L’pool 3 – Aston Villa 1

crouch_garcia.jpgJæja, okkar menn réttu úr kútnum í Úrvalsdeildinni í dag og unnu feykigóðan 3-1 sigur á áður taplausu liði Aston Villa. Þetta var annar leikurinn af fjórum í röð sem Liverpool leikur á Anfield og annar sigurleikurinn í röð, þannig að liðið er vonandi búið að stíga stór skref í þessari erfiðu viku í átt að meira sjálfstrausti og betra gengi það sem eftir er vetrar.

Eftir sigurinn er liðið komið upp í efri hluta töflunnar með fjórtán stig, ennþá ellefu stigum á eftir Chelsea og Man U sem unnu bæði í dag en samt var þessi sigur skref í rétta átt.

Rafa Benítez gerði nokkrar breytingar á liðinu frá því í leiknum við Reading í miðri viku en aðeins eina breytingu frá liðinu sem mætti Man U um síðustu helgi. Þa var Mark Gonzalez í byrjunarliðinu í stað Peter Crouch sem kom inn í liðið í dag:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

Gerrard – Alonso – Sissoko – García

Kuyt – Crouch

BEKKUR: Martin, Agger, Zenden, Pennant, Fowler.

Fyrri hálfleikurinn í dag var einfaldlega það langbesta sem sést hefur til liðsins á þessu tímabili. Allt frá upphafsspyrnu leiksins var bara eitt lið á vellinum og þetta var fyrst einungis spurning um það hvenær fyrsta markið kæmi og svo þegar það var komið hversu mörgum mörkum yfir Liverpool yrðu í hálfleik. Hver einasti maður mætti grimmur og ferskur til leiks í dag og það var sönn ánægja að sjá liðið spila alvöru knattspyrnu eftir nokkurra vikna frí frá slíkum athöfnum.

Fyrsta markið kom á hálftímanum eða svo. Þá barst hár bolti inn í teig Villa þar sem Sami Hyypiä skallaði hann niður fyrir fætur Dirk Kuyt, sem tók boltann niður og negldi honum svo í fjærhornið. Allt varð vitlaust á Anfield og Kuyt hljóp beint í átt að föður sínum og tileinkaði honum markið.

Fimm mínútum síðar gaf Steve Finnan svo lágan bolta fyrir djúpt utan af hægri kanti og Peter Crouch mætti honum í að því er virtist ómögulegu færi en náði að skjóta hnitmiðuðu skoti í bláhornið, óverjandi fyrir Sorensen í marki Villa. 2-0 fyrir okkar menn og liðið í banastuði!

Undir lok hálfleiksins kom svo besta sókn dagsins. Steven Gerrard þeystist upp völlinn með boltann en þegar allir héldu að hann myndi skjóta af færi renndi hann boltanum á Kuyt sem skilaði honum viðstöðulaust á Crouch. Crouch lék honum að teig Villa-manna og stakk boltanum svo á hárréttu augnabliki innfyrir á Luis García sem skoraði örugglega. Staðan í hálfleik 3-0 og leikurinn meira og minna búinn.

Í síðari hálfleik byrjuðu okkar menn af sama krafti og í þeim fyrri og maður var farinn að gæla við enn stærri sigur þegar vörn okkar manna sofnaði eilítið á verðinum. Jamie Carragher var staddur of framarlega á vellinum, sennilega æstur í að sækja meira eða eitthvað, þegar Chris Sutton fékk boltann upp við Sami Hyypiä og stakk honum inn í svæðið sem Carragher skildi eftir sig. Þar var Agbonlahor mættur einn og óvaldaður og setti boltann af öryggi í netið, óverjandi fyrir Reina. Staðan þar með orðin 3-1.

Eftir þetta róaðist spilamennska okkar manna aðeins en harkan í leiknum jókst. Tæklingarnar flugu og leikurinn jafnaðist út, Sutton var nálægt því að minnka muninn enn frekar en Reina varði vel, á meðan Fowler, Kuyt, Gerrard, Alonso og García voru allir klaufar að bæta ekki við mörkum fyrir Liverpool.

En að lokum flautaði Steve Bennett dómari til leiksloka og menn gátu andað léttar, þremur stigum ríkari og með eina góða frammistöðu í farteskinu. Næsti leikur er gegn Bordeaux á þriðjudag og svo gegn Reading um næstu helgi, báðir þessir leikir á Anfield og því er um að gera fyrir liðið að rétta hag sinn enn frekar. Þetta er ekki svo slæmt eftir allt saman, er það? 😉

MAÐUR LEIKSINS: Dirk Kuyt! Skaraði fram úr í annars jöfnu og góðu liði Liverpool í dag. Hann skoraði fyrsta markið, var sívinnandi allan leikinn og gerði pabba sinn örugglega stoltan á Anfield í dag. Frábær leikur hjá hollenska meistaranum okkar!

22 Comments

  1. Þetta var fín frammistaða. Fyrri hálfleikur var með því betra sem ég hef séð til liðsins í haust.

