Agger klár um helgina og Garcia vill framlengja dvölina hjá Liverpool.

Daniel Agger stefnir á að vera klár um helgina gegn Man U en hann [handarbrotnaði með Dönum](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=422878&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Agger+aims+for+United+return) gegn Liechtenstein í síðustu viku.

“I don’t exclude the United match, which would be great to play in. I want to come back as soon as possible. It’s so saddening, I have got the arm in plaster up to the elbow.”

Það yrði mjög gott að hafa Agger í þessum leik en ég tel næsta víst að Carra og Hyypia muni byrja í hjarta varnarinnar. Þeir áttu fínan leik í gær og Hyypia virðist vera vel út hvíldur og var klárlega besti leikmaður okkar gegn Bordeaux.


Luis Garcia hefur gefið það út að hann vill vera áfram hjá Liverpool og sanna að hann sé nægilega góður leikmaður til að [fá nýjan samning.](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=422709&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Garcia+targets+Reds+deal)

“I have not played many matches this season, so I need to remind him of why he brought me to Liverpool. I’m happy at the club, so whenever the club wants to speak to me about a new contract, I will be pleased to talk.”

Fyrir mér er það klárt mál að Garcia er mikilvægur lykill þótt hann sé ekki ávallt í byrjunarliðinu. Mér þykir ávallt gott að vita af honum á bekknum því hann getur unnið leiki.

4 Comments

  1. Jà sammàla, Garcia verðskuldar nýjan sammning. Leikmaður sem getur gert frábæra hluti inná vellinum. Helsti galli hans er að honum vantar stöðugleika, annað hvort á hann stjörnuleik eða hreinlega sést ekki. Leikmaður sem gott er að hafa í sínum hóp og getur spilað margar stöður á vellinum.

  2. eftir leikinn á móti Bordeaux væri órettlátt að taka Hyypia úr aðalliðinu en hvað Garcia varðar þá má hann alveg láta sig hverfa min vegna hryllilega leiðinlegur leikmaður

  3. Vill klárlega hafa Garcia áfram. Hann hefur reynst okkur mjög dýrmætur og sérstaklega í Meistaradeildinni. Hann getur spilað margar stöður sem er mikill kostur. Í körfunni væri hann úrvals ,,sjötti maður”.

  4. :rolleyes:Þó Garcia hafi oft farið í taugarnar á mér þá er engin vafi að þarna er frábær knattspyrnumaður á ferð. Hann þarf að ná meiri þroska og þar með stöðugleika til að verða afburðamaður og má stundum gleyma sjálfum sér og muna að hann er hluti liðsheildar. Ég vil hann skilyrðislaust áfram í rauða búningnum :tongue:

Rafa um leikinn í gær og um helgina.

Föstudagsmolar