Arsenal 3 – Liverpool 0

Klárum formsatriðin fyrst. Liverpool tapaði í dag á útivelli gegn Arsenal 3-0. Flamini, Toure og Gallas skoruðu mörkin. Tveir miðverðir skoruðu mörk gegn Liverpool í dag. Liðið var svona:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

Gerrard – Alonso – Zenden – Gonzalez

Crouch – Kuyt

Stundum eftir tapleiki get ég ekki beðið eftir því að hella úr skálum reiði minnar á þessari síðu. Gott dæmi um það er t.d. eftir tapleikinn gegn Man U.

En núna bara nenni ég þessu ekki. Við höfum núna tapað 5 útileikjum í ensku deildinni og markatalan er 0-11. Það er svo grátlegt að ég nenni ekki að tala um þetta. Ég ætla þess í stað að gera þetta gagnvirka leikskýrslu, því ég er viss um að þið eruð æst í að hella úr skálum reiði ykkar. Ég skal telja upp það jákvæða við leikinn og þið það neikvæða:

**Jákvætt**:

* Við höfum núna klárað alla erfiðustu útileikina og það í byrjun nóvember.
* Rangstöðumörkin okkar komu bæði uppúr verulega skemmtilegum og vel útfærðum sóknum.

Fleira jákvætt get ég ekki talið upp. Takk fyrir og góða nótt.

36 Comments

  1. Það var rétt að skamma þann norska, vonandi sjáið þið það núna hver er veikasti hlekkurinn í þessu liði. Búinn að segja það áður og stend við það.

  2. Erfitt að vera ósáttur þegar hitt liðið er bara miklu betra. Var svipað þegar Arsenal keppti gegn Man Utd, einfaldlega yfirspiluðu þá.

    Jákvætt, heppilegt öllu heldlur, er að Carragher fékk ekki að líta rauða spjaldið, sem hefði verið fullkomlega réttlætanlegt hann smellti tökkunum í sköflunginn á van Persie.

    Eftirfarandi leikmenn ákváðu að vera ekki með í dag: Zenden, Carragher (sbr. t.d. þegar Adebayor fékk að skokka með boltann einn að marki Liverpool) og Gerrard (miðað við venjulega) þá einna helst.

    Mæli líka með að Benitez hætti að spila svæðisvörn í hornum.

  3. Hvað á það að þýða að leyfa Zenden að hlaupa um völlinn í heilar 90 mínútur án þess að gera 1 hlut rétt. Ég held að það sé langt síðan ég hef séð jafn lélega frammistöðu hjá leikmanni sem klæðist okkar búningi. Ég á ekki til orð hversu pirraður og reiður ég er útí þessa frammistöðu. Er ég sá eini á þessari skoðun eða eru fleiri sem taka eftir þessu, ANDSKOTINN hafi það!!! Og hvað er málið með Riise…hann var vægast sagt ARFA slakur

  4. Úff, hvað það var erfitt að horfa á þennan leik. Ég hef enn mikla trú á því að Rafa geti unnið titillinn fyrir okkur (ekki á þessu tímabili) en ég er farinn að efast um nokkra leikmenn í liðinu.

    Ég held að stór hluti af vanda Liverpool séu miðverðirnir, Carragher og Hyypia. Þó Carra sé baráttuhundur, þá verður hann líka að geta skilað boltanum almennilega frá sér. Oftast þegar hann er kominn í klípu bombar hann bara boltanum eitthvert. Miðverðir í toppliðum í dag verða að hafa allan pakkann, Carra uppfyllir ekki pakkann. Tími Hyypia er að renna sitt skeið, hann er bara orðinn alltof seinn.
    Zenden á því miður ekki heima í þessu liði, hvorki sem miðjumaður né kantari. Hann var skítlélegur í þessum leik.

    Ég hélt að kantvandamálin væru úr sögunni þegar Benitez keypti Gonzalez og Pennant, en það er ljóst að þeir eiga í miklum erfiðleikum með að taka menn á.
    Ég gæti talið upp fleiri leikmenn, en bara nenni því ekki.

    Gerrard þarf að fara að spila eins og maður, rífa sína menn upp og leiða þetta lið á vellinum, annars endar þetta þannig að við verðum að berjast um 4-8 sætið sem er ekki ásættanlegt fyrir Liverpool.

