Út með Crouch!!

Svona til að sanna það að enska pressan se [full af halfvitum](http://www.bbc.co.uk/dna/606/A16178961):

>Up front our cutting edge was supplied by those daring out-and-out strikers Rooney and Crouch. They simply don’t work together. One of them has to keep Lampard company on the bench.

>Given that Rooney is probably our best player (and on a night of utter mediocrity, probably was in Croatia), perhaps Crouchy can come towering on late in the game, which was always his best position to my mind.

>Get a fit Johnson or Bent up front with Rooney and the Shrek-like one will at least have someone to aim for.

Semsagt, Crouch skorar ekki tvo leiki i röð eftir að hafa sett **enskt met** fyrir fjölda marka i landsleikjum a einu ari, og þa vill pressan að Crouch fari a bekkinn og i staðinn fai Darren Bent eða Andy Johnson að spila. Gleymum öllum mörkunum hans Crouch! Gleymum þvi að það er engin astæða til að halda að Johnson eða Bent spili betur með Rooney. Gleymum þvi að Rooney hefur ekki skorað siðan… Æ, eg nenni þessu ekki.

Snillingar!

*(Þetta lyklaborð i Vietnam er ekki hrifið af broddstöfum!)*

18 Comments

 1. Ef byrja ætti að telja upp menn sem eiga að fara út úr enska byrjunarliðinu þá gæti maður byrjað á markinu og byrjað að telja frá þeim enda. Þetta enska landslið er DJÓK og hefur verið það alveg síðan þeir unnu HM 1966. Þeir geta akkúrat ekki görn þótt þeir hafi einhverja einstaklinga sem eru ýmist ofmetnir (of margir til að telja) eða vanmetnir (Jamie Carragher). Ég fagna þegar enska landsliðið tapar því það á ekki skilið neitt!

 2. Þetta er nú reyndar í pistli eftir Robbo á BBC sem er svona létt kaldhæðin pistill og ber ekki að taka með neinni sérstakri alvöru. 🙂

 3. Sjáiði Crouch fyrir ykkur í Barcelona, Milan eða þessum toppklúbbum ?? nei nei nei. Vegna þess að hann er ekkert topp knattspyrnumaður og á hvorki heima í Liverpool ne Enska landsliðinnu.
  Ekki vera svona fuxking blindir !!!!
  shit

 4. Nei Óli, maður sem hefur sett markamet hvað landsliðið varðar, hann á ekki heima í því. Annað verður sagt um litla græna karlinn úr teiknimyndunum sem ekkert hefur getað, hvorki með landsliði né öðru í laaaangan tíma.

  Svo talar þú um blindni. :biggrin:

  What a load of CRAP.

 5. Eigum við ekki að róa okkur aðeins á þessu meti.

  Þetta eru löndin sem hann hefur skorað gegn, og nota bene 7 mörk í vináttuleikjum:
  Úrúgvæ, Ungverjaland, Jamaíka, Trinidad & Tobago (lélegasta lið HM), Grikkland, Andorra (160.sæti á heimslistanum) og Makedónía. Ég gef honum Makedóníumarkið sem klassamark þar sem það var eina mark leiksins og skilaði þeim þremur stigum, en annars eru þetta mörk í stórsigrum gegn hræðilegum liðum eða í gagnslausum vináttuleikjum (eða í gagnslausum vináttuleikjum gegn hræðilegum liðum = Jamaíka) 🙂

  Þetta er svona rétt eins og Marel Baldvinsson myndi skora í fullt af æfingaleikjum og svo eitt sigurmark. Það myndi ekki breyta því að það eru margir leikmenn miklu betri sem maður myndi frekar vilja sjá Heiðar Helguson spila frammi þar sem að öll þjóðin veit að hann er betri knattspyrnumaður.

