Lucas Neill vill koma

Lucas Neill hefur núna opinberað að hann hafi orðið fyrir [gríðarlegum vonbrigðum](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=420412&CPID=8&clid=5&lid=2&title=Neill+rues+move+collapse) með að hann hafi ekki geta gengið til liðs við Liverpool í ágúst.

Einsog við munum var Liverpool orðað við Neill á síðustu dögum leikmannaskiptagluggans og talið að hann myndi koma í staðinn fyrir Jan Kromkamp. Neill segist núna vera vongóður um að hann geti komið til Liverpool í janúar eða þá í síðasta lagi í júní þegar hann getur komið á frjálsri sölu:

>”I was linked to Liverpool, and no player in their right mind would not want the opportunity to go to a club like that with so much history and prestige,”

>”It’s unfortunate for my career that it didn’t go that way, but as a professional I have to move on.

>”But now I’m hopefully in just as good a position when those opportunities present themselves again in January, or if not then, I’ll get a free transfer in June.”

Ég veit að það voru ekki allir sáttir við að sjá Neill orðaðan við Liverpool en ef hann kemur fyrir lítinn eða engan pening á næsta ári, þá væru það að mínu mati frábær kaup.

6 Comments

  1. Blackburn aðdáandi fullyrti við mig að Neill væri besti hægri-bakvöður deildarinnar. Ég er amk viss um að hann myndi veita Finnan harða samkeppni.

  2. Pros: Hann er vanur enska boltanum, er nagli sem gefur Finnan góða samkeppni

    Cons: Þoli hann ekki

  3. Myndi alveg sætta mig við að fá L.Neill svo lengi sem það myndi veita Finnan samkeppni. Verð að játa að Finnan hefur valdið mér töluverðum vonbrigðum í byrjun leiktíðar eins og fleiri leikmenn. Styrkleiki hans í gegnum tíðina hefur verið stöðugleiki og því miður hefur hann ekki náð að halda honum.

  4. Ef kostirnir við hann eru að hann sé ódýr og góður í fótbolta og harður af sér en gallarnir að ýmsir misvitrir fótboltaáhugamenn (ég ekki undanskilinn) láti hann fara í taugarnar á sér er þetta rakið mál.
    Sé það alla vega ekki gerast að Stjórinn hringi í mig og spyrji mig hvað mér finnst um þetta.

  5. :tongue:Assgoti er lítiðn að frétta hjá ykkur strákar :rolleyes:

  6. Svo ég snúi umræðunni að leikmanni Liverpool, hvað þarf eiginlega að gerast til að Carra fái tækifæri með landsliðinu. Hann hefur svo sem ekki verið alveg uppá sitt besta í haust en hvaða landsliðsmaður í ensku deildinni hefur verið það, svo er King líka að stíga upp úr meiðslum er það ekki? Carra og Terry hafa verið traustustu varnarmenn Englendinga síðustu 2-3 árin og ættu að mínu viti að vera miðvarðaparið hjá þeim.

Inn í landsleikjahlé

Ekkert á morgun