  5. jæja… nú hlítur spænski dvergurinn að vera tekinn úr markinu.. er hægt að vera meyra niðulægður en að láta þennan mann klobba sig… guð minn góður… fer nú að minna mann á hænumarkið hanns dúdda þegar hann verpti boltanum…

    2 þvílík mistök hjá vörnini… 1 markið og svo 3 markið… og fanst mér nú að reina hefði geta verið 3 markið sem var beint á hann…

    jæja hugsum jákvætt og inná með dúdda…

  6. Hvað vantaði í þennan leik ??????

    S I S S O K O !

    Maður á eftir að sjá það betur eftir því sem líður á að enginn af þeim miðjumönnum sem eftir eru geta leyst stöðu hans af hendi…..Fyrir þá sem eru síkvartandi yfir sendingagetu hans og þess háttar hljóta að sjá það í hendi sér að það hefði betra að vera með hann heldur en t.d. Zenden, Xabi, Gerrard eða annan mann sem var þarna á miðjunni !

    Allt liðið var að vísu ótrúlega lélegt og er ekki mikið hægt að kvarta og kveina….. gaman að sjá það hvað áhangendur Nallarana eru kurteisir við sína fyrrum leikmenn !

  7. Ég hef sagt það áður, ég sagði það núna síðast þegar ég setti byrjunarliðið inná síðuna… Ef Zenden á að vera í/við byrjunarliðið hjá Liverpool þá munum við ALDREI vinna úrvalsdeildina, svo einfalt er það. Hann var hræðilegur í fyrri hálfleik!

    Djö… erum við slakir! Úff…. ég veit ekki hvort tónleikarnir í kvöld á Vega með Sufjan Stevens geta komið mér í betra skap… vonandi.

    Góðar stundir

  8. Það sem vantaði í þennan leik var…

    …vilji

    Það var dálítið eins og að leikmenn liðsins væru áhugamenn að sjá hetjurnar sínar í fyrsta skiptið. Virðingin fyrir leikmönnum Arsenal var þvílík að ég bjóst allt eins við því að sjá mönnum rísa……

    Þeir voru skíthræddir við þá og spiluðu boltanum til baka í sífellu jafnvel þó þeir væru undir 1-2-3 mörkum. Huglausir, viljalausir og skíthræddir leikmenn LFC urðu klúbbnum til skammar í dag.

    Vissulega á að gagnrýna Benitez eftir þessa frammistöðu en við skulum ekki gleyma hverjir spiluðu þennan leik.

    Manni verður hreinlega illt að sjá leikmenn sem spila fyrir LFC koma svona inní leiki.

  9. Það er óþolandi að Gerrard er alltaf fyrstur til að hengja haus. Hann sem fyrirliði á að berja menn áfram. Algjörlega óþolandi.

  10. Ég tek undir með Einari Erni í því að þessi leikur á ekki skilið lengri leikskýrslu en þetta. Við eigum ekki að eyða meiri orku í liðið en það eyðir í leiki sína.

    Nokkrir punktar:

    * Það liðu fimm leikir á milli leikjanna við United og Arsenal. Liverpool vann þá alla og átti því að vera betur í stakk búið í dag. Það varð þó ekki – aftur spiluðum við sæmilega þangað til við lentum undir, en eftir að Flamini skoraði var ekkert sem benti til þess að liðið hefði áhuga á að jafna leikinn. Ömurlegt.

    * Gerrard var slappur í dag. Alonso var slappur. Hyypiä, Carragher, Riise, Finnan, Zenden, Crouch, Kuyt … slappir. Það eru einfaldlega of margir lykilmenn, of margir reyndir menn, að spila langt undir getu. Hver gæti ástæðan verið? Við getum spekúlerað endalaust.

    * Reina er sennilega sá eini sem ég myndi ekki skamma í dag. Hann bjargaði okkur 2-3svar vel frá því að tapa stærra og á ekki sök í neinu marki. Aðrir eiga mínus í kladdann skilið fyrir daginn.

    * Við erum með laaaangbesta liðið í Úrvalsdeildinni, fyrir utan þessi þrjú efstu. Vandamálið er bara það að við erum ennþá langt frá því að hafa lið sem getur skákað Chelsea, United og Arsenal. Því miður, þetta eru bara staðreyndir og það þýðir ekkert ða horfa framhjá þeim.

