með boltann í ógöngur og það hefur reynst fremur auðvelt fyrir andstæðinga okkar að núlla hann út. Ég sé ekki fyrir mér að Pennant bæti miklu við sig.
  Garcia er nokkuð slunginn en missir boltann alltof oft á miðjum velli þegar hann spreytir sig á bellibrögðum. Garcia skorar reglulega og er fínn liðsmaður en verður aldrei burðarás í liðinu.

  Ég verð að viðurkenna að það olli mér miklum vonbrigðum að Zenden skuli hafa verið teflt fram gegn Arsenal til að fylla skarð Sissoko. Benitez hlýtur að hafa verið verulega timbraður þegar hann tók þá ákvörðun.

  Ég er farinn að hallast að því, eins og ég hef nefnt hér áður að við verðum að skipta um leikkerfi. Fara úr 4-4-2 í 4-5-1 eða jafnvel 4-3-3. Helsta ástæðan er púðurleysi framherja okkar og Alonso. Alonso er ekki þessi týpiski miðjumaður í 4-4-2 leikkerfi að mínu mati. Ég held að hann þrifist mun betur með meira svigrúm aftar á vellinum þar sem næmt auga hans fyrir hlaupum samherjanna fengi að njóta sín. Sissoko og Gerrard myndu vera með honum á miðjunni, Gerrard í nokkuð frjálsri rullu. Á vængjunum sé ég fyrir mér að Gonzalez, Garcia, Kewell og Bellamy myndu skipta með sér verkum. Kuyt yrði fremstur. Crouch myndi leysa hann af hólmi þegar (og ef) hann tæki að mæðast.
  Með þessu móti kæmi meiri hraði í okkar lið og leikur okkar manna yrði ekki jafn fyrirsjáanlegur og hann er í dag.

  Leikmenn Arsenal þurftu t.d. ekki að hafa miklar áhyggjur af sóknarleik Liverpool. Þeir þurftu að passa að Gerrard fengi ekki færi á að leika lausum hala og búið. Bakverðirnir okkar skapa engan usla, aðrir miðjumenn fara ekki mikið út úr miðjuhringnum, hvað þá taka menn á, Gonzalez skeiðaði um eins og ráðvillt tryppi og Crouch og Kuyt voru iðnir en fyrisjáanlegir.

  Ég man þá tíð þegar að okkar menn léku 3-5-2, það var hrein unun að horfa á þá spila. Þeir unnu reyndar aldrei neitt :laugh: En ég held að með breyttu leikskipulagi, hvort sem það verður 4-5-1 eða eithvað annað, sem nýtir styrkleika okkar manna betur, þá komi það til með að skila skemmtilegri Liverpool leikjum og betri árangri.

Riise, Reina og háttvísi

Loksins!!!