Ekkert á morgun

Nú ætla ég að skrifa upphitun um bara alls ekki neitt. Fyrir hvað á maður svo sem að hita upp? Það er bara akkúrat ekkert að frétta þessa dagana, nema kannski hversu mikið er veðjað á það að Crouch haldi uppteknum hætti fyrir England og skori eins og ég veit ekki hvað. Annars eru eiginlega merkustu tíðindin núna að það var verið að upplýsa okkur um það hverjir voru valdir bestu leikmenn allra tíma hjá okkar heittelskaða liði. Nokkrar augabrúnir hafa hreyfst við þetta val, sem yfir 100.000 Poolarar tóku þátt í.

Í fimmta sæti lenti hinn magnaði John Barnes. Að mínum dómi á hann svo sannarlega heima á topp 5 listanum og er vel að þessu kominn. Hvernig á annars að vera hægt að velja svona lagað? Þegar svona aragúi af frábærum leikmönnum hefur spilað fyrir félagið, þá er nánast útilokað að gera upp á milli manna. Það var þó alveg vitað að menn eins og Digger, King Kenny og Ian Rush myndu skipa sér í sæti á topp 5 listanum. Stevie Wonder hlaut líka að komast þar inn, þó ekki væri nema út af því að þessi könnun er framkvæmd árið 2006 og hann er búinn að draga okkur að tveimur stórum titlum á rétt rúmu ári.

Það sem kom mér mest á óvart var að sjá félaga minn hann Robbie Fowler á listanum. Ég held að flestir sem mig þekkja geti vottað það að meiri Fowler-mann er erfitt að finna. Ég hef afar lengi dýrkað nánast allt í fari þessa drengs. Ég verð þó að viðurkenna það að mér finnst hálf skrítið að sjá hann í fjórða sæti listans. Frábær leikmaður og væri á þessum stað á mínum lista, þó svo að ég viti alveg að það hafa verið enn betri menn hjá okkur sem hafa skilað fleiri titlum í hús en hann. Ég er alveg sannfærður um það að þetta er einfaldlega merki um það hversu GRÍÐARLEGA vinsæll hann hefur alltaf verið á meðal stuðningsmanna liðsins. Drengurinn er ekki kallaður Guð fyrir ekki neitt. Hvað segið þið, hverja hefðuð þið valið á listann ykkar?

Annars bara…DRÍFA SIG AÐ KLÁRA ÞESSA HEL…. landsleiki af svo hægt sé að byrja að horfa á bolta á ný.

10 Comments

 1. Það er ekki það auðveldasta að velja svona lista, það er líka erfitt að fá hann til að endurspegla hið rétta í ljósi þess hversu Internetvæðing unga fólksins, sem hefur jafnvel aldrei séð Barnes, Rush og Dalglish spila td. Þessvegna kemur ekki á óvart að sjá Stevie G, Fowler og Carra svona ofarlega, held ég…

  Ég ætla ekki einu sinni að reyna að búa til minn lista, ég viðurkenni fúslega að ég er engan veginn dómbær á það…

  Já og vá hvað þetta enska landsliðs er leiðinlegt.

 2. Fyrst þér leiðist svona rosalega finnst mér að þú ættir að gera pistil um íslenska landsliðið í knattspyrnu! Við ættum ekki einu sinni séns þótt við myndum dragast með Wales í riðli!

 3. Fowler er vinsæll. Endurkoman skipar væntanlega sinn sess. Ef einungis útvaldir sérfræðingar sem hefðu fylgst með liðinu í amk 30 ár, gerðu þennan lista, þá efast ég um að Fowler væri á topp tíu. Gerrard væri heldur ekki á topp 5. Ég hef reyndar alla tíð haldið mikið uppá Fowler,,, verst að uppskeran var alltaf heldur rýr þegar Fowler var uppá sitt besta. Það er þó ekki við Fowler að sakast.

 4. Liverpool striker Dirk Kuyt twisted his ankle in todays Euro 2008 Group G qualifier against Bulgaria. It is belived that the striker twisted his ankle in the 16th minute and had to be taken off.

  😡 😡 😡 😡 😡 😡

 5. 1. R.Fowler
  2. K.Dalglish
  3. S.Nicol
  4. I. Rush
  5. S.Gerrard

  En hvað verður Kuyt lengi frá? E-ð alvarlegt? Eins gott að við fáum miklar bætur ef hann verður lengi frá.

 6. Kuyt verður eflaust frá ca 1/2 mánuð.En afhverju fær ekki Fowler að vera með enska landsliðinu,hann hefði eflaust klárað dæmið sem Nevel systirin klúðraði.Fowler er skorari af guðs náð enda skorar hann nánast í öllum leikjum sem hann er inná.Og svo má Eiður fara að klára færih sín

 7. Eitt jákvætt hérna:

  “Liverpool captain Steven Gerrard couldn’t hide his disappointment at missing out on England’s Euro 2008 qualifier in Croatia on Wednesday through suspension after he was booked during the goalless draw with Macedonia.”

 8. Það eru eflaust fréttir helgarinnar að Gerrard missir af leiknum á móti Króatíu. Hef áður kommentað mínar skoðanir á þessum landsleikjum. Fyllilega sammála Wenger og Benitez tímasetninguna á þessum leikjum. Þetta bitnar hvað mest á stóru liðinum sem missa uppundir 70-80% af leikmannahópi sínum í c.a. 10 daga. Rétt ná síðan hópnum saman daginn fyrir næsta leik í deildinni. Á meðan geta önnur lið notað hvíldina, æft og undirbúið sig fyrir næsta leik. Fáranlegt að fyrri landsleikirnir fari ekki fram á miðvikudegi og síðari landsleikirnir á sunnudegi.

  Ekki skánar það þegar menn eru að meiðast í þessum leikjum líkt og Dirk Kuyt í gær. 😡

  Styð Newcastle fullkomlega í fyrirhugaðri lögsókn þeirra fyrir bætur á Michael Owen.
  Kominn tími til að stóru félögin fái einhvern greiða gagnvart þessum landsleikjum.

Lucas Neill vill koma

Kuyt meiðist