    * Deildin er farin. Við erum bikarlið það sem eftir lifir vetrar; reynum að tryggja okkur fjórða sætið í deildinni og þátttökurétt í Meistaradeild, og vinna vonandi eins og einn bikar í leiðinni, en allt tal um Úrvalsdeildartitilinn verður að bíða í átján mánuði í viðbót. Því miður.

    Nóg komið. Ég einfaldlega nenni ekki að velta mér upp úr þessu. Þetta lið á það ekki skilið í dag að maður hangi á þessari síðu ræðandi þessar hörmungar …

  11. Sóknarleikur okkar manna er allt of hægur. Hver einasta sókn hefst á hægum samleik varnarmannanna. Ég vissi ekki betur en að leikmenn eins og Bellamy, Gonzalez og Pennant voru fengnir til klúbbsins til þess að auka hraðann. Þessi djöfulsins hægagangur endalaust er gjörsamlega óþolandi. Liverpool liðið í dag er andstæðan við Arsenal og sást það bersýnilega í dag. Liverpool er að spila hundleiðinlegan bolta, samanber leikinn gegn Reading, Bolton, ManU, Blackburn og Arsenal. Þeir eru ljómandi fínir frammi Kuyt og Crouch en Bellamy verður að koma inn í liðið í næsta leik og koma með GRIMMD og HRAÐA.

  12. Jæja, þá er þessu sísoni lokið fyrir LFC nú er að byrja á því að byggja upp til framtíðar einu sinni en. Vonadi náum við í fjórða sætið ef ekki þá má stefna á evrópusæti.
    Mig langa líka að vita hvers vegna allar sóknir lfc þurfa að byrja í eigin vítateig, sama hvar lfc vinnur boltan þá þarf alltaf að fara aftur í eigin vítateig og byrja þar sóknina, 😡 😡 😡

  13. Riise er svo óendanlega slappur, Ég held hinsvegar að Gonzalez eigi miklu meira inni, geti orðið heimsklassa. Megum gefa suma þarna, m.a. Zenden, sá maður er bara miðlungs og ekkert annað.

    Málið er að Arsenal spilaði fótbolta. Ekki við. Þeir spiluðu hraðan, fárra snertingabolta, FRAM Á VIÐ. Á meðan okkar menn sentu oft þegar þeir voru komnir fram á þeirra þriðjung, alla leið heim á Reina. Djöfull langar mig að skipta á bakvörðunum okkar og bakvörðunum hjá Arsenal, þeir eru frábærir miðað við okkar.
    Fóru Finnan og Riise yfir miðju í leiknum?

    Agger á náttúrulega klárlega að vera í byrjunarliðinu, að láta Toure skora svona er bara niðurlægjandi.

    Boltinn sem við vorum að spila áðan sko, miðvörður fram á striker, lagt út á miðju, út á kant og…………………..til baka, oftast alveg heim. Þetta er eitthvað sem þarf að laga.

    Markið sem Crouch skoraði, gat hann ekki drattast til að horfa á línuna? Hann hafði nóg af tíma.

    Jæja, YNWA.
    Vinnum næsta leik, Boro á útivelli. Ef við vinnum ekki Southgate og félaga er eitthvað að. Leyfa Alonso og bara e-m úr varaliðinu eða youth að vera á miðjunni. Gerrard á bekkinn, ræða við Gonzalez og láta hann ekki vera svona klunnalegan og stressaðan og hafa hann og Garcia á köntunum. Agger og Carra í miðverði, Aurelio í vinstri bak og kaupa svo Dani Alves í janúar.

    Vantar allan vilja í liðið. Eins og öllum sé skítsama um úrslitin!

  14. Áður en ég les kommentin þá vil ég þakka þér Einar fyrir að láta mig hlægja…. :biggrin: :laugh: Stutt og skemmtilega háðsk leikskýrsla..hitti í mark hjá mér!!!!

  15. Eitt orð: ömurlegt.

    Tvö orð: Áfram Liverpool!

    Þrjú orð: Ekki hægt annað 🙂

  16. Átti að vera …að hlæja… :blush:

    Að leiknum. Maður fer bara einhvern hjá sér þegar okkar menn eru “röraðir” svona illilega eins og einn félagi púllari á Austfjörðum orðaði það þegar ég hringdi í hann eftir leik.

    Mér heyrðist hann fyrst segja “jarðaðir” en hann var fljótur að leiðrétta þann misskilning!!

