Agger meiddur

Jæja, ekki er á bætandi á þetta landsleikjaþunglyndi hérna á síðunni, en [Daniel Agger meiddist í landsleik með Dönum](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=421525&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Agger+handed+injury+blow) og verður að öllum líkindum frá í 5 vikur.

Verulega slæmt mál!

Svo er þetta athyglisvert [sjónarmið, sem vert er að ræða](http://www.thefootie.com/is-sissoko-stifling-liverpools-midfield-as-well-as-the-opposition/) – það er hvort að Momo Sissoko sé að einhverju leyti ástæðan fyrir vandamálum undanfarinna vikna.

Ég hef verið því fylgjandi að taka Sissoko út úr liðinu í smá tíma og leyfa Gerrard og Alonso að spreyta sig á miðjunni, en ég veit að menn eru ekki á eitt sáttir um það.

19 Comments

  1. Þetta var nú alveg til þess að toppa þetta allt saman. Ætli öll kurl séu komin til grafar? Leikmenn mæta væntanlega á sínu fyrstu æfingu í fyrramálið hjá Liverpool, verður fróðlegt að sjá hvort fleiri eru lemstraðir og frá keppni. 😡 😡 😡 😡

  2. Þetta er ótrúlegt, við erum búnir að missa tvo bestu “nýliða” okkar (Agger/Kuyt) í meiðsli í þessari landsleikjahrinu. Hvernig stendur á því að okkar slakari leikmenn meiðast aldrei. Það sem af er þessu tímabili erum við búnir að missa í meiðsli Carra, Agger, Warnock, Riise, Sissoko, Pennant, Kuyt og svo hefur Kewell ekkert getað spilað. Þrátt fyrir róteringar Benitez þá hafa þessi meiðsli haft áhrif á stöðuleika liðsins þá sérstaklega meiðsli Carra sem ekki hefur náð sér jafnvel á strik og í fyrra.

    Varðandi Sissoko þá væri að mínu mati tóm vitleysa að taka hann út úr liðinu til að setja Gerrard á miðjuna. Pennant hefur verið la la það sem af er og persónulega finnst mér hann ekki nógur góður til að vera fastamaður í Liverpool liðinu. Síðan á hinum kantinum hefur Gonzales valdið vonbrigðum. Því sé ég ekki rökin fyrir þvi að taka Sissoko út til að koma Pennant eða Gonzales inn á kantana. Mesti stöðuleikinn er þegar Alonso, Sissoko og Gerrard eru á miðjunni. Þrátt fyrir lítið dálæti á Pennant væri ég samt til í að sjá hann spila á vinstri kantinum. Hversu fjölhæfur er hann???? Annars hefur Garcia verið góður í þeirri stöðu þegar hann fær að spila.

    Ekki gleyma því heldur að bitið sóknarlega af miðjunni er ekki það sama án Kewell, auk þess sem sóknarmenn okkar hafa ekki verið allt of duglegir að klára færinn sem gefast. Svo spilar líka inn í þetta að hlutirnir hafa ekki fallið með okkur, t.d. dómgæslan í Bolton leiknum og stangar-/sláarskot Alonso og Gerrard (þau eru að ég held orðin 5 sem af er tímabili)

  3. ÞETTA VORU ALVEG FRÁBÆRAR FRÉTTIR…………….. fari þetta landsleikjahlé fjandans til 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡

  4. Hef verið þeirrar skoðunnar lengi að Alonso og Gerrard eiga að vera miðjupar nr 1. Sissoko og Alonso eru þannig leikmenn að vilja vera aftarlega á miðjunni. Gerrard er meiri sóknarmiðjumaður.

    Það þarf engan snilling í að sjá að sóknarleikur liðsins yrði mun beittari með einn sóknarmiðjumann og einn varnarmiðjumann heldur enn tvo varnarmiðjumenn.

    Sissoko er góður en á eftir að laga margt í sínum leik eins og sendingar og leikskilning.

  5. Mér sýnist þessi gagnrýni ekkert síður beinast að Alonso. Það er hárrétt að það er ekki sterkasta hlið Sissoko að koma boltanum frá sér en það kemur á móti að Alonso er ekki nærri því nógu öflugur varnarlega til þess að geta verið í hlutverki defensive miðjumanns. Ef Gerrard er settur á miðjuna með Alonso þá þarf hann að vera i hlutverki Sissoko, djöflast út um allan völl og þar af leiðandi kemur mun minna út út honum sóknarlega. Þetta er að verða svolítið þreytt umræða um Gerrard á kantinum, hann er ekki settur þar til að liggja djúpur heldur að koma inn á miðjuna og í þessari stöðu hefur hann mikið frjálsara hlutverk en nokkurn tímann á miðjunni.

  6. @Zico: Dudek var rekinn út af með varaliðinu á móti Everton og gætu hugsanlega verið dæmdur í þriggja leikja bann. Asnalegar reglur þarna hjá FA, svipað eins og með Rooney, að vera rekinn út af í æfingaleik að fá þriggja leikja bann í Úrvalsdeildinni, þetta er alveg út í hött. Ef þú ert rekinn útaf í úrvalsdeildinni þá áttu að fá bann í úrvalsdeildinni, svipað eins og þegar þú ert rekinn út af í evrópukeppni þá færðu bara bann í evrópukeppni. Sama gildir með landsliðin. Þetta ætti að virka eins með varaliðsleikina, ef þú ert rekinn út af þar þá færðu bara bann með varaliðinu.

