SG

Eruði ekki að fokking [grínast í mér](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/6096260.stm)? Ég nenni ekki einu sinni að eyða orðum í þetta, en hvernig í ósköpunum endar þetta sem fyrsta frétt hjá BBC?

Ég elska þetta:

>Benitez also insisted he is close to his captain, despite reports that Gerrard is unhappy with his role on the right of midfield.

Það er talað um orðróm um að hann sé óhamingjusamur við að vera á hægri kantinum. Frá hverjum kemur sá orðrómur? Auðvitað bresku slúðurpressunnim, sem hefur aldrei gefið upp neinar heimildir fyrir því af hverju Gerrard ætti að vera óánægður, heldur gera þeir sér bara upp hans tilfinningar.

BBC finnst óþarfi að taka það fram að í síðustu viku kom ákveðinn maður fram og hélt því fram að [Steven Gerrard væri sáttur við að spila á kantinum](http://www.kop.is/gamalt/2006/10/26/23.06.18/). Hver var sá maður, sem hélt þessu fram?

Jú, einmitt **Steven Gerrard**. En það er svosem óþarfi að hlusta á hann, heldur er miklu meira spennó að hundsa hans ummæli og vitna þess í stað í nafnlaust blaður í einhverjum breskum slúðurblöðum.

8 Comments

  1. Ég er fyrir löngu hættur að kippa mér upp við allar þessar Gerrard fyrirsagnir, að hann sé óánægður og sé að fara til Chelsea eða Real Madrird og ég veit ekki hvað, hann er Poolari út í eitt og ég sé hann ekki fara neitt fyrr en í fyrsta lagi eftir að hann vinnur úrvalsdeildina með Liverpool sem verður væntanlega vorið 2008 🙂

  2. Svona fréttir pirra mig ekkert. Gúrkutíð í fótboltaheiminum er ekkert nýtt og þá kemur svona bull og þvaður upp á yfirborðið.
    Það sem samt pirrar mig mest við þetta er sú staðreynd að þrátt fyrir kaup sumarsins erum við engan veginn að fá eins mikið úr kantmönnum okkar eins og við ætlumst. Steven Gerrard gerði gott mót í fyrra af hægri kantinum og gerði mörg mörk í þeirri stöðu en okkur einfaldlega vantar hættu af köntunum sem og miðri miðjunni, Gerrard getur ekki skapað alla þá hættu sjálfur. Einhverjir þurfa að “step up” og redda þeim “firepower” sem við þörfnumst. Gonzalez verður góður á þeim vinstri en hann hefur átt betri spretti í vetur heldur en Pennant hvað mitt álit varðar. Pennant er ekki svona gaur sem tekur menn á en Gonzalez er óhræddur við að spretta fram úr mönnum og á magnaðar sendingar ÞEGAR þær koma. Ég biðst afsökunnar á því sem ég er að fara að segja og vona að Guð fyrirgefi mér syndir mínar….en ég hefði alveg viljað að Houllier hefði tekist að kaupa Ronaldo (skæri skæri klippa klippa detta detta væla væla) á sínum tíma. Við værum þá allavega búnir að a) eyðaleggja þann mann alveg eða b) fá þá ógn sem við þurfum af hægri kantinum og Gerrard fær aukahjálp sem hann þarf.
    Góða nótt.

  3. JAHÁ mig langar bara til að segja eitt sem tveggja barna faðir!

    Þegar börnunum mínum líður illa eða eru veik þá get ég bara enganveginn gefið mig 100% í þeirri vinnu sem ég er í og ég er nokkuð viss um að það eigi við flesta okkar sem eigum börn – LÍKA LEIKMANN NÚMER 8 HJÁ LIVERPOOL!

    … og það er alveg satt það er gúrkutíðu í fólboltafréttamannablaða-dúllidæli dúddirei heiminum í dag.

    AVANTI LIVERPOOL

  4. Já, ég missi engan svefn yfir þessu, en það sem pirraði mig aðallega var að þetta var fyrsta frétt á **BBC**.

  5. Já, alltaf nóg af slúðri. Ótengt þessari frétt beint þá færi hann varla að segja að hann væri óánægður í fjölmiðlum þótt að hann væri ekki sáttur við það að spila á kantinum. Menn segja ýmislegt sem er kannski ekki alveg í samræmi við það sem mönnum finnst innst inni í hugarfylgsni þeirra.
    Gerrard er búinn að vera minn uppáhaldsleikmaður lengi og ég vona að hann nái fyrra formi og það sem fyrst.

  6. Það er kannski eðlilegt að svona fréttir komi þegar liðinu gengur ekki sem skyldi. Vona bara að Gerrard standi við orð sín og leiki áfram með Liverpool!

    Ég get tekið undir flest hjá eikafr hér að ofan.

    Hvernig væri annars að kaupa Beckham í janúar. Bara 32 ára og myndi pottþétt dæla nokkrum á hausinn á Crouch og Kyut. Svo ekki sé minnst á að gaman væri að sjá leikmann Liverpool skora úr aukaspyrnu. Þetta renna til hliðar á Riise er eitthvað það vonlausasta sem ég hef séð en samt hefur það verði reynt í 5-6 ár eða síðan hann skoraði á móti manu.

    Beckham á Anfield. Ég er viss um að hann myndi sömu hluti fyrir okkur og Morientes er að gera fyrir Valencia. Mönnum líður betur heima hjá sér. Þannig er það bara.

    Áfram Liverpool!

  7. Af því Beckham líður eins og heima hjá sér á Anfield út af ???
    Beckham dældi engum boltum fyrir markið á HM. Aaron Lennon fór framhjá fleiri mönnum í fyrsta skiptið sem hann fékk boltann heldur en Beckham í öllu mótinu.
    Hann er útbrunninn. Má fara til Newcastle. Passar þar.

  8. Villi: Beckham átti flestar stoðsendingar á HM af englendingum og hann skoraði þeir eitt mark

L’pool 3 – Aston Villa 1

Bordeaux á morgun!