    Við áttum bara svo innilega skilið að tapa í dag. Arsenal spiluðu fótbolta. Ég veit ekki alveg hvað okkar menn voru að gera á Emirates stadium.

    Úffffffffff …og svo ekki orð um það meir.

    Nú er bara raunhæft að setja markið á 3. til 4. sæti í deildinni…hvort sem okkur líkar betur eða ver. Svoleiðis er það bara. Við höfum bara ekki mannskap í meiri kröfur. Ég held að það sé deginum ljósara.

    Jæja..nú er bara næsti leikur. Landa okkar fyrsta útisigri næsta Laugardag eða skammdegið á Íslandi gengur frá okkur púllurum.. :confused:

    YNWA

  17. Ég nenni ekki að tala um einstaka leikmenn eða atriði í þessum leik. Rafael Benites er vonandi á förum frá félaginu. Framfarir hjá liðinu hefa engar orðið. Liðið er greinilega klassa ef ekki tveimur á eftir hinum 3 stóru. Athugið núna eru risarnir í ensku knattspyrnunni aðeins þrír. Spurningin er bara þessi: fer rafael benites (hér eftir verður þetta nafn skrifað með litlum staf) til Ítalíu í janúarglugganum. Ég vona það heitt og innilega 😡 😡 😡

  18. DAPURT,Mér finnst andleysið í liðinu algert, ekki til andi eða barátta þegar á móti blæs og ég hef eiginlega ekki síður áhyggjur af því en lélegri spilamennsku liðsins á útivöllum. Við virðumst bara einfaldlega vera fjarri því að vera með jafn sterkt lið og Arsenal, Man Utd og Chelsea. Þessi lið sem við verðum að miða okkur við ef við ætlum að taka þessa deild eru betur skipulögð og því miður betur mönnuð en við erum í dag. Sífelldur hringlandaháttur með uppstillingu liðsins veldur því að það myndast ekki sterkur kjarni í liðinu sem hægt er að byggja útfrá. Síðan blasir náttúrulega við öllum sem vilja sjá það að nokkrir leikmenn í liðinu eru langt frá því að vera boðlegir í lið sem vill berjast um titla. Þar get ég nefnt menn eins og Pennant, Gonsales, Aurelio, Zenden og Hyypia. Hyypia hefur þó skilað góðu verki og á skilið virðingu okkar Liverpoolmanna fyrir það en hans tími er bara liðin og það fyrir nokkru síðan.
    Hef verið nokkuð ánægður með Benitez frá því hann tók við og talið að sá tími kæmi að við færum að berjast um enska titilinn en verð að segja að mér finnst Benitez vera að spila alveg rassinn úr buxunum á þessari leiktíð og þetta er einhvernveginn farið að minna mig á tíma Houlliers undir lokin hjá honum, menn virðast hafa misst trúnna. Liðið er varnarsinnað, andlaust og virðist ekki vita á hvaða mark á að sækja þegar það er með boltann, í það minnsta virðist helst leitað að miðvörðunum og markmanninum þegar liðið er með boltann. Svo hef ég miklar áhyggjur af Gerrard, auðvitað á hann við og við ágæta leiki á kantinum, enda frábær knatttspyrnumaður og gæti eflaust átt ágæta leiki við og við í markinu, en kommon, hann á að vera á miðri miðjunni og stjórna þessu liði. Við erum að eyðileggja frábæran knattspyrnumann með því að vera að rugla honum út um allan völl, Hann hlýtur að hafa mestar áhyggjur af þessu sjálfur hvað svo sem hann segir í viðtölum og getur ekki verið sáttur. Ef svona heldur áfram þá hef ég miklar áhyggjur af því að það styttist í að Gerrard láti undan einhverju af þeim fjölmörgu stórliðum sem ávallt eru á eftir honum og leyti á önnur mið þar sem hann fær að blómstra.
    Svo eru vonbrigðin en meiri með tímabilið vegna þess að Benítez fékk töluvert af peningum til að styrkja liðið en virðist ekki hafa notað hann vel. Hefði mátt hugsa meira um gæði en magn í innkaupum sumarsins að mínu mati. Kuyt á eftir að verða góður og ég hef trú á að Bellamy geti orðið fínn einnig, önnur kaup sumarsins eru að því er virðist mjög döpur svo ekki sé meira sagt, ég meina td Gonsales og Pennant sem svör okkar við vandamálum í kantspili undanfarin tímabil,þeir eru bara ömurlega daprir, koma illa til baka, nenna ekki að verjast og skila engu sóknarlega. Ég meina ég held með mínu liði og mun ávallt gera það, ég byrjaði að halda með Liverpool sem ungur gutti af því m.a að liðið spilaði skemmtilegan sóknarbolta, andinn virtist góður og stuðningsmennirnir frábærir, á meðan spiluðu önnur lið í ensku deildinni Kick and run bolta. Maður getur ekki annað en spurt því ætti nokkur ungur maður að byrja að halda með Liverpool í dag, jú reyndar eru stuðningsmennirnir enn frábærir!

