Diao gæti verið á leið í lán til Stoke.

Salif Diao er [ennþá Liverpool leikmaður](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N153715061009-1127.htm) þrátt fyrir að allnokkuð sé síðan hann spilaði leik fyrir félagið. Hann hefur m.a. verið í láni hjá Birmingham og Portsmouth en aðallega verið meiddur. Skv. official síðunni þá gæti hann verið á leið í lán til Stoke City og er það vel. Vonandi að hann nái að hrífa Tony “íslandsvin” Pulis uppúr skónum og þeir semji við drenginn. Samningur Diao við Liverpool rennur úr næsta sumar.

4 Comments

  1. Er ekki óþarfi að móðga þrótt með svona óþarfa commentum?

  2. samkvæmt liverpool.is er það staðfest að Diao er farinn á lán til Stoke City og eru það góðar fréttar, vonandi að hann heilli Stoke-ara það mikið að þeir kaupi hann í janúar glugganum 🙂

Erfið byrjun hjá Reina.

Næstu leikir