Inn í landsleikjahlé

Ég ætla ekki að íþyngja mönnum enn einu sinni með mínu tuði um landsleiki og landsleikjahlé. Held að ég sé búinn að fulltala mig um það og það nennir enginn að heyra það röfl enn einu sinni. Þau eru hörmung, það er það eina sem ég hef að segja. Umfjöllunarefni mitt er þó tengt því. Finnið þið fyrir mun á því hvað gerist hjá liðinu rétt áður en þessi hlé bresta á. Hvort er verra að fara inn í þessi hlé eftir vondan tapleik eða góðan sigurleik? Bæði verra?

Það er alveg hrikalegt að sjá liðið tvístrast þegar það hefur náð góðum úrslitum og er komið á skrið. Ég er þó á því að það sé enn verra að fara inn í þetta eftir slæman tapleik. Út af hverju? Jú, ég er á því að leikmenn “fái” að missa ákveðinn fókus þegar það er ekki verið að lagfæra hluti sem aflaga fóru, og ekki verið að berja þá saman dagana eftir hörmungarnar. Það þarf nefninlega minna að laga á æfingasvæðinu ef lið er að gera rétta hluti. Þrátt fyrir að bæði sé vont, þá er þetta verra að mínu mati. Það er einmitt ástæðan fyrir því að Rafa talaði sérstaklega um það að þeir leikmenn sem fóru til móts við landslið sín, fengju sko ekki frið frá sér. Hann ætlaði að vera í símasambandi við þá til að tryggja það að menn væru með hugann við það verk sem framundan er. Það er gaman að koma saman með félögum sínum í landsliðunum, en það verður að kippa þessum strákum svo strax niður á jörðina og tryggja það að þeir læri af mistökunum og leiðrétti þau strax í næsta leik.

Jæja, aftur í þunglyndi, enginn bolti hjá mér fyrr en um miðjan mánuðinn.

3 Comments

  1. Steini, ef landsleikjahlé væri persóna held ég að við hér á Liverpoolblogginu værum í lífshættu. Við höfum allavega verið duglegri en flestir sem ég þekki/veit um við að gagnrýna téða persónu. 🙂

  2. Sammála, þoli ekki þessi landsleikjahlé.

    Að öðru (ótengt en þó viðtal við Crouch þar sem hann er með landsliðinu), ég var að lesa þetta viðtal við Crouch á shanklygates.co.uk og liverpoolfc.tv
    Það virðist vera sem bæði viðtalsbrotin séu tekin úr sama viðtalinu, samt eru þau allt öðru vísi, önnur orðaröðun og annar stíll á þeim og niðurstaða þeirra önnur. shanklygates segir Crouch frustrated by rotation og liverpoolfc.tv segir CROUCH HAPPY TO ACCEPT SQUAD ROTATION, ég var að hneyksla mig á þessu og datt í hug að sýna ykkur.

    Rosalega mega þeir teygja og beygja þessar beinu tilvitnanir.

  3. Ég einmitt las þetta viðtal við Crouch á liverpoolfc.tv og ég get nú varla séð hvernig þeir fá út úr því þessa uppörvandi fyrirsögn sem þeir birta. Fyrirsögnin á shanklygates lýsir viðtalinu töluvert betur (og ég las það samt á official síðunni). En þetta er fréttamennskan í dag – menn teygja orðin eins langt og þeir geta til að þóknast eigin málstað og official síðan er ekkert undanskilin því.

Nabil El Zhar til Liverpool (staðfest)!

Lucas Neill vill koma