  19. Ég verð að kvarta við stjórnendur ensku úrvalsdeidarinnar, Liverpool leikir eiga ekki að vera á daginn, heldur á kvöldin því þetta er frábært svefnmeðal að horfa á jafn leiðinlegan fótbolta og jafn hæfileikalausa leikmenn eins og Pennant og Zenden og gjörsamlega hugmyndasnauða sóknarbyggingu og vægast sagt sorglega vörn.

    Fólk með svefnvandamál, fáið ykkur Skjár Sport og horfið á alla leiki Liverpool, þá verðið þið komin með svefnsýki.

  20. Vargur, stuðningsmenn Arsenal kunna alveg að taka vel á móti fyrrum leikmönnum. Vieira, Petit o.fl. fengu t.d. hlýjar móttökur. Menn eins og Anelka, Pennant og Bentley fá hins vegar ekki hlýjar móttökur enda höguðu þeir sér eins og asnar og halda áfram að tjá sig eins og asnar í fjölmiðlum (nema kannski Anelka).

  21. Ég tek undir flest hérna á síðunni. Andleysið algjört og ég fékk á tilfinninguna strax í byrjun leiks að leikmennirnir tryðu því ekki að þeir gætu unnið leikinn. Svakalega vondur leikur. Ég hefði viljað sjá 5 leikmenn á miðjunni eða Gerrard, Alonso og Zenden með Garcia, Pennant og Kuyt frammi og á köntunum. Arsenal hefur verið í vandræðum með lið sem spila svona á móti þeim. Ég tek undir það að ég sakna Sissoko. Nú væri gott að hafa Hamann, uss. Jæja þetta er leiðinlegt. Við erum að gera ágæta hluti inn á milli en við trúum því ekki að við getum unnið stóru liðin og þar af gerum við það ekki. Ég er í nettu þunglyndi hérna og frekar fúll yfir þessu.

  22. Þeir sem mega vera meðlimir í byrjunarliði Liverpool sem gerir atlögu að enska meistaratitlinum er eftirfrarandi í leikkerfinu 4-4-2

    Reina
    ? ? Agger ?

    ? Gerrard Sissoko/Xabi ?

    Kuyt ?

  23. Þeir sem mega vera meðlimir í byrjunarliði Liverpool sem gerir atlögu að enska meistaratitlinum er eftirfrarandi í leikkerfinu 4-4-2

    Reina
    ? ? Agger ?

    ? Gerrard Sissoko/Xabi ?

    Kuyt ?

  24. Það er auðvitað mikið svekkelsi að vera búinn að missa af titlinum í byrjun Nóvember. Eftir slaka byrju LFC síðustu tvö tímabil hélt maður að menn væru búnir að læra af mistökunum. En svo virðist ekki vera og greinilegt að liðið í dag á langt í land áður en deildarmeistaratitill vinnst.

    Ég ætla að gerast svo frakkur að spá því hvað þarf að bæta til að LFC vinni deildina. Okkur vantar betri bakverði á bæði hægri og vinstri. Ef Kewell nær sér ekki þá vantar okkur betri kantmenn á báða kantana. Og að lokum vantar okkur einn klassa sóknarmann með Kuyt. Að vísu gæti nægt að fá klassa leikmenn með hraða og leikni á kantana og Gerrard þá fremstan á 5 manna miðju. Þegar ég tala um betri leikmenn er ég ekki að meina menn eins og Pennant, Aurelio, Gonsalez og Bellamy. Heldur leikmenn í ákveðnum klassa, klassa á við Duff, Cole, Robben, Drogba, Saha, Lennon, Ronaldo, Giggs, Rooney, Henry, Van Persie, Hleb, Ljungberg, Heinze, Cole, Eboue, Gallas, Ferreira, Silvestre, Alves og Simoa.