  Andy Johnson, and dare I say it Jermain Defoe eru báðir betri en Crouch. Sjáið bara hvað Andy Johnson er mikil markamaskína. Skoraði 20+ með Crystal Palace ár eftir ár og núna kominn með 6 mörk í 7 leikjum fyrir Everton.

  Peter Crouch spilaði flesta leiki af framherjum Liverpol í fyrra, en skoraði bara 11 mörk, og þar af einungis 6 í deild. Það er nú engin svaka árangur

  Ég meina, það er ekki að ástæðulausu að Benitez er hættur að láta hann spila í deildinni 🙂

 6. Já sé þetta algjörlega núna Pétur. Þessi maður kæmist ekki einu sinni í KR. Ef Marel væri enskur, þá væri hann búinn að raða inn mörkum í þessum leikjum. Sama gildir um hina sem spiluðu þessa leiki líka, allir röðuðu þeir inn mörkum og settu allir með tölu met í sambandi við skoruð mörk með landsliðinu. Það eru menn eins og þú sem fá mann til að sjá ljósið. Crouch í Hrafnkel Freysgoða og það strax.

  Hvernig færum við að á þessari síðu ef þú værir ekki hérna.

 7. eikifr,

  Byrja á markinu? Paul Robinson var langbesti maður liðsins gegn Króatíu. Ef þú ætlar að fara kenna honum um þetta seinna mark þá ættiru alvarlega að skoða þá ásökun. Robinson gat ekkert gert við þessu, þetta var alls ekki honum að kenna. Boltinn kom tilbaka á hann en um leið og hann ætlaði að sparka honum út skoppaði boltinn á þúfu og yfir löppina hans. Hvorki Neville eða Robinson hefðu getað komist í veg fyrir þetta…tjah..Robinson þyrfti þá að hafa þann hæfileika að geta séð framtíðina fyrir.

  Þetta var vellinum að kenna.

  p.s: hver finnst þér að ætti að vera í markinu?

 8. Hvernig er það eiginlega, er það einhver lenska að um leið og menn verða pistlahöfundar hérna að þeir tali niður til manna sem eru á öndverðu meiði?

  Mörk eru jú alltaf mörk en það ber nú að skoða málið ef Peter Crouch er ekki að skora gegn góðum landsliðum. Það er jú hið endanlega markmið að standa sig vel á EM og HM, ekki gegn Jamaíku og Andorra.

 9. Crouch setti nú tvö gegn ríkjandi Evrópumeisturum nú ekki alls fyrir löngu.

  En fyrst þetta eru svona léleg lið sem Crouch er búinn að skora á móti, hvernig stendur þá á því að hinir(t.d. Rooney) hefur ekki raðað inn mörkunum gegn þeim??? :rolleyes:

 10. Hvenær hafa þeir Einar og Kristján verið að tala niður til manna?

  Blessaður láttu ekki svona Makkari, þú ert nú eldri en tvævetur og ættir nú að þekkja mig betur en þetta. Ég breyttist akkúrat ekkert við það að verða pistlahöfundur hérna og það getur vel verið að það sé stór löstur á mér, en ég hef oft dottið í það að svara algjöru bulli með bulli. Það mun ekkert breytast.

  Ef það fer svona fyrir brjóstið á þér þegar menn segja hreint út sína skoðun og henda kannski annað slagið fram kaldhæðni, þá er að mínum dómi blogg ekki rétti staðurinn til að stunda.

 11. Gleymum því að Rooney hefur ekki skorað síðan… Æ, ég nenni þessu ekki.

  Það veit t.d. hvert mannsbarn að Rooney er langbesti framherjinn í þessu liði. Ert þú bara að meta að Crouch eigi að vera í liðinu en ekki Rooney af því að hann skoraði í þessum leikjum? Ef þú ert að hugsa um hag Englands þá vona ég ekki.