    7 mörk í vikunni. Það er fínt. Vonandi verður framhald á mikilli markaskorun og mega liðsmenn Liverpool skora sem flest mörk næsta þriðjudag þegar undirritaður verður á Anfield 🙂

  2. Góður sigur.

    Sterkasta liðið sem byrjaði leikinn að mínu mati. Það má kannski segja að Kyut hafi komið inn í sterkasta liðið frá því í fyrra í stað Kewell. Vonandi fá sömu leikmenn að spila saman í CL í vikunni.

    Hyypia maður leiksins. Óaðfinnanlegur í vörninni og lagði upp eitt. Kallinn á nóg eftir en samt gott að vita af Agger á bekknum.

    Áfram Liverpool!

  3. frábært.farnir að skora eftir að fowler kom inn hann hefur verið að kenna þeim ýmislegt er mér sagt LIV BESTIR já já

  4. MOTM: Luis Garcia 🙂
    En annars mjög góð frammistaða hjá liðinu ! Góð liðsheild. Nú er bara spurning hvort leikur númer 100 verði með óbreyttu byrjunarliði??!! Það er við hæfi……….

  5. Næsti leikur er aftur á heimavelli, gegn lakara liði. Ég sé ekkert sem réttlætt gæti neina breytingu, nema meiðsli komi til sögunnar. Taktíkin virkaði vel, allir leikmenn skiluðu sínu, bara ekki breyta liðinu Rafael.

    Mér fannst mér magnað hvað bakverðirnir sóttu mikið. Alonso og Sissoko spiluðu báðir varnarhlutverk meðan liðið sótti á Garcia, Gerrard og bakvörðunum.

    Frábært hvað Crouch og Kuyt vinna vel fyrir liðið. Sigurformúlan loksins fundin? Vona það allvega.

  6. Til hamingju Púllarar með flottan sigur. Kannski ætti hjátrúin hjá mér að taka völdin og ég að bjóðast til að vinna þegar Liverpool er að keppa?? — Er séns að sjá mörkin einhvers staðar á netinu?

    Miðað við það sem maður les, þá var þetta aldrei í hættu. En ég get lofað ykkur því að Rafa mun rótera liðinu í næsta leik, og þetta er taktík sem hann hefur notað. Þetta er taktík sem ég hef kvartað yfir, en það er allt í lagi … á meðan það virkar.

    Auðvitað er það þannig að maður hrósar og fagnar þegar vel gengur, en maður gagnrýnir og kvartar þegar illa gengur. Það er eðlilegt. Maður hættir aldrei að vera púllari …

    við skulum bara trúa því að slæmt tímabil Liverpool sé búið og vona að Chelsea og Man U eigi eftir að eiga sín.

    Áfram Liverpool!

  7. Þessi leikur fer 3-1 fyrir Liverpool og ekki orð um það meir.. Það verður hreint mögnuð stemming á Anfield á morgun.. Bestu stuðningsmenn í heimi munu standa eins og klettur við bakið á okkar mönnum og gefa þeim innblástur…

    YNWA…

    Jón H

    :biggrin: 🙂 :biggrin2: 😉

  8. Halló, á ég að trúa því að Xabi Alonso sé ekki valinn maður leiksins? Mér fannst hann vera yfirburðamaður á vellinum. Horfið aftur á leikinn og fylgist með honum.

    Annars var þetta frábær frammistaða, verulega ánægjulegt. Eina slæma er að Man U og Chelsea unnu. Ég horfði á Chelsea leikinn og það er magnað hvað það lið er heppið. Auðvitað er þetta frábært lið, en það virðist einfaldlega allt falla með þeim. Fyrst klúðra SU vítaspyrnu og svo skorar heppnasti leikmaður í heimi, Frank Lampard, úr aukaspyrnu með skoti sem hvaða meðalmarkvörður hefði átt að verja.

    En allavegana, ég sé enga ástæðu til þess að breyta þessu liði fyrir næsta leik. Vörnin á að haldast og meðan Bellamy er meiddur er ólíklegt að sókninni verði breytt – og næsti leikur er í Meistaradeildinni þannig að Garcia verður í liðinu. Ætli Rafa hafi ekki bara verið að stefna í 100 leiki og ætli svo að hætta að breyta 🙂

  9. Já frábær sigur og mér fannst eiginlega bara allir maður leiksins. Tekur mikið á að rífa sig svona upp eftir allt sem gengið hefur á og rábært að sjá liðið berjast með kjafti og klóm. Líka gaman að sjá Stevie rífa sig upp og fara fyrir liðinu !

    Með það hvort hann haldi sama liði í næsta leik er ég er á báðum áttum hvort hann geri það. Ekki gleyma að í fyrra þegar við tókum 11 leiki í röð virkaðu róteringarnar og þá kvörtuðu fáir, en enívei, til hamingju með sigurinn 🙂

  10. Þetta er það sem Sky [hefur um leikmennina að segja](http://home.skysports.com/matchratings.aspx?fxid=298601):

    Reina – einkunn: **5** – Looked suspect

    Xabi Alonso – einkunn: **6** – Not at his best

    Fyrir það fyrsta, hvað gat Reina gert betur í þessum leik??? Hann fær sömu einkunn og Milan Baros!!! Algjörlega óskiljanlegt.

