Carson að gera það gott hjá Charlton.

Scott Carson er í láni hjá Charlton fram til janúar en þá verður lánið endurskoðað. Carson hefur staðið sig fanta vel með Hermanni Hreiðars og félögum í vetur og er m.a. í liði vikunnar hjá [BBC](http://news.bbc.co.uk/sport2/shared/spl/hi/football/squad_selector/team_of_the_week/html/ss_team.stm), [SkySports](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=426698&CPID=8&clid=&lid=1490&title=Team+of+the+Weekend) og [ESPNsoccernet](http://soccernet.espn.go.com/columns/story?id=389912&root=england&cc=5739) fyrir frammistöðu sína gegn Man City.
Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Carson að fá reynslu með því að spila reglulega og það fær hann hjá Charlton. Ian Dowie, stjóri Charlton, [segist þakklátur Liverpool](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=426817&CPID=8&clid=33&lid=2&title=Carson+grateful+for+chance) fyrir að fá að hafa Carson og vonast til að hann verði hjá þeim út tímabilið.

“We are just going to have to hope that a call from Rafa doesn’t come. Scott has been absolutely superb and we are delighted Liverpool have given us the licence to take him, but it benefits both parties in that Scott is developing all the time, working and also learning from Premiership experience”

Hver veit nema að Scott Carson mun vera milli stanganna eftir ár hjá okkur? Það er alla vega alveg ljóst að hann myndi ekki taka neinum framförum sitjandi á bekknum hjá okkur.

Ein athugasemd

Smá breytingar

Pollýönnuhugleiðingar