    Þetta er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við. Ef Liverpool ætlar sé á toppinn þá verður það að kaupa topp leikmenn. Kaup sumarsins voru ekki nógu góð eins og ég hef oft komið inn á áður. Eini maðurinn af þeim sem komu í sumar sem gæti verið fastamaður í meistaraliði er Kuyt. Hinir eru ekki í þeim klassa sem þarf að vera, til að ná toppnum.

    Krizzi

  25. Afsakið double post en ég hélt að ég gæti breytt án þess að það kæmi nýtt, en ég er sammála Krizza og Krizzi virðist vera sammála mér, gaman væri að vita hvort menn séu almennt sammála okkur.

  26. Svakalegt vonleysi er þetta á mönnum hér !
    Burt með Rafa og eitthvað svoleiðis píp !
    Ég hef fulla trú á að rafa eigi eftir að gera LFC að Englandsmeisturum.
    Auðvitað er hundfúllt að vera búnir að sjá á eftir titlinum í byrjun nóvember en ég er viss um að núna fer í hönd mikil sigurganga sem mun vara a.m.k. til 20 jan og að okkar menn verða í 3-4 sæti eftir jól og í meistaradeildarsæti í lok tímabils.
    Þegar ég horfði á leikinn í dag þá fannst mér að þessi 3-0 sigur Arsenal væri ekki tilkominn vegna þess að þeir voru svona góðir heldur vegna þess að LFC voru bara svo arfa slakir, t.d. var Henry ekkert spes frekar en í undanförnum leikjum, við bara gáfum þeim leikinn, einfalt mál !
    Og að halda því fram að menn eins og Gonsalez og Aurelio séu ekki nógu góðir fyrir LFC finnst mér bara fyndið, og að ætlast til þess að þeir séu bara strax orðnir ómissandi er bara barnaskapur, það er því miður staðreynd að það tekur laaangflesta knattspyrnumenn meira en 2-3 mánuði að aðlagast sínu liði, sérstaklega ef um ræðir lið í öðru landi eða heimsálfu !
    Svona er þatta bara oft, tökum bara “heimsklassa leikmenn” eins og Shevchenko og Ballack sem dæmi, þeir eru aldeilis búnir að brillera eða hvað ?
    Heimsklassa þetta og heimsklassa hitt gerir bara ekki kúk þegar á reynir !
    Ég held að Pennant eigi eftir að reynast okkur vel, og það var álit flestra hérna á þessari síðu í byrjun tímabils líka en núna þegar að við erum ekki að gera gott mót þá eru nánast allir allt í einu ekki nógu góðir fyrir LFC !
    Við erum með alveg nógu góðan hóp til að taka deildina það vantar bara að smella saman !
    Rífum okkur nú upp úr þessu rassgati og förum að spila eins og menn, það er rosalega furðuleg tilfinning að vera poolari og vera hættur að svekkja sig á því að tapa !
    Þannig á það bara ekki að vera !

  27. Við spilum ekki árungrsríkan bolta né skemmntilegan bolta.

    Við spilum eina leiðinlegustu knattspyrnuna í enska deildinni og það er ekki einu sinni að skila sér að liggja aftur í öllum leikjum og reyna sækja á skyyndisóknum. Þetta helvítis kick and run kerfi hjá okkur er svo leiðinlegt

  28. Hvað er málið með Luis Garcia?

    Komst hann ekki í hópinn sem hélt til London?

  29. Þetta er eins og ég sagði hérna um daginn og var talinn nær geðveikur fyrir.

    Við erum bara ekki með nógu gott lið! Við erum með fullt af farþegum og algjörum fylgjendum inná milli. Ætli lið sér í titilbaráttu á Englandi þá verður liðið að hafa mikið betri leikmannahóp en LFC hefur í dag.

    Pælið í þessum, tímabilið er búið og eyðilagt eftir 3 mánuði!

  30. Það er náttúrulega ekkert skammarlegt að tapa fyrir liði eins og Arsenal á útivelli. Sérstaklega þegar þeir spila vel eins og þeir gerðu í gær. Það sem er alveg til háborinnar skammar er að horfa upp á leikmenn Liverpool hreinlega gefast upp. Þeir höfðu bara ekki nokkurn áhuga eða trú á að þeir gætu jafnað leikinn eftir að við lentum undir. Alveg ömurlegt að bjóða Liverpool aðdáendum, sem ferðast alla leið til London til að sjá þá spila, upp á svona spilamennsku.