    Og ef að þetta var ekki Xabi Alonso í sínu besta formi, mikið rosalega verður gaman að sjá hann í því. 🙂

  11. Var einmitt að skoða player ratings á Skysports.com og rak augun í einkunnina sem Reina fékk.

    Hvar í ósköpunum “lookaði” hann “suspect” ? Það fór a.m.k alveg framhjá mér …. þeim hefur kannski fundist hann eiga að hafa varið skotið hjá Agbonlahor, en common …

  12. Þeir hjá soccernet.com virðast ekki hafa séð leikinn. Tvö af þremur mörkum okkar er rangt líst í leikskýrslunni þeirra:
    Kuyt: “From the free-kick the ball was worked back to Jamie Carragher, who launched a high ball into the box for Crouch to nod down for Kuyt to take on his chest before cracking a fine angled drive from 18 yards into the far bottom corner.”

    Garcia: “On 43 minutes it was three with a stunning team goal. Gerrard surged from midfield, found Crouch, who shifted the ball into Luis Garcia’s path for the little Spaniard to coolly lift beyond Sorensen.”

    http://soccernet.espn.go.com/report?id=199175&cc=5739

  13. >Xabi Alonso yfirburðamaður á vellinum í gær? :tongue:

    Hvað meinarðu með þessu, Birgir? Ertu ósammála mér? Ef svo er, komdu með rök – en slepptu þessum barnaskap. Það er fulltaf öðrum síðum fyrir slíkt.

  14. Það sem er svo jákvætt eftir þennan leik er að það eru nokkrir einstaklingar sem koma til greina sem menn leiksins. Ég er alveg sammála þeim sem velja Kuyt eða Alonso enda voru þeir mjög góðir.

    En fyrir mitt leyti þá stóð Crouch sig best. Skoraði frábært mark. Lagði upp annað og var mjög duglegur að taka við boltanum á toppnum og skila honum á aðra menn. Fann félaga sína í næstum hvert einasta skipti og sýndi og sannaði enn og aftur hvað gerir hann að svona sérstökum leikmanni.

  15. “Jose Reina’s excellent 71st-minute save from Chris Sutton killed off any notion of a comeback, leaving O’Neill to taste defeat for the first time as Villa manager.”

    Kannski blaðamanni Sky finnist hann hafa átt að hafa gripið boltann?

    Sammála þeim sem velja Alonso mann leiksins, hann var rosalegur.

  16. Já ég er ósammála þér Einar og tel mig vera í fullum rétti til þess, þó að þetta sé þín síða. En rökstyð það ekki frekar en þú rökstuddir af hverju Alonso hafi verið yfirburðamaður á vellinum.

  17. Alonso var að mínu mati besti leikmaður vallarins þar sem hann stjórnaði spilinu algjörlega, átti fjölmargar magnaðar sendingar og gerði allt einsog hann getur best gert.

    Birgir, það að segja að þú sért ósammála og nota ullandi broskall er bara barnaskapur og á frekar heima á öðrum spjallborðum. Þessi ummæli bættu engu við umræðuna. Við stofnuðum þessa síðu til að forðast slíka barnalega umræðu, en ekki til að auka við hana.

  18. Djöfull var ég ekki langt frá því að spá fyrir um rétt úrslit !

    Annars ætla ég að tilnefna Sissoko sem mann leiksins…. margir sem hafa sagt sína skoðun hér inni telja að hann sé ekki í þeim klassa að spila fyrir okkar ástkærra lið enn ég held að hann hafi sannað sig í þessum leik sem og mörgum öðrum….. hlakka til að sjá hann á miðvikudaginn :biggrin:

    YNWA

  19. Framherjarnir okkar áttu frábæran dag í leiknum á móti Villa. Ef ég ætti að velja mann leiksins þá mundi ég velja Peter sjálfan Crouch. Það er alveg gjörsamlega magnað að sjá þennan tveggja metra tágranna mann sundurspila varnarmenn. Hann kemur mér eiginlega alltaf jafnmikið á óvart þegar hann skorar..sérstaklega svona mark eins og á móti Villa. Hann klippir boltann einhvern veginn fast-hnitmiðað í fjær hornið. Maður hefur á tilfinningunni að hann muni flækja saman lappirnar á sér í miðjum klíðum en ..nei. Peter hefur komið mér (og fleirum held ég) þvílíkt á óvart með tækni sinni. Hann er ekki bara stór og sterkur í loftinu. Hann er svo sannarlega búinn að sanna annað.

    –Peter Crouch maður leiksins í þetta sinn að öllum öðrum ólöstuðum.

    Ps. Það var nú gaman að spá rétt..gerist kannski svona einu sinni á leiktíð.

Liðið gegn Villa komið!

SG