  Skulum ekki gleyma því að þótt Crouch hafi skorað í þessum gríðarlega erfiðu vináttulandsleikjum og síðan einhverjum 2-3 leikjum, að hann skoraði bara 6 mörk í deildinni í fyrra, og þá sem framherji nr. 1 í mjög góðu liði. Held að allir geti verið sammála um það að Benitez var ekki að rótera jafn mikið í framherjalínunni þá og í ár.

  En úr því að þú SSteinn vilt að Crouch spili þar sem að hann skorar þá hefði McClaren betur mátt velja annaðhvort Marlon Harewood eða Shola Ameobi í landsliðið í vor. Af hverju spyrðu? Nú, þeir skoruðu nú einu sinni meira en Crouch í deildinni (Harewood með 14 mörk og Ameobi með 9) og ættu þá auðvitað að vera valdir í landsliðið.

  Ég held nú að framherjalína enska landsliðsins í næsta leik ætti nú bara helst að vera Bobby Zamora og Andy Johnson. Darren Bent og Rob Hulse myndu svo vera á bekknum, því þeir eru nú búnir að skora meira en Wayne Rooney, sem að sjálfsögðu kæmist ekki í hóp, ekki búinn að skora nóg.

  P.S. Ssteinn: Ég held nú að Makkarinn hafi mjög hugsanlega einungis verið að meina þig, Agga og Hjalta, sbr. : “um leið og menn verða pistlahöfundar hérna

 12. Ef menn eru að kvarta yfir því að menn séu að tala niður til fólks í þessari umræðu, þá eru þeir væntanlega að tala um kommentið hans SSTeins, sem var svar við þessu kommenti:

  >Sjáiði Crouch fyrir ykkur í Barcelona, Milan eða þessum toppklúbbum ?? nei nei nei. Vegna þess að hann er ekkert topp knattspyrnumaður og á hvorki heima í Liverpool ne Enska landsliðinnu.
  Ekki vera svona fuxking blindir !!!! shit

  Þarna er einmitt verið að gera lítið úr pistlinum mínum með því að halda því fram að efnið hans hafi verið rugl og mér bent á að vera ekki svona fuxking *(sic)* blindur. Það er fullkomlega eðlilegt að SStreinn svari svona vitleysu með vitleysu. Við getum ekki verið á einhverju öðru plani og hundsað alla vitleysuna, sem kemur oft hingað og svarað öllu af vegsemd og virðingu. Ef menn koma með einhver kjánaleg komment, þá kemur það alltaf niður á frekari umræðu.

  Varðandi hin kommentin. Það er frískandi að menn séu aftur farnir að rakka niður Crouch, því á tíma var ég einn af fáum, sem hældi honum hérna – en það fór að breytast þegar hann fór að skora fyrir England.

  >Þetta er svona rétt eins og Marel Baldvinsson myndi skora í fullt af æfingaleikjum og svo eitt sigurmark. Það myndi ekki breyta því að það eru margir leikmenn miklu betri sem maður myndi frekar vilja sjá Heiðar Helguson spila frammi þar sem að öll þjóðin veit að hann er betri knattspyrnumaður.

  Já, gott og vel. En af hverju skora hinir þá ekki svona mörg mörk í þessum léttu leikjum? Eru öll mörkin hans Rooney skoruð í mikilvægum leikjum? Skoraði hann einhver sigurmörk á HM? Hefur hann aldrei skorað í léttum æfingaleikjum?

  Hvað með AJ, hversu mörg af hans mörkum hafa verið úr vítum? Hann hefur verið framherji númer 1,2 og 3 hjá sínum liðum og er því alltaf í liðinu, en Crouch er róterað miklu meira. Plús það ef við tökum statistíkina frá því að Crouch byrjaði að skora fyrir Liverpool, þá lítur hún ótrúlega vel út.

  Málið er að Rooney er verulega góður leikmaður og betri alhliða leikmaður en Crouch, ég reyndi aldrei að halda öðru fram (punkturinn hjá varðandi Rooney var að ef að hann á að vera eini framherjinn, þá sé ég ekki hvar mörkin eiga að koma frá – sama og ég sagði fyrir Portúgals-leikinn á EM).