  7. Sorglegt að meistari Agger hafi meiðst 😡
    En þetta með Alonso og Sissoko er hárrétt í greininni sem þú bendir á, síðan segir einhver hér fyrir ofan að Alonso sé ekki nægilega öflugur varnarlega, hann brýtur niður fleiri mikilvægar sóknir og er með betri leikskilning og les leikinn betur en Sissoko svo ég sé ekki afhverju Alonso og Gerrard séu ekki saman á miðjunni.

    Ef Sissoko á að vera í liðinu þá verðum við að spila 3-5-2, hef sagt það oft áður og þá væri sterkasta liðið okkar:

    -Reina
    Finnan-Carra-Agger
    Sissoko
    Pennant-Alonso-Speedy
    Gerrard
    —-Kuyt-Bellamy/Crouch

  8. Svo koma fréttir í dag með það að Momo Sissoko kom einnig meiddur tilbaka úr landsleik með Malí og er talinn tæpur. Ökklameiðsli er það á þeim bænum. Það var hreinlega bara heppilegt að Stevie G hafi ekki skorið sig á gula spjaldinu um síðustu helgi þegar honum var sýnt það.

  9. Var að pæla í hvort Carson fari að fá tækifæri með Liverpool og enska landsliðinu? Nei, kannski ekki strax en hlutirnir geta breyst snögglega.

  10. Það er nokkuð ljóst að Carson fær ekki tækifæri með Liverpool í bráð þar sem hann er sem stendur í láni hjá Charlton en veit einhver hver færi á bekkinn í stað Dudek? Kirkland er líka í láni hjá Wigan og ég man ekki í augnablikinu hver er 5 markmaður okkar en við hljótum að eiga einhvern ungan og efnilegan, held að Harrison hafi farið á free transfer í sumar ef ég man rétt en hvernig væri nú að gefa Palletta breik núna þegar Agger verður frá næstu 5-6 vikurnar í það minnsta ?

  11. Það er ansi mikil geðveiki að ætla að kenna Sissoko um ófarir okkar manna að undanförnu. Greinarhöfundur er greinilega nokkuð sérstakur því hann nefnir Scott Parker til sögunnar sem mann sem sér einn um þá vinnu hjá Newcastle sem Sissoko og Alonso vinna hjá Liverpool…

    Sissoko getur ekki sent og Sissoko skortir leikskilning… Hann er nú ekki mikið í draumasendingunum öfugt við nokkra hjá okkar mönnum og það þarf töluvert góðan leikskilning til að vinna jafn mikið af boltum og hann gerir.

    En ég er til í breytingar og vil sjá 4-3-3 með Gerrard í nokkuð frjálsri rullu. Með því yrðu sóknir okkar manna áhugaverðari og kraftmeiri. Garcia, Gonsi, Pennant og Bellamy gæti skipst á vængstöðunum í þessu kerfi og Crouch og Kátur skipt stöðu fremsta manns með sér (nema enn sé líf í Fowler… :smile:)

  12. Ég hef verið að lesa að Benitez ætli að endurkalla Scott Carson frá Charlton.

  13. “það þarf töluvert góðan leikskilning til að vinna jafn mikið af boltum og hann gerir”

    Það er satt, en sem miðjumaður er mikilvægt að þú getur lagt upp mörk og skorað öðru hverju. Leyfi mér að fullyrða að hægt sé að telja allar stoðsendingar og mörk Sissoko á fingrum annarar handar.

    Held fyrst og fremst að framlag hans til Liverpool byggist á öflugri líkamsbyggingu hans fremur en frábærum leikskilningi.

    Vil samt taka fram að framlag hans er mjög mikilvægt, ekki ósvipað og Hamann lagði til liðsins ár eftir ár. Munurinn liggur þó í því að Hamann gerði færri mistök, betri sendingar, en Sissoko á þó margt inni til þess að bæta sig.

  14. Þessar umræður um SStein koma mér ekki á óvart, þetta sendi ég inn í commment þegar SSteinn var nýkominn hingað á Liverpool-bloggið sem pistlahöfundur(athugist að þetta hér að neðan er skrifað fyrir ca. 2 mánuðum síðan):

    Ánægjulegt að fá fleiri penna á þessa góðu síðu en ég vona að SSteinn tali ekki niður til þeirra sem hafa aðrar skoðanir en hann og að hann skilji að skoðanir hans eru ekki endilega þær einu réttu þó svo að hann hafi starfað mikið í hinum íslenska Liverpoolklúbb.
    Gunnar sendi inn – 16.08.06 17:32

    Kemur ekki mikið á óvart semsagt, hann telur sig vita allt um Liverpool, annarra skoðanir eru bara bull og uppfyllingarefni. Er einhvernvegin búinn að sannfæra sig um það hlýtur að vera.

    Aðrir pistlahöfundar hér inni eru góðir og hóflegir í sínum svörum. Ekki eins barnalegir vil ég segja. Takk fyrir.

  15. Æ, hvaða væl er þetta? Af hverju haldiði að við höfum fengið SStein til að skrifa á þessa síðu? Það er akkúrat af því að hann veit einmitt meira um Liverpool en margir aðrir og hann skrifar vel og skemmtilega.

    Ef að það koma bull komment, þá á hann það til að skjóta þau niður nokkuð fljótt og örugglega. En menn geta ekki ætlast til að það sé hægt að skjóta úr öllum áttum alls konar bulli og að því sé ávallt svarað kurteisislega.

    Ef að kommentin eru málefnaleg og góð, þá eru svörin frá okkur (SSteinn meðtalinn) það líka.

    Plús að þessi umræða ætti væntanlega heima við færsluna um Crouch, geri ráð fyrir því að Gunnar hafi ruglast.

Næstu leikir

Út með Crouch!!