Gerrard meiddur

Jæja, það er ekkert gaman að hafa leiðinlega leikskýrslu efsta á síðunni endalaust. Er ekki sniðugt að skipta henni út fyrir fréttir [af því að fyrirliðinn okkar er meiddur](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/europe/6050902.stm) og spilar ekki með á móti Bordeaux.

Það verður athyglisvert að sjá hvernig liðið bregst við.

Eitt, sem ég hugsaði dálítið um eftir leikinn við Blackburn var það hvort að það ætti að gefa Zenden sjens á miðjunni, allavegana 1-2 leiki. Hluti af mér segir manni að það þurfi að gefa Gerrard og Alonso tækifæri til að spila sig í gang, en annar hluti segir að það væri gaman að sjá þá fá pásu. Núna fær Gerrard allavegana pásu og það verður gaman að sjá hvernig miðjuspilið verður.

L’pool 1 – Blackburn 1

Bordeaux á morgun!