  En þrátt fyrir að Rooney sé betri leikmaður, þá gerir Peter Crouch nokkuð fyrir England, sem ekki að *mjög fáir* geta gert. **Hann skorar mörk!** Það er gríðarlega mikilvægt fyrir framherja. Það skiptir engu máli hversu marga Rooney getur sólað eða hvort hann sé fallegri en Crouch, eða hversu góðu leikmaður hann er. Ef hann skorar ekki mörk, þá er hann ekki að gera allt, sem er ætlast til af honum sem *framherja.*

  >Mörk eru jú alltaf mörk en það ber nú að skoða málið ef Peter Crouch er ekki að skora gegn góðum landsliðum

  Skoruðu Henry eða Van Nilsteroy bara gegn góðum liðum í ensku deildinni í fyrra?

  Hvernig haldiði að menn setji markamet fyrir landslið? Haldiði að Gary Lineker hafi bara skorað í stórleikjum?

  Skoraði Crouch ekki á HM? Gegn hvaða “góðu landsliðum” hafa aðrir framherjar Englands skorað að undanförnu? Má ég biðja um dæmi?

  >Ég held nú að framherjalína enska landsliðsins í næsta leik ætti nú bara helst að vera Bobby Zamora og Andy Johnson. Darren Bent og Rob Hulse myndu svo vera á bekknum

  Pétur, þetta eru bara kjánaleg rök hjá þér. Við erum að tala um hversu mikið Crouch er að skora fyrir **enska landsliðið**. Hvorki SSteinn né ég vorum að tala um að Crouch ætti að vera í landsliðinu vegna þess að hann skori svona mikið fyrir Liverpool, heldur vegna þess að hann skorar svo mikið fyrir *landsliðið*. Rob Hulse og Bobby Zamora koma þessu nákvæmlega ekkert við.

  P.S. eru Evrópumeistararnir með “hræðilegt lið”?

 13. Miðað við fyrri skrif um landsleiki og að gleðjast yfir leikbanni hjá Steven Gerrard með landsliðunu, eru þá ekki pistlahöfundar bara mjög ánægðir ef Crouch fær að hvíla sig á bekknum með landsliðinu. Kemur þá ómeiddur og endurnærður að spila fyrir Liverpool.

 14. :biggrin: Jú, Jonni. Ég vona svo sannarlega að Pétur, Brynjar og Co. verði að ósk sinni. Vonandi að Carra, Stevie og Peter fái allir langa og góða hvíld frá þessu bulli sem þetta enska landslið er. Megi Wayne trompast þar í friði.

 15. Það er líka svolítill munum á því hvort menn eiga skilið landsliðssæti eða hvort mér, Steina eða öðrum sé ekkert allt of vel við landsleiki og værum alveg til í að sjá leikmenn Liverpool án þeirra.

 16. Er ekki allt í lagi 😯

  Hvernig væri að koma með aðra frétt hingað inn svo að fólk geti nú farið að ræða um eitthvað annað. Ég held að ég hafi aldrei séð jafnmikið rifrildi út á kjaftæði !

  Næsta frétt – Takk !

 17. Ég hef aldrei sagt að Peter Crouch ætti ekki að vera í landsliðinu – eina sem ég sagði að það ætti að fara fylgjast með ef maðurinn skorar ekki gegn góðum liðum.

  Og það er nákvæmlega punkturinn sem Pétur kom með.
  Málið er að þetta er bara ágætur punktur í umræðuna. Spurningin er ekki hversu mörg mörk RvN, Rooney, Henry eða aðrir skora. Spurningin er hvort Peter Crouch sé nægilega góður til að leiða sókn enska landsliðsins – nothing else. Ég er á því, sérstaklega þar sem Owen er meiddur.

Agger meiddur

Kuyt ekki með um helgina.