    Nú veit ég ekki hvað Rafa gerir en það verður að senda sterk skilaboð til leikmanna liðsins. Þeir sem að hafa ekki áhuga á að spila fyrir Liverpool og berjast til síðasta blóðdropa, sérstaklega í stórleik sem þessum þeir mega alveg finna sér annað félag fyrir mér alveg sama hvað þeir heita. Algjörlega ömurlegt og nákvæmlega ekkert jákvætt um þennan leik að segja.

  31. Það er rétt Hafliði leikmenn þurfa sinn tíma til aðlagast landi og liði. Og eflaust eiga Gonsalez og Aurelio eftir að gera það (vonandi). Engu að síður met ég það svo að þessir tveir leikmenn séu ekki nógu góðir til að vera fastamenn í liði sem vinnur deildina. Þeir gætu aftur á móti verið hluti af 25 manna hóp sem klárar deildina.

    Í mínum huga er Rafa sá maður sem mun fara með LFC á toppinn. Áður en sá tímapunktur kemur verður liðið að spila mun hraðari og fjölhæfari sóknarbolta. Þessi hægi sóknarbolti sem við spilum í dag er líklegur til árangurs í meistaradeildinni, því þar er tempóið einfaldlega mun hægara. En í ensku deildinni snýst þetta um snarpar sóknir þar sem hraði og leikni ræður úrslitum.

    Krizzi

  32. OK, tek undir margt hér enda gaman að ræða málin við aðra stuðningsmenn en verð að segja við Hafliða sem finnst fyndið að m.a. ég skuli halda því fram að Aurelio og Gonsalez séu ekki nógu góðir fyrir Liverpool að ég vona að hann hafi rétt fyrir sér og ég geri mér fulla grein fyrir því að menn þurfa tíma til að aðlagast og allt það, en kommon þessir menn hafa ekki getað neitt og ekki sýnt nein merki þess að þeir muni geta neitt. En við skulum sjá til og glaður yrði ég ef ég hefði rangt fyrir mér.

  33. … hvað sungu Bítlarnir á sínum tíma (og gera eflaust enn) …

    “We all live in a yellow submarine…”

    Hristum af okkur slendið og látum ekki svona nokkuð draga okkur niður í svaðið. Við höfum svo margoft sýnt það og sannað að við erum með FRÁBÆRT LIÐ og getum enn sýnt okkar styrk hvað sem raular og tautar.

    Er sammála flestum hérna á síðunni, hvað sem Rafa gerði… þá var það ekki hann sem var með boltann inná vellinum, það voru… nenni ekki að telja alla upp en þeir voru ekki allir að vinna fyrir kaupinu sínu þennann daginn, nokkuð ljóst.

    … og koma svo “við búum allir í gulum kafbáti, gulum kafbáti…” heheheheheh

  34. Ég sé ekki ástæðuna til að kenna Reina um eitt eða neitt, það var allt liðið sem HÆTTI, auðvitað getum við talið upp fleiri möguleika en þetta er það sem skiptir máli, Liverpool leikmenn hættu.Nú er það orðið mjög augljóst að Zenden á ekki heima í Liverpool FC, hann gjörsamlega skeit á sig.Ohh, ég þrauka ekki mikið fleiri töp.Nú er um að gera að rífa sig upp og vinna leikina sem eru framundan.

  35. svo sem ekki mikið við að bæta við það sem komið er fram nú þegar en mér finnst allt í lagi að benda á nokkur atriði:

    * í hópnum eru nokkrir nýjir leikmenn og kannski þurfa þeir tíma til að venjast liðinu/deildinni/leikskipulaginu.

    * þó að margir eldri leikmenn séu ennþá þá má velvera að aðrar áherslur séu hjá Benitez og þá þurfa allir tíma til að slípa sig saman.

    * afhverju hafa menn gefist upp á manninum sem vann C.L og F.A Cup á 2 fyrstu árunum sínum? Er ekki ráð að gefa liðinu og honum smá séns.

Byrjunarliðið komið gegn Arsenal.

Hvað er vandamálið?